Morgunblaðið - 15.04.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
5
Tískan,
gömul hús,
Gæjar og
píur
— meðal umfjöll-
unarefnis í Glugg-
anum kl. 21.
í Glugganum, scm verdur á
dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl.
21 í umsjá Aslaugar Ragnars,
verður meðal annars fjallað um
endurbyggingu gamalla húsa á
Akureyri.
Þá leikur Þorsteinn Gauti
Sigurðsson etýðu eftir Rach-
maninoff og litið verður inn á
tvær myndlistarsýningar á
Kjarvalsstöðum, þar sem Balt-
asar og Ragnhildur Stefáns-
dóttir sýna verk sín um þessar
mundir.
Vor- og sumartískan verður
tekin til umfjöllunar og sýndar
svipmyndir af því sem við meg-
um eiga von á í vor og sumar.
Að lokum verður sagt frá
söngleiknum „Gæjum og pí-
um“, sem Þjóðleikhúsið hefur
nýlega hafið sýningar á, og
sýnd verða atriði úr leiknum.
SÁÁ-blaðið:
Nýtt blað um
áfengisvarnir
SAMTÖK áhugamanna um áfeng-
isvandamálið hefur hafið útgáfu nýs
málgagns sem nefnist SÁA-hlaðið.
Blaðið tekur við af Tímariti SÁÁ,
sem samtökin gáfu út frá 1977 og
þar til í fyrra.
SÁÁ-blaðið er í dagblaðsbroti,
32 síður að stærð, mun koma út
fjórum sinnum á ári og er fyrsta
tölublaðið gefið út í 40.000 eintök-
um. Ritstjóri blaðsins er Þráinn
Hallgrímsson. Blaðið flytur fréttir
af því sem er að gerast í starfi
samtakanna og á vettvangi bar-
áttunnar gegn ofneyslu áfengis og
fíkniefna.
SÁÁ-blaðið er sent öllum fé-
lagsmönnum samtakanna, sem
eru um 8.000, en stór hluti upp-
lagsins verður sendur til fyrir-
tækja, á heimili og til einstakl-
inga.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Sjónvarp kl. 18:
Stundin okkar
í Stundinni okkar í dag, sem er hin síðasta á þessum vetri, þar sem
sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn kemur, verður meðal annars
farið í heimsókn til stráks í Garðabæ, sem á hvorki meira né minna en
tuttugu og eina hvíta mús.
Danél sullskór og Smjattpatt-
arnir verða á sínum stað og við
sjáum kínversku listamennina
sýna listir á reiðhjóli.
Birna Gísladóttir syngur tvö
lög og sér til aðstoðar hefur hún
þá Agúst og Stefán Friðrik.
Ragnar og apinn Hnoðri koma
fram í tengslum við æskulýðs->
starfið og einnig koma Þorvald-
ur Halldórsson og nokkrir
krakkar, sem syngja hreyfi-
söngv’a.
Eins og áður, verða þau Alli og
Olla til aðstoðar við dagskrár-
kynninguna, en umsjónarmenn
Stundarinnar eru þau Ása Helga
og Þorsteinn Marelsson.
Vandlátustu sóldýrkendur velja Riminisólina sumar eftir sumar;
aögrunna strönd, afþreyingaraðstööu af bestu gerð, frábæra
veitingastaði og eldfjörugt næturlíf. Héreigaallirfjölskyldumeðlimir
ánægjulega daga, ekki síst þeir yngstu, því íslenski barnafarar-
stjórinnsértilþessaðsmáfólkið nýtur hverrar stundar ekki síður
en hinir fullorðnu. Skoðunarferðir til ógleymanlegra staða,
s.s. Rómar, Feneyja og Flórens eru síðan góð ábót á líflegt
strandlífið og gera Riminiferðina að stórskemmtilegri blöndu,
þar sem ríflegum skammti af fróðleiksmolum er stráð yfir
ómælt magn af sólskini.
Dæmi
verð:
Brattför 28. jún.
3i.fi4 2
1984
20.200
___4
80.800
10,000
70.800
-----4_,800
66.000
bamaafsl.
adiWarfé/.afs/.
Verðpr.farþ.
torðlækkiin /.?«/
Verð frá kr. 16.200
miðað við sex manns í 3ja herb. íbúð í 11 daga.
Barnaafsláttur allt að kr. 5.700
Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn
og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega í 6 manna
fjölskyldu (miðað við hæsta barnaafslátt)
kr. 11.332
11 og 21 dags ferðir
Beint leiguflug til Rimini.
Þtl lifir lengi
ÁGÖÐU
SUMARLEYFI
vöoövj
\ gvaesueg^ s á\\ og siðas^n
fegéSSgS-r-*'
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 » 23727