Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 23
 SANTANDER GENGUR VEL A SPANI: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 Magnús skoraði eitt MAGNÚS Bergs skoraöi eitt af mörkum Santand- er er liöið vann Las Palm- as meö fjórum mörkum gegn engu á heimavelli sínum í 2. deild spönsku knattspyrnunnar á sunnudag. ■ Santander er nú í þriöja sæti deildarinnar með 47 stig, Castilla er meö 38 stig og Atletico Bilbao er efst meö 40. Magnús skoraöi einn>g um siðustu helgi með Santander og hefur leikiö vel. Liðiö á nú mjög mikla möguleika á því að tryggja sér sæti i 1. deildinni næsta vetur. — Jón Diðriksson stóð sig best vangshlaupi heimsíns hér í New York á sunnudag. Urðu í 27. sseti en alls sendu 39 þjóöir þátttak- endur í karlahlaupiö. Aöeins 28 sveitum tókst þó aö Ijúka hlaup- inu, en samtals hófu keppni 262 hlauparar og komu 238 í mark. Jón Diöriksson varö til aö byrja meö vel fyrir framan miöju en naut sín ekki sem skyldi og varö í 190. sæti. Skaut Jón hlaupurum 15 þjóöa ref fyrir rass, þar á meöal hlaupurum allra Noröurlandanna. Sigurður Pétur Sigmundsson varö í 198. sæti, Ágúst Þorsteinsson í 215. sæti, Sighvatur Dýri Guö- mundsson í 222. sæti, Hafsteinn Óskarsson í 224. sæti, og Gunnar Birgisson í 232. sæti. Gunnar Páll Jóakimsson varö aö hætta um miðbik hlaupsins er gömul meiösl tóku sig upp. Portúgalski hlauparinn Carlos Lopez sem er 37 ára sigraði í hlaupinu eftir haröa keppni viö Englendinginn Hutchings, welska hlauparann Jones og Bandaríkja- manninn Porter. Lopez sigraöl í þessu hlaupi 1976 og hefur marg- oft síöan veriö í verölaunasæti enda einn af fremstu langhlaupur- um heimsins. Tími sigurvegarans var 33,25 mín. Englendingurinn fékk tímann 33,30. Tími Jóns Dið- rikssonar var 37,12. mín. og Sig- urðar Péturs 37,31 mín. Ágúst fékk 38,26 mín. Þátttaka íslensku hlauparanna vakti mikla athygli. Þeir sem til þekkja töldu framtak smáþjóöar- innar lofsvert. Á sama tíma og margar stórþjóöir sátu heima, til dæmis austantjalds þjóöirnar sem samtals sendu litlu fleiri þátttak- endur en ísland í hlaupiö. Veöur var allgott á meöan á keppninni stóö. í kvennaflokki vakti athygli aö norska stúlkan Grete Waitz skyldi hafna í 3. sæti, en hún hefur unniö þetta hlaup fimm sinnum. Tók hún of seint forystuna og missti tvo keppendur fram úr sór á lokasprettinum. Sigurvegari varö 33 ára kona frá Rúmeníu, Puca, en hún sigraöi í þessu hlaupi 1982. Tími hennar var 15,56 mín. en kon- urnar hlupu 5 km. Frá Agust Átgeiraayni blaöamanni Mbl. I New York. íslensku langhlaupararnir stóöu sig þokkalega í víða- íslands- met írisar — Vésteinn náði ólympíulágmarkinu ÍRIS Grönfeldt setti íslandsmet í spjótkasti á frjálsíþróttamóti í Flórída á laugardainn. Hún kast- aöi 54,96 metra og sigraöi á mót- inu. Þetta var fyrsta mótiö sem íris keppir í á árinu þannig aö árangur- inn er mjög góöur. Hún á eflaust eftir aö bæta sig enn frekar í sumar. Þórdís Gísladóttir, íslandsmet- hafi í hástökki, sigraöi í hástökki á mótinu í Flórída — stökk 1,84 metra. Vésteinn Hafsteinsson náöi ólympíulágmarkinu í kringlukasti á móti í Alabama á sunnudaginn — kastaöi kringlunni 63,60 metra en lágmark íslensku ólympíunefndar- innar er 63 metrar. Sigurður með Rangers til Þýskalands HINN stórefnilegi Skaga- maöur, Sigurður Jónsson, hefur fengið boó frá Glas- gow Rangers um að leika með liði félagsins skipuðu leikmönnum 20 ára og yngri á æfingamóti, sem fram fer í Dússeldorf um páskana. — Þeir höföu samband við mig og buöu mér aö leika sem gestaleikmaöur meö þeim, en þaö mun vera heimilt i þessu móti. Ég ræddi málið viö Hörö Helgason þjálfara og fleiri og hef nú ákveöiö aö taka boöinu. Þetta veröur góö upphitun fyrir næsta sumar meö Skagaliöinu, sagöi Sigurður í samtali viö íþróttasíðuna. Þess má geta, aö Siguröur æföi eitt sinn meö Glasgow Rangers og hrifust Skotarnir mjög af honum og hafa verið i sambandi viö hann síöan. Sig- uröur hefur enga ákvöröun tek- iö um þaö hvort hann ætli í at- vinnumennsku i haust, en sem kunnugt er hafa mörg félög til áhuga á því aö fá hann til sín. Siguröur, sem aöeins er 17 ára gamall, hefur tímann fyrir sér. Siguröur hefur æft mjög vel í vetur og lagt sérstaka áherslu á aö styrkja líkamann meö lyft- ingum. — SS. Fer Atli til Tura? Fré Jóhanni Inga Gunnaraayni, frétta- ritara Mbl. í V-Þýakalandi. Forráöamenn handknatt- leiksliösins Tura Bergkamen, sem leikur í 1. deild, hafa á síðustu dögum marghringt í mig og verið aö afla sár upp- lýsinga um Atla Hilmarsson. Þeir hafa mikinn áhuga á aö fá hann í sínar raöir og munu á næstu dögum gera honum til- boö eftir því sem ég best veit. Þeim er vel kunnugt um hversu vel Atli hefur leikið aö undanförnu og þá vantar til- finnanlega skyttu í lið sitt. Víðavangshiaup heimsins: Ljósm./Morgunblaðiö/Gunnlaugur. Vaxtarræktarmeistari , Jón Páll varð Islandsmeistari • Hann er vel vöövaöur, þaö fer ekki á milli mála. Jón Páll Sigmarsson varð islandsmeistari í vaxtarrækt um helgina. Jón hefur lagt kraftlyft- ingar á hilluna og snúiö sér eingöngu aö vaxtarræktinni. Þar hefur árangurinn ekki látíö á sér standa, eins og sjá má. Jón vakti líka athygli fyrir líflega framkomu í keppninni. ísland varð í 27. sæti Ásgeir Fré Jóhanni Inga Gunnarstyni, fréttaritara Mbl. í V-Þýakal. frábær • Ásgeir Sigurvinsson er í mjög góöu formi um þessar mundir. ÁSGEIR Sigurvinsson gerir þaö ekki endasleppt hér meö liði sínu Stuttgart. Hann átti algjöran stór- leik á útivelli gegn Köln og átti stærstan þátt í því aö Stuttgart náöi jafntefli 2—2. Ásgeir dreif fé- laga sina áfram meö krafti sínum og leikni og lagði upp jöfnunar- markið. Þaö blés ekki byrlega fyrir Stuttgart, liðiö var undir 0—2 í hálfleik. Þaö var Fischer sem skor- aöi fyrra mark Kölnar meö skalla strax á 8. mínútu og síöan bætti hann ööru marki viö á 33. mínútu. Reyndar gat Stuttgart þakkaö fyrir aö staöan skyldi ekki vera 3—0. Roleder markvöröur Stuttgart geröi sér nefnilega lítiö fyrir og varði vítaspyrnu strax á 5. mínútu leiksins frá Littbarski. Ásgeir fær afburöagóöa dóma hér í blööum. Hann er valinn í sjötta skipti í liö vikunnar í Kicker og fær 1 í einkunn. Þá er hann valinn í 5. skipti í lið vikunnar í Bild og fær lofsamlega dóma fyrir snilli sína. i hinu virta blaði Kicker er risa- fyrirsögn: „Sigurvinsson var besti leikmaöur vallarins." Ásgeir hefur líklega aldrei leikiö betur en þetta tímabil meö Stuttgart. Ég sá hluta af leiknum í sjónvarpinu og þar sá maöur vel hversu sterkur leikmaö- ur hann er og virðist fara vaxandi. Nú er oröiö nokkuö Ijóst eftir leiki helgarinnar aö þaö veröa liö Bayern, Hamborgar, Gladbach og Stuttgart sem munu berjast um meistaratitilinn í ár. Og veröur sú barátta hörö og tvísýn. Hamborg, Gladbach og Bayern hafa 35 stig eftir 25 leiki en Stuttgart 34 stig. Bremen er með 30 stig. Úrslit leikja í V-Þýskalandi uröu þessi: Offenbach — Dortmund 0—0 Bremen — Kaiserslautern 1—1 Braunschweig — Hamburger 0—0 Mannheim — Frankfurt 1—1 Bochum — NUrnberg 2—0 „Gladbach" — Bayern 3—0 Bielefeld — Leverkusen 3—0 DUsseldorf — Uerdingen 1—1 Köln — Stuttgart 2—2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.