Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 3 Aldraðir í Nessókn í heimsókn á Morgunblaðinu 76 aldraðir úr Nessókn í Reykjavík heimsóttu Morgunblaóið sl. laugardag ásamt sóknarpresti sínum, séra Guömundi Óskari Ólafssyni. Skoöaði hópurinn húsakynni blaðsins og kynnti sér starfsemina. Frá Morgun- blaðshúsinu hélt hópurinn út á Austurvöll og skoðaöi Alþingishúsið. Myndina hér að ofan tók Ijósm. Mbl., Kristján Einarsson, af hópnum í anddyri Morgunblaðshússins. Föroyja Fiskasöla: Útflutningur að verðmæti 268 milljónir í feb. — 34,1% aukning miðað við sama mánuð í fyrra FÖROYJA Fiskasöla flutti í febrúarmánuði síðastliðnum út 8.656 lestir af u nnum fiski að verðmæti 268 milljónir íslenzkra króna. Sama mánuð í fyrra nam útflutningurinn 7.831 lest að verðmæti um 200 milljónir íslenzkra króna. Nemur aukningin í magni 10,5% en í verðmætum 34,1%. Á siðasta 12 mánaða tímabili nam útflutningur Fiskasölunnar 107.968 lestum að verðmæti 3,8 milljarðar íslenzkra króna, en næsta 12 mánaða tímabil á undan nam útflutningurinn 89.989 lest- um að verðmæti 3 milljarðar ís- lenzkra króna. Nemur aukningin í magni 19,98% en í verðmætum 27,58%. Mestur var útflutningur á eftir- töldum tegundum: Fryst ufsaflök að verðmæti rúm 71 milljón króna, saltfiskur fyrir 60,9 millj- ónir, fryst þorskflök fyrir 36,6 milljónir, ýsuflök fyrir 32,4 millj- ónir, soðin og pilluð rækja fyrir 21,6 milljónir og lax fyrir 19,8 milljónir. Þá voru 2.989 lestir af frystu slógi að verðmæti um 6 milljónir króna flutt út. Stærstu kaupendur í febrúar- mánuði voru Bandaríkin, sem keyptu fyrir 71,7 milljónir, Vest- ur-Þýzkaland fyrir 44,4, Danmörk fyrir 43,2 og Frakkland fyrir 42,9 milljónir króna. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna annast sölu á frystum fiski fyrir Færeyinga í Bandaríkjunum. Naglaskot- um stolið UM HELGINA var um eitt þús- und naglaskotum stolið úr vinnu- skúr við Hólabrekkuskóla. Skotin eru af Hilti-gerð, öflugasta teg- und. Lögreglunni tókst að hafa upp á nokkrum hluta þýfisins í gær. Skotin fundust í fórum krakka. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve hættuleg svona skot geta verið ef þau springa í höndum barna eða unglinga og biður lögreglan foreldra að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart þessum skotum. Hjörtur Hjartar Hjörtur Hjart- ar hagfræðing- ur iðnrekenda HJÖRTUR Hjartar hefur verið ráð- inn sem hagfræðingur Félags ís- lenskra iðnrekenda frá 1. aprfl 1984. Hjörtur lauk prófi i viðskipta- fræði frá Áalborg Universitets- center í Danmörku 1977 og prófi í rekstrarhagfræði frá sama skóla 1979. Að loknu námi starfaði Hjörtur í 1 ár við rekstrar- og hagfræðideild Áalborg Universi- tetscenter. Frá miðju ári 1980 til ársloka 1981 var Hjörtur rekstr- arráðgjafi hjá Hagvangi hf. og síðan í janúar 1982 hefur hann starfað sem deildarstjóri rekstr- ar- og hagdeildar Olíuverslunar íslands hf. Hjörtur er kvæntur Jakobínu Sigtryggsdóttur og eiga þau 2 börn. Sýnlng 28. mars-1. apríl aðSkaftahlíð24 Elnstök sýning: Kynning á tölvuheimi IBM, i fortíð, nutlð og framtíð. Sýningaratriði við allra hæfi: Sögusýning - Fyrirlestrar - Camlar og nýjar IBM-tölvur og tölvubúnaður - Kinverskt lykla- borð - Tölva sem kann að teikna - Tölva sem sýnir handskrifuð bréf o.fl. o.fl. Sýningargetraun: IBM PC einkatölva i verðlaun! Sýningin er opin frá 15.00 til 21.00 virka daga, og frá 10.00 til 21.00 um helgina. Sýning fyrir alla fjölskylduna. Börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum s Ókeypls aðgangur. verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.