Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 1984Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    2728291234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 27.03.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.03.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 21 Kosningarnar í Baden-Wlirttemberg: Kristilegir demó- kratar áfram stærsti flokkurinn Græningjarnir juku mjög fylgi sitt Stuttgart, 26. marz. Al*. KKISTILKGIR demókratar töpuðu aðeins fylgi í fylkiskosningunum í Baden-Wiirttemberg á sunnudag, en héldu eftir sem áður meirihluta á fylkisþinginu í Stuttgart. Flokkur græningja jók hins vegar hlut sinn verulega og fékk nú meira fylgi en nokkru sinni áður í fylkiskosningum í Vcstur-Þyzkalandi. Eru græningj- arnir nú orðnir þriðji stærsti flokk- urinn í Baden-Wiirttemberg. Alls fengu kristilegir demókrat- ar 51,9% atkvæða og 68 þingsæti á fylkisþinginu. I kosningunum 1980 fengu þeir 53,4%. Jafnaðarmenn fengu nú 32,4% og 41 þingsæti, en græningjarnir fengu 8% atkvæða og 9 þingsæti. I kosningunum Bíræfiö rán á fyrir fjórum árum fengu þeir að- eins 5,3%. Fylgi frjálsra demó- krata féll niður í 7,2% nú og hafa þeir aðeins 8 þingsæti. Græningjar telja, að almennur ótti um örlög Svartaskógar hafi átt sinn þátt í auknu fylgi þeirra, en vísindamenn vilja kenna súru regni um, að stórir hlutar af Svartaskógi eru nú að visna upp. Græningjar hafa gert umhverfis- vernd að einhverju helzta baráttu- máli sínu og héldu þessu máli óspart á loft í kosningunum nú. Kristilegir demókratar hafa eft- ir sem áður meirihluta á fylkis- þinginu, eins og þeir hafa haft undanfarin 12 ár. Höföu 640 millj. á brott með sér Róm, 26. mars. AP. ÞRÁTT fyrir ítarlega leit lögreglu hefur enn ekkert spurst til ræn- ingjanna, sem létu greipar sópa um hirslur öryggisfyrirtækis snemma á laugardagsmorgun. Ránsfengur- inn, sem þeir komust undan með, er sá mesti sem um getur á ftalíu, 35 milljarðar líra (um 640 millj. ísl. króna). Eftir frumrannsókn sína telur lögreglan það ólíklegt, að ræn- ingjarnir fimm séu úr röðum Rauðu herdeildanna þótt þeir hafi skilið eftir merki samtak- anna á ránsstaðnum. Telur lög- reglan merkið hafa verið skilið eftir til þess að villa um fyrir rannsóknarmönnum. Að sögn lögreglu var ránið á laugardag þaulskipulagt og E1 Salvador: óhugsandi annað en einhver starfsmanna öryggisfyrirtækis- ins hafi verið með þeim í ráðum. „Ræningjarnir fimm hljóta að hafa kannað aðstæður í mörg ár áður en þeir létu til skarar skríða," sagði lögregluforinginn, sem stýrir rannsókninni. Ræningjarnir fóru þannig að, að þeir rændu einum starfs- manna öryggisfyrirtækisins á föstudagskvöld og héldu honum, konu hans og dóttur föngnum þar til snemma á laugardags- morgun. Þá óku þeir með hann að fyrirtækinu, þar sem hann gat talið samstarfsmenn sína á að opna öryggishlið. Er inn var komið bundu ræningjarnir starfsmennina á höndum og fót- um og höfðu féð á brott með sér. Órói einkenndi kosningarnar San Salvador, 26. marz.. AP. SKÆRULIÐAR gerðu mikla árás á San Miguel, þriðju stærstu borg El Salvador á sunnudagskvöld. Gerðist þetta í sama mund og tilkynnt var, að talningu atkvæða í forsetakosningun- um hefði verið frestað. Fyrr um daginn höfðu skæruliðar haft sig mikið í frammi og hindrað fólk í að neyta at- kvæðisréttar síns. Rafmagnslaust varð nokkrum sinnum í höfuðborg landsins á sunnudag en þó aðeins stuttan tíma í einu. Var skemmdarverkum skæru- liðum kennt um. Þá var tæknilegum mistökum einnig kennt um, að mörg þúsund kjósendur gátu ekki greitt atkvæði í kosningunum. Thomas Pickering, sendiherra Bandaríkjanna í E1 Salvador, sagði í dag, að ekki væri unnt að segja af eða á um, hvernig tekizt hefði varð- andi fyrirkomulag kosninganna fyrr en að talningu lokinni, því að enn væri ekki vitað hvernig atkvæði hefðu skilað sér. Hálf milljón í mótmælagöngu Kóm, 26. mars. AP. RÚMLEGA 500.000 verkamenn víðs vegar að af Ítalíu efndu á laugardag til mótmælagöngu í Róm. Var þetta fjöl- mennasta mótmælaganga ítalsks verkalýðs til þessa. Gangan var skipu- lögð af lciðtogum kommúnista innan verkalýðshreyfíngarinnar til þess að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Bettino Craxi, að binda enda á vísitölu- bundnar launahækkanir. Til átaka kom eftir að göngunni lauk þegar nokkur hundruð öfga- sinna skeyttu skapi sínu á bifreiöum og mölvuðu verslunarglugga í nær- liggjandi húsum. Einn óbreyttur borgari meiddist í stympingum við göngumenn við upphaf göngunnar, en að öðru leyti fór gangan mjög friðsamlega fram. Forsprakkar göngunnar töldu þátttakendur hafa verið um 1 milljón talsins, en lög- reglan sagði göngumenn rúmlega 500.000. Öldungadeild ítalska þingsins lagði blessun sína yfir ákvörðun stjórnvalda á föstudagskvöld, en fulltrúadeildin á enn eftir að greiða atkvæði um hana. Þrátt fyrir göng- una á laugardag telja fréttaskýrend- ur ólíklegt, að fulltrúadeildinni verði hnikað. HOFÐABAKKA 9 SIMI 85411 Stereótækí Philips útvarps- og kassettu- tækin eru viðurkennd úrvals- vara og breiddin er geysimikil. Allt frá mono kassettutæki með FM útvarpi upp í hljóðmeistara með 2x20 watta magnara og öllu tilheyrandi. Ódýrasta samhyggða mónó- tækið með kassettu og FM út- varpi kostar aðeins 3.840.- krónur. Kraftmikið steríótæki með tveimur 5 tommu hátölurum og tveimur „tvíderum", M/S/FM- bylgjum og fullkomnu kassettu- tæki kostar aðeins 8.248.- krónur. Við erum sveigjanlegir í samn- ingum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55869
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 72. tölublað og Íþróttablað (27.03.1984)
https://timarit.is/issue/119585

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

72. tölublað og Íþróttablað (27.03.1984)

Iliuutsit: