Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 27 Fimmtán þúsund undirskriftir afhentar á Alþingi í gær: Menn vilja jafna atkvæðisrétt, fækka þingmönnum og gera landið að einu kjördæmi llndirskriflalistarnir afhentir: Valdimar Kristinsson gerir grein fyrir söfnuninni. Steingrímur Hermannsson, Þorvaldur Garöar Kristjánsson, Ragnar Ingimarsson og Guðjón Lárusson hlýöa á. Klukkan þrettán fjörutíu og fimm í gær stansaði leigubíll fyrir utan Alþingishúsið í Reykjavík og út úr honum snöruðust þrír menn. Meðan einn þeirra hélt opinni hurð hússins báru hinir tveir á milli sín brúnan trékassa inn í hús- ið. Þar voru komnir fulltrúar Sam- taka áhugamanna um jöfnun at- kvæðisréttar með fimmtán þúsund undirskriftir fólks sem m.a. er fylgjandi þeirri skoðun aö jafna beri atkvæðisrétt landsbúa. Farið var með kassann inn í skrifstofu forseta Sameinaðs þings, sem ásamt forsætisráð- herra veitti honum viðtöku. Valdimar Kristinsson við- skiptafræðingur afhenti undir- skriftirnar ög sagði af því tilefni m.a. að Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt væru þeirr- ar skoðunar, að baráttan fyrir jöfnum kosningarétti, óháð bú- setu, væri af sama toga og bar- átta fyrri tíma fyrir almennum atkvæðisrétti án tillits til eigna, tekna eða kynferðis, og að hug- myndin um misvægi atkvæða eftir einhverjum tilbúnum hlut- föllum samrýmist hvorki lýð- ræði né almennum mannréttind- um. Valdimar sagði einnig að Samtök áhugamanna um jafnan kosningarétt mæltust til þess að þingmenn tækju tillit til óska umbjóðenda sinna og legðu til hliðar það frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi. Þess í stað verði samið annað frumvarp, sem sé í samræmi við vilja meirihluta landsmanna. Þann vilja gætu landsmenn staðfest í þjóðaratkvæðagreiðsiu, ef þing- menn vildu gefa kost á því. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tók við lyklum að kassanum fyrrnefnda úr hendi Valdimars og fékk þá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, forseta Sameinaðs þings, til varðveislu. Þorvaldur gat þess að hann myndi tilkynna um af- hendingu undirskriftanna á Al- þingi í dag. 1 samtali við blaðamann Mbl. sagði Þorvaldur Garðar að næðu þær óskir sem undirskriftalist- arnir áréttuðu fram að ganga myndi það koma verst niður á litlu kjördæmunum og breyta miklu í þeim. Þorvaldur Garðar og Steingrímur Hermannsson eru báðir þingmenn Vestfjarða- kjördæmis, sem er mjög fá- mennt kjördæmi. Hvert atkvæði þar vegur rúmlega fjórum sinn- um þyngra en atkvæði kjósenda í Reykjavík. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í samtali við blaðamann Mbl. að honum væri ljóst að mjög skiptar skoð- anir væru um þetta frumvarp. Sumum þyki það ganga of skammt. Hann kvaðst sjálfur vera þeirrar skoðunar að það væri nokkuð góð gullin meðal- braut í þessu máli. Þorvaldur Garðar sagði að frumvarpið væri tilraun til að samhæfa mismunandi sjónar- mið og kvaðst vona að það hafi tekist vel. Skoðanir væru skipt- ar, sumir legðu mikla áherslu á sama vægi atkvæða en aðrir teldu ýmislegt fleira skipta máli fyrir framkvæmd lýðræðis í landinu. í greinargerð fyrir frumvarp- inu til stjórnskipunarlaga sem samþykkt var í fyrra og bíður nú annarrar afgreiðslu alþingis seg- ir að frá því breyting var síðast gerð í kjördæmaskipun og kosn- ingareglum árið 1959 hafi mis- vægi atkvæða eftir búsetu kjós- enda aukist allmikið. Jafnframt hafi skort á að jöfnuður milli stjórnmálaflokka hafi náðst. Þyki nauðsynlegt að gera breyt- ingar sem bæta úr annmörkum þessum. 1959 var mesta búsetu- misvægi atkvæða 1 á móti 3,22 milli Norðurlandskjördæmis vestra og Reykjavíkurkjör- dæmis. 1 kosningunum 1979 hafi samsvarandi misvægi verið mest milli Vestfjarða og Reykjanes- kjördæmis 1 á móti 4,11. Eitt meginmarkmið umrædds frum- varps er að draga verulega úr þessu misvægi enda þótt kosn- ingaréttur manna eftir búsetu verði ekki jafnaður til fulls. Til að ná þessu markmiði er talið nauðsynlegt að þingmenn verði 63 í stað 60 nú. í undirskriftakönnuninni sem fyrr var greint frá kom fram að yfirgnæfandi meirihluti þátttak- enda vill að kosningarétturinn verði jafnaður að fullu. Mikill meirihluti kýs að þingmönnum verði fækkað og flestir vilja að landið verði gert að einu kjör- dæmi. Alls kusu tveir fimmtu hlutar þátttakenda þetta þrennt saman. Undirskriftasöfnun þessi stóð í þrjár vikur fyrr rúmu ári og lágu eyðublöð frammi á öllum olíustöðvum. Einnig var undir- skriftasöfnunin auglýst í út- varpi. Ragnar Ingimarsson verk- fræðingur, sem er einn af forvíg- ismönnum Samtaka áhuga- manna um jöfnun atkvæðisrétt- ar, sagði í samtali við blm. Mbl. að með hliðsjón af frumvarpinu sem þá lá fyrir alþingi í fyrra sinni hafi samtökunum þótt rétt að kanna hug fólks til þessa máls. Ragnar Ingimarsson sagði að flestir þeirra sem rituðu nöfn sín á eyðublöðin væru úr Reykjavík eða af Reykjanesi. Nokkur hundruð undirskrifta komu þó frá fólki búsettu utan þessara svæða. Ragnar sagði að Samtök áhugamanna myndu halda áfram umfjöllun sinni um jöfnun atkvæðisréttar í landinu í einu eða öðru formi. Fylkingin um Samtök herstöðvaandstæðinga: „Friðarhjal með klerklegu yfirbragði“ FYLKINGIN, samtök trotskyista og aðili að fjórða alþjóðasambandi kommúnista, ákvað að draga úr starfi innan Samtaka herstöðva- andstæðinga um leið og 'Fylkingar- félagar gengu í Alþýðubandalagið. Frá þessu er skýrt í nýjasta tölu- blaði Neista, málgagni Fylkingar- innar um leið og þar er harmað að Samtök herstöðvaandstæðinga hafi ákveðið að „taka upp almennt frið- arhjal með klerklegu yfirbragði" eins og það er orðað. Eins og fram hefur komið eiga Samtök her- stöðvaandstæðinga nú samvinnu við Friðarhóp kirkjunnar, Friðar- hreyfingu kvenna o.fi. um „friðar- viku“ á komandi páskum. Árni Sverrisson, ritstjóri Neista, skrifar um inngöngu Fylkingarfélaga í Alþýðubanda- lagið og segir að í henni felist sá ásetningur að mynda öflugan verkalýðsflokk. Fylkingin geti ekki dreift kröftunum of víða og þess vegna hafi verið ákveðið að láta Samtök herstöðvaandstæð- inga sitja á hakanum en Árni segir að Fylkingunni hafi um nokkurt skeið „tekist að sporna gegn hnignun samtakanna frá baráttusamtökum gegn her og NATO til „friðarsamtaka", sem láta áþreifanleg baráttuverkefni lönd og leið, en taka upp almennt friðarhjal með klerklegu yfir- bragði þess í stað.“ Þá segir að allir almennir stuðningsmenn samtakanna hafi verið áfram um að markmiðum þeirra, Island úr NATO og herinn burt, verði haldið til streitu. Síðan segir orð- rétt: „í síðustu Keflavíkurgöngu kom þetta skýrt fram. Þessi kjör- orð hlutu ekki náð fyrir augum þeirra sem skipulögðu gönguna enda vildu þeir að hún yrði „frið- arganga" óspillt af pólitík, og að- alræðumaðurinn sóttur i raðir kirkjunnar. En göngumenn voru á öðru máli, og gjallandi hróp þeirra færðu skipuleggjendum heim sanninn um það, að krafan um ísland úr NATO og herinn burt var það sem laðaði fólk út á þjóðveginn þennan dag.“ Efnt var til þeirrar Keflavík- urgöngu sem hér um ræðir 6. ág- úst 1983 og var séra Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Staða- stað, aðalræðumaður á fundi göngumanna við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík. Síðustu helgina í október 1983 efndu Samtök herstöðvaandstæðinga til lands- fundar til stefnumótunar og sagði Árni Hjartarson, forvígis- maður samtakanna, í Þjóðviljan- um að henni lokinni að baráttan gegn „stórauknum hernaðar- framkvæmdum á Miðnesheiði" og ratsjárstöðvum á Vestfjörðum og Norðausturlandi yrði „eitt meginverkefni" samtakanna 1984. í nýútkomnum Neista seg- ir: „Á landsfundi samtakanna í haust urðu þeir þó ofan á, sem vildu feta friðarstíginn, en láta stríðið gegn vopnaskaki hér og nú lönd og leið. Frumkvæði að þessari stefnubreytingu kemur frá hópum innan Alþýðubanda- lagsins sem hefur hengt hatt sinn á snaga almennrar friðar- baráttu til að leiða athyglina frá undanhaldi sínu í hermálinu sem hefir verið hluti af ráðherrasósí- alisma flokksins undanfarinn áratug." Stutt jafntefli Fi Tl 1 Bragi Kristjánsson KASPAROV og Smyslov tefldu w drottningarbragð í 7. einvígis- skákinni í gærkveldi. Smyslov tefldi ('ambridge Springs-vörn og eftir uppskipti var jafntefli samiö í 14. leik. Þessi rólega taflmennska Kasparovs bendir til þess, að hann ætli fyrst og fremst að hugsa um að halda tveggja vinninga forskoti sínu í einvíginu. STAÐAN: Kasparov 4'/j v. Smyslov 2Vi v. 7. einvígisskákin Hvítt: Kasparov Svart: Smyslov Drottningarbragð (Cambridge Springs-afbrigðið) I. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. c4 — c6, 4. Rc3 - e6, 5. Bg5 — Rbd7 í 5. skákinni lék Smyslov nokk- uð óvænt. 5. — dxc4, í þessari stöðu og bauð með því andstæð- ingi sínum upp á Botvinnik- afbrigðið, sem upp kom eftir 6. e4 — b5, 7. e5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10. Bxg5. Þeirri skák lauk með jafntefli, en nú vel- ur Smyslov rólegra framhald. 6. e3 — Da5 Cambridge Springs-afbrigðið, sem er fremur sjaldséð nú á dög- um. 7. Rd2 — Bb4 Önnur leið er hér 7. — dxe4, 8. Bxf6 — Rxf6, 9. Rxc4 — Dc7, 10. Be2 - Be7, 11. a3 - Rd5, 12. Hcl — 0-0, með lítið eitt betra tafli fyrir hvít. 8. Dc2 — 0-0, 9. a3 Kasparov gefur sjálfur í nýlegri byrjanabók einungis tvær leiðir í þessari stöðu: 9. Be2 og 9. Bh4, og telur fyrrnefnda leikinn gefa hvít- um betra tafl eftir 9. — e5,100. 0-0 — Bxc3, 11. bxc3 — Re4, 12. Rxe4 — dxe4, 13. Dxe4 (eða jafnvel 13. Be7). í þessari stöðu er til þekktur afleikur, sem meira að segja hefur sést í landsliðsflokki á Skákþingi íslands: 9. Bd3?? — dxc4, 10. Rxc4 (10. Bxf6 — cxd3) — Dxg5, o.s.frv. Leikur Kasparovs í skákinni er sennilega nýjung, en Smyslov læt- ur það ekki setja sig út af laginu. 9. — dxc4, 10. Bxf6 — Rxf6, 11. Rxc4 Auðvitað ekki 11. axb4 — Dxal+ o.s.frv. II. — Bxc3+ Svarta drottningin stendur illa á a6 og 11. — Dc7?? væri auðvitað svarað með 12. axb4. 12. Dxc3 Það kemur á óvart, að Kasparov skuli ekki leika hér 12. bxc3 til að halda drottningum á borðinu, en hann er mjög friðsamur í þessari skák. 12. — Dxc3+, 13. bxc3 — c5, 14. Be2 og Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék þessum leik. Smyslov þáði boðið, enda staðan í jafnvægi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.