Morgunblaðið - 16.05.1984, Page 33

Morgunblaðið - 16.05.1984, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MAl 1984 33 Aflsmunur? Nokkur atriÖi tengd eflingu sveitarfélaga — eftir Eggert Asgeirsson Fá mál hafa samfleytt verið lengur til umræðu í stjórnmálum en samskipti ríkis og sveitarfé- laga. Málefnasamningur hverrar ríkisstjórnarinnar á fætur ann- arri hefur- fjallað um nauðsyn gleggri verkaskiptingar, dreif- ingar valds og aukins sjálfstæðis sveitarfélaga. Fast að tuttugu árum hefur málið verið á döfinni hjá samtök- um sveitarstjórna. Þau hafa borið sig illa yfir flókinni verkaskipt- ingu og óskað hreinni lína og tekjustofna í samræmi við það. A sumum sviðum hefur árangur orð- ið, en leyfilegt ætti að vera að full- yrða, að smám saman hallar und- an fæti, og hlutur sveitarstjórn- anna þyngist, verkefni þeirra verða flókin — og dýr. Nýverið var hátíðlega undirrit- aður samningur um að tengja fjárhagsleg markmið sveitar- stjórnanna og ríkisvaldsins sem smám saman getur leitt til þess að línur fari að skýrast. Eftir er að vita hvort það leiði til eflingar sveitarfélaganna sjálfra, eða hvort það sé vald samtakanna sem eykst. Yfirleitt liggur brautin til stjórnmálaframa hina alkunnu miðsæknu leið frá sveitarstjórn- um til ríkisstjórnvalda. Sveitarstjórnarmenn hafa í tuga, kannski hundraðatali, flust úr forystuliði sveitarstjórna til ríkishlutans. Á þeim hafði vanda- málið brunnið og frá þeim flætt yfirlýsingar. Þrátt fyrir það hefur árangur staðið á sér hvað sam- skiptareglur varðar. Hér hefur verið drepið á verkaskiptinguna i þjóðfélaginu, undirstöðuatriði samfélagsins, hvar vald, frumkvæði og stefnu- mótun sé best komin, hjá ríkis- valdi eða sveitarstjórnum. Ekki má þó með öllu gleyma hlut borg- aranna sjálfra, fyrirtækja þeirra, stofnana og samtaka, sem þó verð- ur ekki gerð hér frekari skil. Alkunna er, að stefna og fram- þróun samfélagsins fer eftir flóknum leiðum. Sigur einnar stefnu byggist meðal annars á mótun hennar, innihaldi, sann- færingarkrafti og afli, eða hlut- falli þróttar þeirra, sem við eigast. Stefnumál, sem borið er fram til sigurs, þarf að vera grundvallað, aðlagað og samræmt breytingum samfélagsins á löngum tíma. Ef ekki, þá sest leiðinn að og fylgið gisnar. Nú um sinn hefur verið hljóðar en áður um málefni sveitarfélag- anna. Menn minnast eigi að síður illvígrar kosningabaráttu og síðar samninga stjórnmálaflokkanna á hverjum stað. Stundum var þar stundaður hráskinnaleikur þar sem fórnarlömb voru stundum starfsmenn sveitarstjórnanna, sveitar- og bæjarstjórar. í sveitarstjórnarkosningunum seinustu varð að venju mikil, sum- ir segja óvenjumikil, umbylting við uppstillingu og síðar kosningu. Nýtt fólk tók pólitíska forystu víða um land. Að sjálfsögðu var breytinga þörf. Sveitarstjórnar- mál eru, eins og flestallir vita, þreytandi, langir fundir, deilur og ónæði. Menn endast því illa við þau störf. Á hitt ber og að líta, að sveitarstjórnarmál eru vandasöm og mikillar kunnáttu þörf, ekki að- eins i ákvörðunum, heldur einnig í því, sem mestu máli skiptir, að gera stefnu að skynsamlegri fram- kvæmd. Reglur lýðræðisins leiða af sér breytingar. Venjur stjórn- málabaráttunnar ásamt tíðarand- anum gera veltuna hraðari en ella. Fjögur ár eru í það stystur tími fyrir nýjan meirihluta í sveitar- stjórn að koma í framkvæmd nýj- um stefnumálum og allt of stuttur fyrir hugsjón að kvikna, nærast, festa rætur og blómstra. Stefna stjórnmálaflokka og framfaramál byggðanna ættu í megindráttum að fara saman, en gera það ekki endilega i reynd, þegar til lengri tíma er litið. Starfslið sveitarfélaganna er kjölfesta þeirra, mismikil eftir staðháttum, og hvernig málum hefur verið komið fyrir. Orð heyr- ast falla um að moka þurfi kjöl- festunni til eða frá, hvaða áhrif sem það kann að hafa. Ekki skal getum leitt að því, hvort þessi- skoðun eigi sér meira fylgi en sú að pólitfska forystan sé færð til. Hér var rætt um vandasöm verkefni hinnar kjörnu forystu, sem ber ábyrgð á að koma fram meginstefnumálum. En að hinu leytinu eru það starfsmenn sveit- arstjórnanna, sem þurfa að hrinda stjórnmálaákvörðunum í fram- kvæmd. Ekki er ólíklegt, að það séu einmitt fagmennirnir, starfsmenn sveitarstjórnanna, sem leggja þá stjórnsýslugrein fyrir sig, sem mest áhrif geta haft til að bera fram til sigurs framtíð- arvelferð sveitarstjórnanna sem heildar, með atbeina stjórnmála- mannanna. Sumir ætla að þessu sé öfugt farið. f kjölfar sveitarstjórnarkosn- inganna 1982 bólgnuðu starfsaug- lýsingar dagblaðanna af lausum bæjar- og sveitarstjórastöðum. Áður en langt líður munu slíkar auglýsingar birtast enn á ný og mun svo halda áfram. Að vísu sýn- ist einhver misbrestur vera á því, að slíkar stöður séu auglýstar og kosið i embættin í stað þess að ráða í þau, eins og eðlilegra virðist að gera samkvæmt sveitarstjórn- arlögum*. Umbyltingin í stétt bæjar- og sveitarstjóra er með svo skjótum hætti, að ólíklegt er, að takist á skömmum tíma að afla nægilega margra fagmanna á þessu sviði, þannig að velferð sveitarfélag- anna sé þjónað, eða þeirra sem i byggðunum búa. Eftir kosningarnar tóku margir kunnáttusamir og reyndir sveitar- stjórnarmenn „það rólega", „í faðmi fjölskyldunnar", „hugsuðu sinn gang“ og „hvildu sig“ eftir erfiði liðinna ára, svo vitnað sé til orða sem eftir þeim voru höfð, og var þá ekki minnst á næstliðið áfall. Sennilega líta þeir með hlýju aftur til þeirrar byggðar, þar sem þeir og fjölskyldur þeirra höfðu búið og starfað. Kannski höfðu þeir þá ósk mesta að fá aðra ámóta stöðu í liýrri byggð, þar sem þeir og fjölskyldur þeirra gætu á ný knýtt vináttubönd um fjögurra ára skeið. Kannski skem- ur, jafnvel lengur. Hér var ekki ætlunin að hefja umræðu um mannúðarstefnu, að- eins það sem snertir beina fram- tíðarhagsmuni sveitarfélaganna, einstakra og sem heildar. Hér er þeirri skoðun haldið fram, að framtíð sveitarfélaganna byggist á hinu hæfasta liði; annars vegar, að til hinnar pólitísku forystu og hinsvegar, að í starfsliðið veljist hið hæfasta fólk. Þetta er sjálf- sagður hlutur. Hitt er öllu erfið- ara að tryggja eðlilegt samstarf þessara tveggja lima á einni og sömu skepnunni. Á undanförnum árum hefur nokkuð áunnist í þjálfun manna í sveitarstjórnarstörfum. Enn hef- ur þó engin bein skólun mótast enda dýrt, þegar skammur ráðn- ingartími er hafður i huga. Eins og áður sagði, eru sveitar- stjórnarstörf erfið og flókin. Með skipulagi má þó 'gera þau léttari og markvissari, þannig að hreyf- anleiki í sveitarstjórnarfram- kvæmdum vaxi og pólitískum bar- áttumálum og stefnu verði fyrr komið í verk, án þess þó að ofsiglt sé. Það, sem hér hefur verið rætt, leiðir til þeirrar niðurstöðu, að uppistaða sveitarfélaganna séu trúnaðarmenn, atvinnumenn, sem leggi sveitarstjórnarmál fyrir sig sem ævistarf og köllun. Auk venjulegra sveitarstjórnarmála, sem krefjast mikillar þekkingar, samskipta við ríkisvaldið og „sjóðakerfið", sem líka krefst reynslu, hæfileika og mannþekk- ingar. Samskiptin við stjórnmála- mennina og hina almennu borgara (sem stjórnmálamennirnir eru stundum afbrýðisamir yfir) eru afar þýðingarmikil. Við getum rifjað upp í huga okkar dæmi um það, hvernig starfsmennirnir hafa, fyrir tilviljun, jafnvel klaufaskap, dregist inn í pólitíska bardaga án þess að ugga að sér. Bæjar- og sveitarstjórar skipt- ast í ýmsa hópa, t.d.: a. Þeir, sem leggja stjórnmál fyrir sig, bjóða sig fram í sveitarstjórn- arkosningum. Þeir eiga sér póli- Eggert Ásgeirsson „Ef auðnast að koma upp nægilega stóru sér- hæfðu liði starfsmanna sveitarfélaga, sem leggja sveitarstjórnar- störf fyrir sig sem ævi- starf, má ætla að sam- skipti ríkis og sveitar- stjórna færist í jafnræð- isátt, þar sem aflsmunar gætir ekki.“ tísk markmið og stuðningsmenn. Þeir standa og falla með hinni pólitísku stefnu sem þeir hafa kos- ið sér. Ef þeir tapa, má ætla, að þeir falli á bak aftur f faðm síns stjórnmálaflokks og skoðana- bræðra. b. Þeir, sem hafa kvatt fyrri stjórnmálastefnu en taka ekki lengur þátt í stjórnmálum. Fyrir kemur, að þeir séu óviljandi tengdir stjórnmálaflokkum og verði grunsamlegir í einhverra augum. Þeir eru liklegast ráðnir þar sem sterkur samsteypuflokkur Htur þá vinsamlegu auga. Staða þeirra er ótrygg. c. Þeir, sem eru alveg ópólitískir og gefa ekki upp stjórnmálaskoð- anir. Þeir geta fallið í þá alkunnu gildru, að „sá, sem ekki er með mér, er á móti mér“. Þeir eru helst ráðnir af samsteypustjórn. Báðir flokkarnir b. og c. eiga það sameiginlegt að falla milli stóla, þegar meirihlutinn raskast. í grannlöndum okkar eru mis- munandi aðferðir við ráðningu bæjar- og sveitarstjóra. Skulu nefnd hér dæmi af handahófi: — ríkisembættismenn — ráðnir sem embættismenn — kjörnir sem stjórnmálamenn Allar þessar aðferðir eiga sitt- hvað til síns máls og verður ekki skýrt hér hvernig framkvæmdum er háttað. Aðstæður eru nokkuð sérkenni- legar hér á landi vegna fámennis sveitarfélaga, og ekki síður vegna þess hve hefðir stjórnmálabarátt- unnar og stjórnsýslunnar eru skammar og illa rótfastar. Þá er flokkspólitískt ofstæki og lang- rækni á stundum svo mikil að ekki tekst að vinna markvisst að því sem kæmi sveitarfélögunum að framtíðargagni. Nauðsynlegt er að finna ein- hverja iausn, þannig að framtíð- arhagsmunum sveitarfélaganna sé vel þjónað. Það verður ekki gert nema með því að byggja markvisst upp hæfan hóp starfsmanna, sem ásamt stjórnmálamönnum ráða við verkefni sveitarfélagsins. Það gerist með faglegri ræktun mik- ilvægrar stéttar. Að öðrum kosti er hætt við, að sveitarstjórnar- störf verði áfram stjórnmálalegur tilraunavettvangur, án markvissr- ar þróunar. Niðurstöður máls míns eru þessar. — Samskipti ríkisvalds og sveitarfélaga þurfa að vera einfaldari i sniðum en þau eru nú og verkaskipting ljós. — Starfsmenn sveitarfélaga þurfa að verða sérhæfðir at- vinnumenn sem hafi þjálfun í að koma í framkvæmd stefnumálum þeirra stjórn- málaflokka sem meirihluta hafa á hverjum stað. Stjórn- málaflokkunum er nauðsyn- legt að hafa á að skipa hæf- um starfsmönnum sem tryggt geta farsæla fram- kvæmd. — Til þess að auðnist að fá til starfa kunnáttusama at- vinnumenn, er nauðsynlegt að samræma ráðningarform og réttindi þeirra og efla starfsþjálfun. , — Meðan ekki er komið á fast- mótuðum og samræmdum reglum um ráðningarfyrir- komulag, þarf að skipa þann- ig málum, að tilfærsla starfsmanna eftir kosningar gerist á svo löngum tíma, að ráðrúm gefist til að halda í hæfa fagmenn og koma í veg fyrir að þeir hrekist úr mik- ilvægri starfsgrein sem hæf- ir eru. Ef auðnast að koma upp nægi- lega stóru sérhæfðu liði starfs- manna sveitarfélaga, sem leggja sveitarstjórnarstörf fyrir sig sem ævistarf, má ætla, að samskipti ríkis og sveitarstjórna færist í jafnræðisátt, þar sem aflsmunar gætir ekki. * 33. gr. sveiurstjórnarla^a nr. 58, 29. mars 1961: „BKjmratjórn reóur b*jarstjóra. Ráftn ingartími hans skal vera hinn sami og kjörtíma bil bæjarstjórna. Hafi ba'jarstjóri verid rádinn til lengri tíma, skal þó hvorum adila heimilt ad kjörtímabili loknu, aó ægja ráóningarsamningi upp meó sex mánaóa fyrirvara.“ (Sambærilegt ákvæói er um sveitarstjóra.) Eggert Asgeirsson er skrifstofu- stjóri Sambands ísl. rafveitna og Sambands ísl. bitaveitna. Hundamatsala Nice, Frakklandi. 14. mai. AI*. HINIR RÍKU í Cote D’Azure í Nice, flykkjast nú með kjöltu- rakka sína á nýjan rándýran mat- sölustað, sem sérhæfir sig í dýrind- is þriggja rétta máltíðum fyrir hunda. Máltíðirnar kosta allt að andvirði 15 dollara og eru fram- reiddar á besta fáanlega postulíni. Forréttirnir eru af ýmsum gerðum, allt frá „blóðugum hundi" til „gulrótarparadísar". Einnig ýmsar gerðir hollenskra, svissneskra og franskra osta. Aðalréttirnir eru einnig fjöl- breytilegir, niðursneiddur kalk- únn með nýju „pasta", gufusoð- inn silungur með hrísrgjónum, gratíneraður fiskur með mjólk og ferskum grænum baunum svo eitthvað sé nefnt. Hver hundur snæðir í einka- bás og snýst einkaþjónn um hvern og einn. Auk þess eru á staðnum menntaðir hundatemj- arar, megrunarsérfræðingar og dýralæknar. Tilboð sem verður ekki endurtekið ____________Gildir til 19. maí ’84.__ 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verzlunarinnar ATH: Tilboðið verður ekki endurtekið. Síðasti dagur 19. maí. OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 19.5 frá kl. 10—3 e.h. K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 — Símar 37010 — 37144 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.