Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 ______________________________ t I9M Unlv.fHl Priti Syna.c.ll „ Hún. ga.Pmér Xonfekkkassa i afnnsclis- gjöf—ev\ JpcA vankcÁL ii mola í hanr\ " / ■// ... ad láta henni líða vel. TM Rao U.S. Pat Off — all riohts reswvwt •1984 Los Angetes Times Syndcate Aðeins vekja athygli gestsins á því, að vilji hann villibráð er nokkur bið! HÖGNI HREKKVÍSI Rætur íslenskrar menningar: Æskilegt að fá umræður í útvarpi eða sjónvarpi oori VolvalronHi ^ ^ „Kæri Velvakandi. Ég get ekki annað en glaðst við að sjá minnst á „Rætur ís- lenskrar menningar" eftir Einar Pálsson í Morgunblaðinu 18. mars síðastliðinn. Þó að lærðir menn og leikir hérlendis loki sig af um þessi mál, svo furðulegt sem það nú er, þá er ekki þar með sagt að stéttarbræður þeirra erlendis geri það, en það eru fleiri en hálærðir, sem hafa ánægju og hana mikla af að lesa og fræðast um okkar menning- arrætur. Ég segi fyrir mig að mér finnst þetta afskaplega forvitni- legt og spennandi. Hins vegar játa ég fúslega að oft óska ég þess að hafa nálægt mér speking, sem ég gæti spurt og talað við um marga furðulega hluti, sem er ofvaxið mínum skilningi. Þess vegna væri æski- legt að fá í Otvarpinu eða Sjón- varpi umræður eða upplestur með útskýringum og þá af fólki sem er orðið þessum málum kunnugt, t.d. einu sinni í viku. Það er ósk mín og von að sem flestir er hafa áhuga á þessum ritum, láti til sín heyra á þessum vettvangi eða annars staðar. Fjóla Sigmundsdóttir" Nýyrði: „Myndmeðferðarfræðingiir“ Nýyrdingur skrifar: „Nokkur umræða hefur orðið nú að undanförnu um hugsanlega ís- lenska þýðingu á orðinu art therap- ist. Sigrún Proppé art therapist auglýsti eftir nafni í beinni útsend- ingu í útvarpinu fyrir nokkru og síðan hefur þetta orð verið eitt af vinsælustu viðfangsefnum þeirra nýyrðasmiða sem ég þekki til. Kemur það m.a. til af því, að lengi hefur Islendinga vanhagað um góða þýðingu á orðinu therapy. Eins og kennari nokkur benti á í DV fyrir nokkru, hefur þetta orð vafist sérlega fyrir mönnum. Orðið therapy þýðir í raun breyting á hugrænni og starfrænni hegðan eða öðru líkamlegu ástandi ein- staklingsins. Markmiðið er í sjálfu sér óskilgreint og getur verið bæði gott og slæmt, fyrir hvort sem er einstaklinginn eða samfélagið. Heilaþvottur stríðsfanga er t.d. dæmi um breytingu á hugrænu at- ferli (sem síðan á að leiða til breyt- ingar á starfrænu atferli), sem telst jákvæð í einu samfélagi en neikvæð í öðru. Á sama hátt getur læknir notað þekkingu sína á lík- amanum til þess að deyða hann, ef það er hans markmið. Þannig er ljóst, að þýðing á orðinu therapist getur tæplega falið í sér gildismat. Þessi niðurstaða virðist því úti- loka orð eins og „hagleiks-þjálfun" eða „list-göfgun“ sem þýðingu á orðinu art therapy. Enda nær hvor- ugt þessara orða þeirri merkingu sem fólgin er í hugtakinu therapy. Líklega er meðferð eina íslenska orðið sem nær merkingu orðsins therapy og því sýnilegt að það verði að vera með í þýðingu orðsins art therapy. Orðið „listmeðferðarfræð- ingur“, sem upprunnið er hjá „kennara“, er mjög gott að því leyt- inu til, að það nær vel að lýsa starfi art therapistans, en hann vinnur við að breyta hugrænu og tilfinn- ingalegu atferli með hjálp mynda í stað orða. Þó er hugsanlegt að orð- ið „myndmeðferðarfræðingur" hentaði hér betur. Myndmeðferðar- fræðingur vinnur við myndmeð- ferð. Alhliða sálarfræði og mynd- listarnám, auk fræðanna um myndmeðferð,. er það nám sem myndmeðferðafræðingur hefur að baki.“ Þessir hringdu . . . Hálfum milljarði hent í sjóinn Sævar hringdi: — Útflutnings- uppbætur á landbúnaðarvörum á þessu ári nema 500 milljónum króna. Til gamans skulum við at- huga stærð þessarar uppæðar: Húsbyggjendur skortir sárlega lánsfé — 500 milljónir króna á ári myndu nægja til að gefa 100 hús- byggjendum hálfa milljón árlega. Nú er þessum peningum svo gott sem hent í sjóinn. Ég veit að margir bændur hafa vaxandi áhyggjur af þessu máli. Ekki veit ég um þá framleiðslu- ráðsmenn — fátt bendir til að þeir geri sér áhyggjur. En einn er sá sem lætur sér vel líka: Samband íslenskra samvinnufélaga. Ef að vanda lætur mun Sambandið fá yfir 10 milljónir í umboðslaun af útflutningsuppbótunum. í samfélagi þar sem fé vantar til flestra hluta, jafnvel til að hlúa að gömlu útslitnu fólki síðustu árin, minnir það að hirða umboðslaun af útflutningsbótum helst á lík- rán. Of mikið af Liver- pool — sýnið í staðinn leik með Manchester Kristján hringdi: — Mér finnst allt of ipikii) sýnt af leikjum knattspyrnuliðsins Liverpool í íþróttaþáttum sjónvarpsins. Hvernig væri að sýna einhvern- tíma leik með Manchester United beint í staðinn. Skora ég á Bjarna Felixsson að koma því í kring. Myndum þrýsti- hóp um bjórinn Gestur Kri.stin.sson hringdi: — Maríetta ísberg skrifaði ágæta grein um bjórinn í Morgunblaðinu um daginn og langar mig til að taka undir orð hennar þar. Þá vil ég koma á framfæri hvatningu til Jóns óttars og annarra bjórunn- enda, að þeir láti ekki deigan síga í baráttunni. Vonandi fer að myndast hér sterkur þrýstihópur sem krefst þess að leyfilegt verði að selja bjór hér á landi — það hafa oft myndast þrýstihópar um minni mál með góðum árangri. Þá langaði mig til að koma á framfæri fyrirspurn til þeirra sem hafa eftirlit með innflutningi á kartöflum. Nú er það áberandi hversu mikið er um skemmdar kartöflur í verzlunum — stundum er allt að helmingurinn af kartöfl- unum í 2Ví kg. pokum skemmdur og það illa skemmdur. Hvernig stendur á þessu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.