Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984
Stafnes í Keflavíkurhöfn
MorKunblaÖio/E.G.
Keflavík:
Ekki betri vertíð
í mörg, mörg ár
Vogum, 26. mars.
Vetrarvertíð hefur ekki gengið
betur í mörg, mörg ár, sagöi vigtar-
maður hjá Keflavíkurhöfn við
fréttaritara Mbl. og fiskurinn stór
og fallegur. Það leynir sér ekki að
það er meiri fiskur í sjónum á
þessum slóðum en undanfarin ár.
Nokkrir Keflavíkurbátar eru
þegar búnir að fylla þá kvóta
sem þeim var úthlutað, bæði
þorsk- og ufsakvóta. í mikilli
ufsaveiði tókst sumum að fylla
kvótann á viku. Það stefnir í að
margir bátar verði búnir að fylla
sína kvóta upp úr mánaðamót-
um, þá þarf að fara að binda bát-
ana. Það sem hefur bjargað því
að enginn hefur verið bundinn
hingað til, er að kvóti hefur verið
færður milli báta, sem eru á öðr-
um veiðum, t.d. rækjuveiðum.
Alls 24 bátar hafa landað afla
í Keflavík á þessari vertíð. Afla-
hæstu bátar voru á föstudags-
kvöld sl. Stafnes KE með 687
tonn, Búrfell með 675 tonn og
Happasæll með 548 tonn. Til
samanburðar var aflahæsti bát-
urinn eftir síðustu vetrarvertíð
með 576 tonn, en aðeins tveir
fóru yfir fimm hundruð tonn.
Löndun í Kefiavík
Frumvarpsdrögin um ráðstafanir í ríkisfjármálum:
Hlaðafli er hjá
Ólafsvíkurbátum
Tugir tonna á bát
Ól»fsvík, 26. marz.
HLAÐAFLI er hjá Ólafsvíkurbátum
í kvöld, tugir tonna á bát, og þarf að
leita allt að 20 árum aftur í tímann
til að finna samjöfnuð. Einn bátur,
Matthildur, tvíhlóð, það er að segja
brá sér inn í Rif um miðjan dag,
landaði 20 tonnum til að vinnsla
gæti hafizt og fór út aftur til að Ijúka
drætti.
Bátarnir áttu ekki öll sín net í
sjó um helgina, en aflinn er mikill.
Þessir voru lentir klukkan 20:
Sveinbjörn Jakobsson með 40
tonn, Greipur 20 til 25 tonn og Jói
á Nesi 22 tonn í 78 net, sem ekki
hafa verið endurnýjuð um tíma
vegna aflamarkanna.
Dragnótarbátar eru ekki komn-
ir inn enn, en frést hefur af kröft-
ugu fiskiríi hjá þeim.
Pétur Karlsson, skipstjóri á Jóa
á Nesi, sagði fréttaritara að fiskur
væri um allan fjörð, í Kanti og
Brún, á djúpi og grunni. Þessi
fiskur er stærri en sá sem veiddist
um daginn, að sögn Péturs, og
brýn nauðsyn á að úrskurða fljótt
hvort ekki sé um aðkomufisk að
ræða. Þetta fiskirí minnir á gamla
daga, því með fullum krafti fengju
menn 30 til 50 tonn í róðri. Núna
er fiskiríið aftur á móti gleði-
snautt því netanna bíður ekki
annað en bryggjan og á hér við að
„fár veit hverju fagna skal“.
Góður ýsu-
afli við Eldey
NÆR allur íslenzki fiskveiðifiot-
inn er nú að veiðum á svæðinu frá
Vestmannaeyjum og vestur um að
Bjargtöngum samkvæmt upplýs-
ingum Landhelgisgæzlunnar.
Loðnuskipin hafa verið við
Snæfellsnes og mikið af togurum
og bátum við Eldey.
Helgarfrí var á netabátum á
þessu svæði og hófu þeir því
ekki veiðar fyrr en í gær. Afli
þeirra, sem voru á ufsanetum,
var nokkuð góður, en tregt hefur
verið á þorskinum. Togbátar
fengu sumir hverjir góðan ýsu-
afla við Eldey um og fyrir helg-
ina.
Fjórir trollbátar frá Sand-
gerði voru með mjög góðan afla
og lönduðu þar frá 25 lestum
upp í 38 eftir sólarhrings veiðar
og einn bátanna landaði tvívegis
25 lestum um helgina. Netabát-
arnir Arney og Barðinn lönduðu
tæpum 40 og rúmum 17 lestum
af ufsa í Sandgerði á laugardag,
en tregt var í þorskanetin.
Bókagerðarmenn
samþykktu
SAMNINGUR Félags bókagerðarmanna og prentsmiðjueigenda hefur verið
samþykktur með drjúgum meirihluta atkvæða. Kndanlegar atkvæðatölur
lágu ekki fyrir í gærkvöldi, þar sem ekki var lokið atkvæðagreiðslu um allt
land. Þó lá fyrir að félagsmcnn höfðu gengið að samkomulaginu, sem
undirritað var á föstudaginn.
Magnús E. Sigurðsson, formað-
ur félagsins, sagði í samtali við
Mbl., að í meginatriðum hefði ver-
ið samið á líkum línum og önnur
félög hefðu gert. „Þetta kemur
best út fyrir það fólk okkar, sem
verst var sett,“ sagði hann. „Auk
5+2% hækkunar strax koma til
flokkatilfærslur, þannig að beinar
launahækkanir strax eru á bilinu
7—17%. Lægstu taxtar okkar eru
þá orðnir 12.903 krónur.
Auk þessa hefur fengist í gegn
samræming á töxtum þeirra
þriggja félaga, sem mynduðu Fé-
lag bókagerðarmanna; aðfanga-
dagur og gamlársdagur eru nú frí-
dagar fyrir alla félagsmenn;
prentsmiðjueigendur munu láta
félagsmenn ganga fyrir um vinnu;
skerpt hefur verið á reglum um
nýja tækni; sérstök hækkun kem-
ur til eftir 15 ára starf og ákvæði
eru um að fylgjast með rannsókn-
um á áhrifum vinnu við tölvu-
skerma á sjón manna og vanfærar
konur. Samningarnir gilda frá 10.
mars,“ sagði Magnús E. Sigurðs-
Verður mest skorið
niður í vegamálum?
— Þingflokki Framsóknar kynnt drögin, þingflokkur Sjálfstæðisflokks fær enn ekki að sjá þau
FRUMVARPSDRÖGIN um ráðstafanir í ríkisfjármálum fengu dræmar und-
irtektir þingmanna Framsóknarflokksins, samkvæmt heimildum Mbl., þegar
forsætisráðherra kynnti þau í þingflokki Framsóknar í gær. Ráðherrar hafa
ekki náð pólitískri samstöðu um málið, þrátt fyrir mikil fundahöld fyrir og
um hclgina. Frumvarpsdrögin voru ekki kynnt í þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins í gær. Verður það ekki gert fyrr en samþykktar tillögur ríkisstjórnar
liggja fyrir, að sögn formanns þingfiokksins. Ríkisstjórnin fjallar um málið á
ný á fundi sínum árdegis, en viðmælendur Mbl. úr ráðherrastétt töldu
ólíklegt í gær, að endanlegt samkomulag næðist þar.
Undirtektir þingmanna Fram- herða og auka söluskattsinn-
sóknar voru dræmar í gær eftir að
formaður flokksins hafði kynnt
frumvarpsdrögin. í umræðum á
eftir kynningu hugmyndanna
komu m.a. fram tillögur um að
heimtu og voru ræðumenn á því að
söluskattur innheimtist verr en
vera skyldi. Þá komu fram ýmis
landsbyggðarsjónarmið, en sam-
kvæmt heimildum Mbl. mun lang-
stærsti liður niðurskurðarhug-
myndanna í frumvarpsdrögunum
vera í vegamálum. Þingflokkur
Framsóknarflokksins fjallar um
málið á ný á fundi sínum á mið-
vikudag.
Frumvarpsdrögin voru ekki
kynnt í þingflokki Sjálfstæðis-
flokks, sem hélt fund í gær, þrátt
fyrir beiðnir einstakra þingmanna
um að fá þau til skoðunar. For-
maður þingflokksins, Ólafur G.
Einarsson, var spurður í gær af
hverju drögin hefðu ekki verið
kynnt þar eins og í þingflokki
Framsóknarflokksins. Hann svar-
aði því til, að hann hefði gert þing-
flokknum grein fyrir því, að full
ástæða væri til þess að gefa ríkis-
stjórninni frið til að ná samstöðu
um málið, áður en þingflokkurinn
fjallaði um það. Hann sagði að
þegar hefði farið fram ein umræða
í þingflokknum um vanda þennan,
en umrædd frumvarpsdrög væru
einvörðungu tillögur starfshóps,
en ekki endanlegar pólitískar
ákvarðanir ríkisstjórnarinnar,
sem þingmenn gætu unnið úr sam-
kvæmt því.
SkákmótiÖ í Neskaup-
stað, 7. umferð:
Þrjár skákir
í bið,tvö
jafntefli
ÞRJÁR skákir fóru í bið í 7. um-
ferð alþjóðlega skákmótsins í
Neskaupstað sem tefid var í
gærkvöldi og eru því fjórar skák-
ir á mótinu í biðstöðu. Tveimur
skákum lauk með jafntefli, skák
Helga Olafssonar og Jóhanns
Hjartarsonar og skák þeirra Tom
Wedbergs og Harry Schiisslers.
Helgi Ólafsson er því enn efsiur
með 4'/2 vinning. I öðru sæti er
Jóhann Hjartarson með 4 vinn-
inga og biðskák. í þriðja sæti er
Lombardy með 4 vinninga og í
fjórða sæti Margeir Pétursson
með 3'/2 vinning og tvær biðskák-
ir. 8. umferð verður tefld í dag,
en 11. og síðasta umferðin nk.
sunnudag, 1. apríl.
Skákirnar sem fóru i bið í
gærkvöldi voru allar mjög
spennandi að sögn áhorfenda,
en þær voru á milli þeirra Guð-
mundar Sigurjónssonar og
Dan Hanssons, Margeirs Pét-
urssonar og Knezevic, McCam-
bridge og Róberts Harðarson-
ar. Lombardy sat hjá í sjöundu
umferð.
Benóný Benediktsson, skák-
meistari, hefur hætt þátttöku í
skákmótinu í Neskaupstað.