Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 Samstarfe- sáttmáli spor í rétta átt AÐ fundi fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga loknum gaf allsherjarnefnd, en formaður hennar var Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, álit sitt á þeim mál- um sem um var fjallað á fundinum. f álitinu segir að fundurinn fagni gerð samstarfssáttmála ríkis og sveitarfélaga og telji að með gerð þessa sáttmála felist viður- kenning ríkisvaldsins á stöðu sveitarfélaganna og að með sátt- málanum sé fram kominn réttur vettvangur til að þoka fram málum sem varða verkaskipti ríkis og sveitarfélaga. Allsherjarnefnd mælir með hækkun framlags til landshluta- samtaka sveitarfélaga í 1,16% þannig að öll samtökin sjö hafi sömu hlutdeild í Jöfnunarsjóðs- framlagi landshlutasamtakanna og að þessi aukning verði tekin af óskiptu fé Jöfnunarsjóðs. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að áfram verði unnið að stækkun sveitarfélaga og felur stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að veita þeim sveitarfélögum, sem nú hafa slík áform uppi, alla þá aðstoð sem unnt er. Allsherjarnefnd felur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að vinna áfram að gerð staðlaðra samningsforma til nota fyrir sveit- arfélögin og nefnir í því sambandi t.d. samninga sem gera þarf við hönnuði mannvirkja og verktaka um margvísleg verk. Samskipti ríkis og sveitarfélaga í fjármálum skólareksturs (grunn-, framhalds- og tónskóla) eru sífelld deiluefni og hvetur allsherjar- nefnd því til samþykktar frum- varps um framhaldsskóla sem ver- ið hefur til umfjöllunar undanfar- in ár. Nefndin ályktar að nauð- synlegt sé að koma á hreinum skiptum milli deiluaðila og vekur athygli á vanda þeirra sem reka dreifbýlisskóla, m.a. vegna skóla- aksturs og viðhalds húseigna. í álitinu segir að athuga þurfi hagkvæmni ýmiss konar sam- kaupa, bæði á vörum og þjónustu og hvatt til aukinna útboða á veg- um sveitarfélaganna. Að endingu eru sveitarfélög hvött til að athuga þá möguleika á bættri þjónustu sem hægt er að ná fram með svokölluðum „gæða- hringjum" og minnt á að hagræð- ing í opinberum rekstri sé sérstakt stefnumál sveitarfélaga 1984. Frá fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga Ljósm. Mbl. KEE Ýmsar breytingar á döfinni í sveitarstjórnamálum ÁRLEGUR fundur fulltrúaráðs is- lenskra sveitarfélaga var settur fimmtudaginn 22. mars kl 9:30 ár- degis. Fundinum lauk á hádegi föstu- dags, 23. mars og voru þá lögð fram nefndaálit og mál rædd og afgreidd. Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti fundinn. Þá ilutti Alexander Stefánsson ávarp þar sem hann setti fram óskir um gott samstarf ríkisstjórn- ar og sveitarfélaga. Benti hann á að báðir aðilar eru handhafar valds í landinu og skipta með sér opinberum verkefnum. Hann fjall- aði einnig um fjögur frumvörp sem lögð verða fyrir Alþingi innan skamms sem öll snerta sveitarfé- lög og lagði mesta áherslu á frum- varp um vinnumiðlun, en sagði hin þrjú varða skipulagsmál, um- hverfisverndarmál og Bjarg- ráðasjóð. Ráðherra minntist einnig á sam- starfssáttmála ríkis- og sveitarfé- laga frá 20. janúar og samráðsfund sem haldinn verður I apríl. Næstur talaði Davíð Oddsson, borgarstjóri. Hann sagði að viða i nágrannalöndum okkar hefðu stjórnmálaflokkar á stefnuskrá sinni að dreifa valdi til sveitarfé- laga. Hann minntist á að ríkis- stjórn Thatcher í Bretaveldi hefði á prjónunum að auka miðstýringu valdsins og rýra völd sveitarfélaga, enda hefðu sveitarfélög á Bret- landi 60% tekna frá rlki. Þetta gildir ekki hér því að sveitarfélög á Islandi hafa mestan part tekna sinna af útsvari og öðrum gjöldum og sagði Davíð að sér teldist því rétt að sveitarfélög fengju aukið frelsi til ákvarðanatöku. Þessu næst var kosið í starfs- nefndir, skýrsla um starfsemi sambandsins sl. ár reifuð og reikn- ingar sambandsins fyrir árið 1983 kynntir ásamt fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árið 1984. Tekjur sambandsins voru kr. 6.272.000, en gjöld kr. 5.183.000 fyrir árið 1983 og var því hagnaður ársins að meðtöldum afskriftum kr. 752.000. Eignir sambandsins voru í árslok 1983 kr. 16.949.506. Skammtímaskuldir hljóða upp á kr. 3.173.178 alls, en eigið fé upp á kr. 13.775.788 alls. I tillögu að fjárhagsáætlun 1984 eru tekjur áætlaðar kr. 6.930.000, en gjöld kr. 6.130.000. Þá var fjallað um samstarfs- sáttmála ríkis og sveitarfélaga. Báðir þessir aðilar eru sammála um að koma á formlegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga til að sam- ræma stefnu sína í opinberum rekstri. Samstarfið mun felast f reglulegum samráðsfundum ásamt gerð sameiginlegrar yfirlýsingar , þar sem ríkisstjórnin tekur að sér að hafa frumkvæði um tiltekin at- riði í löggjöf eða stjórnarfram- kvæmd, en Samband íslenskra sveitarfélaga mælir með að sveitarfélögin fylgi nánar umsam- inni stefnu í fjármálum sfnum. Reglulega samráðsfundi skal halda tvisvar á ári, i lok apríl og f lok október. Af hálfu ríkisins taka ráðherrar félagsmála-, fjármála-, menntamála- og heilbrigðisráðu- neyta eða staðgenglar þeirra ásamt fulltrúum frá Þjóðhags- stofnun þátt f samráösfundum, en stjórn Sambands fslenskra sveitar- Sveitarstjórna- lög í endurskoðun BJÖRN Friðfinn.sson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í viðtali við blm. Mbl. að fulltrúaráðsfundinum loknum að þar hefði ýmislegt komið fram. Hann sagði að endurskoða þyrfti skólarekstur og ihuga hvort ekki mætti taka upp svonefnda „gæðahringi“ til að auka hagræðingu í opinberum fyrirtækjum. Talaði hann um að sveitar- stjórnarlög væru í endurskoðun og frumvarp til nýrra sveitar- stjórnarlaga myndi liggja fyrir Alþingi fyrir lok þessa árs, en umfjöllun þar tæki aldrei skemmri tíma en tvö ár, þannig að búast mætti við nýjum lögum í fyrsta lagi árið 1986. Björn kvað breytingar á sýslu- nefndum vera í bígerð og sagði að sýslumenn ættu ekki lengur að gegna hlutverki oddvita, held- ur skyldi koma ráð í oddvita stað. Björn ræddi mikilvægi þess að stækka sveitarfélög og sagði að þeim málum hefði miðað full hægt. Að lokum sagði hann að það hefði orðið að samkomulagi á fundinum að mæla með öðrum laugardegi í júní sem kjördegi til sveitarstjórna og bætti við að það yrði ekki fyrr en árið 2040 sem þennan dag bæri upp á laug- ardag fyrir hvítasunnu. Ljósm. Mbl. KEE Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. félaga af hálfu sveitarfélaga. Stefán Thors, arkitekt, flutti er- indi um lands- og svæðaskipulag. Sagði hann að landsskipulag næði til landsins alls, en svæðaskipulag til tveggja sveitarfélaga eða fleiri. Ræddi hann siðan hugmyndir um endurskoðun land-, svæða-, aðal- og deiliskipulags. Þá tók til máls Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgar- dómari, og talaði um þætti endur- skoðunar sveitarstjórnalaga og drög að nýju frumvarpi til sveitar- stjórnalaga sem legið gæti fyrir Alþingi í lok þessa árs. Hann ræddi einnig tillögur um að leggja af sýslunefndir og erfiðleika þess að sameina hin mörgu smáu sveit- arfélög og þá spurningu hvaða hátt væri hentugast að hafa á um sam- vinnu sveitarfélaga. Þá talaði hann um tillögur um að sameinast um einn kjördag og hafa sveitar- stjórnakosningar síðasta laugar- dag í júní. Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, hélt framsöguræðu um samkaup sveitarfélaga á vör- um og þjónustu. Hann sagði að mikill akkur væri að Innkaupa- stofnun ríkisins. Fyrirtæki úti á landi þyrftu á öllu sínu að halda og áhrif samdráttar kæmu fyrr fram í dreifbýli en í þéttbýli og því nauðsynlegt að beita sér fyrir auknum samkaupum og þar gæti Samband fslenskra sveitarfélaga orðið að liði. Síðastur talaði Ingjaldur Hanni- balsson, framkvæmdastjóri, um „gæðahringi" í opinberri þjónustu. „Gæðahringir" eru fólgnir í þvf að starfsmenn fyrirtækis setjast á rökstóla undir umsjón t.d. verk- stjóra einu sinni 1 mánuði eða sjaldnar og ræða það sem betur má fara í rekstri fyrirtækisins og leggja fram tillögur um endurbæt- ur. Ingjaldur sagði að slíkir hring- ir hefðu gefið mjög góða raun, bæði I Japan og Bandaríkjunum, en væru enn á tilraunastigi hér og heiðu þó sýnt árangur í meirihluta þeirra fyrirtækja sem „gæða- hringjum" hefði verið komið á fót I. Samkór Verkalýðsfélags Borgarness syngur opin- berlega í fyrsta skipti Borgarnesi, 20. mars. Á FUNDI sem nýlega var haldinn í Borgarnesi kom Samkór Verka- lýðsfélags Borgarness, sem stofn- aður var fyrr í vetur, fram í fyrsta skipti. Stjórnandi kórsins er Björn Leifsson tónlistarkennari en kór- félagar hafa fæstir tekið þátt í kórstarfi áður og var þetta því frumraun þeirra. Morgunblaðið/HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.