Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 48
MiIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Dagsbrún og
Reykjavíkur-
borg að semja
„ÞAÐ náðist ekki aö ganga frá sam-
komulagi en fundurinn fór friösam-
lega fram. Viö höfum ákveðiö að
hittast aftur á miðvikudaginn,“
sagöi Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar, um
samningafund félagsins og vinnu-
Flugleiðir:
Afskrifa hluta-
bréfaeign í
Arnarflugi
í ársreikningum Flugleiöa fyrir ár-
ið 1983, sem lagðir verða fram á aö-
alfundi félagsins n.k. fimmtudag, er
reiknaö meö aö öll hlutabréf Flug-
leiða í Arnarflugi verði afskrifuð þar
sem Flugleiðir telja aö um tapað fé
sé aö ræða; höfuðstóll ekki fyrir
hendi og eignir of litlar.
Samkvæmt heimildum Mbl. er
nafnverð hlutabréfaeignar Flug-
leiða í Arnarflugi um 3,1 millj. kr.,
en bókfærð eign um 8 millj. kr. í
reikningunum er gert ráð fyrir að
öll eignin sé afskrifuð af þeim
ástæðum sem tilgreindar eru hér
að ofan.
málanefndar Reykjavíkurborgar í
gær.
Þröstur sagði að enn væru ýms
atriði ófrágengin en „það styttist
á milli okkar. Kröfugerð Dags-
brúnar, sem við lögðum fram fyrir
nokkru, er sniðin að okkar sér-
samningum. Þetta varðar nokkur
hundruð Dagsbrúnarmenn, ætli
þeir séu ekki um 400 talsins, sem
vinna hjá Reykjavíkurborg á vetr-
um, og um 600 á sumrin," sagði
hann. „Kröfugerðin snýst um ýms
sérmál, en að mestu leyti er þetta
útfærsla á samningi okkar við
Vinnuveitendasambandið."
Samningur Dagsbrúnar og fjár-
málaráðherra, fyrir hönd ríkis-
sjóðs, sem átti að vera frágenginn
fyrir 10. mars sl., var undirritaður
á hádegi á sunnudag. „Það á að
vísu eftir að fylla upp í göt þar í og
gera tvo sérsamninga, um störf
Dagsbrúnarmanna hjá Flugmála-
stjórn og Pósti og síma, en viðmið-
unarreglur hafa verið mótaðar,"
sagði Þröstur. „Ástæðan fyrir því
að ekki tókst að ljúka verkinu
fyrir 10. mars var sú, að við höfum
haft mikið að gera við VSÍ-samn-
inginn og eins rákum við okkur á
nokkra erfiðleika í útfærslunni."
Sjá á bls. 46 fréttir af samning-
um Dagsbrúnar og breytingum
á samningum ASI og VSÍ.
Lesbók/RAX
Þegar líður að lokum vetrar eru menn orðnir langeygir eftir teiknum um
rorkomuna. Vorboðarnir eru með ýmsu tagi sro sem rauðmaginn, gráslepp-
an, farfuglarnir og blessuð lömbin. Veiðar á rauðmaga og grásleppu eru nú
hafnar, farfuglarnir reyndar ókomnir, en lömbin eru byrjuð að líta dagsins
Ijós. Oft tala menn um æskuna sem rorið og má þrí segja að þessi mynd sé
sannkölluð rormynd, ror mannsins og einn rorboðanna í fjárhorgum
Reykjaríkur ígær.
Janis Carol í London:
Tekur við að-
alhlutverki
í The Cats
JANIS Carol er að taka við aðal-
kvenhlutverkinu í hinum vinsæla
söngleik Andrews Lloyd Weber The
Cats, sem sýndur hefur verið síðan í
maímánuði 1981 í New London
Theatre í London. Tekur Janis við
hlutverkinu „Fancy Cat“, sem m.a.
syngur lagið Memory í leiknum.
Samningur Janis í London er til
tíu mánaða og er þetta stærsta
kvenhiutverkið í söngleiknum.
Söngleikurinn hefur notið mikilla
vinsælda sem m.a. má merkja af
þeim tíma sem hann hefur verið á
fjölunum í London, en fyrsta
frumsýning var 11. maí 1981.
mr*
fc,
« swi r 1
. »
-4T
-íS?
, Loðna veidd í fjöruboröinu
Akureyn, 26. mars. +
ÞAÐ má heita árviss viðburður hér, að loðna gangi inn á Pollinn og hefur hún verið veidd í einhverju magni
árlega allt frá aldamótum. Að vísu hefur ekki verið um stórar göngur að ræða, en þó hefur hún alltaf verið veidd
eitthvað og þá aðallega til beitu. Þó segja menn hér að óvenjumikið sé af loðnunni nú og Pollurinn og fjörðurinn
út eftir öllu sé nánast svartur af loðnu. Að þessu sinni stendur loðnuvertíðin sem hæst og eru trillukarlar að
veiðum á Pollinum allt upp undir landsteina, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, en hún er tekin á
Drottningarbrautinni.
Viðræður um kísilmálmverksmiðju:
8 erlend stórfyr-
irtæki hafa sýnt
mikinn áhuga
STÓRIÐJUNEFND hefur átt viðræður við fjögur erlend stórfyrir-
tæki af átta, sem sýnt hafa áhuga á frekari viðræðum um samstarf
um byggingu og rekstur kísilmálmverksmiðju á íslandi. Fulltrúar
stóriðjunefndar áttu í síðustu viku viðræður við tvö bandarísk fyrir-
tæki, en hin sex eru staðsett í Þýzkalandi, Noregi og Japan.
Að sögn Birgis ísl. Gunnars-
sonar formanns Stóriðju-
nefndar höfðu fyrirtækin átta
samband við nefndina í kjölfar
þess að hún sendi kynningar-
Krísuvíkurskólinn:
Þýzkt og svissneskt heilsu-
ræktarfyrirtæki vilja kaupa
bækling til um 30 fyrirtækja
víðs vegar um heiminn þar
sem kynnt var fyrirhuguð
verksmiðja og aðstæður hér-
lendis. Af þessum 30 hafa átta
sýnt áhuga á frekari upplýs-
ingum og hafa fulltrúar stór-
iðjunefndar þegar rætt við
fulltrúa fjögurra þeirra
heima og erlendis.
hér
ÞÝZKT og svissneskt fyrirtæki, sem
reka heilsuræktarstofnanir í heima-
löndum sínum, hafa hvort fyrir sig,
sýnt mikinn áhuga á að kaupa Krísu-
víkurskólann í þeim tilgangi að setja
þar upp heilsuhæli. Að sögn Magn-
úsar Erlendssonar hefur verið
ákveðið að Innkaupastofnun ríkisins
auglýsi skólann enn á ný til sölu,
áður en gengið verður til samninga-
viðræðna við þessa erlendu aðila.
Krísuvíkurskólinn er í eigu rík-
issjóðs og Sambands sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu. í nefnd
sem annast hefur athugun á sölu
skólans eiga sæti Björn Ólafsson
og Magnús Erlendsson frá Sam-
bandi sveitarfélaga og Örlygur
Geirsson af hálfu ríkisins. Tilboð
hafa borist um kaup á skólabygg-
ingunni frá Bandalagi ísl. skáta og
aðilum, sem hug höfðu á að stunda
þar svepparækt, en tilboð þeirra
þóttu ekki aðgengileg af ýmsum
ástæðum, að sögn Magnúsar.
Magnús sagði að þýzku og
svissnesku aðilarnir hefðu sýnt
kaupunum mikinn áhuga, en
ákveðið hefði verið að láta enn á
ný reyna á það hvort kaupendur
væru fyrir hendi innanlands með
því að auglýsa skólann á ný. Það
mál sagði hann vera í höndum
Innkaupastofnunar ríkisins, sem
væntanlega auglýsti strax í vor.
Birgir sagði of snemmt að
segja til um niðurstöður við-
ræðnanna, þar sem ekki væri
um beinar samningaviðræður
að ræða, heldur áframhald-
andi kynningu málsins. Þá
kvaðst hann ekki geta upplýst
hvaða fyrirtæki þarna ættu í
hlut. — Það gæti veikt samn-
ingsstöðu okkar á síðari stig-
um, ef til þeirra kæmi, að
fyrirtækin hefðu vitneskju
hvert um annað.