Morgunblaðið - 16.05.1984, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984
Brýnasta verkefnið
að grynna á skuldum
— sagði Þorsteinn Pálsson ■pPp^M||
í eldhúsdagsumræðum í gærkvöldi
Hér fer á eftir í heild fyrsta
útvarpsræða Þorsteins Páls-
sonar, eftir að hann tók við
formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum.
Við þinglok hafa margir haft
þann sið að mæla árangurinn af
störfum alþingis með fjölda sam-
þykktra þingmála. Ýmsir hafa
verið því ánægðari með störf
þingsins sem það hefur samþykkt
viðameiri lagabálka um aukin um-
svif ríkisins. Á þennan mæli-
kvarða geri ég ráð fyrir því, að
sósíalistar geti með réttu haldið
því fram að þetta þing hafi skilað
litlum árangri.
Þannig hefur í ríkari mæli en
mörg undangengin ár verið fjallað
um mál, er miða að því að draga
úr opinberum umsvifum og auka
frelsi borgaranna og atvinnulífs-
ins.
Þessi staðreynd markar þátta-
skil í störfum löggjafarsamkom-
unnar og það var sannarlega kom-
inn tími til að meta störf hennar á
nýja mælikvarða. Það mun vafa-
laust ásannast á þessum umræð-
um hér í kvöld að fulltrúar vinstri
flokkanna munu staðfesta þau
umskipti sem orðið hafa að þessu
leyti.
Af merkum nýmælum, sem
hníga í frjálsræðisátt, má nefna
þær breytingar sem gerðar hafa
verið á skattalöggjöfinni fyrir for-
göngu fjármálaráðherra og miða
að því að auðvelda almenningi að
spara í atvinnurekstrinum sjálf-
um. Um leið hefur skattareglum
verið breytt til þess að auðvelda
atvinnufyrirtækjum að fjárfesta
og leggja þannig grundvöll að auk-
inni verðmætasköpun.
í samræmi við stefnu Sjálfstæð-
isflokksins í húsnæðismálum um
eign fyrir alla hefur hugmyndum
um meiri rétt leigjenda en byggj-
enda verið hafnað.
Fyrir forgöngu iðnaðarráðherra
hefur þetta þing fjallað um sölu
ríkisfyrirtækja og hlutabréfa í
eigu ríkisins. Menntamálaráð-
herra hefur barist fyrir því að fá
samþykkta nýja löggjöf um frelsi í
útvarpsrekstri. Allt eru þetta mik-
ilvæg grundvallaratriði. Nú veltur
á miklu að þær pólitfsku aðstæð-
ur, sem sköpuðust eftir síðustu
kosningar, haldist svo unnt verði
að halda áfram á þeirri braut, sem
mörkuð hefur verið.
Enginn getur á móti því mælt
að stefna ríkisstjórnarinnar hefur
leitt til algerra umskipta í íslensk-
um efnahagsmálum. Megintak-
markið með myndun ríkisstjórn-
arinnar var að koma verðbólgunni
niður á svipað stig og í okkar
helstu nágranna- og viðskipta-
löndum.
Með því að jafna áhrifum af
minnkandi þjóðartekjum og mikl-
um viðskiptahalla niður á lands-
menn var komið í veg fyrir al-
mennt atvinnuleysi sem óneitan-
lega blasti við. Þannig hefur verið
lagður grundvöllur að viðvarandi
jafnvægi í íslenskum efnahags-
málum. Jafnframt hafa verið
gerðar margháttaðar ráðstafanir í
skatta- og tryggingamálum í þágu
þeirra sem verst eru settir.
Ekkert af þessu hefði gerst
nema fyrir þá sök, að þjóðin var
reiðubúin að ganga með stjórn-
völdum til þessa leiks. Það varð
ekki lengur dregið að ráðast til at-
lögu við meinsemdir íslensks efna-
hagslífs.
Fólkinu í landinu var ljóst, að
það þurfti samstöðu, festu og
áræði, ef það ætti að takast.
Launafólkið í landinu var tilbúið
til þess að taka á sig byrðar, ef sá
draumur mætti rætast að koma
hér á efnahagslegu jafnvægi.
Þessi almenni skilningur var for-
senda þess að sá mikli árangur
næðist sem raun hefur orðið á.
Þetta ber að þakka og virða.
Þó að efnahagsaðgerðirnar frá
því í maí í fyrra hafi skilað meiri
árangri en flestir bjuggust við, fer
því fjarri að öllum markmiðum
hafi verið náð. Mestum áhyggjum
veldur að ekki hefur tekist að ná
viðunandi jafnvægi á fjár-
magnsmarkaðnum og í rikis-
fjármálum. Þó að glundroði und-
angenginna ára í þeim efnum hafi
í veigamiklum atriðum verið færð-
ur til betri vegar.
Upp á síðkastið hefur ýmsum
fundist sem ríkisstjórnin væri
ekki jafn samstæð og einörð eins
og í upphafi. Ugglaust ræður þar
mestu um sá langi tími sem það
tók að koma fram tillögu til lausn-
ar á hallarekstri ríkissjóðs. Inn í
þessa mynd kemur vafalaust einn-
ig ágreiningur milli stjórnarflokk-
anna um fáein mál og jafnvel
grundvallaratriði eins og t.a.m.
um húsnæðismálin.
Það gefur auga leið, að þetta
hefur ekki bætt stöðu stjórnarinn-
ar út á við. En ef vilji er fyrir
hendi þarf það ekki að koma í veg
fyrir að haldið verði áfram á sömu
braut og af sama styrkleika og áð-
ur.
Þó að sitthvað hafi gengið úr-
skeiðis hefur svo mikið áunnist, að
það væri ábyrgðarleysi að reyna
ekki til þrautar. Sjálfstæðismenn
munu því leita eftir málefnalegri
samstöðu til þess að styrkja
stjórnina á ný. í fáeinum málum
hafa komið fram mismunandi
sjónarmið um afmörkuð atriði hjá
einstökum stuðningsmönnum
stjórnarinnar. En auðvitað breytir
það ekki því, að í heild hefur
stjórnarsamstarfið verið gott það
sem af er. Reynslan sýnir að
myndun ríkisstjórnarinnar var
rétt ákvörðun af hálfu sjálfstæð-
ismanna. Eins og nú standa sakir
eru því engin áform uppi um
stjórnarslit eða samvinnu við aðra
flokka, enda er stjórnarandstaðan
bæði veik og sundurlaus.
Sjálfstæðismenn hafa eðlilega
áhyggjur af of mikilli erlendri
skuldasöfnun í kjölfar ráðstafana
í ríkisfjármálum. En það breytir
ekki mikilvægi þess að stjórnin
taki sig á í þeim efnum og reynt
verði að ná samstöðu við sam-
starfsflokkinn um ýmis önnur
þýðingarmikil mál. Það verður að
fullreyna áður en menn fara að
leiða hugann að öðrum kostum.
Meginmáli skiptir að menn sýni
festu og samstöðu í stjórnarhátt-
um öllum þannig að fólkið í land-
inu geti treyst á áframhaldandi
markvissa baráttu fyrir jafnvægi,
blómlegu atvinnulífi og bættum
lífskjörum.
Segja má að með kjarasamning-
unum fyrr á þessu ári hafi fyrsta
þætti í starfi ríkisstjórnarinnar
verið lokið. Áhrif efnahagsaðgerð-
anna voru komin fram og fyrstu
kjarasamningarnir gerðir á
grundvelli nýrrar efnahagsstefnu.
I sumar þarf því að semja um nýja
verkefnaáætlun. Að því leyti
stendur ríkisstjórnin nú á kross-
götum.
Hún þarf með ótvíræðum hætti
að sýna þjóðinni að hún sé reiðu-
búin að takast á við verkefnin sem
framundan eru, og hún þarf að
segja frá því með hvaða hætti það
verður gert til þess að það traust
megi ríkja milli stjórnvalda og
fólksins í landinu, sem er forsenda
þess að áframhaldandi árangur
verði.
Mikilvægasta atriðið í þessu
sambandi er að halda áfram þeirri
gengisstefnu sem mörkuð hefur
verið. Launþegar og vinnuveitend-
ur verða að beygja sig fyrir þessu
markmiði og ríkisvaldið sjálft
verður með takmörkun erlendra
lána og minni umsvifum að leggja
sitt að mörkum svo þetta markmið
megi haldast. Við eigum vitaskuld
að geta haldið kostnaðaraukning-
unni hjá okkur sjálfum í samræmi
við það sem gerist í viðskiptalönd-
um okkar.
Ég ætla að nefna hér nokkur at-
riði sem öðru fremur verða að
móta verkefnaáætlun næstu miss-
era:
Brýnasta verkefnið er að
grynna á þeim skuldum, sem safn-
ast hafa upp meðan tekjur hafa
ekki mætt gjöldum. En orsök
þeirra er stöðug útgjaldaaukning
á undanförnum árum og þó um-
fram allt tekjutap við samdrátt
þjóðarframleiðslu. Þessum halla
verður fyrst og fremst að mæta
með lækkun útgjalda. En þá fyrst
þegar þjóðarframleiðsla vex á ný
skapast svigrúm til að lækka
skatta ef útgjöldum verður haldið
í skefjum. Að því verður mark-
visst unnið.
Við undirbúning og afgreiðslu
fjárlaga fyrir næsta ár þarf m.a.
að leggja þessi atriði til grundvall-
ar:
• Útgjöld ríkisins þurfa að lækka.
Núllvöxtur útgjalda í hlutfalli við
þjóðarframleiðslu er lágmarks-
krafa.
• Auka þarf greiðslur neytenda
fyrir veitta opinbera þjónustu.
• Koma þarf við sérstökum hag-
ræðingaraðgerðum til aðhalds í
rekstri og framkvæmdum. Gera
þarf rekstrarlegar úttektir í ríkis-
stofnunum eins og þegar hefur
verið gert hjá Rafmagnsveitum
ríkisins.
• Draga þarf úr niðurgreiðslum
og beinum styrkjum til atvinnu-
fyrirtækja og atvinnugreina.
• Athuga þarf, hvort hyggilegt
geti verið að taka upp nýtt sjúkra-
tryggingakerfi með sérstöku ið-
gjaldi í samræmi við tekjur þar
sem mönnum gæfist kostur á að
taka eigin áhættu að hluta sem
yrði síðan gerð upp með sköttum.
Við núverandi aðstæður í ríkis-
fjármálum er ekki svigrúm til
lækkunar á heildarsköttum. Hins
vegar er nauðsynlegt að hefja nú
þegar undirbúning að gjörbreyt-
ingu á tekjuöflunarkerfi hins
opinbera.
Markmiðið á að vera þetta:
• Að samræma tolla og aðflutn-
ingsgjöld.
• Að koma á virðisaukaskatti í
stað söluskatts og í tengslum við
þá kerfisbreytingu að afnema
launaskatt og aðstöðugjald og
lækka beina skatta.
• Loks kemur til álita að færa
skattlagningu á tekjur einstakl-
inga alfarið til sveitarfélaga. Á
móti fengju sveitarfélögin aukin
verkefni, einkum á sviði heilbrigð-
ismála og menntamála.
Að því er varðar stjórn fjár-
magnskerfisins er óhjákvæmilegt
og nauðsynlegt að gera róttækar
breytingar til þess að draga úr
miðstjórnarvaldi og pólitískri
íhlutun um mál sem eiga að ráðast
í bankakerfinu og atvinnulífinu.
Skjótvirkasta leiðin til að ná
jafnvægi á peningamarkaðnum er
að gefa vexti frjálsa með fyrir-
Atómstöðin í Cannes:
Aðstandendur hylltir
með dynjandi lófaklappi
ATÓMSTÖÐIN var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes
síðastliðinn sunnudag í 1.500 manna kvikmyndahúsi. Yfír 1.200
manns voru viðstaddir sýninguna og áður en hún hófst voru
aðstandendur hennar kynntir. Að sýningunni lokinni voru sval-
irnar þar sem aðstandendur myndarinnar sátu, flóðlýstar og þeir
hylltir með dynjandi lófaklappi.
Örnólfur Árnason framleið-
andi myndarinnar sagði í sam-
tali við blm. Mbl. í gær að marg-
ir aðilar hefðu beðið um samn-
inga um dreifingu á myndinni,
þar á meðal tvö bandarísk stór-
fyrirtæki sem hafa sýnt áhuga á
dreifingu á heimsmarkaði. Þá
hefðu mörg lönd viljað kaupa
myndina, en hann sagðist ekki
telja skynsamlegt að ganga frá
neinum samningum fyrr en í síð-
ari hluta vikunnar, þegar ljóst
væri hvaða tilboð væru hagstæð-
ust.
Ásamt örnólfi fóru til Cannes
þau Þorsteinn Jónsson leikstjóri
og leikararnir Gunnar Eyjólfs-
son og Tinna Gunnlaugsdóttir.
Franska sjónvarpið birti í gær
viðtal við Tinnu og ennfremur
var útvarpað viðtali við Þorstein
í þremur útvarpsstöðvum I
Frakklandi I gær.
örnólfur sagði að forstjóri
kvikmyndahátíðarinnar, Pi-
erre-Henri Deleau, hefði tjáð sér
að mjög óalgengt væri að fleiri
en 300—400 manns sæju myndir
á framandi tungumáli með
frönskum skýringartexta. Á
frumsýningu Átómstöðvarinnar
voru aftur á móti 1.200 manns og
áttu þau Gunnar Eyjólfsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir í erfið-
leikum með að yfirgefa kvik-
myndahúsið vegna fjölda ljós-
myndara og fólks sem bað um
eiginhandaráritanir.
örnólfur vildi sem minnst tjá
sig um þau tilboð sem borist
hafa í myndina, en hann sagði að
áhugi væri mikill og hann væri
ekki tilbúinn að selja myndina
ódýrt. „Við viljum að myndin
verði keypt á réttu verði, en það
er alveg nýtt viðfangsefni því
hingað til hefur maður verið
ánægður með að geta bara selt
myndirnar þó ekki hafi fengist
mikið fyrir þær.“ Þá sagði Örn-
ólfur að í gær hefði hann hitt
fjölda erlendra blaðamanna sem
hefðu séð íslenskar kvikmyndir
gerðar á síðastliðnum tveimur
árum og þeir hefðu allir verið
sammála um að það sem væri að
gerast í kvikmyndagerð á íslandi
væri það áhugaverðasta á öllum
Norðurlöndunum. Þá er það mál
hátíðargesta að Atómstöðin sé
athyglisverðasta myndin serfi
Norðurlöndin bjóði upp á á
kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Myndin verður aftur sýnd á
morgun, miðvikudag, og á laug-
ardag og báða dagana með ensk-
um skýringartexta.