Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 25 ÍÉÉÍ I./ Júlíus. snjöllu Ifsögöu Sigurganga FH-inga heldur áfram Allt á suðupunkti í leik Víkings og FH VIKINGAR velgdu FH-ingum svo sannarlega undir uggum þeg- ar liöin mættust í fyrstu umferö íslandsmótsins í handknattleik í íþróttahúsi Seljaskóla á sunnudagskvöldið. Reyndar má segja að fleiri hafi volgnað en FH-ingar, því á tímabili var allt á suðupunkti í húsinu, hvort heldur var inni á veilinum eða í stúkunni. Það var varla fyrr en flautað haföi verið til leiksloka aö menn gáfu sér tíma til að líta á markatöfluna, svo mikið gekk á undir lok leiksins. Þá kom í Ijós að FH-ingar höföu sigrað með eins marks mun, skoruðu 25 mörk en Víkingur 24 og geta FH-ingar verið meira en lítið ánægðir með þann sigur. í hálfleik skildi og eitt mark, 15—14, þannig að hvort lið gerði 10 mörk í seinni hálfleik. FH-ingar náðu fljótlega tveggja marka forystu, 3—1, en Víkingur eða öllu heldur Viggó Sigurðsson, svaraöi með þremur mörkum í röð og staðan 4—3 fyrir Víking. Krist- ján jafnaði fyrir FH og upp frá því var jafnt á öllum tölum fram undir miðjan hálfleikinn að FH-ingar komust tvö mörk yfir, 9—7. Krist- ján Arason var tekinn úr umferð strax í byrjun leiksins og FH-ingar svöruðu með því aö taka þá Viggó og Sigurð úr umferð. Þessar leik- aðferðir liðanna virtust lítil áhrif hafa þar sem þessir þrír menn voru markahæstir í liðum sínum, 'enda sluppu þeir oft úr gæslu. Tveggja marka forysta FH hélst áfram og þegar 3 mínúiur voru til leikhlés bættu þeir enn viö þá for- ystu með marki Sveins og staöan 15—12. Þeir félagar Guömundur og Hilmar gerðu sitt markið hvor fyrir lið sitt áður en leiktími fyrri hálfleiksins rann út og staðan því 15—14. Eins og sést á þessum töl- um var varnarleikur liðanna ekki mikill og þaö sama má segja um markvörsluna. Seinni hálfleikurinn var hálfqerð njög svo kröftugi leikmaöur Víkinga Hörö- irson ógnar hér vörn Vals og lét síðan :ot ríða af. spegilmynd þess fyrri, Víkingar jöfnuðu strax og komust síöan einu marki yfir, 16—15. Kristján jafnaði metin og síðan var jafnt þar til um miðjan hálfleikinn að FH-ingar komust tveimur mörkum yfir, 20—18. Mestur var munurinn 4 mörk er staðan var 23—19. Vík- ingar voru þó ekki á því að gefa sig og gerðu þrjú næstu mörk og staöan 23—22 og 8 mínútur til leiksloka. Kristján kom liði sínu tvö mörk yfir en Siguröur Gunnarsson minnkaði muninn niöur í eitt mark strax í næstu sókn, 24—23. Þá misstu FH-ingar tvo menn út af með stuttu millibili en engu að síð- ur tókst Kristjáni að skora 25. mark FH. Víkingar misstu boltann í næstu sókn en dæmdur var ruðn- ingur á FH rétt á eftir, Víkingar brunuðu í sókn og Siguröur Gunn- arsson skoraði, staðan 25—24 og 4 mínútur eftir. Þegar tvær og hálf minúta var eftir af leiknum var dæmt víti á Víkinga en Kristján Sigmundsson gerði sér lítið fyrir og varði frá nafna sínum Arasyni, Víkingar því með boltann en misstu hann fljótlega og FH í sókn. Dæmd var töf á þá og hálf mínúta eftir. Víkingar reyndu allt hvað þeir gátu að brjótast í gegnum vörn FH en ekkert gekk og þegar 3 sekúnd- ur voru eftir af leiknum átti Sigurö- ur hörkuskot að marki FH en Sverrir varði og þar með rann tím- inn út. Hjá FH voru stórskytturnar þrjár, Atli, Kristján og Hans í aðal- hlutverkum og geröu 20 af mörk- um FH-liðsins. I heild átti liöiö ágætan leik nema þá helst í vörn- inni en hún hefur oft verið betri. Viggó Sigurðsson var í miklum ham í leiknum, gerði 9 mörk, en varð fyrir þvi óláni að meiðast í nára en spilaöi leikinn engu að síð- ur til enda. Þeir Hörður, Siguröur og Steinar stóðu honum ekki langt að baki og áttu allir góðan leik. FH-ingar voru utan vallar í sam- tals 16 mínútur en Víkingar í 10 mínútur. Sverrir varði víti frá Viggó og Kristján Sigmundsson varöi víti frá Kristjáni Arasyni. Verðbólga í textanum! LESENDUR eru beðnir velvirð- ingar: halda mætti aö verðbólga heföi hlaupið í texta minn efst til vinstri á bls. 46 á sunnudag! Liv- erpool hefur unnið mjólkurbikar- inn tvö siðustu ár — ekki þrjú, en deildarbikarinn eitt ár þar á und- an, þannig aö þessa keppni, deildar/mjólkurbikarkeppnina, hefur liöið unnið síöustu þrjú ár — ekki fjögur. — SH. Víkingur 24 FH 25 Hlutskipti dómaranna var ekki öfundsvert í þessum leik en hann dæmdu Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Þeir komust þokkalega frá leiknum en geta engu að síöur gert betur. Mörk FH: Atli Hilmarsson og Kristján Arason 7 mörk hvor, Hans Guðmundsson 6, Þorgils Óttar 2, Sveinn Bragason, Valgarð Val- garðsson og Pálmi Jónsson eitt mark hver. Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 9 (2 v.), Sigurður Gunnarsson 5, Steinar Birgisson 4, Hörður Harð- arson 3, Guðmundur Guðmunds- son 2 og Hilmar Sigurgíslason 1 mark. — BJ Dalglish samdi til f jögurra ára KENNY Dalglish, skosk landsliösmaðurinn hjá Liver- pool, skrifaði undir fjögurra ára samning viö félagiö um helgina. Undanfariö hefur ver- ið talsvert rætt um þann möguleika aö Kenny sneri aft- ur til Skotlands en nú er Ijóst að svo veröur ekki á næstunni a.m.k. Hann er nú 33 ára þann- ig aö samningurinn gildir þar til hann verður 37 ára. Dalglish hefur leikið 94 landsleiki fyrir Skotland. • Sigurður Gunnarsson skoraöi sjö mörk gegn Val á laugardag. Hér er eitt þeirra í fæöingu — hann hefur hleypt af þrátt fyrir aö Björn Björnsson hangi í honum og Olafur H. Jónsson nr. 10 fær ekki stöðvað boltann. Valur ógnaði aldrei Víkingssigri EFTIR að hafa veriö fjórum mörk- | um undir í leikhléi tókst Völsur- um aldrei aö ógna sigri Víkings í leik liðanna í úrslitakeppni hand- boltans á laugardag. Víkingur sigraði 24:20 — og sami munur skildi liöin í leikhléi. Staðan þá 13:9. Leikurinn var jafn til að byrja með en síöan settu Víkingar á fulla ferð og tóku forystuna. Sóknar- leikur Víkinga var betri en Valsara — skytturnar ákveðnari og leik- kerfin gengu betur upp. Valur komst aöeins einu sinni yfir í leikn- um — 5:4 á 3. mín.; eftir það skor- aði Víkingur þrjú mörk og breytti stöðunni í 7:5. Munurinn jókst síð- an og var fjögur mörk er blásiö var til hlés. Siguröur Gunnarsson, sem lék mjög vel í sókninni í þessum leik, skoraöi tvö fyrstu mörk seinni hálf- leiks — staöan þá oröin 15:9. Sex marka munur og vonir Vals um Valur Víkingur 20 : 24 sigur að engu orönar. Munurinn varð minnstur, þrjú mörk, í seinni hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu. Þess ber aö geta að i liö Vals vantaði Þorbjörn Jensson, sem ekki gat leikiö af persónulegum ástæöum, og Brynjar Harðarson og Steindór Gunnarsson sem voru meiddir og munar óneitanlega um minna. Einn Viking vantaöi reynd- ar, Steinar Birgisson. Sigur Víkings var sanngjarn í þessum leik — sóknarleikur liösins var betri en Vals, og vörnin var yfirleitt góð hjá Hæðargarðsliðinu. Sigurður Gunnarsson og Viggó Sigurðsson voru báðir góðir í sókninni — Viggó einnig í vörn ásamt Hilmari Sigurgíslasyni. Hilmar gaf ekki þumlung eftir. Kristján og Ellert vöröu báðir nokkuð vel — einnig Einar hjá Val. Annars var Valsliöiö jafnt, helst mætti nefna Jakob Sigurösson í sókninni — síógnandi sá ungi landsliösmaður. MÖRKIN. VÍKINGUR: Siguröur Gunnarsson 7/1, Viggó Sigurðson 7/1, Hörður Harðarson 3, Ólafur Jónsson 3, Karl Þráinsson, Guö- mundur Guðmundsson 1, Hilmar Sigurgíslason 1. VALUR: Stefán Halldórsson 6/2, Jakob Sigurösson 5, Þorbjörn Guðmundsson 3/3, Björn Björns- son 4, Ólafur H. Jónsson 1 og Valdimar Grimsson 1. Valur fékk 7 víti, skoraði úr 6. Víkingur fékk 2 víti, skoraði úr báöum. Víkingar voru samanlagt reknir út af i 10 mín., Valsarar í 8 min. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.