Morgunblaðið - 15.04.1984, Síða 1
96 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
89. tbl. 71. árg.
SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Doktors-
ritgerð
um „hráka-
smíði“
Stokkhólmi, 14. apríl. AP.
SÁ, sem vill vera viss um geta þak-
ið stein, sem er einn fermetri að
flatarmáli, með hráka sínum, þarf
að hrækja á steininn 300.000 sinn-
um. Höfundur þessarar vísinda-
legu kenningar heitir Svante Jan-
son og er hún uppistaðan í doktors-
ritgerð, sem hann varði í dag við
Uppsalaháskóla í Svíþjóð.
Janson, sem er 29 ára gamall
stærðfræðingur, heldur því einn-
ig fram, að ef aðeins er hrækt
160.000 sinnum á steininn séu nú
heldur litlar líkur á, að hann
hyljist hrákanum, eða ekki nema
2%. Öðru máli gegnir ef hrækt er
180.000 sinnum því, þá eru lík-
urnar komnar upp í 50%. Janson
hefur ekki sjálfur reynt kenn-
ingu sína í verki og segir það líka
mesta óþarfa. Hér sé aðeins um
að ræða stærðfræðilega ímynd
þar sem viðfangsefnið er að hylja
stóran flöt með litlum flötum.
Sælöður
Morgunbladiö/Friöþjófur.
Þó siglingar Flóabátsins Drangs frá Akureyri
séu strjálar yfir vetrartímann getur þó vissulega
mætt svolítið á honum. 1 sunnan hvassviðrinu,
sem gekk yfir landið á dögunum tók Ægir þátt í
ofsanum og sendi dætur sínar í skoðunarferð um
borð, líklega til að kanna sjóhæfnina. Hún hefur
væntanlega verið í lagi, því ekki varð skipinu
meint af sælöðrinu í Akureyrarhöfn.
Borgarastríðið
í Líbanon:
Mesta
mannfall
í 3 vikur
Beirút, 14. apríl. AP.
NÍli manns létu lífiö og fjörutíu og
tveir særðust þegar falíbyssukúlur
stríðandi fylkinga í Beirút lentu í
fbúðarhverfum þar í nótt. Þetta er
mesta mannfall í borginni á einni
nóttu í þrjár vikur.
Mest varð tjónið í úthverfum í
sunnanverðri höfuðborginni þar
sem shítar eru fjölmennastir.
Að sögn lögreglu var talsverð-
ur skotbardagi í nótt við hina
svonefndu „grænu línu“, sem
skiptir Beirút í ^vo hluta, á milli
kristinna manna og múham-
eðstrúarmanna.
A föstudag voru liðin níu ár
frá upphafi borgarastríðsins í
Líbanon. Á þessum tíma hafa
þúsundir manna fallið og ótölu-
legur fjöldi misst heimili sitt.
Margar tilraunir hafa verið
gerðar til að stilla til friðar en
þær hafa allar runnið út í sand-
inn.
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, í dómkirkjunni í Turku. Aðrir á
myndinni eru (talid frá hægri): Jukka Paarma djákni, Paavo Varyrynen
utanríkisráðherra og Jóhann Vikström biskup.
Heimsókn lokið
Helsinki, 14. apríl, frá Jóhönnu Kristjóns-
dóttur, hlaðamanni Morgunblaósins.
Opinberri heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga-
dóttur, lauk í dag í listamiðstöðinni í Sveaborg með hádegis-
verðarboði Kalevi Sorsa. Síðan var ekið til Vanda, þar sem
forseti íslands og fylgdarlið var kvatt með viðhöfn og virktum.
Hergögn og læknis-
lyf til E1 Salvador
Washington, 14. aprfl. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti ákvað í dag að beita neyðarrétti sínum
og senda stjórninni í El Salvador, sem á í baráttu við vinstri sinnaða
skæruliða, vopn og læknislyf. Bandaríkjaþing hafði fyrr í vikunni frestað að
taka afstöðu til aukinnar efnahags-
Ameríku.
Talsmaður forsetaembættisins
sagði að samkvæmt lögum yrði að
leggja þessa ákvörðun Reagans
fyrir þingið innan 120 daga og
væru vonir bundnar við að hún
yrði samþykkt. Hann vildi ekki
upplýsa um hvaða fjárhæðir væri
og hernaðaraðstoðar við ríki í Mið-
að tefla.
Heimildarmenn AP, sem ekki
eru nafngreindir, segja að næstu
tíu daga muni aðstoðin ekki nema
hærri upphæð en 32 milljónum
dollara. Stjórn Reagans hafði far-
ið fram á það við Bandaríkjaþing
að samþykkt yrði aukaaðstoð við
E1 Salvador, sem nemur 61,7 millj-
ónum dollara.
Fulltrúi Reagans forseta sagði
að aðstoðin væri nauðsynleg til að
koma í veg fyrir áframhaldandi
mannfall i landinu og til að
tryggja að seinni umferð forseta-
kosninganna þar gæti farið fram.
Ekki hafi verið unnt að bíða leng-
ur eftir ákvörðun þingsins, sem nú
er farið í tíu daga páskaleyfi.
Marglyttumartröð
á Miðjarðarhafi
Aþenu, 14. aprfl. AP.
FULLTRÚAR 16 Miðjarðarhafs-
þjóða komust nú fyrir helgi að
samkomulagi um að hefja allsherj-
arstríð gegn marglyttum, sem síð-
ustu sex árin hefur fjölgað ár frá
ári og unnið ferðamannaiðnaðin-
um mikið tjón en einkum þó í
Eyjahafi. Er það hald manna, að
vaxandi mengun eigi meginþátt í
fjölgun marglyttanna.
A fundinum, sem var haldinn í
Aþenu og stóð í fjóra daga, var
ákveðið, að grískir, ítalskir,
maltneskir og júgóslavneskir
sérfræðingar fylgdust með mar-
glyttutorfunum og legðu á ráðin
um baráttuaðferðir. Raunar eru
vísindamenn ekki á einu máli
um hvernig á þessari gífurlegu
„marglyttusprengingu" stendur
en hallast helst að því, að vax-
andi mengun í Miðjarðarhafi
valdi henni. Vegna mengunar-
innar hefur þörungagróður auk-
ist mikið með ströndunum en
marglytturnar lifa á þörungun-
um meðal annars. Það sýnir
kannski best hve mengunin er
orðin mikil, að þegar athugaður
var skelfiskur á 50 stöðum í fjór-
um Miðjarðarhafslöndum reynd-
ust 96% af honum hættuleg ef
étin hrá.
Það kom fram á fundinum, að
fjórðungur allra baðstranda er
nú í hættu vegna margiyttanna
að því leyti, að fólk flýr þær á
stundinni þegar torfurnar leggj-
ast að. Stungurnar eru sársauk-
afullar en fiskimenn, sem oft
verða fyrir þeim, ráðleggja fólki
að slæva sviðann með veikri
ammóníakupplausn.