Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 39 Eigendur og starfsmaður Sprautu- og bifreiðaverkstæðis Borgarness sf. fram- an við hinn fullkomna sprautuklefa fyrirtækisins. MorRunbiaðið/HBj. Borgarnes: Nýtt bifreiðaverk- stæði með fulikomn- um sprautuklefa Borgarneai, 15. mare. í BORGARNESI hefur verið stofnað nýtt fyrirtæki, Sprautu- og bifreiða- verkstæði Borgarness sf. Fyrirtækið er til húsa í eigin verkstæðishúsi í iðnaðarhverfinu á Sólbakka, við gatnamót Norðurlands- og Ólafsvík- urvegar, þar sem áður var Bifreiða- verkstæði Halldórs Haraldssonar. Eigendur eru þrír, Björn Jó- hannsson bílasmiður, Gísli Bjarnason bifvélavirki og Pétur Jónsson bílamálari, og starfa þeir allir í fyrirtækinu við fjórða mann. Fyrirtækið hóf starfrækslu 1. mars sl. og tekur það að sér bílasprautun og allar almennar bílaviðgerðir, réttingar, ryðbæt- ingar og mótorviðgerðir, eða nán- ast allt viðkomandi bílnum. í samtali við blm. Mbl. lögðu þeir félagar áherslu á þá mögu- leika sem þeir hafa í bílasprautun með nýjum sprautuklefa af full- komnustu gerð, sem reyndar er sá eini á Vesturlandi og þó víðar væri leitað. Sögðu þeir að klefinn gæfi möguleika á mun betri vinnu við sprautunina og möguleikum á bökun en auk þess væri vinnuað- staða mjög góð fyrir starfsmenn- ina. Þeir félagar sögðust bjartsýn- ir á reksturinn, byrjunin lofaði góðu og næg verkefni væru fram- undan. — HBj. fSÍ Líkamsrækt A JSB i tXt VORNAMSKEIÐ 6 vikna vornámskeiö 2. apríl —17. maí ★ Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. ★ 50 mín. æfingakerfi J.S.B. meö músík. ★ Morgun-, dag- og kvöldtímar. ★ Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. n fc ★ „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. Byrjenda- og framhalds- flokkar. Fyrir þær sem eru í megrun 3ja vikna kúrar. Tímar fjórum sinnum í viku. Mataræði, vigtun, mæling. \U rr í M1 jl' Verið brúnar og hraustar allt árið. / Sólbekkirnir eru í Bolholti. Ath.: Einnig ný Ijós í Suðurveri. LJ Sauna og góð búnings- og baðaðstaða ár báðum stöðum. Stuttir hádegistímar í Bolholti. mín. æfingatími — 15 mín. Ijós. 25 m Kennarar í Suðurveri: Bára, Sigríður og Margrét. Kennarar í Bolholti: Bára og Anna. Kennsla fer fram á báöum stööum. L INNRITUN OG UPPLÝSINGAR í SÍMUM 83730, SUÐURVER OG 36645, BOLHOLTV I ílfamembt ICD Suöu™ri’ »ími “730. «| LIKdmSrXKl UODm Bolholti 6, .ími 36645. ? .............................tMB Minning: Gunnlaugur Eyj- ólfur Marteinsson Fæddur 6. júní 1920 Dáinn 20. mars 1984 Gunnlaugur fæddist á Þurá í Ölfusi. Hann var sonur hjónanna Marteins Eyjólfssonar og Svan- borgar Jónsdóttur. Gunnlaugur var þriðji í röðinni af sjö systkin- um. Elst er Sigurjóna, svo Helga, þá var Gunnlaugur, síðan Svavar og Ásta, Skúli og Valgerður yngst. Hann ólst upp á Þurá í Ölfusi. Þaðan fluttist hann síðan ásamt foreldrum sínum 1945 til Hvera- gerðis, í Björk, Bláskógum. Árið 1949 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf þá störf við pípulagnir. 5. júní giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurrós Líkafrónsdóttur. Þau eignuðust einn son, Hafstein Gísla, en fyrir átti Sigurrós eina dóttur, Bjarney Ólafsdóttur. Árið 1964 fluttu þau frá Reykjavík til Hveragerðis, og þar hélt Gunn- laugur áfram störfum sínum við pípulagnir, sem hann stundaði eins lengi og hann gat, eða þangað til hans erfiðu og löngu veikindi háðu honum það mikið að hann gat ekki meir. Gunnlaugur var vinnusamur og afkastamikill, svo mjög að athygli vakti hvar sem hann var. Hann var eftirsóttur í alla vinnu, vegna verklagni sinnar, og var sama hvað það var sem hann gerði. Hann unni dýrum, og þá fyrst og fremst hestum. Alla tíð frá barn- æsku notaði Gunnlaugur hvert tækifæri sem honum gafst til að fara á hestbak. Var sama hvernig viðraði, ef hægt var að koma því við að fara á hestbak, þá gerði hann það. í gegnum hestamennsk- una eignaðist hann marga góða vini sem hann mat mikils og átti margar dýrmætar ánægjustundir með. Gunnlaugur var sannur vin- ur vina sinna. Traustur þeim sem hann tók og synjaði aldrei bón neinna sem leituðu til hans. Slík var hjálpsemi hans og góðvilji í garð annarra. Samviskusemi, ein- lægni, traust og heiðarleiki var hans aðalsmerki. Hann unni frelsi og hans mesta ánægja var að ríða um heimasveit sína sem hann að þvi er virtist gat aldrei slitið sig frá. Við dóttir mín, sem hann var vanur að kalla drottninguna hans afa síns, þökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast honum og þeim dýrmætu kostum sem prýddu hann. Minning hans lifi í guðs nafni. Bjarney Ólafsdóttir, Sólveig Bjarney Daníelsdóttir. ummm... ég heppin að fá þessa værðarvoð frá Álafossi. Ivv O § oy J I mörg Herrans ár hafa værðarvoðirnar frá Álafossi verið sériega vinsæl og vel þegin fermingargjöf, enda - ef þú hugsar um það - sjálfsagður förunautur ungs fólks út (lífið. Ávallt til taks - léttar, mjúkar og hlýjar; hvort sem er í skíðaferðir, útilegur eða bara til þess að hafa það huggulegt heima. Ætlar þú að sleppa fermingarbarninu þínu út í lífið án værðarvoðar frá Álafossi? & ^lafossbúöin --NESTURGÖTU2 SlMt 13404- TXT7T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.