Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984
Unglingataxtinn
numinn úr gildi
ÁKVÆDI um sérslök lágmarkslaun
fyrir fólk á aldrinum 16—18 ára,
svokallaóur „unglingataxti", sem
samið var um í heildarsamkomulagi
ASÍ og VSÍ 21. febníar sl., hafa
verið felld út í nýgerðum kjara-
samningum. ASÍ og VSÍ hafa náð
samkomulagi þar að lútandi og fjár-
málaráðherra hefur tilkynnt BSRB
að allir 16 ára og eldri skuli hafa
sömu lágmarkslaun fyrir fulla dag-
vinnu, 12.660 krónur. Áður höfðu
nokkur verkalýðsfélög, m.a. á Suð-
urnesjum og í Vestmannaeyjum,
samið um niðurfellingu „unglinga-
taxtans".
„Ástæðan fyrir því að samið
var um sérstök lágmarkslaun
fyrir unglinga var einkum tví-
þætt,“ sagði Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali
við blaðamann Mbl. um niðurfell-
ingu taxtans. „í fyrsta lagi var
tekið mið af fyrri ákvæðum um
tekjutryggingu og þær raddir,
sem höfðu heyrst um að fólk væri
ekki alltaf ánægt með að reynslu-
lausir unglingar kæmu inn á fulla
tekjutryggingu. Menn spurðu sig
í samningunum hvort nokkuð
væri óeðlilegt við að þarna væru
starfsaldursþrep eins og ofar í
stiganum.
I öðru lagi var litið til ýmissa
nágrannalanda, þar sem ákvæði
um lágmarkstekjur eru talin hafa
gert ungmennum erfiðara um vik
að komast inn á vinnumarkað-
inn,“ sagði Magnús Gunnarsson.
„Ákvæði um lágmarkstekjur eru
beinlínis talin hafa átt þátt í at-
vinnuleysi ungmenna, sem er um-
talsvert í mörgum nágrannalönd-
um okkar."
Magnús sagði að strax og
samningarnir frá 21. febrúar
hefðu verið kynntir hefði komið
fram sterk andstaða við þetta
ákvæði, sérstaklega í fiskvinnsl-
unni, bæði af hálfu atvinnurek-
enda og verkalýðsfélaganna.
„Þessa gætti einkum úti um land-
ið, þar sem unglingar eru al-
mennt farnir að vinna áður en
þeir eru orðnir sextán ára og hafa
því oft talsverða starfsreynslu
þegar þeir verða 16 ára. Það er
því eðlilegt, að þetta ákvæði falli
brott úr samningunum," sagði
hann.
Fjármálaráðherra segir í bréfi
sínu til Kristjáns Thorlaciusar,
að unglingataxtinn sé felldur úr
samningi BSRB og ríkisins frá og
með 1. mars sl.
Frá Dagsbrúnarfundinum í Austurbæjarbíói síðastliðinn sunnudag, þar sem á að giska 150—200 félagsmenn
voru samankomnir til að greiða atkvæði um samningana við VSÍ. Morgunblaðið/KÖE.
Dagsbrúnarsamningurinn samþykktur á félagsfundi með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða:
„Náist ekki árangur verður
enginn friður hér 1. sept.“
— sagði Guðmundur J. Guðmundsson um
fyrirhugaða endurskoðun ýmissa ákvæða
„VSÍ, Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna og ríkisstjórnin sameinuð-
ust um að einangra Dagsbrún," sagði
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, á félagsfundi í
Austurbæjarbíói á sunnudaginn. Þar
voru nýgerðir samningar VSÍ og
Dagsbrúnar samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum nema átta. Á að
giska 300—400 manns voru mættir á
fundinn.
Við upphaf fundarins kynnti
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar samningana
fyrir viðstöddum og gerði grein
fyrir þeim liðum sem náðust fram
umfram samkomulagið milli ASÍ
og VSÍ.
Samið á sömu
nótum og í Vest-
mannaeyjum
— segir Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, um samninginn við Dagsbrún
„ÉG HELD að aðalatriði málsins sé
að samningur Dagsbrúnar og Vinnu-
veitcnda.samband.sins er á sömu
nótum og samningur ASÍ og VSÍ og
við verkalýðsfélögin í Vestmanna-
eyjum. Það er fjarri því, að þessi
samningur sé ósigur fyrir Vinnuveit-
endasambandið," sagði Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, í samtali við blaðamann Mbl.
um samninginn við Dagsbrún.
„Við höfum ekki haft tækifæri
til að reikna heildarprósenturnar
í þessum samningi enn,“ sagði
Magnús, „enda eru í honum mörg
atriði, sem erfitt er að reikna. Það
er til dæmis erfitt að reikna út
hvað niðurfelling 16-18 ára taxt-
ans þýðir í raun, því fæstir at-
vinnurekendur fóru eftir því
ákvæði.
Sömuleiðis er erfitt að meta
hvað launaflokkahækkun eftir 15
ára starf hjá sama vinnuveitanda
þýðir í beinhörðum prósentum,
það er mjög mismunandi eftir
fyrirtækjum. Þá er einnig erfitt
að meta gildi tilfærslu úr neðstu
flokkunum vegna þess hve fáir
starfsmenn hafa þegið laun sam-
kvæmt þeim flokkum," sagði
hann.
Magnús Gunnarsson sagði að í
meginatriðum væri samningurinn
við Dagsbrún innan þess ramma,
sem settur hefði verið. „Auk þess,
sem þegar er nefnt, var samið um
sömu atriði og samdist um í Eyj-
um,“ sagði hann. „Ég held að
vinnuveitendur geti vel við unað
þegar upphaflegar kröfur Dags-
brúnar og yfirlýsingar af hálfu fé-
lagsins eru hafðar í huga.“
Magnús sagði ennfremur, að á
Suðurnesjum hefði verið búið að
semja um niðurfellingu svokall-
aðs „unglingataxta" á milli ASÍ
og VSÍ áður en samningar hefðu
tekist milli VSÍ og Dagsbrúnar.
Um aðrar breytingar á heildar-
samningnum frá 21. febrúar sl.,
sagði Magnús, að þar væri um
smávægilegar lagfæringar að
ræða. „í mörgum tilvikum er að-
eins verið að staðfesta vinnuað-
stæður og vinnufyrirkomulag í
fyrirtækjum," sagði hann. „Nánar
tiltekið varða þær iagfæringar
niðurfellingu á lágmarkstaxta
fyrir 16—18 ára, tveggja launa-
flok’ka hækkun eftir 15 ára starf
hjá sama vinnuveitanda, starfs-
heiti úr tveimur lægstu flokkun-
um eru færð til án þess að flokk-
arnir séu beinlínis skornir af, og
loks varð samkomulag um að taka
til athugunar kostnaðarþátttöku
vegna hlífðarfatnaðar í fisk-
vinnslufyrirtækjum, þar sem
fyrirtækin taka ekki þegar þátt í
þeim kostnaði."
Barnasalan afnumin
Þessir samningar eru hliðstæðir
samningum ASÍ og VSÍ hvað varð-
ar uppsagnarákvæði, gildistíma og
áfangahækkanir, en samið var um
afnám unglingataxtans svonefnda
fyrir verkamenn á aldrinum
16—18 ára. „Og þar með er barna-
salan afnumin fyrir fullt og allt,“
sagði Guðmundur er hann greindi
frá þessum lið samninganna. Þá
var samið um afturvirkni samn-
inganna, að 5% launahækkunin
gildi frá 21. febrúar. Þetta er í
fyrsta sinn sem Dagsbrún semur
um afturvirkni samninga og fagn-
aði Guðmundur því mjög að nú
hefði það tekist.
Tveir neðstu launaflokkar Dags-
brúnartaxtans, 7. og 8. flokkur,
falla niður og neðsti launaflokkur
er nú 9. flokkur. Sex mánaða
reynslutímabil vegna kauptrygg-
ingar var fellt niður og samkomu-
lag náðist um að eftir 15 ára starf
hjá sama atvinnurekanda hækki
viðkomandi um tvo launaflokka,
óháð því í hvaða launaflokki hann
er. Guðmundur sagði að stefnt
skyldi að því í framtíðinni að miða
við 15 ára starf í sömu starfsgrein
í stað sama atvinnurekanda. Hann
gat þess jafnframt að þetta væri
góð kjarabót fyrir fjölda Dags-
brúnarmanna.
Enginn friður hér
1. september
Þá var ákveðið að á samnings-
tímabilinu skyldi flokkaskipan
Dagsbrúnar verða endurskoðuð og
samstarfsnefndin skila þeirri
endurskoðun eigi síðar en 31. ág-
úst. Guðmundur kvað þetta vera
það merkilegasta í þessum samn-
ingum, flokkaskipan Dagsbrúnar
væri orðin úrelt. „Og náist ekki
árangur meö þessari endurskoðun,
verður enginn friður hér 1. sept-
ember," sagði hann.
Ennfremur var ákveðið að gild-
andi sérsamningar við skipafélögin
skyldu endurskoðaðir og endur-
skoðun lokið eigi síðar en 1. maí
næstkomandi.
Ýmsir sérsamningar voru gerðir,
sem ekki var nánar sagt frá á
fundinum, nema hvað Guðmundur
J. sagði frá því að starfsmenn
steypustöðva fengju betri kaffi-
stofu og þeim yrði lagður til auk-
inn vinnufatnaður. Þá fengju kon-
ur hjá Mjólkursamsölunni sömu
laun og karlar.
Röksemdafærslur forystu-
manna ASÍ „tómt píp“
Eftir að Guðmundur hafði lokið
máli sínu, voru umræður um
samningana. Pétur Tyrfingsson í
Trúnaðarráði Dagsbrúnar steig í
ræðustól og sagði að viss áhætta
hefði verið tekin þegar samning-
arnir voru felldir fyrir mánuði, en
nú hefði verið afsannað að ekki
væri hægt að ná fram betri samn-
ingum en þeim sem ASÍ og VSÍ
gerðu með sér og sagði röksemda-
færslur forystumanna ASl „tómt
píp“. Hann sagði að nú hefðu ASÍ-
samningarnir „verið sprengdir", en
kvaðst óánægður með hvernig
staðið var að gerð þessara samn-
inga. Samt mælti hann með því að
samningarnir yrðu samþykktir.
„Við vitum það að við förum af
stað í haust,“ sagði Pétur Tyrf-
ingsson. Hann kvað það rangt að
ekki væri gerð grein fyrir sér-
samningum sem fram náöust á
hinum ýmsu vinnustöðum,
svonefndum leynisamningum. All-
ir Dagsbrúnarmenn ættu rétt á að
vita hvað fælist í þessum samning-
um til að hægt væri að ná þeim
fram á fleiri vinnustöðum.
Segja frá leynisamn-
ingunum þrátt fyrir lof-
orð um að gera það ekki
Þröstur Ólafsson framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar sagði að innan
skamms myndi ASf reyna að ná
fram samningum við VSf sem
væru eins og þessir. „Við gátum
ekki breytt þeim tölum sem ASÍ
samningurinn bauð upp á, en við
gerum það 1. september," sagði
Þröstur og bætti því við að
mönnum yrði sagt frá því sem fæl-
ist í „leynisamningunum", þó það
yrði ekki gert á þessum fundi og
þrátt fyrir gefin loforð um að
skýra ekki frá þeim.
Nokkrir fundargesta stigu í
pontu og sögðu álit sitt á samning-
unum. Flestir mæltu með því að
þeir yrðu samþykktir, en margir
gagnrýndu að ekki væri sagt nánar
frá því sem fælist í „leynisamning-
unum“. Atkvæði voru greidd með
handauppréttingu og voru samn-
ingarnir samþykktir um kl. 16 á
sunnudaginn með öllum greiddum
atkvæðum nema átta.
Guðmundur J. Guðmundsson
greindi frá samningi Dagsbrúnar
og fjármálaráðherra sem var und-
irritaður á hádegi sunnudagsins.
Ot úr þeim samningi kemur að
Dagsbrúnarmenn sem starfa hjá
ríkinu hljóti hækkun um einn
launaflokk eftir þriggja ára starf,
annan flokk eftir fimm ára starf,
og þriðja flokkinn eftir níu ára
starf. Þá hljóti þeir tveggja launa-
flokka hækkun eftir 15 ára starf.
Fagna því að sam-
ist hafi án átaka
— segir Asmundur Stefánsson, forseti ASI,
um nýjan samning Dagsbrúnar og VSÍ
„ÉG samfagna Dagsbrúnar-
mönnum vegna þessa samnings og
tel sérstaklega ánægjulegt að hann
skuli hafa náðst án átaka,“ sagði
Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands íslands, er Mbl.
leitaði álits hans á nýgerðum
samningi Dagsbrúnar og Vinnu-
veitendasambands íslands.
Heildarsamningur ASÍ og VSÍ
var felldur á almennum félags-
fundi í Dagsbrún á dögunum.
Nýrri samningalotu félagsins og
atvinnurekenda lauk aðfaranótt
föstudagsins með því að gerðir
voru nýir samningar, sem að
nokkru leyti ganga lengra en
heildarsamningurinn frá 21.
febrúar sl.
Um breytingar á heildarsamn-
ingi ASÍ og VSÍ, sem Magnús
Gunnarsson lýsti í viðtali við
blm. Morgunblaðsins, kvaðst
Ásmundur ekkert geta sagt.
„Það eru ekki komnar endanleg-
ar niðurstöður úr því máli,"
sagði hann um kvöldmatarleytið
í gær. „Það á eftir að koma í ljós
hvaða lagfæringar nást fram en
ég get þó sagt, að það er ekki
ágreiningur um að fella niður
svokallaðan unglingataxta. End-
anleg svör um önnur atriði hafa
ekki borist frá VSÍ-forystunni
ennþá.“