Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 21 Kosningarnar í Baden-Wlirttemberg: Kristilegir demó- kratar áfram stærsti flokkurinn Græningjarnir juku mjög fylgi sitt Stuttgart, 26. marz. Al*. KKISTILKGIR demókratar töpuðu aðeins fylgi í fylkiskosningunum í Baden-Wiirttemberg á sunnudag, en héldu eftir sem áður meirihluta á fylkisþinginu í Stuttgart. Flokkur græningja jók hins vegar hlut sinn verulega og fékk nú meira fylgi en nokkru sinni áður í fylkiskosningum í Vcstur-Þyzkalandi. Eru græningj- arnir nú orðnir þriðji stærsti flokk- urinn í Baden-Wiirttemberg. Alls fengu kristilegir demókrat- ar 51,9% atkvæða og 68 þingsæti á fylkisþinginu. I kosningunum 1980 fengu þeir 53,4%. Jafnaðarmenn fengu nú 32,4% og 41 þingsæti, en græningjarnir fengu 8% atkvæða og 9 þingsæti. I kosningunum Bíræfiö rán á fyrir fjórum árum fengu þeir að- eins 5,3%. Fylgi frjálsra demó- krata féll niður í 7,2% nú og hafa þeir aðeins 8 þingsæti. Græningjar telja, að almennur ótti um örlög Svartaskógar hafi átt sinn þátt í auknu fylgi þeirra, en vísindamenn vilja kenna súru regni um, að stórir hlutar af Svartaskógi eru nú að visna upp. Græningjar hafa gert umhverfis- vernd að einhverju helzta baráttu- máli sínu og héldu þessu máli óspart á loft í kosningunum nú. Kristilegir demókratar hafa eft- ir sem áður meirihluta á fylkis- þinginu, eins og þeir hafa haft undanfarin 12 ár. Höföu 640 millj. á brott með sér Róm, 26. mars. AP. ÞRÁTT fyrir ítarlega leit lögreglu hefur enn ekkert spurst til ræn- ingjanna, sem létu greipar sópa um hirslur öryggisfyrirtækis snemma á laugardagsmorgun. Ránsfengur- inn, sem þeir komust undan með, er sá mesti sem um getur á ftalíu, 35 milljarðar líra (um 640 millj. ísl. króna). Eftir frumrannsókn sína telur lögreglan það ólíklegt, að ræn- ingjarnir fimm séu úr röðum Rauðu herdeildanna þótt þeir hafi skilið eftir merki samtak- anna á ránsstaðnum. Telur lög- reglan merkið hafa verið skilið eftir til þess að villa um fyrir rannsóknarmönnum. Að sögn lögreglu var ránið á laugardag þaulskipulagt og E1 Salvador: óhugsandi annað en einhver starfsmanna öryggisfyrirtækis- ins hafi verið með þeim í ráðum. „Ræningjarnir fimm hljóta að hafa kannað aðstæður í mörg ár áður en þeir létu til skarar skríða," sagði lögregluforinginn, sem stýrir rannsókninni. Ræningjarnir fóru þannig að, að þeir rændu einum starfs- manna öryggisfyrirtækisins á föstudagskvöld og héldu honum, konu hans og dóttur föngnum þar til snemma á laugardags- morgun. Þá óku þeir með hann að fyrirtækinu, þar sem hann gat talið samstarfsmenn sína á að opna öryggishlið. Er inn var komið bundu ræningjarnir starfsmennina á höndum og fót- um og höfðu féð á brott með sér. Órói einkenndi kosningarnar San Salvador, 26. marz.. AP. SKÆRULIÐAR gerðu mikla árás á San Miguel, þriðju stærstu borg El Salvador á sunnudagskvöld. Gerðist þetta í sama mund og tilkynnt var, að talningu atkvæða í forsetakosningun- um hefði verið frestað. Fyrr um daginn höfðu skæruliðar haft sig mikið í frammi og hindrað fólk í að neyta at- kvæðisréttar síns. Rafmagnslaust varð nokkrum sinnum í höfuðborg landsins á sunnudag en þó aðeins stuttan tíma í einu. Var skemmdarverkum skæru- liðum kennt um. Þá var tæknilegum mistökum einnig kennt um, að mörg þúsund kjósendur gátu ekki greitt atkvæði í kosningunum. Thomas Pickering, sendiherra Bandaríkjanna í E1 Salvador, sagði í dag, að ekki væri unnt að segja af eða á um, hvernig tekizt hefði varð- andi fyrirkomulag kosninganna fyrr en að talningu lokinni, því að enn væri ekki vitað hvernig atkvæði hefðu skilað sér. Hálf milljón í mótmælagöngu Kóm, 26. mars. AP. RÚMLEGA 500.000 verkamenn víðs vegar að af Ítalíu efndu á laugardag til mótmælagöngu í Róm. Var þetta fjöl- mennasta mótmælaganga ítalsks verkalýðs til þessa. Gangan var skipu- lögð af lciðtogum kommúnista innan verkalýðshreyfíngarinnar til þess að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Bettino Craxi, að binda enda á vísitölu- bundnar launahækkanir. Til átaka kom eftir að göngunni lauk þegar nokkur hundruð öfga- sinna skeyttu skapi sínu á bifreiöum og mölvuðu verslunarglugga í nær- liggjandi húsum. Einn óbreyttur borgari meiddist í stympingum við göngumenn við upphaf göngunnar, en að öðru leyti fór gangan mjög friðsamlega fram. Forsprakkar göngunnar töldu þátttakendur hafa verið um 1 milljón talsins, en lög- reglan sagði göngumenn rúmlega 500.000. Öldungadeild ítalska þingsins lagði blessun sína yfir ákvörðun stjórnvalda á föstudagskvöld, en fulltrúadeildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Þrátt fyrir göng- una á laugardag telja fréttaskýrend- ur ólíklegt, að fulltrúadeildinni verði hnikað. HOFÐABAKKA 9 SIMI 85411 Stereótækí Philips útvarps- og kassettu- tækin eru viðurkennd úrvals- vara og breiddin er geysimikil. Allt frá mono kassettutæki með FM útvarpi upp í hljóðmeistara með 2x20 watta magnara og öllu tilheyrandi. Ódýrasta samhyggða mónó- tækið með kassettu og FM út- varpi kostar aðeins 3.840.- krónur. Kraftmikið steríótæki með tveimur 5 tommu hátölurum og tveimur „tvíderum", M/S/FM- bylgjum og fullkomnu kassettu- tæki kostar aðeins 8.248.- krónur. Við erum sveigjanlegir í samn- ingum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.