Morgunblaðið - 16.05.1984, Page 30

Morgunblaðið - 16.05.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1984 Oflugt atvinnulíf er undirstaða raunverulegs lífskjarabata Ræða Páls Sigurjónssonar, formanns Vinnuveitendasambands Islands, á aðalfundi sambandsins Páll Sigurjónsson flytur rcðu sína í aðalfundi VSÍ í gær. Ljósm.Mbl. Júlíus Fundarstjóri, góðir gestir og að- alfundarfulltrúar. Hinn 23. júlí árið 1934 var Vinnuveitendasamband íslands stofnað, og mun þess verða minnst á ýmsan hátt á komandi starfsári, undir einkunnarorðunum: Öflugt atvinnulíf — betri lífskjör. Við höfum á liðnu ári fengið áþreif- anlega staðfestingu á þessari full- yrðingu: Öflugt atvinnulíf — betri lífskjör. Er við komum saman til aðal- fundar hér á þessum sama stað fyrir ári blasti við okkur hyldýpi hruns efnahagslífsins, verðbólgan var yfir 100%, greiðsluþrot blasti við fjölda fyrirtækja, með at- vinnuleysi sem afleiðingu. Ég lét svo ummælt í ræðu minni þá, að ríkisstjórn sú sem verið væri að mynda yrði ekki öfunds- verð af því verkefni sem henni bæri að leysa í þessu sambandi, og yrðu aðilar vinnumarkaðarins að hjálpa til við lausn þeirra, m.a. með gerð skynsamlegra kjara- samninga. Ég held mér sé óhætt að full- yrða, að aðilar vinnumarkaðarins hafi gert sitt í framhaldi af fyrstu skrefum stjórnvalda til að bjarga þjóðinni frá hengiflugi efna- hagshrunsins og nú eigi stjórnvöld leik. Eitt er það svið, sem stjórnvöld verða að takast á við, en það er sparnaður í ríkisrekstrinum. Það er athyglisvert að skoða hvert aukningin á vinnuafli, sem orðið hefur með fjölgun landsmanna, hefur beinst á undanförnum ára- tug. Á meðan aukningin í opin- berri þjónustu og stjórnsýslu hef- ur verið 79,1%, í bönkum og spari- sjóðum 61,8% hefur aukningin í hinum almenna atvinnurekstri að- eins orðið 19,6%. Þetta hlýtur að vekja til umhugsunar um hvert stefnir, hér verður að snúa þróun- inni við og beina starfskröftum þjóðarinnar til framleiðslugrein- anna, til þess að standa undir auk- inni verðmætasköpun í landinu. Það geta allir séð, að það gengur ekki til lengdar að hlutfallslega færri og færri standi undir velferð fleiri og fleiri, það hlýtur fljótlega að koma niður á velferðinni. Þess- ari þróun verður að snúa við. Þessi þróun og eyðslustefna undanfar- inna ára hefur gengið sér til húðar og núverandi stjórnvöld hafa bor- ið gæfu til þess að taka í taumana og velja nýja leið þar sem traustið er sett á atvinnureksturinn, að hann skapi þau verðmæti sem þarf til að standa undir lífskjörum og velferð í landinu. Á þeim tíma, sem núverandi ríkisstjórn hefur setið, hefur hún m.a. með aðstoð aðila vinnumark- aðarins og allra landsmanna náð verulegum og reyndar ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum. Endurreisn efnahags- lífsins er hafin Verðbólgan hefur fallið úr 130% niður í 10 til 20%, og gengi gjald- miðilsins hefur styrkst, og þetta hefur tekist án þess að til hafi komið atvinnuleysi. Við skulum ékki gleyma því, að eftir efnahagsaðgerðirnar í fyrra- vor komu fram hjá ýmsum þeim, sem eiga að vera ábyrgir aðilar, hrakspár um að lægri kaupmáttur mundi leiða til atvinnuleysis. En atvinnureksturinn brást ekki traustinu. Þrátt fyrir mikla erfið- leika, þrátt fyrir hærri raunvexti en um árabil og þrátt fyrir hin lélegu aflabrögð, þá nýttu fyrir- tækin til fulls hin bættu rekstr- arskilyrði, sem gáfust með lækk- andi verðbólgu og stöðugu gengi. Sem betur fer hafa hrakspár úr- tölumanna um getu atvinnulífsins til að takast á við vandann ekki ræst. Ekkert umtalsvert atvinnu- leysi hefur orðið í kjölfar efna- hagsaðgerðanna í maí í fyrra og fullnaðarsigur á óðaverðbólgunni er ekki lengur fjarlægur draumur heldur raunhæfur möguleiki. Jafnframt eru ýmis fyrirtæki að stíga mikilvæg skref til að stækka markað sinn úti í hinum stóra heimi, sem er nauðsynlegt til þess að auka verðmætasköpun í land- inu og að hægt sé að koma við hagkvæmum rekstri. Þessar staðreyndir sýna að öfl- ugt atvinnulíf er undirstaða raunverulegs lífskjarabata í stað falsks lífskjarabata byggðum á erlendum lántökum. Vinnuveit- endur hafa ekki legið á liði sínu við að snúa af þeirri óheillabraut sem eyðslustefna undanfarinna ára hefur leitt íslensku þjóðina á. Endurreisn efnahagslífsins er hafin, en það er löng og erfið leið þar til sigrast hefur verið á öllum erfiðleikum. Verkefnin sem bíða eru umfangsmikil og mjög erfið. Við göngum nú erfiða braut þar sem freistandi er að láta sér nægja skammsýnar bráðabirgða- lausnir, en við megum ekki láta freistast, þá fer fljótlega allt í sama horfið og áður. Nú mega stjórnvöld ekki láta deigan síga. Hætt er við að þau missi traust, ef þau megna ekki að sannfæra landsmenn um, að þau hafi dug í sér til að halda áfram því upp- hyggingar- og endurreisnarstarfi sem hafið er. Stjórnvöld verða að sýna að þeim sé alvara í að halda byrjuðu verki markvisst áfram. Ég held að í hverri ræðu minni á aðalfundi Vinnuveitendasam- bandsins undanfarin ár hafi ég farið nokkrum orðum um verð- bótavísitöluna, en ég vona að nú sé í síðasta sinn ástæða til að minn- ast á vísitöluna — sálugu. Sannleikurinn er sá, að verð- bótavísitalan hefur í áraraðir valdið vísitölubrjálæði í efna- hagslífi okkar. Með efnahagsað- gerðum í maí í fyrra var hún af- lögð til tveggja ára en ég er viss um að við getum öll verið sam- mála um, að vonandi er það var- anlegt afnám vísitölunnar og við munum aldrei framan semja um neinskonar vísitölu. Það ætti nú öllum að vera ljóst að vísitalan er meginnæring óðaverðbólgu. í ljósi hins góða árangurs í bar- áttunni við verðbólguna var lög- bindingu kjarasamninga aflétt undir árslok. * Ahætta tekin Kröfugerð viðsemjenda í samn- ingaviðræðunum, sem hófust í desember, byggðust á tveimur meginatriðum, annars vegar að hækka laun um það bil 40% og hins vegar að lágmarkslaun í dagvinnu skyldu vera 15.000 kr. Helstu gagnhugmyndir Vinnuveit- endasambandsins voru að hluti launatengdra gjalda yrði greiddur til launþega sjálfra, og að orlof yrði fært til fyrra horfs. I viðræð- unum kom fljótlega í ljós, að samningar gætu aðeins náðst ef sýnt væri, að kaupmáttur yrði svipaður og á fjórða ársfjórðungi 1983. Einnig var ljóst, að við myndum ekki vilja gefa neinar tryggingar fyrir því að kaupmátt- ur héldist miðað við þær spár sem fyrir lágu. Samkvæmt efnahagsforsendum ríkisstjórnarinnar á þeim tíma, er samningaviðræður stóðu yfir, var ekki svigrúm til að halda kaup- mætti fjórða ársfjórðungs 1983. Vinnuveitendur gerðu sér grein fyrir þeirri áhættu, sem þeir tóku með því að semja um launahækk- anir umfram efnahagsforsendur ríkisstjórnarinnar. Þann 21. febrúar var gengið frá samningum við Alþýðusambandið. Samið var um þær minnstu launa- hækkanir sem bæði gátu sam- rýmst gengisforsendum ríkis- stjórnarinnar og því að kaupmátt- ur minnkaði ekki að marki frá fjórða ársfjórðungi 1983, ef allar efnahagsforsendur væru réttar. Sem kunnugt er geta báðir samningsaðilar sagt upp launalið samninga þann 1. september í ár og þann 1. janúar 1985. Líta verður á samningana í heild. Þeir hafa í för með sér 10—15% launahækkun á árinu, mismunandi eftir starfshópum og atvinnugreinum. Launakostnaður verður á árinu 7—10% hærri en hann hefði orðið án samninga, sem eru rúmlega tveir milljarðar króna samtals fyrir öll fyrirtæki í landinu. Vinnuveitendur tóku á sig áhættuna af þessum samning- um, um launahækkanir umfram efnahagsforsendur ríkisstjórnar- innar vegna þess að hagkvæmari og skynsamlegri samningum hefði aðeins verið unnt að ná með átök- um á vinnumarkaðnum, sem eng- um hefði orðið til góðs. Ennfrem- ur var áhættan tekin vegna þess að með lækkun verðbólgunnar og meiri stöðugleika í hagkerfinu má auka framleiðni og verðmæta- sköpun. Áhættan var einnig tekin í trausti þess að efnahagsforsend- ur væru að öðru leyti traustar og sérstaklega að skortur aðhalds í ríkisfjármálum og peningamálum mundi ekki valda þenslu í efna- hagslífinu. Vegna þessa voru vinnuveitendur reiðubúnir að reyna að auka framleiðni og verðmætasköpun til þess að standa undir launakostnaðar- hækkun og standa og falla með því. Erlent lánsfé eykur þenslu Viðsemjendum okkar var ljós þessi afstaða. Því verður að ætla að þeir hafi verið reiðubúnir að taka áhættuna af erfiðleikum og atvinnuleysi, ef fyrirtækin gætu ekki aukið framleiðni sína til þess að bera hærri launakostnað. í byrjun mars gerði fjármála- ráðherra kunnugt að ríkissjóður stæði frammi fyrir verulegum greiðsluvanda, sem ekki hefði ver- ið gert ráð fyrir í fjárlögum. Ennfremur var ljóst að verulegur vandi væri óleystur í peningamál- um, meðal annars vegna fyrirhug- aðra skuldbreytinga í sjávarútvegi og landbúnaði. Þær efnahagsforsendur sem lágu fyrir við gerð kjarasamn- inganna voru, að beitt yrði aðhaldi bæði í ríkisfjármálum og pen- ingamálum með mjög takmörkuð- um gengisbreytingum. Slík stefna skapar vissulega hættu á atvinnu- leysi, en eins og ég hef áður minnst á voru aðilar vinnumark- aðarins reiðubúnir að taka þá áhættu. Við vinnuveitendur vild- um ekki tefla í tvísýnu þeim árangri sem náðst hafði í barátt- unni við verðbólguna og í því að draga úr umframneyslu þjóðar- innar, en það er frumskilyrði þess að hér sé urnt að byggja upp öfl- ugt atvinnulíf sem eitt megnar að standa undir raunverulega bætt- um lífskjörum, byggðum á traust- um grunni. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vandanum í ríkisfjármálum og peningamálum, eins og þau eru framsett í þeim tillögum sem fram hafa komið, valda bæði vonbrigð- um og áhyggjum. Ríkisstjórnin virðist ætla að falla í þá freistni á þeirri erfiðu vegferð, sem ég minntist á hér áður, að láta sér nægja skammsýnar bráðabirgða- lausnir í stað þess að halda áfram að fást af framsýni við vandann. Hún hefur valið að auka verulega lántökur erlendis í stað þess að spara heima fyrir. Verði ekkert að gert næst því á þessu ári hvorki jafnvægi í ríkisfjármálum né utanríkisviðskiptum. Ef erlent lánsfé kemur inn í hagkerfið í þeim mæli sem nú eru horfur á, þá mun það óhjákvæmi- lega hafa þenslu í för með sér. Þær atvinnugreinar sem eru burðarásinn í aukinni verðmæta- sköpun og hærri þjóðartekjum, það er að segja útflutnings- og samkeppnisgreinarnar, munu lenda í mestum erfiðleikum vegna mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í upphafi ársins. Þá getur myndast óverjandi þrýst- ingur á gengi krónunnar til þess að afstýra vandræðum í þessum atvinnugreinum og til þess að hamla gegn vaxandi viðskipta- halla. Þróunin hefur því ekki verið eins hagstæð og í upphafi var reiknað með. Atvinnuvegirnir geta því ekki tekið á sig kostnað- arhækkanir umfram það sem samið var um. Vinnuveitendasam- bandið ætlar að halda áfram að vera ábyrgur aðili í þjóðfélaginu og mun leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og í því að bægja vofu atvinnuleysisins frá dyrum fslendinga, og mun ekki átakalaust fórna því sem áunnist hefur í þeirri baráttu. Samskipti aðila vinnumarkað- arins eiga að fylgja vissum leik- reglum, sem er að finna í vinnu- löggjöfinni. Eins og hún er í dag eða er framkvæmd þjónar hún ekki tilgangi sínum og er mjög að- kallandi að hún verði tekin til gagngerrar skoðunar. Það ætti t.d. ekki að vera hægt að fámennir starfshópar í lykilaðstöðu geti stöðvað heilar starfsgreinar. Uppbyggingin krefst þrotlausrar vinnu Mér hefur nú eins og oft áður orðið tíðrætt um verðbólgu og lífskjör. Þau lífskjör sem aldrei verða frá okkur tekin fást aðeins með iðni, sparsemi, áræðni og hyggind- um þjóðarinnar sjálfrar. Framtíð- arkjör okkar fara eftir því hvort okkur tekst að halda áfram þeirri uppbyggingu atvinnulífsins sem hafin er. Vinnuveitendur eiga að vera í forystusveit í slíkri upp- byggingu. Ábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna er mikil. Við getum ekki búist við að fá neitt fyrir- hafnarlaust upp í hendurnar, upp- bygging krefst þrotlausrar vinnu. Við munum þurfa að berjast fyrir stöðu okkar á innlendum sem er- lendum markaði. Til þess að at- vinnulífið geti betur staðið undir aukinni velferð er nauðsynlegt að laga menntakerfið betur að þörf- um þess. Aukin menntun starfs- fólks er öruggasta leiðin til betri framleiðni og aukinnar verðmæta- sköpunar. Við höfum komið upp fullkomnu velferðarkerfi sem ekki fær staðist nema atvinnurekstur- inn geti staðið undir því. Atvinnu- rekendur ætlast ekki til þess að verða hluti af velferðarkerfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.