Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 33 Tillaga til þingsályktunar: ísland sæki um undan- þágu frá hvalveiðibanni „Engin vfsindaleg réttlæting fyrir stöðvun hvalveiða hér“ JÓN SVEINSSON (F) mælti ný- lega fyrir tillögu til þingsályktunar um ad ísland sæki um undanþágu til hvalveiða hér við land „undir vísindalegu eftirliti og skynsam- legri stjórn“. Þingmaðurinn rakti fyrst for- sögu máls: • Samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins um algjört veiðibann 1982. • Ákvörðun Alþingis frá í febrú- ar 1983 um að mótmæla ekki samþykktinni. • Fjórar þjóðir mótmæltu hins- vegar: Noregur, Sovétríkin, Japan og Perú. • Hvalveiðiráðið hefur viður- kennt nauðsyn þess að komizt verði sem fyrst að samkomulagi um könnun og mat á einstökum hvalastofnum, sem veiðar eru stundaðar á. Tillaga sú, sem ég mæli fyrir, sagði Jón Sveinsson efnislega eft- ir haft, felur í sér að ísland sæki um um undanþágu frá samþykkt hvalveiðiráðsins (algeru veiði- banni), sem taka átti gildi 1986. Samþykktir ráðsins útiloka ekki slíka undanþágu og beinlínis tek- ið fram í þeim, að endurskoða megi ákvæði um bann í síðasta lagi 1990. Síðan rakti þingmaðurinn sögu hvalveiða við landið. Fyrsta hvalveiðitímabilið var 1883— 1915, en þá stunduðu Norðmenn veiði á stórhvölum hér, frá land- stöðvum. Þá setti Alþingi bann við slíkum veiðum, vegna ofnýt- ingar stofnanna. Næsta veiðitím- abil hófst 1935, frá Tálknafirði, og stóð til 1939 (þrír bátar, heildarveiði 469 hvalir). Þriðja tímabilið hefst með starfsemi hf. Hvals 1948. Hrefnuveiðar hófust hér árið 1914, í litlum mæli fram til 1960, eða minna en 100 dýr á ári. Veið- in var um 200 dýr á ári 1976-1980. Helzta röksemdin gegn hval- veiðum hefur verið sú að hvala- stofnar væru í útrýmingarhættu. Með auknu eftirliti og rannsókn- um hin seinni ár hefur slík hætta þó minnkað verulega. Eini hvala- stofninn, sem veiddur er í dag, þ.e. norðurhvalurinn, sem Al- aska-eskimóar veiða, er að vísu talinn í hættu. Þessar veiðar flokkast hinsvegar undir „frum- byggjaveiðar" og verða að líkind- um ekki bannaðar. Önnur röksemd gegn hval- veiðum er sú að þær séu stundað- ar á ómannúðlegan hátt, þ.e. með seindeyðandi veiðitækni. Loks er því haldið fram að framhald hvalveiða geti haft ófyrirsjánleg- ar afleiðingar fyrir fiskmarkaði okkar í Bandaríkjunum. Röksemdir þeirra, sem mæla með hvalveiðum, eru efnislega þessar: • Vísindalegar rannsóknir gefa ekki tilefni til að ætla að hvala- stofnar við fsland séu í hættu. • Vaxi hvalastofnar óheftir kann það hafa i för með sér rösk- un á lífkerfi hafsins. • Þjóðir, sem hætt hafa hval- veiðum, hafa mjög dregið úr æskilegum rannsóknum á hvala- stofnum. Hyggileg veiðisókn sýn- ist nauðsynleg til að afla nauð- synlegrar vitneskju um aldur, viðkomuhraða o.fl., sem lagt er grundvallar við ákvörðun á veiði- þoli. • Fjöldi manns hefur atvinnu af hvalveiðum hér við land. Hjá Hval hf. starfa 200 manns meðan á vertíð stendur, 45 við veiðar, 155 við vinnslu. • Hvalafurðir hafa gengt gildu hlutverki í útflutningstekjum þjóðarbúsins. Mótmæli Norðmanna gegn hvalveiðibanni sýnast ekki hafa haft afgerandi áhrif á markaðs- stöðu þeirra fyrir fisk í Banda- ríkjunum, þó hún hafi veikzt lítil- lega. Sjálfsagt er að miða veiðisókn, ef heimiluð verður, við vísinda- Jón Sveinsson. legar niðurstöður um veiðiþol. Nauðsynlegt er að sækja um undanþágur með góðum fyrir- vara, vegna umræðna og sam- ninga. Loks vitnaði þingmaðurinn til Jóhanns Sigurjónssonar, líffræð- ings, fulltrúa íslands í visinda- nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins: „Til þess að tryggja hæfilega nýtingu hvalastofna heims er mikilvægt að haga veiðum með tilliti til ástands hvers einstaks stofns. Allsherjarbann við hval- veiðum getur ekki skoðast sem vísindaleg nauðsyn eins og nú er háttað veiðum í heiminum, þótt deila megi um réttmæti einstakra veiðikvóta. Þetta á við um veiðar íslendinga jafnt sem flestra ann- arra þjóða heims. Þótt þörf sé á auknum hvalarannsóknum hér við land, virðist engan veginn vera vísindaleg réttlæting fyrir stöðvun veiðanna hér.“ Sipur stálfvirkwinnar SILVER-R £?// Einkarádqrrafi ritarans Með Silver Reed EX 55 hefur sjálfvirknin verið kórónuð á skrif- stofunni. Hraðari prentun, villulaus og áferðarfalleg verður leikur einn með • sjálfvirku línuminni • sjálfvirkri leiðréttingu á tveimur línum í fullri lengd • sjálfvirkri endurprentun á leiðréttum línum • sjálfvirkri línufcerslu________________________________ • sjálfvirkri undirstrikun og síritun____________ • sjálfvirkum miðjuleitara og • sjálfvirkum dálkastilli Yfirburðimir em síðan undirstrikaðir með hljóðlátri prentun, mörgum tegundum leturhjóla og hönnun sem hæfir nútímalegustu skrifstofum. SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.