Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 45 Ála- seiði Gunnar Ásgeirsson skrifar: „Til Velvakanda. Ég hefi lesið í Morgunbiaðinu greinar um álaseiði við ár hér- lendis. í nokkur ár gerðist ég lax- veiðimaður að nafninu til. Veiðiáin var Korpa, hálfan dag í viku í 2 eða 3 sumur. Lítið var um lax en nóg af ál. Eitt sinn veiddi konan mín ál, sem ég flutti í tjörn sem ég hef í garðinum mínum, og lifði hann þar vel um tíma en einn dag hvarf hann. Tjörnin yfirfylltist, en nágranni minn, Einar Páls- son, verkfræðingur, leysti gát- una. Állinn var þeyttur á tjarn- arlífinu og kom sér til sjávar. Þetta var ekki aðalatriðið. Þegar við vorum við fossinn neðst í ánni þar sem laxinn gengur upp eru klettar. Þessir klettar voru þaktir af álaseiðum, ég segi þúsundum seiða. Gaman væri að vita hvort þannig er enn. Við vorum við ána 1955 og 1956.“ Velvakandi hvetur lesendur til ad skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Ekki fyrirmyndar- bæir þar sem spark- að er f skepnurnar „Kæri Velvakandi. 9928-6008 skrifar um hunda- hald í sveitum og telur að hund- ar þar lifi víða „reglulegu hunda- lífi“ og það með „að margir bændur séu engir dýravinir". Skýrir hún frá ljótum dæmum um meðferð á hundum í sveitum, „já á fyrirmyndarbæjum". Ég get aftur á móti alls ekki fallist á, að það sé „fyrirmyndarbær", þar sem sparkað er í skepnur. Fá ekki allar skepnur þar sömu út- reiðina? Það er reyndar greini- legt að þessi góða kona og dóttir hennar virðast aðeins hafa þekkt vont fólk til sveita. Það er leið- Virða ekki gang- brautarrétt — þyrfti að setja upp gönguljós Móðir hringdi: — Mig langar til að vekja athygli á því að hreint hættuástand hefur skapast við göngubrautina þar sem Fellsmúli og Safamýri mætast. Þarna eiga mörg börn leið um er þau fara í skólann en bílarnir sem koma upp Safamýrina virða sjaldnast rétt gangandi fólks. Tel ég að þarna ætti að setja upp gönguljós því annars verður þarna stórslys fyrr eða siðar. Þá langar mig til að segja nokk- ur orð um íslenzkt mál. Mér finnst allt of mikil tilhneiging hér til að apa allt eftir útlendingum. „Megið þið eiga góðan dag,“ var til dæmis sagt í útvarpinu í morgun og hef ég aldrei heyrt það áður. Ég held að það geti varla talist gott mál- far. inlegt, því áreiðanlega eru vel flestir bændur dýravinir og það er kannski einmitt umgengnin við dýrin og náttúruna sem held- ur þeim í sveitinni. Én dýrin eru líka bóndans lifi- brauð, satt er það, og af þeim hefur hann sínar nytjar. Eigi að síður þykir mörgum bændum vænt um sínar skepnur, hunda jafnt sem aðrar og hundur í sveit er ekkert síður fjölskylduvinur en hundurinn sem heima á í borginni. Hundur í sveit nýtur margs umfram þann bróður sinn í bæ eða borg sem e.t.v. er inni- lokaður allan daginn eða tjóðr- aður á svölum, geltandi. Það kalla ég hundalíf. Hundurinn í sveitinni nýtur frelsis og ánægju af því að fylgja heimilisfólkinu og hann veit, ef hann er vel taminn, til hvers er ætlast af honum. Hundar í sveit- um eru nefnilega ennþá hafðir til smölunar og rekstra svo það væri skrýtið ef sett yrðu lög sem bönnuðu hundahald í sveitum eða amast við hundum þar. Ég bý í fjölmennri sveit og nokkuð þéttbýlli og hefi ég aldrei vitað annað en að vel sé farið með skepnur hér, hunda jafnt sem aðrar. Nú þegar öll þjóðin stynur af ofáti að heita má, ætti að vera nógur afgangur af mat til að gefa einum hundi svo að þeir þurfi ekki að horfalla. Auð- vitað eru bændur upp og ofan eins og annað fólk, ekki er við öðru að búast, en ekki vil ég þó trua öðru en að yfirleitt sé vel farið með skepnur í sveitum þessa lands, og að bændur eða sveitafólk yfirleitt séu minni dýravinir en borgarbúar, af því að það fólk hafi dýr einungis sér til ánægju, því mótmæli ég harð- lega. Dreifingarstjóri Frjálst framtak hf. óskar aö ráöa starfsmann sem sjái um dreifingu á tímaritum fyrirtækisins í lausa- sölu. í verkahring hans sé einnig umsjón meö filmuvinnu og myndum. Leitaö er aö starfsmanni sem uppfyllir eftirfarandi kröfur: 1. Er nákvæmur og samviskusamur. 2. Hefur mjög góða framkomu. 3. Er sjálfstæður. Starfiö býöur upp á vinnu meö hressu og duglegu fólki í hraövaxandi fyrirtæki. Þeir sem áhuga hafa á aö sækja um starfið eru vinsamlegast beðnir um aö leggja inn hjá fyrirtæk- inu skriflega umsókn þar sem fram komi uppl. um menntun, starfsreynslu, meðmæli og fleiri þau at- riöi sem skipta máli um mat á hæfni. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum veröur svaraö. Frjálst framtak hf., Ármúla 18, sími 82300. Um páskana er tilvalið að bregða sér til útlanda. Ástæðan: Þú tapar tiltölulega fáum vinnudögum, tekur forskot á langþráð sumarið og kynnist Evrópu eins og hún gerist fegurst. Sæluhúsí Hollandi Grikkland 1 vika (4 vinnudagar) 20.-27. apríl Það er mikið um að vera í Hollandi um páskana á skemmtana-, lista- og (þrótta- sviðinu. Þægileg dvöl í sæluhúsunum í Eemhof skammt frá Amsterdam. Verð kr. 11.600 (miðað við 6 í húsi). London Vikuferð (3 vinnudagar) 16.-23. apríl London er iðandi af lífi um páskana, vorstemmning á götum og krám og þá ekki síður í tónleikahöllum og leikhúsum borgarinnar. Og auðvitað minnum við á leik Arsenal og Tottenham 21. apríl sem við útvegum miða á. Gisting í London Metropol í hjarta borgarinnar. Verð kr. 15.950. Innifalið: Flug, gisting m/morg- unverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og fslensk fararstjórn. 2 vikur (8 vinnudagar) 10.-24. apríl Fjölskrúðug náttúra Grikklands er aldrei fegurri en á vorin. Veðrið er dásamlegt, ströndin hrein og sjórinn tær. Gisting í lúxusíbúðunum í White House. Verð kr. 17.500 (miðað við 6 ( íbúð). Fortúgal 11 daga ferð (6 vinnudagar) 11 -22. apríl Ferð fyrir þá sem vilja hressi- legt frí og glampandi sól um páskana. Við blöndum saman fullkominni afslöppun og spennandi stundum á tennisvöllum og glæsilegum golfvöllum í nágrenninu og margs konar afþreyingu allan sólarhringinn. Gisting á fjögurra stjörnu lúxushótelinu Don Pedro. Verð frá kr. 23.700. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Kona í sveit.' NVlSnNQrdVÐNISAIOflV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.