Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 32
MORGUNBLA'OTÐ.MnymUDÆGUR 23.MAÍ 1984 r32 134 styrkir úr Vísindasjóði ’84 TÆPLEGA 22 milljónum króna hef- ur verið varið í 134 styrki úr Vísinda- sjóði fyrir 1984. Er þetta 27. úthlut- un úr sjóðnum. Raunvísindadeild veitti 75 styrki, samtals aö fjárhæð 14.516.000 krónur og hugvísinda- deild veitti alls 59 styrki að fjárhæð 7,3 milljónir króna. Að venju var heildarfjárhæð umsókna miklu hærri en það fé, sem unnt var að veita, að því er segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum. Varð því að synja mörg- um umsækjendum og veita öðrum lægri styrki en æskilegt hefði ver- ið. í stjórn Raunvísindadeildar Vísindasjóðs sitja nú: Eyþór Ein- arsson, grasafræðingur formaður, Örnólfur Thorlacius rektor vara- formaður, Bragi Árnason efna- fræðingur, Gunnar ólafsson nátt- úrufræðingur, Kristján Sæmunds- son jarðfræðingur og Margrét Guðnadóttir, læknir. Ritari raun- vísindadeildar er Sveinn Ingvars- son, konrektor. Flesta styrki veitti deildin til rannsókna í líffræði og skyldum greinum, eða 26, sem skipta með sér tæplega 4,4 milljónum króna. Sextán styrkir voru veittir til rannsókna í læknisfræði, 14 í jarð- fræði og skyldum greinum, 7 í eðl- isfræði, 6 í efnafræði, 4 í verk- fræði og 2 í stærðfræði. Eftirtaldir hlutu styrk Raunvís- indadeildar Vísindasjóðs: □ Skrá um veitta styrki og viðfangsefni 1984: Aðalsteinn Sigurðsson, Erling- ur Hauksson og Karl Gunnars- son. Þróun lífríkis á hörðum botni við Surtsey. 200.000 Ágúst Guðmundsson jarðfræð- ingur. Rannsónir á innskotum á SA-landi. 140.000 Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Rannsóknir á jöklabúskap Vatnajökuls. 200.000 Ari Ólafsson eðlisfræðingur. Ósamhverfur CÓ2 bylgjuleið- aralaser. 235.000 Árni Einarsson líffræðingur. Saga mýstofna í Mývatni. 200.000 Ástríður Pálsdóttir líffræðing- ur. DNA erfðafræði C4 gena. 100.000 Efnafræðistofa Raunvísinda- stofnunar H.í. Ábm. Bjarni Ingi Gíslason. Útgeislun örvaðra saltmyndara. 100.000 Bjarni Torfason læknir. Rann- sóknir á umferðarslysum og af- leiðingum þeirra. 95.000 Lyflækningadeild Landspítal- ans. Ábm. Bjarni Þjóðleifsson. Rannsóknir á járnbúskap ls- lendinga. 200.000 Blóðbankinn við Barónsstíg. Ábm. Ólafur Jensson. Mælingar á gamma geislun sporefna í mænuvökva. 120.000 Bændaskólinn á Hvanneyri. Ábm. Ríkharð Brynjólfsson. Nýting búfjáráburðar. 120.000 Eðlisfræðistofa R.H.Í. Ábm. Einar Júlíusson. Kjarnasam- setning geimgeisla — HEAO- -C2-mælingar. 150.000 Ellen Mooney læknir. Hlut- fallsleg tíðni Subacute Cutan- eous Lupus á íslandi. 125.000 Félag um innkirtlafræði. Ábm. Gunnar Sigurðsson. Könnun á krabbameini í skjaldkirtli á ís- landi 1974-83. 75.000 Hollustuvernd ríkisins. Ábm. Franklín Georgsson og Eggert Gunnarsson. Rannsóknir á Clostridium botulinum í mat- vælum og jarðvegi á íslandi. 150.000 Frumulíffræðideild Rann- sóknastofu H.í. v/Barónsstíg. Ábm. Valgarður Egilsson. Stjórn á kalsíum í æxlisfrum- um úr mönnum. 200.000 Georg Robert Douglas jarð- fræðingur. Veðrun basalts. 325.000 Jarðfræðistofa R.H.Í. Ábm. Gylfi Már Guðbergsson. Gróð- ur- og landgreining eftir gervi- hnattamyndum á fslandi. 236.000 Jarðeðlisfræðistofa R.H.I. Ábm. Gillian Rose Foulger. Brot- lausnir jarðskjálfta á Hengils- svæði. 270.000 Efnafræðistofa R.H.f. Ábm. Guðmundur G. Haraldsson. Sérhæfð klofnun á aromatísk- um eterum. 230.000 Guðmundur Snorri Ingimars- son og Helga Ögmundsdóttir læknar. Áhrif interferona á myeloma-sjúklinga. 120.000 Lyflækningadeild Landspítal- ans. Ábm. Guðmundur Þor- geirsson. Stjórn prostacyclin- framleiðslu æðaþels. 180.000 Gunnar Sigurðsson stærðfræð- ingur. Rannsóknir í stærðfræði. 150.000 Hafrannsóknastofnun. Ábm. Hafliði Hafliðason. Segulmæl- ing á seti á íslenska landgrunn- inu. 210.000 Hafnamálastofnun ríkisins. Ábm. Gísli Viggósson. Skips- hreyfingar í höfnum. 250.000 Hannes Hafsteinsson efnafræð- ingur. Þróun tækis til að eyða sníkjudýrum úr fiskflökum. 200.000 Jarðeðlisfræðistofa R.H.I. Ábm. Helgi Björnsson. ísflæði og eðl- iseiginleikar Hofsjökuls, Eyja- bakkajökuls og vestanverðs Vatnajökuls. 400.000 Helgi Guðbergsson læknir. Rannsóknir á atvinnusjúkdóm- um. 150.000 Helgi Sigurðsson dýralæknir. Fóstureitrun hjá kindum. 150.000 Hermann Þórisson stærðfræð- ingur. Endurnýjunarferli og dreifingatenging. 125.000 Lífefnafræðistofa H.í. Ábm. Hörður Filippusson. Rannsókn- ir á kyrrsettum ensímum. 300.000 Iðntæknistofnun Islands. Ábm. Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Einarsson. Rannsóknir á framleiðslu zeolíta. 400.000 Augndeild Landakotsspítala. Ábm. Ingimundur Gíslason. Rannsóknir á illkynja æxlum í augum. 100.000 Líffræðistofnun H.í. Ábm. Guðni Alfreðsson og Jakob Kristjánsson. Rannsóknir á hitakærum örverum f hverum og laugum. 350.000 Jóhann Helgason jarðfræðing- ur. Rannsóknir á jarðfræði fjallgarðanna austan Jökulsár á Fjöllum. 170.000 Jarðeðlisfræðistofa R.H.I. Ábm. Jón Eiríksson og Leó Krist- jánsson. Bergsegulmælingar á Tjörnesi. 100.000 Tilraunastöð H.í. í meinafræði, Keldum, Ábm. Þorsteinn Ólafs- son. Athugun á æxlunarfærum íslenskra kúa eftir burð. 165.000 Rannsóknastofa H.í. í lífeðlis- fræði. Ábm. Jón G. Óskarsson. Samanburður á börnum og unglingum vegna meintra áhættuþátta hjarta- og æða- sjúkdóma. 75.000 Júlíus Birgir Kristinsson líf- fræðingur. Áhrif umhverfis- þátta á vöxt og göngubúning laxaseiða. 155.000 Fjarskiptatækni, Ármúla 5. Ábm. Kristján Benediktsson. SSB-merki búið til f tölvustýrð- um mótara. 300.000 Krabbameinsfélag íslands og Kvennadeild Landspítalans. Ábm. Kristján Sigurðsson. Sameiginlegur upplýsingabanki fyrir Leitarstöð K.I. og Krabba- meinsdeild Kvennadeildar Landspftalans. 135.000 Líffræðistofnun H.í. Ábm. Arn- þór Garðarsson. Rannsóknir á vetrarfæðu svartfugla á grunnslóð. 265.000 Líffræðistofnun H.l. Ábm. Hörður Kristinsson. Út- breiðslukort íslenskra há- plantna. 60.000 Líffræðistofnun H.í. Ábm. Logi Jónsson. Rafskráningar f frum- um. 200.000 Magnús Böðvarsson læknir. Þáttur kalsfumkalmodulins í örvun vasopressinnæmra líf- hvata. 400.000 Rannsóknastofa f lyfjafræði H.I. Ábm. Magnús Jóhannsson. Tenging hrifspennu og sam- dráttar f þverrákóttum vöðvum. 70.000 Ólafur Grímur Björnsson lækn- ir. Athuganir á verkunarmáta kalsíumháðra peptíðhormóna í lifrarfrumum. 250.000 Ólafur Grétar Guðmundsson læknir. T-eitilfrumur og undir- flokkar þeirra í tárakirtli manna. 200.000 Ólafur Karl Nielsen líffræðing- ur. Vistfræði íslenska fálkans. 75.000 Jarðeðlisfræðistofa R.H.f. Ábm. Páll Einarsson. Fjarlægðar- mælingar á jarðskjálftasvæði Suðurlands. 170.000 Eðlisfræðistofa R.H.I. Ábm. Páll Theódórsson. Mæling geislakols til aldursákvörðunar og þrívetnis við grunnvatns- rannsóknir. 350.000 Verkfræðistofnun H.í. Ábm. Ragnar Sigbjörnsson. Vindálag á þök. 400.000 Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Ábm. Stefán Aðalsteins- son. Kaup á holspegli til rann- sókna á sauðfé. 55.000 Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Ábm. Stefán Sch. Thor- steinsson og Sigurgeir Þor- geirsson. Gulka í kindafitu. 100.000 Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Ábm. Halldór Sverrisson. Lífrænar varnir gegn plöntu- sjúkdómsvöldum í ræktunar- efnum í gróðurhúsum. 175.000 Jarðfræðistofa R.H.f. Ábm. Sigurður Steinþórsson. Jarð- fræði og bergfræði Dyrfjalla. 60.000 Jarðfræðistofa R.H.I. Ábm. Sigurður Steinþórsson. Berg- fræðitilraunir við háan þrýst- ing. 300.000 Efnafræðistofa R.H.f. Ábm. Sigmundur Guðbjarnason. Rannsóknir á fitusýrusamsetn- ingu fosfólípíða í hjarta. 95.000 Efnafræðistofa R.H.I. Ábm. Sigríður Ólafsdóttir. Rannsókn- ir á karboxypepíðasa A og B f skúfum þorsks. 135.000 Sigurbjörn Einarsson jarðvegs- fræðingur. Jarðvegsrannsóknir í Hallormsstaðaskógi. 180.000 Sauðfjárveikivarnir. Ábm. Sig- urður Sigurðarson. Erfðamót- staða gegn riðuveiki í sauðfé. 90.000 Sigurður S. Snorrason líffræð- ingur. Rannsóknir á bleikju í Þingvallavatni. 300.000 Rannsóknastofa H.f. í meina- fræði og réttarlæknisfræði. Ábm. Sigurður Egill Þorvalds- son. Meinafræðileg rannsókn á krabbameini í skjaldkirtli hjá fslendingum. 120.000 Skógrækt ríkisins. Ábm. Jón Gunnar Ottósson. Skordýr í görðum og skóglendi og skemmdir af þeirra völdum. 325.000 Jarðfræðistofa R.H.f. Ábm. Stefán Arnórsson. Rannsóknir á ísótópasamsetningu vatns og hveragufu. 160.000 Rannsóknastofa H.I. í lífeðlis- fræði. Ábm. Kristín Einars- dóttir og Stefán B. Sigurðsson. Starfsemi sléttra vöðva í æða- veggjum. 250.000 Jón Kristjánsson og Tumi Tóm- asson fiskifræðingar. Samband vaxtar- og kynþroskastærðar urriða í íslenskum stöðuvötn- um. 170.000 Upplýsinga- og og merkjafræði- stofa Verkfræði- og raunvís- indadeildar H.I. Ábm. Sigfús Björnsson. Stafræn merkja- vinnsla fjarkönnunargagna. 380.000 Frumulíffræðideild Rann- sóknastofu H.I. v/Barónsstíg. Ábm. Valgerður Andrésdóttir. Samanburður á mítókondríu- DNA úr æxlisfrumum og heil- brigðum frumum. 200.000 Verkfræðistofnun H.í. Ábm. Þorgeir Pálsson. Eftirlíking af varmaorkukerfum. 245.000 Verkfræðistofnun H.í. Ábm. Þorsteinn Helgason. Sprungu- myndun í útveggjum stein- steyptra húsa. 235.000 Eðlisfræðistofa R.H.l. Ábm. Þorsteinn I. Sigfússon. Upp- bygging rannsóknaaðstöðu í eðlisfræði þéttefnis. 450.000 Þórir S. Guöbergsson Málefni aldraöara VII Alvarlegt ástand í hjúkrunarmálum aldraðra í greinum mínum um málefni aldraðra undanfarnar vikur hef ég lagt áherslu á fjölda þátta í málefnum aldraðra sem stuðla mjög að undirbúningi efri ár- anna. í tímanna rás erum við sífellt að undirbúa okkur á ýmsa vegu. í bernsku er lagður grundvöllur að næsta æviskeiði okkar og veganestið sem okkar nánustu og samfélagið veitir okkur hefur áhrif um alla framtíð. Á ungl- ingsárunum búum við okkur undir fullorðinsárin og þegar við höfum náð þroska fullorðinna er löngu hafinn undirbúningur að síðasta æviskeiði okkar á þessari jörð. Með hollum lífsvenjum, góðu mataræði og jákvæðu lífsviðhorfi frá upphafi er lagður traustur hornsteinn að framtíðinni. Sú kynslóð sem rutt hefur veg- inn á undan okkur hefur unnið hörðum höndum, oft lifað við bág kjör, langan vinnudag, jafn- vel við sult og seyru — en hún kvartar ekki og ber ekki bumbur — hún fer ekki á torg og blæs í lúðra — hún ber sorg og þreng- ingar með þögn og þolinmæði — og hver þakkar henni og ber virð- ingu fyrir henni? Margt er vel gert Frá því að Norðurbrún 1 var byggð, þar sem fyrstu sérhönn- uðu íbúðirnar fyrir aldraða voru byggðar á vegum Reykjavíkur- borgar, hafa risið tvö íbúðarhús með svipuðu sniði, þ.e. leigu- húsnæði fyrir aldraða Reykvík- inga þar sem tiltölulega lítil þjónusta er við íbúana utan hefðbundinnar heimilisþjónustu og heimahjúkrunar sem ætluð er öldruðum íbúum Reykjavíkur al- mennt. Fjölbýlishús þessi eru Furugerði 1 og Lönguhlíð 3. I Furugerði eru samtals 88 íbúar að jafnaði, einstaklingar og hjón, en í Lönguhlíð 3 búa að jafnaði 32 einstaklingar. Þar eru engar hjónaíbúðir. I húsnæðismálum aldraðra á árunum 1977—79 var vissulega gert veglegt átak í þessum mála- flokki og hélt sú uppbygging áfram með tilkomu þjónustu- íbúðanna við Dalbraut. Þar greiða íbúar sérstakt þjónustu- gjald auk húsaleigunnar, eiga kost á heitri máltíð alla daga vikunnar auk hátíðisdaga og ennfremur er þar næturvakt alla daga ársins. En svo var haldið áfram upp- byggingu húsnæðis fyrir aldraða með byggingu Droplaugarstaða við Snorrabraut. Reynsla undan- farinna ára sýndi greinilega að brýn nauðsyn var á vistheimili fyrir lasburða aldraða sem þurfa á umönnun og eftirliti að halda ásamt þjálfun og endurhæfingu. Ennfremur óx fjöldi þess fólks sem þurfti á hjúkrun að halda og sérhæfðu starfsliði. Svo mikil var neyðin á þessum árum að ákveðið var að breyta hluta íbúð- anna við Snorrabraut í hjúkrun- arheimili fyrir 32 einstaklinga. Öll þessi hús eru rekin af Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar, einnig vist- og hjúkrun- arheimilið við Snorrabraut. Neyðin vex ört Háöldruðum Reykvíkingum fjölgar ört. Þar með hópi þess fólks sem þarf á hjúkrun og um- önnun að halda. Margar átak- anlegar sögur væri unnt að segja um neyð aldraðra hjúkrunar- sjúklinga og erfiðleika aðstand- enda þeirra sem þurfa stundum árum saman að leggja nótt við dag í umönnun og eftirliti, búa við öryggisleysi og sífellda hræðslu um að aldraðir foreldr- ar eða ættingjar deyi án þess að geta látið vita af sér. Sumar sög- urnar hafa verið sagðar í frétta- miðlum og verður ekki bætt við þær hér en eingöngu nefndar fá- einar tölur þessu til staðfest- ingar. I janúarmánuði 1984 voru 36 einstaklingar 91 árs og eldri á biðlista Reykjavíkurborgar eftir húsnæði eða vistun og 7 hjón á þessum aldri. Samtals eru því á biðlistanum um 50 manns sem orðið er 91 árs eða eldra. Þá voru einnig á sama tíma 88 einstaklingar og 17 hjón samtals sem voru á aldrinum 86—90 ára á biðlistanum. Á aldrinum 86 og eldri voru því samtals 172 sem voru á biðlista Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar í jan. sl. Nú liggur í augum uppi að með vaxandi fjölda íbúa á háum aldri vex einnig þörfin fyrir hjúkrun og langlegu þeirra sem ekki geta verið í heimahúsum. Elli- og hjúkrunarheimili Grundar hefur leyst fjölda hjúkrunarmála á undanförnum áratugum og sömu sögu má segja um DAS. Nú eru hins veg- ar hjúkrunarpláss þessara stofn- ana að mestu lokuð fyrir sjúku fólki utan úr bæ, þar sem fjöldi vistmanna á heimilum þessum hefur brýna þörf fyrir meiri hjúkrun og umönnun en veitt er á almennri vistdeild. Hátt á annað hundrað manns eru nú á biðlista að vistun og hjúkrun á Droplaugarstöðum þar sem rými er fyrir 36 vist- menn og 32 hjúkrunarsjúklinga. Margir eru útskrifaðir af bráð- asjúkrahúsum og öldrunarlækn- ingadeild í Hátúni og B-álmu Borgarspítalans og sótt um fyrir sama fólkið á hjúkrunarheimili Droplaugarstaða sem nú þegar hefur alltof marga sjúka ein- staklinga miðað við starfslið og hlutverk deildarinnar. Hvers eiga þeir að gjalda sem rutt hafa veginn á undan okkur og búið í haginn fyrir yngri kynslóðir? Er það þolanlegt í velferðarríki að senda aldrað fólk fram og aft- ur milli stofnana eins og pakka í pakkhús? Er nokkur furða þó að aðstandendur þessa fólks verði reiðir, sárir og þreyttir á starfs- mönnum þeim á Félagsmála- stofnun sem sífellt verða að neita og auka oft á öryggisleysið sem er nóg fyrir? Þegar sumarleyfi hefjast á sjúkrahúsunum aukast útskrift- ir enn og neyð sjúkra aldraðra eykst. Nú er mál að linni og heil- brigðisráð og yfirvöld ásamt ein- staklingum og félagasamtökum taki höndum saman og láti til skarar skríða í hjúkrunarmálum aldraðra. Oft er þörf en nú er nauðsyn. í jan. 1984 voru um 50 manns 91 árs og eldri á húsnæðislista Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar og um 112 manns sem voru á aldrinum 86—90 ára. l»á voru hátt á annað hundrað manns sem voru á biðlista vist- og hjúkrunarheimilis Drop- laugarstaða við Snorrabraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.