Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 19 Orgeltónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson N.Bruhns/Prelúdía í e-moll M.Reger/Inngangur og passakaglia í d-moll Þorkell Sigurbjörnsson/Kóralfanta- sía yfir sálmalagið Auf meinen lieb- en Gott J.A. Guilain/Svíta á öðrum tóni L.Böellmann/Gotnesk svíta op. 25. Hörður Áskelsson orgelleikari í Hallgrímskirkju hélt tónleika í Kristskirkju sl. sunnudag fyrir nærri fullsetinni kirkju. Fyrir tónleikana hélt hann smátölu og sagði lítillega frá hverju verki og höfundum þeirra. Nicolaus Bruhns (1665—1697) var nemandi Buxtehude og starfaði bæði í Slésvík-Holstein og í Danmörku og átti mikinn þátt í mótun kant- ötunnar og gerð orgeltónlistar ásamt Krieger og Kuhnau. Þykja tónverk hans vera oft meira „in- spíreruð" en hann hafði tækni til að hemja og þannig hljómaði Prelúdían, sem einskonar röð af hugmyndum án þess að verulega væri unnið með þær, sem sumar hverjar voru þó áheyrilegar og vel skrifaðar fyrir orgel. Annað verkið var Inngangur og passa- kaglia eftir Reger, tignarlegtverk, sem Hörður lék mjög vel. Þriðja verkið, Kóralfantasía, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, lék Hörður einnig mjög vel. Verkið er sem flest verk Þorkels byggt á þrástefjaaðferð- inni og í Kóralfantasíunni notaði orgelleikarinn mikið „vibrato", sem gerði það að verkum að á köfl- um hljómaði það eins og indónes- ísk Gamelan-tónlist. í lokin reis tónbálkurinn nokkuð vel og endaði verkið á einum sterkum tóni. Svíta á öðrum tóni, eftir Jean Adam Guilain, var næst á efnisskránni, en Guilain var þýskt tónskáld og orgelleikari er starfaði í Frakk- landi og var auk þess þekktur fyrir að vera mikill vinur franska orgelsnillingsins Louis Marchand, þess er flúði af hólmi fyrir Bach, svo sem frægt er orðið. Eftir hann bggja aðallega tónverk fyrir hljómborðshljóðfæri. Svítan er ekta frönsk og var fal- lega leikin af Herði. Síðasta verkið var svo Gotneska svítan eftir Boellmann, sem er frægasta verk hans. Verkið hefst á Inngangi og kóral og síðan kemur gotneskur Menuett, skemmtilega unnið verk. Þriðji kaflinn er bæn og svo ótrú- legt sem það kann að þykja, er þetta yndislega lag eins og dæg- urlag frá 1980, en Boéllmann lést 1897. Verkið endar á Tokkötu, sem minnir mjög mikið á kvikmynda- tónlist, einfalt á í gerð en ekki óáheyrilegt. Hörður Áskelsson er Metsölublaó á hverjum degi! Höróur Áskelsson góður orgelleikari og einkenndist leikur hans af skýrri mótun hend- inga og vel útfærðri registreringu. Það var aðeins í verki Þorkels sem blæbrigðunum var ofgert, svo að á köflum hljómaði verkið eins og austurlensk bjöllutónlist. Það má deila um það hvort passa- kaglíu-stefið hjá Reger hefði ekki mátt vera á skýrara registri, sér- staklega í upphafi en niðri í kirkj- unni var röddin nærri hljómlaus. Nú er að bíða þess að Hörður fái orgel og kirkju við sitt hæfi til að þroska sig sem listamann, svo - hann megi hefja orgeltónlist til þeirrar virðingar sem hún naut hér á landi fyrir nokkrum árum er orgelstólarnir voru setnir af stórhuga listamönnum. Jón Ásgeirsson Ljósritunarvélin sem beðið hefur verið eftir Engir stenslar, enginn vökvi, aðeins myndvals og eitt framköllunarefni - duft. Verð innifelur myndvals fyrir tugþúsundir eintaka. Kr. 66.600.- AÐEINS EITT FRAMKÖLLUNAR- KJARAN EFNI ARMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 Að öllum líkindum tölvan sjálf. Fyrir það fyrsta þá kostar hún minna en þú gætir haldið. IBM PC einkatölva með 128000 stafa vinnsluminni, 83ja tákna lyklaborði,360000 stafa diskettu, prentara sem skrifar 80 stafi á sekúndu, litaskermi, auk nokk- urra grunnforrita, kostar minna en nýr smábíll. Og hún skapar þér aukinn tíma. Með því m.a. að losa þig undan svo mörgum tímafrekum verkum eins og að endurreikna, endurmeta, endurvélrita, endur- útgefa, endurvinna og endur- taka. Hún -getur sparað þér margar klukkustundir á viku. H vers virði er hver kíukkustund í þínu starfi? Hafir þú ekki gert þér grein fyrir því, láttu þá IBM PC einkatölvuna leiða þig í allan sannleikann. Og annað, hún ætti að geta hjálpað þér að gera nokkrar skarplegar ákvarðanir í hverjum mánuði - t.d. varðandi lausn á verkeínum, í fiárfestingum, verð- lagningu, skráningu á upplýs- ingum, í útgjöldum og bættri samkeppnisstöðu. Allt þess eðlis að leiða til meiri hagnaðar og meiri sparnaðar. Að lokum, IBM PC einka- tölvan er fjárfesting í réttari ákvarðanatökum, betri stjórnun og framleiðni og þægilegra vinnuumhverfi - hún er fljót að borga sig! Farðu og hittu einhvem söluaðil- ann fyrir IBM PC einkatölvuna. Söluumboð fyrir IBM PC einkatölvuna: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Smiðjuvegi 8, Kópavogi, sími 73111 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni sf., Ármúla38, Reykjavík, simi 687220 LITTLB TRAMP CHARACTER L1CBN8BD BY BUBBLES, INC.. 8.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.