Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 + Móöir mín, KATRÍN GUDMUNDA GUÐBJARTSDÓTTIR HAIM, lést í Kaupmannahöfn 24. mars. Karl G. Þorleifason. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUÐMUNDURGUDMUNDSSON, fyrrverandi kaupmaöur, Móabaröi 24, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi miövikudaginn 28. mars kl. 13.30. Þeim sem vlldu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Anna Chriatenaen, Hanna Petra Guömundsdóttir, Helga Guömundsdóttir, Jónína Rós Guömundsdóttir, Bergur Jónsson. + ANNA TÓMASDÓTTIR, Álfaskeiöi 64, Hafnarfiröi, veröur jarðsungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröl miövikudaginn 28. mars kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda, Margrét Flygenring. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaöir og afi, HALLDÓR ÍSLEIFSSON, Meistaravöllum 21, Reykjavik, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. mars kl. 15.00. Magnea Tómasdóttir, (sleifur Halldórsson, Esther Halldórsdóttir, Birgir Sigurðsson, Halldór Bragason, Trausti Bragason. + Elskulegur eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, JÓNAS GUÐMUNDSSON, vörubílstjóri, Löngubrekku 5, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 28. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu mlnnast hans er bent á Hjartavernd. Sigríöur Alfsdóttir, Eygló Jónasdóttir, Álfheiöur Jónasdóttir, Guömundur Jónasson, Magnús Jónasson, Kristjén Gunnarsson, Absolon Poulsen, Yvonne Nielsen, Rannveig Einarsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HERBORGAR BREIÐFJÖRÐ HALLGRÍMSDÓTTUR, Hlíöargeröi 25. Lilja Gréta Þórarinsdóttir, Hallgrímur Þórarinsson, Herdr's Ásgeirsdóttir, Einar H. Guðmundsson, Ólöf Léra Jónsdóttir, Jósep Á. Guömundsson, börn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU ÓLAFSDÓTTUR, Brimnesi, Grindavfk. Sérstakar þakkir tfl starfsfólks og lækna sjúkradeildar Hrafnistu Hafnarfirði. Þorbergur Sverrisson, Sigurbergur Sverrisson, Erna Sverrisdóttir, Ólafur Sverrisson, Magnús Sverrisson, barnabörn og Sigrföur Guömundsdóttir, Sigurður Halldórsson, Gunnlaug Reynis, Hrefna Petersen, barnabarnabörn. Minning: Sigurður Sigfinns- son verslunarstjóri Fæddur 21. júlí 1903 Dáinn 14. mars 1984 Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 14. mars sl. 80 ára að aldri. Sigurður var fæddur að Innri- Kleif í Breiðdal, næstelstur fimm barna hjónanna Vilborgar Bene- diktsdóttur frá Búðum í Fá- skrúðsfirði og Sigfinns Sigurðs- sonar sjómanns frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. Tvö systkinanna lét- ust í æsku. Yngstar og eftirlifandi eru Jóhanna, gift Sigurjóni Ingv- arssyni skipstjóra, þau búa í Nes- kaupstað, og Sigurbjörg, gift Geir Vilbogasyni bryta, þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigurðar fluttu til Norðfjarðar árið 1906 er hann var þriggja ára. Hann naut venjulegr- ar barnaskólamenntunar og hóf verslunarstörf hjá Verslun Sigfús- ar Sveinssonar árið 1920 þá aðeins 16 ára gamall. Þar vann hann samfleytt til ársins 1946 er hann lét af störfum vegna minnkandi umsvifa verslunarinnar. Sama ár hóf hann störf hjá Kaupfélaginu Fram sem verslunarstjóri í vefn- aðarvörubúð félagsins. Kaupfélag- ið var þá stærsta verslunin í Nes- kaupstað. Þar starfaði hann til ársins 1956 er hann fluttist til Hafnarfjarðar og gerðist verslun- arstjóri í fatnaðarverslun Kaupfé- lags Hafnfirðinga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1974 er hann lét af störfum vegna heilsu- brests 71 árs. Hafði hann þá unnið við verslunarstörf óslitið í 54 ár, lengst af sem verslunarstjóri. Hér að framan hefur verið stikl- að á stóru hvað varðar uppruna og störf Sigurðar Sigfinnssonar, en nú verður rætt lítillega um fjöl- skyldu hans og um manninn sjálf- an. Árið 1933 kvæntist hann Þór- leifu Eiríksdóttur frá Dagsbrún í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru hjónin Aldís Stefánsdóttir, fædd í Efri-Ey í Meðallandi, og Eiríkur Þorleifsson, útgerðarmað- ur frá Krossanesi við Reyðarfjörð. Dagsbrún var fjölmennt mynd- arheimili og umsvif mikil við út- gerð og landbúskap. Aldís og Ei- ríkur ólu upp stóran barnahóp og unnu öll börnin meira og minna við sjávarútveginn, öll einstakt dugnaðarfólk. Þóra og Sigurður eignuðust einn son, Eirík f. 24. des. 1936, mesta efnispilt. Þegar hann óx úr grasi hneigðist hugur hans að sjó- mennsku, eins og títt var um tápmikla drengi í Neskaupstað. Nokkru eftir fermingu var hann orðinn fullgildur háseti á vélbát- um á sumrum og þótti vel liðtæk- ur við öll störf. Á veturna stund- aði hann nám og lauk gagnfræða- prófi frá Eiðum árið 1952. Þar næst lá leið hans til Reykjavíkur og hóf hann brátt að búa sig undir að ná vélstjóraréttindum á far- skipum, með því að læra vélvirkj- un í Landssmiðjunni. Þaðan lauk Halldór Isleifs- son — Minning Fæddur 7. júlí 1904 Dáinn 19. mars 1984 „Afi Halldór" var maður, sem margir hefðu viljað eiga fyrir afa. Afi Halldór var afi og fósturfaðir skólabróður míns og vinar á hin- um áhyggjulausu unglingsárum, Halldórs Bragasonar. Þannig vissi ég fyrst af þeim sæmdarhjónum Magneu Tómasdóttur og Halldóri ísleifssyni. Fyrir afalausa stelpu var þetta nokkuð merkilegur hlut- ur, — og ekki laust við að örlítið af afbrýði gerði vart við sig, þegar Dóri talaði um „afa Halldór". En þetta voru ekki fyrstu og einu kynnin sem ég hafði af þess- um góðu hjónum, því áður en langt um leið var ég sjálf farin að kalla þau „ömmu Möggu og afa Halldór". Skýringuna var að finna í hinu smekklega vali litlu systur minnar, Ingunnar, á lífsförunaut sínum, sem er Trausti, einn þriggja fóstursona Magneu og Halldórs. Það var því bara eðlilegt, þegar dóttir mín, Elísabet Elín, var far- in að hafa orð á hlutum og fólki, að hún kallaði þau líka ömmu Möggu og afa Halldór. Þessar góðu manneskjur urðu brátt mjög stór hluti af lífi okkar mæðgna, — svo stór, að Elísabetu finnst nú sem hinn sanni afi hennar hafi nú kvatt hana hinztu kveðjunni. Við vorum þeirrar gleði aðnjót- andi að fá að hafa ömmu og afa hjá okkur síðasta aðfangadags- kvöld. Afa stóð hreint ekki á sama um alla pakkana sem afabörnin hans fengu, — þótt hann og Magnea bæru samt ábyrgð á stór- um hluta þeirrar gleði, sem það er fyrir barnssálina að opna jóla- pakka. Afi hafði áhyggjur af að við foreldrarnir myndum gleyma að kveikja á friðarljósinu og pass- aði vandlega upp á tímann. Sjálf- ur lét hann það verða sitt fyrsta verk er hann kom heim, að kveikja friðarljós í sinum glugga. Þau ljós, sem lýstu á aðfanga- dagskvöld, veittu von. Það ljós, sem afi Halldór er nú kominn til veitir okkur vissu um það að öllum hans þjáningum er lokið. Ég þakka afa Halldóri alla hans tryggð við dóttur mína og mig, og bið Guð að styrkja elsku ömmu Möggu og aðra ástvini. Hvíli kær vinur í friði. Anna Kristine Magnúsdóttir í dag er kvaddur hinztu kveðju Halldór ísleifsson, sem lézt í Landakotsspítala mánudaginn 19. marz sl. Halldór var fæddur 7. júlí 1904 á Tindi í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. Hann var fjórði í röðinni af átta börnum hjónanna Kristborgar Guðbrandsdóttur og ísleifs Jónssonar, bónda á Tindi og síðar í Dagverðarnesi í Dalasýslu. Halldór ólst upp í Dagverðarnesi fram til ársins 1920, er hann flutti með foreldrum sinum og systkin- um til Stykkishólms, þar sem hann stundaði ýmis störf. Til Reykjavíkur fluttist Halldór 1929 og bjó þar til æviloka. í fyrstu stundaði hann bifreiðaakstur hjá Steindóri og starfaði síðan við Sogsvirkjun, unz hann réðst til starfa hjá Reykjavíkurborg, þar sem hann vann hjá Hitaveitu Reykjavíkur og átti að baki 40 ára starfsferil hjá borginni er hann lét af störfum. Á aðfangadag jóla 1932 kvænt- ist Halldór eftirlifandi eiginkonu sinni, Magneu Tómasdóttur frá Eyrarbakka, dóttur Gíslínu Jóns- dóttur og Tómasar Þórðarsonar. Þau hjónin Magnea og Halldór eignuðust þrjú börn; ísleif, hér- aðslækni á Hvolsvelli, kvæntan Kolbrúnu Þorfinnsdóttur; Guð- rúnu Esther, húsmóður í Hafnar- firði, gifta Páli Guðmundssyni og Kristborgu, er lézt 6 vikna gömul. Einn son átti Magnea fyrir, Birgi Sigurðsson, prentara, kvæntan Önnu Skaftadóttur, og reyndist hann sveinsprófi árið 1958. Þá settist hann í Vélskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1961. Réðst hann þá vélstjóri á skip Skipa- deildar Sambandsins. Þegar Eiríkur var alfluttur að heiman ákváðu Þóra og Sigurður árið 1956 að taka sig upp og kveðja Neskaupstað og Norðfirðinga. Þau fluttu til Hafnarfjarðar og festu kaup á ágætri íbúð að Strandgötu 83 og undu þar vel í nálægð við einkasoninn. Vinum þeirra Þóru og Sigurðar verður ávallt minnisstætt hið fagra heimili þeirra bæði í Nes- kaupstað og í Hafnarfirði. Þau voru bæði listfeng svo að af bar og einstaklega samhent og bar heim- ilið þess vott hvert sem litið var. Árið 1975, hinn 21. febrúar, urðu þau fyrir sviplegu áfalli er Eirík- ur, 39 ára gamall, varð bráðkvadd- ur um borð í skipi sínu Dísarfelli. Hann hafði þá verið yfirvélstjóri á því skipi um tveggja ára skeið. Eiríkur hafði árið 1965 kvænst Halldór honum alla tíð sem hinn besti faðir. Auk sinna eigin barna ólu þau hjónin upp þrjá dóttursyni sína, Halldór, verkstjóra hjá Bygg- ingariðjunni, kvæntan Sigrúnu Valgeirsdóttur; Trausta, við- skiptafræðing, kvæntan Ingunni Magnúsdóttur og Óskar, er lézt ár- ið 1975. Sérhverri móður hlýtur að vera það mikils virði að barn hennar velji sér góðan lífsförunaut, og því var það mér mikill gleðidagur er Ingunn dóttir mín og Trausti, fóstursonur Halldórs, giftust. Þessi prúði og fallegi piltur hafði borið af í stórum vinahópi dætra minna, og þá ekki sízt fyrir það hversu mikla virðingu hann bar fyrir ömmu sinni og afa. Þeim bræðrum öllum var innrætt trú- rækni og reglusemi í uppeldinu og það veganesti, sem þeir héldu með út í lífið frá ömmu sinni og afa, dylst engum sem til þekkir. Eftir því sem Hfsgæðakapphlaupið eykst, sé ég æ betur að þau gáfu drengjunum það, sem því miður vantar svo víða í dag; þau gáfu af sjálfum sér. Þeim var það líka metnaðarmál að drengirnir menntuðust, og glöddust þvi hjartanlega er þeir Halldór og Trausti höfði báðir lokið stúd- entsprófi. Það var þungbær stund er yngsti bróðirinn, Óskar, lézt af völdum vinnuslyss 19. marz 1975, aðeins 18 ára gamall. Sá tími sem í hönd fór var þeim Magneu og Halldóri afar erfiður, og æ oftar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.