Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1984næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    26272829123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 13 Sex rannsóknalögreglumenn um tillögur starfshóps um fíkniefni: Furðulegar tillögur um aðgerðir í fíkniefnamálum SEX rannsóknarlögreglumenn hafa sent frá sér athugasemdir við tillög- ur samstarfshóps um aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna hér á landi. Lögreglumennirnir hafa allir mikla reynslu á þessu sviði og fara athuga- semdir þeirra hér á eftir: Þann 20. desember sl. var sam- þykkt á Alþingi þingsályktunar- tillaga um skipulagðar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna. Til- lagan var borin fram af eftirtöld- um þingmönnum: Jóhönnu Sigurð- ardóttur, ólafi Þ. Þórðarsyni, Stefáni Benediktssyni, Friðrik Sophussyni, Guðrúnu Helgadótt- ur, Kristinu Halldórsdóttur, Karli Steinari Guðnasyni, Kristínu S. Kvaran, Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur, Salome Þorkelsdótt- ur, Eiði Guðnasyni og Helga Selj- an. Alþingi ályktaði að skora á dómsmálaráðherra að koma nú þegar á samstarfshópi löggæslu- og tollgæslumanna, er samræmdu og skipulögðu auknar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna og athuguðu nýjar rannsóknarað- ferðir í fíkniefnamálum. í byrjun þessa mánaðar var birtur í fjölmiðlum útdráttur úr tillögum þessa samstarfshóps. Sumar tillögurnar þykja okkui undirrituðum sex rannsóknalög reglumönnum svo furðulegar ai við teljum okkur knúna til að gerr athugasemdir við þær. Þess vegns höfum við sent Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra, athugasemdii okkar og jafnframt hugmyndir af heildarskipulagi lögreglurann- sókna fíkniefnamála í landinu. Flutningsmönnum framan- greindrar þingsályktunartillögu voru einnig sendar þessar athuga- semdir og tillögur. Við höfum unnið að rannsókn- um fíkniefnamála á undanförnum árurn og er samanlagður starfs- tími okkar í þessum málaflokki 27 ár. Á þessari starfsreynslu eru at- hugasemdir okkar og tillögur byggðar, en hér á eftir eru nokkur atriði þeirra. Við teljum að frumrannsókn fíkniefnamála á Stór-Reykjavík- 1.121 með kvef í janúar ELLEFU hundruð tuttugu og einn Reykvíkingur þjáðist af kvefi, há- lsbólgu eða lungnakvefi í janú- armánuði, samkvæmt fréttatilk- ynningu sem borgarlæknir hefur sent frá sér, þar sem gefið er yfir- lit yfir helstu sjúkdóma sem þjáðu borgarbúa í janúar samkvæmt skýrslum 14 lækna og læknavakt- ar. Til samanburðar má geta þess að 29 voru með inflúenzu, lungn- abólga 60, hlaupabóla 9, rauðir hundar 2, hettusótt 3, en næst flestir þjáðust af iðrakvefi, og niðurgang 161. Félagsfundur Manneldis- félagsins Manneldisfélagiö boðar til félags- fundar í stofu 101 í Lögbergi, Há- skóla íslands, í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. í tilkynningu frá félaginu segii að dr. Laufey Steingrímsdóttii næringarfræðingur greini frá ný- legum rannsóknum á offitu og fjalli um aðferðir til megrunar. ursvæðinu, þ.e. Reykjavík, Kópa- vogur, Kjósarsýsla, Garðabær, Seltjarnarnes og Hafnarfjörður, verði að vera á einum stað. Verði þrjár rannsóknadeildir fíkniefna- mála á þessu svæði, má telja full- víst, miðað við fyrri reynslu, að þær vinni hver í sínu horni, og milli þeirra skapist ákveðið sam- bandsleysi. Við teljum mjög óheppilegt og raunar furðulegt að leggja til að stofna sérstaka starfsdeild í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Slík deild í ráðuneytinu getur ekki gripið inn í rannsókn og stjórnað, eða samhæft aðgerðir við rann- sókn mála þegar mest á ríður. Þessi deild yrði fjarlægt og kostn- aðarsamt pappírsyfirvald, gagns- laust þegar mest vantar stjórnun og skipulag. í stað deildar í dómsmálaráðu- neytinu væri ólíkt einfaldara, ódýrara og umfram allt árang- ursríkara, að sú deild sem annast rannsóknir fíkniefnamála á Stór- Reykjavíkursvæðinu, yrði jafn- framt miðstöð og samræmingar- aðili allra rannsókna fíkniefna- mála á landinu. Lögsaga og valdsvið þessarar deildar í fíkni- efnamálum yrði hliðstætt og Rannsóknalögreglu ríkisins í þeim málum sem það embætti rannsak- ar. Hlutverk þessarar deildar yrði: Að annast allar rannsóknir fíkniefnamála á Stór-Reykjavík- ursvæðinu og aðstoðaði jafnframt löggæslu utan þess svæðis. Áð safna og dreifa upplýsingum ásamt samræmingu og samvinnu toll- og löggæslu um allt land. Rannsóknir í þessum málum þurfa að vera beinskeyttar og markvissar, unnar kerfisbundið og skipulagðar á einum stað. Tíma- skortur er áberandi og því er nauðsynlegt að rannsóknir séu ekki um of slitnar í sundur eftir lögsagnarumdæmum eða tíma eytt í bréfaskriftir og kerfissend- ingar mála á milli yfirmanna embætta. Þess vegna er nauðsyn- legt og sjálfsagt að rannsókn þess- ara mála fari sem mest fram á einum stað. Með því móti væri baráttan gegn fíkniefnavandamál- inu mjög hert, samræming tryggð og betri árangur næðist. Við teljum að Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum skuli starfa á svipaðan hátt og verið hefur, því rétt þykir að tryggja áframhaldandi samræmi í dóms- niðurstöðum í þessum málum. Síðast en ekki síst, þá teljum við ástæðu til þess að fræðsluyfirvöld í landinu stórefli almannafræðslu um áhrif og skaðsemi fíkniefna og félagslega afleiðingu fíkniefna- neyslu. Nauðsynlegt er að þessi fræðsla sé vönduð og hlutlaus og ekki til þess fallin að vekja áhuga á neyslu þessara efna. Bjarnþór Aðalsteinsson, Jónas J. Hallsson, Guömundur Gígja, Björgvin Björgvinsson, Magnús Kjartansson, Reynir Kjartansson. Ný höfn í Svíþjóð NORRKÖPING Eimskip hefur nú hafiö siglingar til Norrköping í Svíþjóð, nýrrar hafnar sem gegnir lykilhlutverki í öllum flutningi frá austurströnd Svíþjóðar. Höfnin í Norrköping er afar vel staðsett gagn- vart helstu framleiðslusvæðum pappírs og trjávöru og er sérstaklega búin til móttöku og útskipunar á þessum vörutegundum auk þess sem þar er fullkomin aðstaða fyrir alla nútíma flutningaþjónustu. Með reglubundnum siglingum til Gautaborgar og Helsingborgar á vesturströnd Svíþjóðar og nú til Norrköping á austurströndinni opnum við íslenskum inn- og útflytjendum enn betri mögu- leika til hagkvæmra viðskipta. Enn einn valkostur frá Eimskip til lækkunar á heildarflutningskostnaði. Allar nánari upplýs- ingar veitir norðurlandadeild og umboðsmenn. NORRKÖPING H. Unér Aktiebolag Authorized Shipbrokers and Agents Trágárdsgatan 42 S-601 01 Norrköping Sverige Sími: 90-46-11-100040 Telex: 60453 GAUTABORG Strandbergs Fraktkontor A B Skeppsbron 5-6 S 402 32 Gothenburg 7 Sverige Sími: 031-17457 Telex: 2319 HELSINGBORG Andersson Shipping AB Postboks 603 25106 Helsingborg 1 Sverige Sími: 042-127560 Telex: 72560 Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 271CX)

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 72. tölublað og Íþróttablað (27.03.1984)
https://timarit.is/issue/119585

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

72. tölublað og Íþróttablað (27.03.1984)

Aðgerðir: