Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 37 ágætri konu, Guðnýju Valtýsdótt- ur, og áttu þau tvö börn, Þór fæddan 1965 og Valgerði fædda 1971. Börnin voru sólargeislarnir í lífi þeirra Þóru og Sigurðar og sérlega hænd að þeim. Þá reyndist tengdadóttirin þeim einstaklega vel og var umhyggja hennar og ástríki slíkt að aðdáun vekur allra þeirra er til þekkja. Þar sem heilsu þeirra Þóru og Sigurðar hrakaði eftir að hann hætti störfum leituðu þau vistar að Hrafnistu í Hafnarfirði. Þang- að fluttu þau árið 1979 í þægilega íbúð við þeirra hæfi. Rómuðu þau mjög aðbúnað allan og atlæti og undu hag sínum vel þar til yfir lauk. I næsta nágrenni við Hrafnistu, að Heiðavangi 5, býr tengdadóttir- in Guðný Valtýsdóttir með börn- um sínum og síðari eiginmanni, Paul Smith. Daglegar heimsóknir barnanna til ömmu og afa og tíðar heimsóknir Guðnýjar og Pauls vöktu athygli og aðdáun starfs- fólks og vistmanna á Hrafnistu og veittu öldruðu hjónunum óteljandi ánægjustundir. Aðrir aðstandend- ur og vinir meta og virða fórnfýsi þeirra og hjálpsemi að verðleik- um. Þóra lézt hinn 26. nóvember sl. og var jarðsett í Fossvogskirkju- garði hinn 9. desember. Þá var heilsu Sigurðar þannig farið að hann gat ekki fylgt henni til graf- ar. Hann bar harm sinn með karl- mennsku og hugprýði og andlegu þreki sínu hélt hann til hinstu stundar og naut heimsókna vina og vandamanna. Þeim fækkar óðum mönnunum sem settu hvað mest svipmót á líf- ið á Norðfirði á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Athygli fólks og aðdáun beindist einkum að at- hafnamönnunum í sjávarútvegin- um, harðsæknustu formönnunum. bar á því í erfiðum veikindum Halldórs síðustu árin, að hann tal- aði um að hann vildi vera kominn til Óskars síns. Dánardagur Hall- dórs varð 19. marz, sami dagur og Óskar hafði andazt níu árum áður. Við Halldór áttum saman marg- ar góðar stundir á þeim árum, sem vinátta okkar stóð. Það er þakk- arvert að hafa fengið að kynnast manni eins og Halldóri ísleifssyni, og ég þakka honum fyrir allt það sem hann var dætrum mínum og barnabörnum, og síðast en ekki sízt þakka ég honum fyrir að gefið mér þann yndislega tengdason sem Trausti er. Magneu minni og öðrum ætt- ingjum bið ég Guðs blessunar og geymi í huga mér minningu um góðan mann. Elín Kristjánsdóttir Ég ætla að skrifa fáein þakkar- orö til föður mins, sem lést í Landakotsspítala. Hann var búinn að vera sjúklingur sl. 10 ár og vera oft á sjúkrahúsum, en þess á milli stundaði móður mín hann af mik- illi ástúð og nærgætni, þó hún gengi ekki heil til skógar sjálf. Hann var svo blíður og góður við alla sem hann þekkti og betri föður, afa og langafa var ekki hægt að hugsa sér. Hann ól upp fyrir mig þrjá drengi og gekk þeim í föðurstað og veitti þeim allt, sem hann gat, bæði menntun og kær- leika. Einn þeirra lést fyrir níu árum. Þeir dóu báðir á sama degi ársins. Pabbi verður lagður til hinstu hvílu við hlið hans í dag. Pabba þakka ég svo fyrir allt og allt og Guð veri með honum. Esther Halldórsdóttir í dag verður lagður til hinstu hvílu elsku afi minn, Halldór ís- leifsson, er lést á áttugasta ald- ursári hinn 19. mars sl. Enda þótt ávallt sé erfitt að sætta sig við dauðann, þá er tæpast hægt að segja að fregnin um andlát afa hafi komið mér verulega á óvart. Hann hafði átt við langvarandi veikindi að stríða, sem óhjá- kvæmilega höfðu sett mark sitt á Niðjamót fólks af Snartartunguætt aflakóngunum og dugmestu sjó- mönnunum. Þó að hlutskipti Sig- urðar Sigfinnssonar hafi orðið verslunarstörf en ekki sjó- mennska verður hans þó minnst sem eins af minnisstæðustu mönnunum í bænum á fyrrnefndu tímabili. Sigfúsarverslun var „stórveldi" á fyrstu þremur áratugum aldar- innar, allt þar til heimskreppan á fjórða áratugnum greiddi henni þau högg sem hún fékk ekki stað- ist. Verslunin rak umfangsmikla útgerð eigin báta, fiskkaup af norðfirskum útgerðarmönnum og af erlendum fiskiskipum, aðallega norskum og færeyskum. Voru fiskkaupin af erlendu skipunum mest að vöxtum. Til þess að full- verka allan þennan fisk þurfti verslunin á hverju sumri að ráða mikinn fjölda aðkomufólks, aðal- lega af Suðurlandi. Þar sem pen- ingar voru fáséðir á þessum árum var fiskurinn og vinnulaunin að mestu greitt með vörum úr versl- uninni. Kaupmaðurinn takmark- aði peningagreiðslurnar svo sem framast var mögulegt, einnig til aðkomufólksins. Það er því auð- velt að gera sér í hugarlund hversu gífurleg störf búðarmann- anna voru, enda voru sumir þeirra snöggir í tilsvörum á hlaupunum fyrir innan búðarborðið, þegar sinna þurfti mörgum viðskipta- vinum samtímis. Sá er þetta ritar man vel frá uppvaxtarárum sínum í Neskaup- stað eftir Sigurði Sigfinnssyni fyrir innan búðarborðið í Sigfús- arbúð. Hann var glæsimenni, stórvax- inn og myndarlegur á velli, yfir- lætislaus og prúður í framgöngu, bar svipmót aðalsmanns. Hann var alltaf snyrtilega klæddur svo að af bar, einstaklega verklaginn og vandvirkur við öll störf og hann. Aldrei heyrðist afi kvarta, en þó gat fáum dulist að hann var farinn heilsu eftir langa og erfiða starfsævi. í veikindastríði sínu naut afi hjúkrunar og umhyggju elsku ömmu á milli þess sem hann þurfti að dvelja á sjúkrahúsum. Er aðdáunarvert hversu mikla fórnfýsi og dugnað amma hefur sýnt með því að hafa afa heima allt undir það síðasta og að annast hann af þeirri alúð og natni, sem hún gerði. Ég, ásamt bræðrum mínum, Halldóri og Óskari, var þeirrar gæfu aðnjótandi að mega alast upp á heimili afa og ömmu. Betri foreldra hefði ég ekki getað óskað mér. Það hlýtur að endurspegla kjark og þor þessara einstöku hjóna að taka að sér þrjú ung börn eftir að hafa komið eigin börnum til vits og ára. Þá þegar var amma orðin heilsutæp, og þurfti hún oft að dvelja langdvölum á sjúkrahús- um, ýmist í nokkrar vikur eða marga mánuði í senn. Öll heimilis- og uppeldisstörf hvíldu þá á afa, sem þrátt fyrir allt lét aldrei neinn bilbug á sér finna. Hann vakti okkur og klæddi, kom okkur í skólann, fór sjálfur til vinnu, kom heim í hádeginu, eldaði mat (oftast þríréttað) og fór aftur til vinnu eftir að hafa vaskað upp og gengið frá heimilinu að öðru leyti. Allan þennan tíma held ég að hann hafi ekki misst einn dag úr vinnu hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þar sem hann var bifreiðastjóri, og ekki leið sá dagur að hann hefði ekki heimsótt ömmu að minnsta kosti einu sinni á spítalann. Þegar litið er til baka er manni ljóst hversu erfiðir þessir tímar hafa verið honum. Aldrei lét hann þó okkur finna til þess og því síður ömmu. Það var afa og ömmu þungt áfall er óskar bróðir lést af slys- förum, 19. mars árið 1975. Nú, réttum tíu árum síðar, liggja leiðir óskars og afa saman á ný. Trúi ég að þar hafi verið fagnaðarfundir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka afa fyrir allt það sem hann hefur gefið mér af sjálfum sér. Ég bið góðan Guð að varðveita sálu hans og styrkja ömmu, sem nú sér á eftir yndislegum eigin- manni eftir rúmlega hálfrar aldar hjónaband. Fari elsku afi minn í friði. Trausti hafði óvenju fagra rithönd. Hann fékkst töluvert við að mála í fri- stundum og náði ótrúlegri leikni á því sviði af manni sem ekki hafði notið kennslu. Þar sem smekkvísi Sigurðar var einstök auk ljúfmennsku hans jafnt við háa sem lága varð hann strax sem ungur maður sá sem flestir leituðu ráða hjá við inn- kaup, einkum þó við kaup á fatn- aði. Var hann ómissandi maður í bænum á þessu sviði eins og eldri Norðfirðingar muna. Þær vildu oft verða margar stundirnar sem hann sat yfir allskonar verkefnum fyrir vini og kunningja sem til hans leituðu með bækur og tæki- færiskort til áritunar eða máltök- ur og aðstoð við fataval. Sjálfsagt þótti að veita slíka aðstoð án greiðslu. Undirritaður varð síðar náinn samstarfsmaður Sigurðar í Kaup- félagi Hafnfirðinga um 18 ára skeið og er margs að minnast frá þeim árum. Það þótti góður skóli ungum starfsmönnum að vinna undir handleiðslu Sigurðar Sig- finnssonar og sumt af því starfs- fólki sem enn vinnur í verslunum er auðþekkt á viðmóti sínu og handbragði og minnir óneitanlea á snillinginn. Aðstandendum og vinum Þóru og Sigurðar er ofarlega í huga þakklæti til starfsfólksins á Hrafnistu í Hafnarfirði sem auð- sýndi þeim alla tíð einstaka vin- semd og hlýju og eru þessu ágæta fólki færðar alúðarþakkir. Ég og fjölskylda mín kveðjum Sigurð með þakklæti fyrir vináttu og samfylgd og ég leyfi mér einnig að bera fram kveðjur og þakklæti frá fyrrverandi samstarfs- mönnum hans í Kaupfélagi Hafn- firðinga. Eftirlifandi systrum og öðrum aðstandendum fjær og nær sendi ég og fjölskylda mín samúð- arkveðjur, ekki síst sonarsyninum sem dvelur nú í Perú sem skipti- nemi. Ragnar Pétursson NIÐJAR hjónanna Einars Þórð- arsonar og Guðrúnar Bjarnadótt- ur í Snartartungu í Bitru, fólk af svokallaðri Snartartunguætt, ætla að efna til ættarmóts á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 1. apríl næstkomandi klukkan 14.30. Af þessari ætt munu nú vera um 500 til 700 manns. Þetta er fyrsta ættarmót, sem fólk af Snartartunguætt efnir til. Þau hjón sem bjuggu í Snartar- Athugasemd: Sjá um viðgerð- ir á orgelum Vegna ummæla í viðtali sem birtist við Hörð Áskelsson, organ- ista Hallgrímskirkju, í Mbl. á laugardag, vildi Bjarni Pálmars- son, hljóðfærasmiður, koma því á framfæri að það er ekki rétt að engir orgelsmiðir séu hér á landi. Hér muni í það minnsta vera fjór- ir hljóðfærasmiðir, sem hafa rétt til viðgerða á orgelum. Auk Bjarna Pálmarssonar eru það Gissur Elíasson, Guðmundur Stefánsson og Pálmar Árni Sigur- bergsson. Hefðu þeir séð um við- gerðir á orgelum um langt árabil. VZterkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! tungu í Bitru um miðja 19. öld áttu 14 börn og munu a.m.k. 11 þeirra hafa komist til manns. Tvö barna þeirra hjóna áttu og mörg börn, 12 og 13 talsins. Myndabrengl í flúorgrein Myndabrengl var 1 viðtali við drr Öldu Möller í sunnudagsblaði. Víxluðust myndirnar af háskóla- nema að vinnu í Rannsóknastofu fiskiðnaðarins á seinni síðunni og myndin af Öldu Möller með Svönu Stefánsdóttur, efnafræðingi, sem er að mæla D-vítamín í lýsi, sem birtist neðst á fyrri síðunni í við- talinu. Farandi: Dvalarstaður- inn Lackenhof í FRETT í sunnudagsblaöi Morgun- blaósins um ferðaklúbb Faranda misritaðist nafn forstöðumanns klúbbsins, en hann er Einar Guðjohnsen. Þá var sagt, að fyrsta ferð klúbbsins yrði til Vínar, en hið rétta er að dvalarstaðurinn, sem Farandi býður upp á í Austurríki er Lackenhof, sem er í um 150 km fjarlægð frá Vín. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. HLJÐMBÆR HUOM • HEIMILIS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMAR 25999 & 17244 HELSTU UMBOÐSMENN: Portið. Akranesi Kaupf Borgfirðinga Sería. Isafiröi Alfhóll. Siglufiröi Skrifstofuval. Akureyri Kaupf Skagf Sauöárkróki Radíóver, Húsavík Ennco, Neskaupstaó Eyjabœr. Vestm eyjum M M , Selfossi Fataval, Keflavík Kaupf Héraösb Egilsstóöum Plötuspilari sem spilar Ijóðrétt af plötunni. • Þessa einstæöu samstæöu er nú hægt aö eignast meö aðeins 4.000 kr. útborgun og afganginn á næstu 6 mán. Verö kr. 17.500 stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.