Morgunblaðið - 15.04.1984, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1984
Sanitas hygg-
ur á söluher-
ferð 7up-
gosdrykkja
í tilefni þess að Sanitas hf. hyggur
nú á mikla söluherferð á gosdrykkn-
um 7up voru ýmsir aðilar boðaðir til
kynningarfundar á Hótel Sögu. Þar
var markaðsstaða 7up kynnt og nýj-
ar auglýsingar kynntar.
Á máli Ragnars Birgissonar,
forstjóra Sanitas hf. kom fram að
16,7 milljónir lítra af gosdrykkj-
um voru seldir á síðasta ári, eða
um það bil 80 lítrar á ári á hvert
mannsbarn í landinu. Gosdrykkja-
neysla hér á landi er með því
mesta sem gerist í heiminum, en
ef bjórneysla er tekin með í reikn-
inginn fellur neysla íslendinga
niður fyrir önnur lönd. Kóla-
drykkirnir eru mest seldir hér á
landi sem og í nágrannalöndunum.
Eftir lækkun á álagningu gos-
drykkja er búist við söluaukningu
á gosdrykkjum í náinni framtíð.
Ólafur Stephensen, sem stjórn-
ar auglýsingagerð fyrir Sanitas
hf., sagði að á næstunni yrði hafin
mikil auglýsingaherferð í sjón-
varpi, útvarpi og kvikmyndahús-
um. Jafnframt yrði efnt til get-
raunar meðal útvarpshlustenda til
kynningar á 7up.
Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas, til hægri við 7up-loftbelginn, sem á
næstunni má sjá í ýmsum verslunum.
KOMDU
OG KÍKTU
í
KJÖTBORÐIÐ
OKKAR
Við leggjum áherslu á faglega og persónulega þjónustu
um leið og við bjóðum alla velkomna í Kjötbúrið
FYRIR PÁSKANA
Vel hangið lambakjöt
Villibráð
Villigæsabringur
Hreindýrakjöt
Kjúpur
Lax, reyktur og grafinn
EKTA PEKING-ENDUR
Munið eftir heita, Ijúffenga og ódgra
hádegismatnum okkar.
Aldrei betri en nú.
Pétnr PétiMM
kjötidnaðarmadur.
„Bros úr djúpinu“ frumsýnt hjá LR:
Gildra til
að fanga nú-
tímamanninn í
- Rætt við Kjartan Ragnarsson leikstjóra
um verkið, höfund þess og uppsetningu
Bros úr djúpinu nefnist leikrit Svíans Lars Norén sem frumsýnt var hjá
Leikfélagi Reykjavíkur á miðvikudagskvöld.
Aðalpersónur leikritsins, hjónin
Helenu og Eðvald leika Sigurður
Skúlason og Hanna María Karls-
dóttir. Eðvald er rithöfundur, sem
ekkert hefur sent frá sér í fimm ár
og Helena er ballettdansari. Þau
eru nýbúin að eignast sitt fyrsta
barn, hefur fæðing þess orðið Hel-
enu um megn, hún fengið tauga-
áfall og neitað að annast barnið.
Leikritið hefst þegar hún kemur
heim eftir þriggja mánaða dvöl á
geðsjúkrahúsi. Eiginmaður
hennnar hefur annast barnið
ásamt móður Helenu og systur, en
þær mæðgur leika Sigríður Haga-
lín og Guðrún Gísladóttir. Val-
gerður Dan fer með hlutverk vin-
konu Helenu af sjúkrahúsinu.
Leikfélagið tekur fram að sýning
þessi sé stranglega bönnuð börn-
um og hneykslunargjörnu fólki
eindregið ráðið frá að sjá sýning-
Blaðamaður Mbl. leit inn á æf-
ingu verksins í síðustu viku og átti
stutt spjall við Kjartan um verkið,
höfund þess og uppsetningu leik-
félagsins.
„Sem grunn að sínum verkum
notar Norén sjálfan sig og iíf sitt
eins og flestir höfundar gera raun-
ar meira og minna en vilja oft
fara leynt með.“ sagði Kjartan.
„Það gerir Norén hinsvegar ekki,
hann gengur mjög nálægt sjálfum
sér og dregur ekkert undan, svo ef
maður þekkir sögu hans sér maður
hana ganga eins og rauðan þráð í
gegnum leikrit hans.
Norén ólst upp ásamt bróður
sínum í grennd við Malmö í Sví-
þjóð þar sem foreldrar hans ráku
hótel. Faðir hans var drykkju-
sjúklingur og bar móðir hans því
alla ábyrgð á rekstrinum og upp-
eldi drengjanna. Á ýmsu gekk í
heimilislífinu og þegar Norén var
15 ára strauk hann að heiman og
komst með skipi til New York.
Hann frétti þangað lát móður
sinnar, sem hann bæði elskaði og
hataði, hún hafði þá gengið með
krabbamein í mörg ár án þeirra
vitundar. Þetta gekk Norén mjög
Happdrætti DAS 30 ára
Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs, (t.v.) og Baldvin Jónsson,
framkvæmdastjóri Happadrættis DAS (t.h.), á bókasafni Hrafnistu í Hafnar-
firdi. Ljósm. Mbl. Júlíus
Hús aðalvinning-
ur á nýjan leik
HAPPDRÆTTI DAS er nú 30 ára og nýtt happdrættisár, það 31., að hefjast.
Ilappdrættið er í 12 Dokkum og verður dregið í fyrsta flokki 3. maí, en útdráttar-
dagur í 12. flokki er 3. apríl 1985. Samtals eru 2.700 vinningar í boði að hcildar-
verðmæti kr. 57.620.000.
Baldvin Jónsson, framkvæmda-
stjóri happdrættis DAS, sagði á
blaðamannafundi þriðjudaginn 10.
apríl, að nú væri aftur hús í aðal-
vinning, en verðbólga hefði bundið
enda á húsavinninga fyrir nokkrum
árum. Þetta væri eitt af þeim vernd-
uðu þjónustuhúsum, sem verið er að
hefja framkvæmdir við, endahús á
einni hæð, ásamt garðhýsi, að verð-
mæti 2,5 milljónir króna.
11 vinningar væru til íbúðar-
kaupa, hver að upphæð 500 þúsund
krónur.
Þá hefði ferðavinningum verið
fjölgað mikið, en þeir yrðu samtals
480 á 35 þúsund krónur hver, eða 40
utanferðir á mánuði.
Bílavinningar yrðu 100 á 100 þús-
und krónur hver og húsbúnaðarvinn-
ingar yrðu á 10 þúsund og 2.500
krónur.
Baldvin sagði að Auðunn Her-
mannsson hefði komið með hug-
myndina að Happdrætti DAS á
fundi 1953. Lög fyrir Happdrætti
Dvalarheimils aldraðra sjómanna,
nr. 71, voru síðan afgreidd samdæg-
urs af báðum deildum Alþingis í apr-
íl 1954. Þá voru tvö önnur flokka-
happdrætti þegar orðin rótgróin og
því óvíst með byr Happdrættis DAS,
en frábrugðinni vinningaskrá og
annarri tímasetningu á happdrætt-
isári var ætlað að vinna bug á því.
Þá tók Pétur Sigurðsson, formað-
ur sjómannadagsráðs, til máls og
sagði að 40% tekna happdrættisins
hefðu gengið í Byggingarsjóð aldr-
aðs fólks, sem styrkti byggingar
dvalarheimila víðsvegar um landið.
60% tekna happdrættisins renna
til Hrafnistu og um 98% þess fjár
hefur runnið til Hrafnistu í Hafnar-
firði síðustu ár. Þá heimila lög að
nýta 90% skemtanaskatts af miða-
verði Laugarásbíós til nýbygginga.
Fjárveiting hefur komið frá Alþingi
til 5 ára, sem nemur 25% af heild-
arkostnaði við Hrafnistu í Hafnar-
firði. Einnig kæmi til ágóði af
merkjasölu, blaða- og bókaútgáfu og
J