Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 5 Myndin var tekin við afliendingii styrkja úr menningarsjóði Pamelu Sanders Brement. Frá vinstri: Sigurður Helgason, Þóra Kristjánsdóttir, Hulda Kristín Magnúsdóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Pamela Sanders Brem- ent, Aðalsteinn Ingólfsson og Torfi Jónsson. Styrkveiting úr Menningar- sjóði Pamelu Sanders Brement HINN 4. maí sl. fór fram styrk- veiting úr menningarsjóói Pamelu Sanders Brement, en sjóóur þessi var stofnaður á þessu ári og hlut- verk hans er að styðja efnilegt ís- lenskt námsfólk til náms í list- iðnaði í Bandaríkjunum. ' Styrk úr sjóðnum hlutu að þessu sinni Kolbrún Björgúlfs- dóttir til náms í leirkerasmíði og Hulda Kristín Magnúsdóttir til náms í fatahönnun. Sjóðurinn ber nafn stofnanda, en Pamela Sanders Brement er eiginkona Marshall Brement núverandi sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi. Menningarsjóðurinn er í vörslu American Scandinavian Foundation í New York en í um- sjá Íslensk-ameríska félagsins á íslandi. Styrkveitingin fór fram í skrifstofu formanns, Sigurðar Helgasonar. Viðstödd var, auk stofnanda sjóðsins og formanns félagsins ásamt styrkþegum, dómnefnd sem fjallaði um þær umsóknir sem bárust, en hana skipa Aðalsteinn Ingólfsson, Torfi Jónsson og Þóra Krist- jánsdóttir. Aðalfundur Félags íslenskra rithöfunda: Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands: Jónas Guðmundsson kjörinn formaður m V6RZUJNfiR8fiNKI iSlfiNDS Hf > sulM 9127200 NÝ SÍMASKRÁ er komin út og verð- ur afhent símnotendum frá og með fimmtudeginum kemur. Upplag skrár- innar er 117 þúsund eintök. Hún er 32 síðum stærri en símaskráin 1983 en brot hennar er hið sama. Nýja síma- skráin tekur gildi frá og með 1. júní að öðru leyti en því að númeraskipti sem gert hafði verið ráð fyrir á Sel- tjarnarnesi taka ekki gildi fyrr en í júnflok. Skrá yfir neyðar- og öryggissíma er á kápu símaskrárinnar innan- verðri og á efri hluta baksíðu að utanverðu. Þá er í símaskránni skrá yfir ný og breytt símanúmer meðan prentun skrárinnar stóð yfir, á bls. 602 næst á undan leiðarvísi um skyndihjálp. Um leið og nýja símaskráin tekur gildi verður skipt út 2000 nýjum símanúmerum í Múlastöðinni. Eru það númerin frá 85000 upp að 87000 og fá þau töluna 6 fyrir framan sig. VEL KLÆDD WAT Minnum á úrslitakvöld i keppninni Stjarna Hollywood 1984. Fulltrui ungu kynslódarinnar 1984 og Sólarstjarna Úrvals 1984 1. júní „ MIDA- 0G BORDAPANTANIR í SÍMA 77500. AÐALFUNDUR Félags íslenskra rit- höfunda var haldinn á sunnudag. Fundurinn gerði þrjá félaga að heið- ursfélögum, þá Guðmund Frímann, Jón Björnsson og Jón Thorarensen. Jónas Guðmundsson, rithöfund- ur, var einróma kjörinn formaður í stað Gunnars Dal, sem færðist und- an endurkjöri. Jónas Guðmundsson hefur oft átt sæti í stjórn og var formaður félagsins fyrir rúmlega áratug. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn eru: Indriði G. Þorsteinsson, Indriði Indriðason, Gunnar Dal, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Baldur Óskarsson og Pjetur Haf- stein Lárusson. 6 nýir félagar gengu í Félag íslenskra rithöfunda, en fé- lagsmenn voru fyrir um 70. Fundurinn samþykkti nokkrar tillögur varðandi hagsmunamál sín. Meðal annars benti fundurinn á að hagsmunafélög rithöfunda séu nú tvö í landinu og FÍR sé fullgildur hagsmunaaðili fyrir hönd þeirra rithöfunda, sem í því séu, enda fé- lagafrelsi í landinu. Rithöfunda- samband íslands hefur því ekki einkarétt á málefnum rithöfunda, eins og talsmenn þess haldi fram Jónas Guðmundsson opinberlega. FÍR mótmæli slíkri rangtúlkun staðreynda. Einnig er því beint til Ragnhildar Helgadóttur að við skiptingu fjár vegna fjölföldunar í skólum sé þess gætt að rithöfundar séu í tveimur félögum og úthlutun verði í sam- ræmi við meðlimatölu félaganna. „Þetta er auðvitað ekki eiginlegt læknisvottorðu og ekki að votta annað en það sem hann vissi sannast og réttast. Páll sagði að málið væri einfaldlega það, að ýmsir aðilar á vinnumark- aðnum væru að semja um að til- tekinn réttur félli niður eða stofn- aðist eftir því hvort læknisvottorð væri lagt fram eða ekki, en það hefði aldrei verið um það rætt við fulltrúa læknafélaganna hvernig þessi læknisvottorð ættu að vera og hvað þyrfti til að koma til þess að læknar undirgengjust þessa kvöð sem verið væri að setja í samninga. „Samkvæmt lögum er læknum ekki skylt að gefa út önn- ur vottorð en þau sem fara eiga til tryggingakerfisins eða opinberra aðila," sagði Páll jafnframt. Ljósmynd Höróur Vilhjálmsson Frá aóalfundi Félags íslenskra rithöfunda þar sem þrír rithöfundar voru gerðir að heiðursfélögum. Taldir frá vinstri: Jón Björnsson og Jón Thorarensen, en Indriði Indriðason afhendir þeim heiðursskjölin. Guðmundur Frímann gat ekki verið viðstaddur afhendinguna. Dæmdur í 12 þús. kr. sekt SKIPSTJÓRINN á Dalborginni frá Dalvík var sektaður um 120 þúsund krónur fyrir tilraun. tii smygls. Við tollleit á Dalvík í síðustu viku fund- ust í tanki togarans 150 kassar af bjór, myndbandstæki, sjónvarp, 20 kíló af skinku og 13 flöskur af léttu víni. Skipstjórinn viðurkenndi að hafa átt megnið af smyglinu. „ÞETTA ER auðvitað ekki eiginlegt læknisvottorð, heldur einungis vott- orð um það sem sjúklingurinn sagði,“ sagði Páll Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Læknafélags fslands og Læknafélags Reykjavíkur, er * ífeímáskrá 1984 komin LANRSBANKt lSLANDS ™ SIMI91-27722 blm. Mbl. spurði hann í gær hver hans skoðun væri á læknisvottorð- um eins og þeim sem Erling Aspe- lund, framkvæmdastjóri flugrekstr- arsviðs Flugleiða, nefndi í viðtali við blaðið í gær, en þar kom m.a. fram að eitt vottorðanna fimm sem borist höfðu frá flugmönnum hljóðaði upp á það að einn flugmaðurinn væri veikur þann 18. maí, að eigin sögn, og annað var upp á það að flugmað- urinn væri ófær um að vinna vegna sjúkdóms þann 18. 19. og 20 maí, en læknirinn sem það vottorð gaf út, sagði í samtali við trúnaðarlækni Flugleiöa að hann hefði aldrei hitt viðkomandi flugmann. Páll sagði að viðkomandi læknir ætti auðvitað að vanda til vottorða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.