Morgunblaðið - 25.03.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 25.03.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 5 Talskólinn Framsögn og taltækni: 5 vikna námskeiö hefjast 2. og 3. apríl. Mánudaga og fimmtudaga kl. 16.15—18.00. Þriöjudaga og föstudaga kl. 16.15—18.00. Síðustu námskeiö vetrarins. Innritun dagiega kl. 16.00—19.00, sími 17505. Talskólinn, Skúlagötu 61, Rvík. Gunnar Eyjólfsson. Gódon daginn! Sjónvarp kl. 21.30: Nikulás Nickelby Nýr framhalds- myndaflokkur eftir sögum Charles Dickens Nýr rramhaldsmyndaflokkur hcfur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld. I»eUa er leikritið „Niku- lás Nickelby“ sem er gert eftir samncfndri sögu ('harles Dick- ens. Leikritið gerist upp úr 1830 og fjallar um Nikulás og ýms- ar þrengingar sem hann ásamt móður sinni og systur má þola. Þegar faðir Nikulásar deyr flyst móðir hans með þau systkinin frá Devonshire til Lundúna, þar sem þau eiga von á hjálp Ralphs, föðurbróð- ur barnanna. Ralph er í góðum efnum og kemur því til leiðar að Nikulás fær inngöngu í skóla í York- shire, sem hinn harðneskjulegi Squeers stýrir. Nikulás á von á að skólinn sé venjulegur, svona eins og gengur og gerist, og því verður það honum mikið áfall er hann kemst að raun um að „skólinn" er óþrifalegt heimili fyrir munaðarlaus börn og slæm meðferð á börn- unum virðist vera einkenni „skólans". Útvarp kl. 22.40: Allir þeir sem við falli er búið Leikrit eftir Samuel Beckett „Allir þeir sem við falli er bú- ið“ nefnist leikrit sem útvarpað verður á morgun kl. 22.40. Þetta er endurflutningur á þessu leik- riti sem írska leikritaskáldið Samucl Beckett skrifaði, en það var frumflutt í Ríkisútvarpinu árið 1978. Leikritið fjallar um gamla konu sem er á leið á járnbraut- arstöð. Ferðalagið gengur hægt því hún er þung á sér og veikburða. Líf hennar virðist ekki hafa verið dans á rósum, en nú verða ýmsir til að lið- sinna henni, af meðaumkun eða öðrum ástæðum. Gyða Ragnarsdóttir hjá leiklistardeild Ríkisútvarpsins tjáði okkur að höfundurinn færi þannig með efnið að oft væri örðugt að vita hvort hann setti aivöru fram sem gaman eða gamanið sem alvöru. Leikstjóri er Árni Ibsen en hann þýddi jafnframt leikrit- ið. Ein sú besta í víöri veröíd Vandlátustu sóldýrkendur velja Riminisólina sumar eftir sumar; aðgrunna strönd, afþreyingaraðstöðu af bestu gerð, frábæra veitingastaði og eldfjörugt næturlíf. Héreigaallirfjölskyldumeðlimir ánægjulega daga, ekki síst þeir yngstu, því íslenski barnafarar- stjórinnsértilþessaðsmáfólkið nýtur hverrar stundar ekki síður en hinir fullorðnu. Skoðunarferðir til ógleymanlegra staða, s.s. Rómar, Feneyja og Flórens eru síðan góð ábót á líflegt strandlífið og gera Riminiferðina að stórskemmtilegri blöndu, þar sem ríflegum skammti af fróðleiksmolum er stráð yfir ómælt magn af sólskini. Verð frá kr. 16.200 miðað við sex manns í 3ja herb. íbúð í 11 daga. Barnaafsláttur allt að kr. 5.700 Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega í 6 manna fjölskyldu (miðað við hæsta barnaafslátt) kr. 11.332 11 og 21 dags ferðir Beint leiguflug til Rimini. ÞU LIFIR LENGI ÁGOÐU SUMARLEYFI - Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SiMAR 21400 A 23727

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.