Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 Ritstjóri Nýtt lif tískublaö Frjálst framtak hf. óskar aö ráða ritstjóra að einu af tímaritum sínum, Nýju líffí, tískublaöi. Leitað er að mjög hæfum starfsmanni sem uppfyll- ir m.a. eftirfarandi kröfur: 1. Er sjálfstæður. 2. Hefur næma tilfinningu fyrir fólki, lífinu og til- verunni. 3. Hefur frjótt ímyndunarafl. 4. Er smekkvís. 5. Hefur reynslu í blaðamennsku (æskilegt): Starfið er fjölbreytt og krefjandi og býöur þar aö auki upp á vinnu með fjölda af hressu og duglegu fólki í hraðvaxandi fyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa á að sækja um starfið leggi vinsamlegast inn skriflega umsókn með ítarlegum uppl. um þau at- riði sem máli gætu skipt við mat á hæfni. Meö allar umsóknir verður farið með sem algjört trúnaðarmál og öllum verður svarað. Frjálst framtak hf., Ármúla 18, sími 82300. BVARTA _ OFURKRAFTUR - ” ótrUleg ending :»111 SAMAN VERÐ OG Eyðirðu stórfé í rafhlöður? Þá skiptir máli að velja þær sem endast best. Hefur þú reynt VARTA rafhlöður? í flokki algengustu rafhlaðna, leiðir verðkönnun verðlagsstofnunar í Ijós að VARTA rafhlöður eru með þeim ódýrustu- VERÐKÖNNUN Rafhlöftur fyrir vasaljós, útvörp, segulbönd, rafknúin leikföng og fl. (R 20) 3 (D (0 8 Q. C VarTA 0: c «-♦ <2 c 3 a 3 Q> B: Varta super 21.35 Berec power 22.25 Wonder top1* 23.00 Hellesens rauð .. . 25.00 Nationai super 27.00 C: Phillps super 19.75 Varta high performance2* 25.10 Wonder super 26.40 Ray-O-Wac heavyduty 27.00 Varta super dry 29.05 Berec power plus 30.25 Hellesens gold 34.00 Við erum óhræddir við samanburð - VARTA vestur þýsk háþróuð framleiðsla VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Kýpurfrumkvæði de Cuellar vekur vonir um lausn á „manneskjulegum harmleik“ og pólitísku vandamáli TÍU mánuöir eru liðnir síðan fulltrúar Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja slitu viðræðum um framtíðarskipan á eynni og nokkru síðar lýstu hinir síðarnefndu yfír stofnun sjálfstæðs ríkis á þeim hluta eyjarinnar sem Tyrkir hafa hersetið síðan í innrásinni sumarið 1974. Er það svæði um fjörutíu prósent af flatarmáli Kýpur. Engin samskipti eru milli Kýpur- Grikkja og Kýpur-Tyrkja og sá hluti sem Tyrkir ráða er nánast lokað land, í orðsins fyllstu merkingu. í innrásinni flýðu þúsundir Kýpur- Grikkja norðan úr landinu undan Tyrkjum, einkum þó frá Famagusta, sem var eftirsóttur ferðamannastaður, en mun nú vera eins konar draugaborg. Mikill heiftarhugur er milli þjóðarbrotanna og hann minnk- ar ekki eftir því sem árin líða og skipting eyjarinnar verður æ sterkari raunveruleiki. að vakti því athygli og kveikti vonarneista, að Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hef- ur nú haft frumkvæði að því að viðræður hefjist á ný. Hann hef- ur rætt við fulltrúa Kýpur- Grikkja og fulltrúa Kýpur- Tyrkja og hitti til dæmis að máli Rauf Denktash, leiðtoga þeirra síðarnefndu, sem hét því að gefa framkvæmdastjóranum ein- hvers konar svar innan tveggja vikna eða svo. Fengjust aðilarnir þó ekki væri nema til að setjast að samningaborðinu aftur væri vel af stað farið, að mati frétta- skýrenda. Kýpur-málið er stundum kall- að „vandamálið gleymda" vegna þess hve takmarkaður þrýsting- ur hefur verið af hálfu erlendra ríkja á báða deiluaðila til að reyna að leiða það til lykta. Og fjölmargir hafa til dæmis alls enga hugmynd um, að höfuð- borgin Nikósía er skipt borg, þar sem öll umferð milli borgarhlut- anna er stranglega bönnuð, öðr- um en fulltrúum Sameinuðu þjóðanna, sem hafa lið á gríska hlutanum. Sjálfir kalla Kýp- urbúar málið „manneskjulegan harmleik" og þrátt fyrir hatur og beizkju myndi hinn almenni Kýpurbúi án efa fagna því ef tækist að sameina eyjuna á ný. Enn eru tyrkneskir hermenn á norðurhluta Kýpur. í samtali við Newsweek nú á dögunum sagði Evren, Tyrklandsforseti, að þeir myndu vera þar unz tekizt hefði að finna lausn á málefnum Kýp- ur. Ekki ber mönnum ásamt um, hversu margir tyrkneskir her- menn séu að staðaldri á Kýpur, Tyrkir segja töluna vera um 17 þúsund, en álitið er að þeir séu ailmiklu fleiri, allt að tuttugu og fimm þúsund. Hið nýja „lýðveldi" á Norður- Kýpur hefur aðeins hlotið opin- bera viðurkenningu Tyrklands, en aftur á móti nýtur ríki Kýp- ur-Grikkja alþjóðlegrar viður- kenningar. Svo að vikið sé á ný að atbeina Perez de Cuellar, skal þess getið að hann mun hafa borið fram ýmsar tillögur, sem kynnu að liðka fyrir því að menn sættust á að hefja viðræður. Ekki hefur verið greint frá því í hverju hugmyndir hans felast, en stjórnmálasérfræðingar segja að mest sé um vert að de Cuellar hafi gert fulltrúum skýra grein fyrir því, að ekki megi dragast öllu lengur að koma á fundum vegna þess hve tíminn vinnur ótvírætt gegn framvindu mála á Kýpur, í stað þess að vinna með henni. Það er vitanlega einnig mikið áhugaefni stjórnanna í Ankara og Aþenu að eitthvað sé aðhafst; þrívegis hefur mjóu munað að til styrjaldar kæmi milli þessara tveggja erkifjenda, Tyrkja og Grikkja, vegna Kýp- urmálsins. Atlantshafsbanda- lagið hefur að sönnu öðru hverju reynt að hvetja til sátta og samningagerða, enda bæði Tyrkland og Grikkland mikilvæg aðildarlönd. En þær tilraunir hafa að engu orðið. Perez de Cuellar er sagður hafa skorað á Rauf Denktash, forvígismann á N-Kýpur, að draga til baka sjálfstæðisyfirlýs- inguna og stefna að því að koma á laggirnar sambandsríki á eynni, þar sem bæði þjóðarbrot- in nytu jafnréttis. Denktash hef- ur sagt að hann hafi hvorki ját- að né neitað þessum tilmælum en muni gefa svar fljótlega eins og áður var vikið að. Nú er það svo sem fjarri því að vera ný hugmynd, að einhvers konar sambandsríki verði sett á lagg- irnar á Kýpur; það var svona hálfgildings það fyrirkomulag sem var þegar innrás Tyrkja var gerð sumarið 1974. En eins og alkunna er gekk sambúðin ekki snurðulaust, Grikkir töldu sig ekki hafa þaú áhrif sem þeim bæri vegna þess hversu miklu fjölmennari þeir eru. Tyrkir kvörtuðu svo hástöfum yfir því að Grikkir litu á sig sem herra- þjóð og undirokuðu þá. Og sjálf- sagt hafa báðir haft nokkuð til síns máls. Nú er það hins vegar svo að skipting Kýpur er því meira harmsefni — fyrir utan að vera pólitískt vandamál og það vont — vegna þess að á síðustu áratugum fyrir innrásina hafði blóðblöndun milli Grikkja og Tyrkja færzt í vöxt. Það eru því æði margir sem telja til blóð- bandaskyldleika við báða. Og margt af því fólki hefur búið við mjög bágar aðstæður síðustu tíu árin, v^gna þess að hvorki Kýpur-Grikkir né Kýpur-Tyrkir geta alfarið hafnað þessu fólki — né heldur tekið það inn í sam- félag sitt. Það hefur ekki verið vænt útlit á Kýpur síðan Denktash og fé- lagar lýstu yfir lýðveldisstofn- uninni. En margir hafa orðið til að lofa margnefndan atbeina framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og það skyldi þó aldrei vera að vilji til viðræðna og sæmandi málalykta væri í sjón- máli. (Heimildir AF — Newsweek — A (’ase of lluman Tragedy — ('umhuriyet o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.