Morgunblaðið - 25.03.1984, Page 21

Morgunblaðið - 25.03.1984, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 21 Morgunbladið/ Clfar. Mikil húsnæðisekla er nú á ísafirði. Mest eftirspurn er eftir húsnæði á eyrinni, en ný einbýlishús eru þung í sölu. ísafjörður: Eftirspurn eftir íbúð- arhúsnæði hefur aukizt VAXANDI ÁHUGI fyrir fasteignakaupum á ísafirði er greinilegur, að sögn þeirra tveggja fasteignasala sem starfa á ísafirði. Arnar Geir Hinriksson hdl. og fasteignasali sagði í viðtali við fréttaritara Morgunblaðsins, að greinilegt aðstreymi fólks væri nú til bæjarins og marka mætti vaxandi trú manna á að mögulegt væri að eignast þak yfir höfuðið, eftir að vextir lækkuðu og meiri festa er sjáanleg í fjármálalífínu. Ein ástæðan fyrir vaxandi áhuga á fasteignakaupum er sú, að mjög erfitt er að fá leiguíbúðir hér vestra og sjómenn leita í vax- andi mæli vestur vegna góðra tekjumöguleika, einkanlega á út- hafsrækjuveiðunum. Hjá Tryggva Guðmundssyni hdl. og fasteignasala sagði Jónína Guðmundsdóttir fulltrúi, að eftir- spurn væri mikil, sérstaklega eftir minni íbúðum, og talsverð sala frá áramótum. íbúðaverð hefur að mestu staðið í stað frá áramótum, en nú má sjá þess merki að verð fer hækkandi á sumum gerðum eigna. Svo virðist, að verð á íbúðum í blokkum sé svipað og í Reykjavík, gömul einbýlishús í miðbænum jafnvel á hærra verði en í Reykja- vík, en stór, nýleg einbýlishús á áberandi lægra verði vestra. Mest eftirspurn er eftir góðum íbúðum á eyrinni, þó verð sé þar sjáanlega hærra en annars staðar í bænum. Báðum aðilum bar saman um það, að mest bæri á ungu fólki að hefja búskap í íbúðarkaupum og virtust margir hafa umtalsverða fjármuni í höndum og voru spari- merki nefnd sem ein ástæðan. Að sögn Sigurðar Hafstein Steinarssonar byggingarfulltrúa, hefur fjórum lóðum undir einbýl- ishús verið úthlutað á þessu ári, en á síðasta ári hófst ekki smíði neins íbúðarhúss á ísafirði. Lóð- irnar sem úthlutað var eru í Hnífsdal og á Stakkanesi. Auk þess hefur verið gerð fyrirspurn um lóð undir fjölbýlishús. En leiguíbúðir eru það sem mest er sóst eftir á ísafirði í dag og að sögn manns, sem fréttaritari hitti á götunni í dag, er það orðið svo, að konur þora varla lengur að taka gluggatjöld sín til þvotta vegna mikilla símahringinga fólks sem heldur að verið sé að losa íbúðina. Úlftr. Öxarfjörður: Snjóléttur vetur til þessa Skinn&staú, 18. marN. VETURINN hefur verið mjög snjó- léttur í byggöunum við Öxarfjörð og mun svo yfirleitt hafa verið í Þing- eyjarsýslum báðum. Nokkur hríð- arskot gerði fyrir jól og svo enn upp úr áramótum. Annað er varla nefn- andi. Stórviðri sjaldgæf. Heita má að vorveðrátta hafí ríkt síðan um miðjan janúar og snjólítið á láglendi. Vegagerðin hefur getað sparað snjóruðning. Almennt eru bændur heldur heybirgir, en beita nokkuð til að viðra sauðféð. Félagslíf hefur verið með venju- legum hætti, hefðbundnar sam- komur og nokkur námskeið og heilsufar heldur gott. Eitt líflegasta námskeiðið var þegar Halldór Matthíasson, skíða- kennari, kenndi mönnum hér í öx- arfirði að ganga á skíðum. Tróð hann i unga sem aldna helstu brellum við skíðagöngu af algeru miskunnarleysi, hvað sem menn steyptu stömpum í brekkunum. Fara varð upp í heiðarsporð til að leggja göngubraut vegna snjóleys- is. Hafði Halldór slík námskeið á tveimur eða þremur stöðum í sýslunni. Fólk er misjafnlega bjartsýnt á tíðarfarið í vordögum. Þeir bjart- sýnu halda að tekið sé fram úr. Þeir svartsýnu að veturinn komi með vorinu. Sigurvin. Vestmannaeyjar: Leikfélagið sýnir Húrra krakki Ye.stmannaeyjum, 23. mars. LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýndi í gærkvöldi gamanleikinn Húrra krakki eftir Arnold og Bach við fádæma góðar undirtektir frumsýningar- gesta. Leikstjóri er Unnur Guðjónsdóttir, prímus mótor leikfélagsins til margra ára. Þetta er 113. verkefni LV eu félagið hefur starfað af miklum krafti og nú mörg undanfarin ár verið með a.m.k. þrjú verk á sviði hvern vetur. Húrra krakki er ómengaður gamanfarsi og náðu leikarar LV sér vel upp á frumsýningunni og skemmtu sér sýnilega engu síður en áhorfendurnir úti í sal. Þeir kitluðu svo hláturtaugar leikhús- gesta að undan verkjaði á stund- um. Var leikurum, leikstjóra og öðrum aðstandendum sýningar- innar þakkað í leikslok með lang- varandi lófaklappi og blómvönd- um. Leikendur í þessari sýningu LV eru: Runólfur Dagbjartsson, sem fór á kostum í hlutverki „krakkans", Björn Ingi Hilm- arsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sveinn Tómasson, Kolbrún Hálf- dánardóttir, Jónas Þór Hreins- son, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Elín Helga Magnúsdóttir og Rol- and Buchholz. Leikstjóri er sem fyrr segir Unnur Guðjónsdóttir. Leikmynd gerði Magnús Magn- ússon, lýsingu annast Hjálmar Brynjólfsson og sviðsstjóri er Auðberg Óli Valtýsson. Það verður mikið hlegið í Bæj- arleikhúsinu næstu vikurnar og enginn verður fyrir vonbrigðum sem þangað lítur inn og fylgist með hlátursframleiðslu Leikfé- lags Vestmannaeyja. ... Fasteign til sölu Til sölu er einbýlishús viö Fálkaklett, Borgarnesi. Húsiö er 150 fm auk 33 fm bílskúrs. Lítiö áhvílandi. Verö 2,7 millj. Til greina koma skipti á fasteign á Stór-Reykjavík- ursvæöinu. Allar nánari upplýsingar veitir: Sigurður I. Halldórsson hdl. Borgartúni 33, Reykjavík sími: (91) 29888. Einbýli — Klapparberg Til sölu 170 fm einbýlishús, hæö og ris ásamt 30 fm bílskúr. Ekki fullbúið hús. Neöri hæö: 2 saml. stofur, eldhús, hol, þvottaherb., búr, gesta wc., forstofuherb. Efri hæö: 3 svefnherb., baö, sjón- varpsherb. meö arni. Lögmenn Borgartúni 33, sími 29888. Kynnið ykkur nýjustu ávöxtunarleiðina Verötryggö spariskírteini ríkissjóðs Gengi 26.03/84 Ár Fl. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100 kr. 1971 1 15.801 1977 2 1.776 1972 1 14.396 1978 1 1.442 1972 2 11.677 1978 2 1.135 1973 1 8.820 1979 1 982 1973 2 8.462 1979 2 736 1974 1 5.501 1980 1 627 1975 1 4.350 1980 2 473 1975 2 3.226 1981 1 404 1976 1 2.929 1981 2 298 1976 2 2.427 1982 1 284 1977 1 2.126 1982 2 210 1983 1 161 1983 2 103 Óverðtryggð - veðskuldahréf 20% 86.3 80.3 74,9 70.2 66,0 62.2 21% 87,0 81.3 76,1 71,5 67.4 63,7 Verðtryggð — veðskuldabréf Sölug. Ár 2 afb/ári. 1 95,2 6 81,6 2 91,9 7 78,8 3 89,4 8 76,1 4 86,4 9 73,4 5 84,5 10 70.8 Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til sölu. Verðtrygg- veðskuldabréf óskast í sölu. Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu. * Avöxtun ávaxtar fé þitt betur ÁVOXTUNSf^ LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ 10 - 17 / r i AVOXTUNSf^y VERÐBRÉFAMARKAÐUR jii i n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.