Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1984 19 fram ákveðnum tímasettum áföngum á næstu mánuðum. Stjórntæki í peningamálum yrðu þá innlánsbinding, vaxta- ákvarðanir Seðlabanka í viðskipt- um við aðra banka og sala hvers kyns ríkisskuldabréfa. Jafnframt þarf að endurskipu- leggja afurðalánakerfi atvinnu- veganna m.a. til þess að koma á staðgreiðslu til bænda og auðvelda kerfisbreytingar í verðmyndun búvöru. Þá þarf einnig að draga úr vísitölubindingu á fjármagns- markaðnum eins og vinnumark- aðnum. Að því er bankakerfið varðar þarf að stuðla að samruna banka. Með hagsmuni atvinnulífsins í huga væri væniegast að hefjast handa um sameiningu annars af minni ríkisbönkunum við einka- banka einn eða fleiri. Bankarnir eru of margir, of háðir ríkisvaldinu og flestir of veikir til að sinna þörfum at- vinnufyrirtækj anna. Veðdeildir bankanna þurfa auk- ið frelsi til útgáfu vaxtabréfa til þess að geta tekið við verkefnum af hinum smærri fjárfestingar- sjóðum og einnig við ýmsum verk- efnum frá stærri sjóðum. Þetta er ein af forsendum þess að unnt sé að endurskipuleggja sjóðakerfið. Mikilvægt er að skipulag fjár- festingarsjóða hindri ekki eðlilega uppbyggingu og nýsköpun í at- vinnulífinu. Til álita kæmi að brjóta niður múrana umhverfis einn af sjóðunum, um leið og hann yrði efldur verulega og stjórnend- um hans gefið aukið svigrúm til þess að meta upp á eigin spýtur án lagaákvæða til hvaða verkefna hann megi lána. Þá þarf að auð- velda fyrirtækjum að taka lán er- lendis án ríkisábyrgðar. Þá kemur sjálfkrafa arðsemisaðhald er- lendra lánardrottna í veg fyrir óarðbærar lántökur. Brýnt er að haldið verði áfram sölu ríkisfyrirtækja sem jafn vel eða betur eru komin í höndum ein- staklinga en ríkisins svo og sölu hlutabréfa ríkisins í atvinnufyr- irtækjum. Með tilliti til þess hversu stöð- ugt gengi og afr.ám vísitölubóta á laun hefur skilað miklum og skjót- um árangri í baráttunni við verð- bólguna þarf að leggja grundvöll að því, að kaupmáttur launa bygg- ist til frambúðar á stöðugleika í gengismálum en ekki vélrænu og verðbólguhvetjandi vísitölukerfi. Launaþróunin á næstu árum þarf að taka mið af samkeppnis- stöðu iðnaðar. Til þess að þetta geti staðist þarf að auka sveiflu- jöfnun í sjávarútvegi í því skyni að hann sprengi ekki upp öll laun i landinu þegar betur gengur og síð- an þurfi að fella gengið til að bjarga honum þegar verr árar. í atvinnumálum blasa við bæði gömul og ný vandamál. í sjávar- útvegi stöndum við frammi fyrir þeim bitra veruleika að gullkistan er takmörkuð auðlind. Við þurfum því að takmarka fjárfestingar í þessari atvinnugrein með hliðsjón af þessari staðreynd. Það verður best gert með því að auka kröfur um eigið fé og leyfa þeim að njóta sín, sem best hafa staðið sig. í landbúnaði er óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða sem smám saman færa framleiðsluna til samræmis við þarfir innlenda markaðarins. í þeim efnum er nú unnið að tillögugerð sem miðar að því að treysta stöðu bænda og full- nægja kröfum neytenda. En auð- vitað er það svo að hagsmunir þessara aðila fara saman þegar allt kemur til alls. Skapa þarf svigrúm til nýrra átaka í almennri iðnaðarstarfsemi og halda þarf áfram því mikil- væga starfi sem hafist var handa um við stjórnarskiptin að því er varðar uppbyggingu stóriðju og hagnýtingu orkulinda landsins. En hvernig má þetta verða? Ef árangur á að nást þurfa stjórnvöld að tryggja atvinnuvegunum góð rekstrarskilyrði. Um leið þarf að auka ábyrgð þeirra sem stjórna atvinnufyrirtækjunum. Fái þeir tækifæri og aðstöðu hvílir á þeim sú skylda að hagnýta hana til þess að auka framleiðni og verðmæta- sköpun. Reynslan sýnir okkur að opin- berar áætlanir í þeim efnum duga skammt. Framleiðni í íslensku at- vinnulífi er helmingi minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessi alvarlega stað- reynd gerir það óumflýjanlegt að arðsemiskröfur ráði í ríkari mæli fjárfestingu í atvinnulífinu en verið hefur. Víðtæk samstaða á að geta tek- ist um aðgerðir í atvinnumálum á grundvelli þeirrar stefnu, er fram kom í ályktun ASl um þau efni fyrir réttu ári. Of mikil ríkisafskipti eru orsök þess að það hefur ekki verið sá gróandi í íslensku atvinnulífi að það hafi getað búið fólkinu í land- inu þau lífskjör sem við viljum að það hafi. Fyrir þá sök þarf að auka frjálsræði og sjálfstæði atvinnu- lífsins í landinu. Það er leið að því marki sem við höfum sett okkur. Þau verkefni sam þannig blasa við eru á margan hátt erfiðari og margslungnari en þau sem eru að baki. Ef við ætlum okkur að gera efnahagslegt jafnvægi að veru- leika og hefja alhliða sókn í at- vinnumálum mun reyna meira á þrautseigju og samstöðu þjóðar- innar en nokkru sinni fyrr. Hún hefur fram til þessa gengið heils- hugar að verki með stjórnvöldum. En hitt er jafn víst að til þess að halda verkinu áfram þarf sam- stillta forystu. Það hefur of mikið áunnist til þess að við getum leyft okkur að glutra því niður. Þjóðin hefur ekki efni á veikleika í stjómarháttum eins og nú standa sakir. Sjálfstæðisflokkurinn lítur á það sem ábyrgð sína og skyldu að sjá svo um að það gerist ekki. Hann mun í samningum um nýja verkefnaáætlun ríkisstjórnarinn- ar setja þessa hagsmuni þjóðar- innar ofar öllu. TILBOÐ okkar er KitchenAid I Nú adeins kr. 32.985 (Staögreiösluverð) ifpþvottavélin 6 þvottaprógrömm. Sparar orku, — þvær allt án þess aö skola áöur. — Emeleruö aö innan. Auöveldari hiröing og betri ending. Mjög hljóölát. Fjölbreytt litaval. Margra áratuga frábær reynsla. nmfnfin fíHl Uúii S SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38900-38903 Aldrei glæsilegra úrval af þessum vinsælu garðhúsgögnum. QEfsiP V-þýzk gæðavara Hagstætt verö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.