Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 16
~Í6 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKÚDAGUR 23. MAf 1984 „Ljóðið er í hverjum manni en það vita ekki allir af því“ Gripið niður í samtalsgrein Matthíasar Johannessen um lárviðarskáldið Sir John Betjeman Brezka lárviðarskáldiö Sir John Betjeman lézt í sumarbústað sínum í Wales sl. laugardag, á 78. aldursári, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Sir John var heilsuveill síðustu æviárin og fékk alvarlegt hjartaáfall í fyrra. Sir John er kunnasta og jafnframt ástsælasta skáld Breta. Sir John hóf nám í Oxford en lauk ekki prófi. Starfaöi hann síðan við kennslu og hjá tryggingarfélagi, en lagði síðan blaðamennsku fyrir sig, byrjaði sem kvikmyndagagnrýnandi hjá Evening Standard. Var rekinn þaðan og fór þá yfir á Daily Herald og skrifaði um bókmenntir. Einnig skrifaði hann um bækur í Daily Telegraph. Á stríðsárunum var hann blaðafulltrúi í brezka sendiráðinu í Dyflinni, starfaði síðar í flotamálaráðuneytinu og hjá British Counc- il. Upp úr stríðinu jókst skáldfrægð hans og árið 1948 vann hann til Heinemann-verðlaunanna. Ljóðabækur hans voru á lista yfir tíu söluhæstu bækur Bretlands upp úr því. Árið 1958 var gefið út Ijóðasafn hans og eftirspurnin var slík að fjórða prentun var komin í búðir fjórum vikum eftir að frumútgáfan kom út. Seldust þúsundir eintaka á dag og fyrir bókina hlaut hann Duff Cooper-minningar- verðlaunin. Árið 1960 sæmdi Englandsdrottning hann CBE-orðunni og veitti honum gullverðlaun sín fyrir skáldskap. Hann var sleginn til ridd- ara 1969 og útnefning hans sem lárviðarskálds 1972 þótti sjálfsögð. Sir John kom hingað til lands í byrjun árs 1970 og las hér úr verkum sínum og hitti íslenzka skáldbræður sína að máli. í viðtals- grein um Sir John í Morgunblaðinu 3. febrúar 1970, í tilefni af komu skáldsins hingað, segir Matthías Johannessen m.a. um skáldið og manninn: Ég þarf ekki að taka fram að auðvitað var þetta Sir John Betjeman skáld og menningar- frömuður sem sat þarna and- spænis mér og reyndi að leysa eins greiðlega úr spurningum mínum og hann frekast gat á þeim stutta tíma sem við höfðum til umráða. Hann var nýkominn úr heimsókn til Bessastaða, þar sem hann skoðaði kirkjuna — og hvernig var hægt að ætlast til að hann yrði minna en klukkustund lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Á Bessastöðum er ekki komið að tómum kofunum, þegar fornminjar eru annars vegar. Og gömul hús cg fornminjar eru ekki sérfag eða fræðigrein Sir Johns, 1-Jtt hann hafi margt um þau efni skrifað, heldur ástríða. En hrifning hans kemur oft á óvart. Hann sér hús eins og per- sónur. Þegar hann gekk inn í há- skólann sagði hann: „Þetta er stórkostlegt, en fremur ógnvekj- andi.“ Hann hreifst af gömlu húsunum við Tjörnina, horfði lengi á Glaumbæ. Reykjavíkur- apótek hafði mikil áhrif á hann. Og þarna sátum við nú og spjölluðum um íslendingasögur, þegar sendiherrann kom inn. Skáldið var eitthvað að minnast á það, að Islendingasögurnar hefðu ekki sent hann hingað norður, né neinn annar. „Það neyddi mig enginn til að korna," sagði hann. „Ég kom af fúsum og frjálsum vilja. Það er langt síðan mig langaði til að koma. Og ég vildi að ég fengi tækifæri til að koma aftur." Hann sagðist hafa verið í skóla, þar sem William Morris stundaði nám, „og við urðum að lesa þýðingar hans á Islend- ingasögunum, ásamt Homer. En mér líkuðu ekki þýðingar Morris af því mér fannst þær meira í ætt við erfiðisvinnu en list. Ég hef alltaf haft miklu meiri mæt- ur á sögum H.C. Andersens, þessum einföldu ljóðrænu frá- sögnum hans. Auk þess var sá sem kenndi okkur íslendingasög- urnar óskaplega leiðinlegur og það hafði sín áhrif. Ég nefni ekki nafn hans, því að ég gæti vel trú- að honum til að vera enn á lífi. En ég hef alltaf haft mætur á Morris af sömu ástæðum og ég hef verið veikur fyrir Viktoríu- tímabilinu. Mér hefur alltaf þótt hann gera skemmtilegt veggfóð- ur, teppi, útsaum og glerglugga og haft áhuga á skreytingum hans. En þýðingarnar verkuðu á mig eins og hann sagði við sjálf- an sig: Nú er best að hvíla sig frá skreytingum og útsaumi — og þýða íslendingasögur í 20 mínút- ur! Mér geðjast nú betur að þess- Sir John Betjeman um þýðingum hans en þegar ég var ungur. Ástæðan er sú að þær eru ekki á ensku. Og samt eru þær enska." ★ Síðar í greininni segir Matthí- as: Mér varð minnisstætt það sem Sir John hafði sagt um flugvéla- hávaðann. Hann er kannski vikt- oríanskur í viðhorfi til margra hluta, en hann er ekki síður nú- tíma maður en önnur merk ljóð- skáld þessarar aldar, þótt ein- hverjir hafi vlst reynt að koma því orði á að hann sé gamaldags og ljóð hans jafnvel yfirborðsleg — og þá helzt vegna þess að þau eru skemmtileg eins og maðurinn sjálfur. Allt sem er skemmtilegt er eitur í beinum fólks af vissri tegund. En á bak við þessa einstæðu kímni er djúp alvara, jafnvel þunglyndi, og a.m.k. þrá eftir glataðri æsku. Þeir sem heyrðu hann lesa upp í Árnagarði minn- ast þess kannski, að hann gat þess mjög gaumgæfilega, áður en hann las ljóð sitt um Miss Joan Hunter Dunn sem var að sögn hans „eins og túlípani" og vann með honum á stríðsárunum í upplýsingamálaráðuneytinu af öllum stöðum — að hann hefði EINOKUN AFLÉTT eftir Friðrik Sophusson Þau tíðindi hafa gerzt, að einok- un Grænmetisverzlunar landbún- aðarins á innflutningi á kartöflur hefur verið brotin á bak aftur. Þótt Neytendasamtökin, samtök kaupmanna, innflytjendur, Hús- mæðrafélag Reykjavíkur, Mann- eldisfélagið og fleiri samtök hafi átt stóran þátt í lokaslagnum má segja, að þjóðin öll hafi sameinazt í baráttunni við þau viðskipta- nátttröll, sem enn hafa ekki dagað uppi. Þegar landbúnaðarráðherra gaf nokkrum innflytjendum tíma- bundið leyfi til að flytja inn kart- öflur var stigið skref, sem markar tímamót. Á Alþingi hafa stjórnar- flokkarnir lýst því yfir að þeir séu „sammála um að rækileg endur- skoðun fari fram á sölumálum Iandbúnaðarins, þar sem einokun verði aflétt, enda er t.d. nú þegar búið að taka ákvörðun um að fleiri en Grænmetisverzlun landbúnað- arins fái að flytja inn kartöflur." Forsætisráðherra lýsti því yfir á fundi í rotaryklúbb hér í borg, að innflutningsleyfi yrði veitt fleir- um en Grænmetisverzlun land- búnaðarins. Landbúnaðarráð- herra, sem fer með þessi mál og hefur einkarétt á innflutningi kartaflna og nýs grænmetis skv. 34. gr. Framleiðsluráðs landbún- aðarins, varð þó að bíða í meira en viku eftir að Framleiðsluráði landbúnaðarins þóknaðist að funda um málið, því að skv. 3. gr. sömu laga skal leita álits og til lagna Framleiðsluráðs áður en ákvarðanir eru teknar um inn- flutning garðávaxta! Loks þegar ráðið kom saman hafði það engar tillögur að gera. Á síðustu þingum hafa verið flutt frumvörp sem gert hafa ráð fyrir breytingum á viðskiptahátt- um með garðávexti og grænmeti. Nýjasta frumvarpið var frumvarp Eiðs Guðnasonar o.fl., en það er samið með hliðsjón af frumvörp- um, sem annars vegar Vilmundur Gylfason o.fl. alþýðuflokksmenn fluttu og hins vegar Friðrik Soph- usson o.fl. sjálfstæðismenn eins og segir í greinargerðinni. Frumvarp Eiðs Guðnasonar var sent ríkis- stjórninni með þeim rökstuðningi, að rækileg endurskoðun, sem nú stendur yfir, afnemi einokun. Frumvarp sjálfstæðismanna, sem Albert Guðmundsson og Steinþór Gestsson fluttu ásamt Friðrik Sophusson mér, var ekki endurflutt á þessu þingi. Þótt allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafi lýst stuðningi við frumvarpið, sem gerir ráð eitt sinn verið ungur og grannur. Og jafnvel haft hár á höfðinu! Þegar hann sagði þetta, breyttist fyndnin einhvern veginn í trega yfir horfinni æsku. Þessi tregi kom einnig vel fram í öðru ljóði sem hann las í Árnagarði, Beside the Seaside — um Jennifer — sem var falleg í fyrra. Ekki leng- ur. Samt er hún Jennifer. Brosleg Jennifer. Kímnin er ekki annað en gár- urnar á yfirborði ljóðsins. Þær koma í veg fyrir að það sjái alltaf til botns: For I am bald and old and green, segir hann í einu af fyndn- ustu ljóðum sínum, The Olympic Girl. Þar horfir þessi valkyrja niður á skáldið og hann óttast ekkert fremur en hún hrifsi hann í faðm sér, þessi ímynd kvenlegs styrkleika. Fair tigress of the tennis courts, segir hann í The Olympic Girl, en Miss Joan Hunter Dunn hafði einmitt verið með „tennis-girl’s hand!“ Sagt hefur verið að Sir John hafi af einhverjum dularfullum sál- fræðilegum ástæðum þörf fyrir að lýsa sjálfum sér „sem sigruð- um aðdáanda stórra tennisleik- andi kvenna og þrái að kremjast í vöðvamiklum örmum þeirra". í einu ljóðinu er slíkum kven- manni jafnvel líkt við fjall. Ég veit ekki hvort nokkurt samband er á milli þessarar að- dáunar á vöðvamiklu kvenfólki, sem minnir á fjöll, og þess hvern- ig hann hóf lestur sinn í Árna- garði: Hann gat þess að sér þætti leiðinlegt að halda áheyrendum sínum inni í svo fögru veðri og sagði um leið og hann benti á Esjuna sem blasti við í allri sinni látlausu tign; að nær væri að all- ir horfðu út um gluggann og dáð- ust að útsýninu. En hann komst ekki upp með það sem betur fer að beina at- hyglinni út um gluggann og eng- inn vildi þá stundina skipta á Esjunni og upplestri Sir Johns. ★ í samtali okkar í sendiherra- bústaðnum barst talið auðvitað að Auden. Þá heyrði ég ekki bet- ur en hann segðist alltaf hafa öf- undað Auden fyrir að hafa látið skáldskapinn sitja í fyrirrúmi, laus við að sjá fjölskyldu far- borða. Hann hefði öfundað Aud- en af einbeitni hans „en ég hef alltaf verið upp á „lystisemdirn- ar“.“ Sir John hefur lengst af orðið að skrifa greinar í blöð til að geta dregið fram lífið. „Ég hef aldrei viljað gera neitt annað en yrkja, en til þess hef ég orðið að vinna fyrir mér með öðru móti.“ í samtali við Halldór Laxness minntist Sir John á þetta; að hann orti sér til gleði og hugar- hægðar, sem er víst ekki í tízku lengur. En ynni fyrir sér með því að skrifa greinar, halda fyrir- lestra og koma fram í sjónvarpi. fyrir auknu frjálsræði í innflutn- ingi, var talið rétt að láta málið fylgja öðrum æskilegum breyt- ingartillögum á framleiðsluráðs- lögunum. Þar er ærið verk að vinna og vonandi lýkur því næsta haust. Framleiðsluráðslögin verða því til umræðu á næsta þingi og verð- ur að gera ráð fyrir að með þeim breytingum, sem ráðgerðar eru, rofi verulega til í viðskiptaháttum með landbúnaðarvörur. Engum ætti að vera meira kappsmál að breyta lögunum í frjálsræðisátt en bændum, því að úrelt vinnubrögð fyrirtækja og stofnana, sem rekin eru í nafni landbúnaðarins, koma óorði á alla stéttina. Á forneskju- legum vinnubrögðum hafa allir tapað nema SÍS, sem hirt hefur umboðslaunin sín án fyrirhafnar og ábyrgðar. Sú staðreynd hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir bændur. Friðrik Sophusson er þingmaður Reykvíkinga og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.