Morgunblaðið - 15.04.1984, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1984
21
Um þjóðargrafreit-
inn á Þingvöllum
— eftir séra Heimi
Steinsson
Austan við Þingvallakirkju er
steingarður hlaðinn í hring um-
hverfis dálítinn grasi gróinn
reit. Reiturinn skiptist að sínu
leyti um tvo gangstíga, er mynda
kross. Mannvirki þetta er þekki-
legt í einfaldleik sínum. Hleðsl-
an ber fagurt vitni þeim hand-
verksmönnum, er eitt sinn fengu
henni áleiðis snúið. Sama máli
gegnir um hina, er réðu fyrir
smíðinni. Einnig þeir hafa vel að
unnið.
Umræddur grasblettur gengur
undir nafninu Þjóðargrafreitur-
inn á Þingvöllum. Þar hvíla
jarðneskar leifar þeirra Jónasar
Hallgrímssonar og Einars Bene-
diktssonar.
Á sínum tíma varð nokkur
umræða um grafreit þennan.
Síðari áratugina hefur verið
hljótt um hann. Ég þykist iðu-
lega skynja spurn í svip gesta á
Þingvöllum, þegar grafreitinn
ber á góma.
Þessar vikurnar er upphaf
reitsins skáldanna tveggja lítil-
lega á dagskrá að nýju. Rætur
þeirrar kyrrlátu ígrundunar
verða ekki raktar hér. En funi
kveikist af funa, og umrædd
orðaskipti eru meðal annars til-
efni þessa bréfkorns.
Gildi þjóðareiningar
Allt, sem varðar Þingvelli við
Öxará, er þess eðlis, að því hæfir
þjóðareining. Okkur greinir á
um margt í þessu landi. Skylt er
að lofa Guð fyrir það, en ágrein-
ingi er nær aldrei til lykta ráðið
með harðræði, heldur er hver
maður frjáls að skoðun sinni. En
frelsið kallar á ábyrg viðbrögð
allra þeirra, er þess njóta.
Sjálfgert er, að menn takist á
um dægurmál. Hitt er vonandi
jafn augljóst, að þjóðin þarfnast
samstöðu um tiltekin grundvall-
arverðmæti. Að öðrum kosti
gæti sjálfsmynd okkar haggast,
jafnvel leystst upp.
Meðal þessara grundvallar-
verðmæta eru landið sjálft,
tunga heimamanna og saga
þeirra. f ssma sjóði er einnig að
finna ýmsa staði, sem helgir eru
haldnir. Þeirra fremstir eru
Þingvellir við Öxará.
Einstaða Þingvalla
Saga íslendinga á 19. og 20.
öld sýnir, að Þingvellir og ná-
grenni þeirra eiga sér enga hlið-
stæðu á landi hér. Þjóðhátíðirn-
ar 1874 og 1974 tala sínu máli,
ásamt Alþingishátíðinni 1930.
Staðarval við endurreisn lýð-
veldis að Lögbergi fyrir nær
fjórum áratugum tekur af öll
tvímæli um einstöðu Þingvalla í
vitund íslendinga.
Eldri saga verður ekki rakin i
svip. En þess skal til getið, að
okkur, sem nú erum á dögum,
muni hollt að leggja rækt við
heildarmynd Þingvalla og skila
þeirri mynd óhaggaðri í hendur
arftökum okkar á nýrri öld.
Minningarmark
sjálfstæðisbaráttu
Reiturinn snyrtilegi að baki
Þingvallakirkju er hluti fram-
angreindrar myndar. Honum
hæfir ræktarsemi. Rétt er, að við
nú, eftir langan tíma liðinn, leit-
umst við að gjöra okkur grein
fyrir stöðu þessa skáldareits í
sögu Þingvalla.
Reiturinn er saman settur í
þann mund sem lýkur tilteknum
áfanga i siálfstæðisbaráttu fs-
lendinga. Atök þeirra ára eru
sérstakt umræðuefni og varða
ekki þá skilgreiningu, sem hér er
leitað. Hitt mun ekki fjarri lagi
að ætla skáldareitinn á Þingvöll-
um runninn upp af rótum þeirra
hugmynda, er ríktu meðal lands-
manna um og fyrir árið 1944.
Hann er að sínu leyti ávöxtur og
tákn þeirrar þjóðrækni, sem
færði landsmönnum lýðveldi að
nýju.
Sé þetta haft fyrir satt, verður
reiturinn ekki einungis Guði
vígður legstaður tveggja manna.
Hann er jafnframt minningar-
mark um björtustu daga og dýr-
ustu sigra í sögu þessa lands á
síðari öldum.
Slíkt minningarmark væri
e.t.v. ekki reist nú á dögum, þótt
eigi verði fullyrt um það. Vera
má jafnvel, að einhverjum þyki
keimurinn frá stofnun lýðveldis-
ins vera tekinn að dofna í keri.
En það breytir ekki hinu, að
fyrir fjórum áratugum var hug-
ur margra íslendinga slíkur, að
vel þótti við hæfi að efna til
þessa mannvirkis og búa ástsæl-
um skáldum sjálfstæðisbarátt-
unnar hinstu hvílu þar. Annar
hafði látist í upphafi þess lang-
vinna róðurs, hinn í brimgarðin-
um.
Þegar rætt er um Þjóðargraf-
reitinn á Þingvöllum, er heilla-
vænlegt að skoða sögu hans í
ofanrituðu ljósi og líta af hlýju á
þann góða hug, er að baki bjó,
þegar til hans var efnt.
Skjaldborg
um skáldareit
Senn vorar yfir tslandi. Und-
anfarin sumur hafa stórir hópar
skólabarna staðið á skáldareitn-
um eftir lögbergsgöngu og virt
fyrir sér þingstaðinn forna,
einnig tekið saman höndum í
hring og sungið vísuna góðu um
þjóðlið, sem skipast í sveit. Það-
an hefur leið barnanna legið í
Þingvallakirkju, þjóðarhelgi-
dóminn smágerva og hugþekka.
Ég leyfi mér að benda á þann
úrkost, að við hin eldri fetum í
fótspor barnanna, göngum á
skáldareitinn, þegar leið okkur
liggur um Þingvelli, og sláum
um hann vinsamlega skjaldborg
í hugum okkar. Vel hæfir að
koma við í kirkjunni, áður en
horfið er á brott.
Á fimmta áratugi þessarar
aldar áttu íslendingar við mörg-
um óvæntum vanda að sjá. Okk-
ur, sem nú erum í blóma aldurs,
be'r að heiðra þá kynslóð, er um
þær mundir leiddi til lykta sálf-
stæðisbaráttu forfeðranna með
stofnun lýðveldis á íslandi. Sýni-
legum og ósýnilegum minning-
um og minjum þeirra daga skal
virðing sýnd á þann hljóðláta og
einfalda hátt, sem íslendingum
löngum er laginn.
Þingvöllum á Maríumessu í föstu.
Sr. Heimir Steinssoa er þjódgards-
rarður í Þingröllum.
ÁVÖXTUNSf^
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Það vex sem
rétt er ávaxtað
Látið Ávöxtun sf. ávaxta
fjármuni yðar
VerdtryggÖ spariskírteini ríkissjóðs
Gengi 09.04.’84
Ár Fl. Sg./100 kr. Ár Fl. Sg./100
1971 1 15.550 1978 1 1.390
1972 1 13.898 1978 2 1.112
1972 2 11.512 1979 1 937
1973 1 8.713 1979 2 723 (
1973 2 8.200 1980 1 632
1974 1 5.445 1980 2 479
1975 1 4.099 1981 1 410
1975 2 3.057 1981 2 301
1976 1 2.824 1982 1 285
1976 2 2.288 1982 2 211
1977 1 2.050 1983 1 162
1977 2 1.741 1983 2 104
Óverðtryggð
veðskuldabréf
Ár
1
2
3
4
5
6
20%
86.3
80.3
74,9
70.2
66,0
62.2
21%
87,0
81.3
76,1
71,5
67.4
63,7
Verðtryggð veðskuldabréf
Ár Sölug. 2 afb/ári.
i 95,2 6 81,6 1
2 91,9 7 78,8 1
3 89,4 8 76,1 1
4 86,4 9 73,4 I
5 84,5 10 70,8 S
Óskum eftir spariskírteinum ríkissjóðs til
sölu. Verðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu.
Óverðtryggð veðskuldabréf óskast í sölu.
Avöxtun ávaxtar fé þitt betur
/ $ §
AVOXTUNSf^y
LAUGAVEGUR 97 - 101 REYKJAVÍK
OPIÐ FRÁ10 — 17 -SÍMI 28815
Samkomur í Færeyska
sjómannaheimilinu
FORSTÖÐUMAÐUR Færeyska
sjómannaheimilisins hér í Reykja-
vík, Johan Olsen, er kominn ti)
landsins fyrir nokkru til þess að
vinna áfram að smíði sjómanna-
heimilisins í Brautarholti 29. Um
páskana ætlar hann að stjórna
kristilegum samkomum í heimil-
inu og verða þær kl. 17 á skírdag,
fostudaginn langa og báða páska-
dagana.
Leiðrétting
Á forsíðu föstudagsblaðs Mbl.
var mynd af þremur blómarósum.
Því miður misritaðist nafn einnar.
Hið rétta nafn er Magðalena Ein-
arsdóttir. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Hinn 6. maí næstkomandi
ætla færeyskar konur sem eru í
Sjómannakvinnuhringnum að
efna til kaffisölu í sjómanna-
heimilinu.
Jóhann er einnig kominn til
þess að hleypa af stokkunum
nýju happdrætti til ágóða fyrir
b.vggingu heimilisins. Aðalvinn-
ingar verða myndband og ferðir
til Færeyja og sólarlandaferð.
Þá er vöruúttekt meðal vinn-
inga.