Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 21 Það er hlutverk dómstól- anna einna að dæma menn ■Æ Ferðalag kirkjuskóla Dómkirkjunnar Barnastall Dómkirkjunnar lauk með messu í Dómkirkjunni 29. aprfl sl., en þá var raunar einn þáttur starfsins eftir, og það er ferðalag þeirra barna, sem sótt hafa kirkjuskólann í vetur. Nú hefur verið ákveðið, að ferðalagið verði næstkomandi mánudag, 28. maí, og verður far- ið til Þingvalla. Lagt verður af stað kl. 13.00 frá Hallveigarstöð- um v/Öldugötu, þar sem kirkju- skólinn var til húsa í vetur, og gert er ráð fyrir, að ferðinni ljúki þar kl. 18.00. Börnin eru beðin um að hafa með sér nesti. Innritun í þessa ferð verður í síma 12445 milli kl. 11.00 og 13.00 miðvikudag til föstudags og í síma 14070 kl. 18.00 til 20.00 á kvöldin. Þeim börnum, sem sóttu kirkjuskóla Dómkirkjunnar í vetur, er boðið í þetta ferðalag. Fararstjóri verður sr. Agnes Sig- urðardóttir æskulýðsfulltrúi, sem hefur séð um barnastarf Dómkirkjunnar undanfarna vet- ur. (Frá Dómkirkjunni.) — eftir Björn Þ. Guð- mundsson, Jónatan Þórmundsson og Stef- án Má Stefánsson Undanfarið hafa þeir atburð- ir orðið í þjóðfélaginu, sem varða grundvallarmannréttindi og meðferð þeirra í þeim mæli að tilefni er til að staldra við og íhuga hvert stefnir. Sú grundvallarregla gildir í refsiréttarfari hér á landi að sakborningur telst ekki sekur nema sekt hans sé talin sönnuð af þar til bærum dómstóli. Þessi regla hefur fulla stoð í þeim mannréttindasáttmálum sem íslendingar hafa gengist undir. Þessi regla byggist á þeirri hugsun að fremur skuli sekir menn ganga lausir en að sak- lausir menn séu dæmdir. Ríkis- valdið hefur því alfarið sönnun- arbyrði fyrir sekt sökunauts. Sérstaklega skal tekið fram að játning sakbornings jafngildir alls ekki dómi um sekt söku- nauts, enda reynast játningar stundum rangar að meira eða minna leyti. Þetta eru þau mannréttindi sem sérhver sak- borningur hefur. Skiptir í því efni ekki máli þótt um hin alv- arlegustu brot sé að ræða. Samkvæmt íslensku stjórn- arskránni eru það dómstólarnir sem fara með dómsvaldið. Sjálfstæðir og óháðir dómstólar eru hornsteinar þjóðfélagsins og ein meginforsenda þess að réttindi borgaranna séu tryggð. Dómarar skulu og einungis fara eftir lögunum. Þá er það enn- fremur meginregla að úrlausnir héraðsdómstóla verði bornar undir Hæstarétt. Nú sýnist hins vegar þær blikur á lofti að almennir borg- arar og ýmsir fjölmiðlar telji það hlutverk sitt að dæma menn. Gengur jafnvel svo langt að þingkjörnir fulltrúar kalla á Björn Þ. Guómundsson refsivöndinn meðan rannsókn máls stendur yfir og krefjast þess að framkvæmdarvaldið grípi fram fyrir hendur dóm- stólsins. í framhaldi af því fór fram víðtæk undirskriftasöfnun meðal almennings, sem ekki verður skilin öðruvísi en svo, að henni sé ætlað að hafa áhrif á dómsniðurstöður eða beita dómsmálaráðherra þrýstingi í því skyni að hann blandi sér í störf dómstóla, sem hann hefur ekki heimild til samkvæmt stjórnarskránni. Þvert á móti er það hlutverk dómstóla að dæma um gerðir ráðherra og annarra framkvæmdarvalds- hafa. Jónatan Þórmundsson Spjótum er beint að einstök- um dómurum út af meðferð til- tekinna mála og á hendur dómstólum almennt varðandi málsmeðferð. Það eru hins veg- ar stjórnvöld og Alþingi sem hafa vald og raunar einnig skyldur til þess að leysa vanda- mál réttarkerfisins, svo sem það breyta hinni úreltu dómstóla- skipun, sem við búum við enn þann dag í dag. Vinna ber af alefli gegn al- varlegum afbrotum. En ekki má rasa um ráð fram. Hugmyndir um hertar lögregluaðgerðir, óvenjulegar rannsóknaraðferð- ir, þyngd refsiviðurlög og rýmk- un gæsluvarðhaldsheimilda er ekki aðeins umhugsunarverð frá réttaröryggissjónarmiði, heldur kann að vera óþörf uns fyrir liggur að um raunverulega fjöfgun afbrota sé að ræða. Víð- tækar aðgerðir af þessu tagi Stefán Már Stefánsson geta smám saman kallað á þjóð- skipulag, sem fæstir munu í raun óska eftir. Björn Þ. Guðmundsson er íorseti lagadeildar Háskóla íslands, Jóna- tan Imrmundsson er prófessor í refsirétti ogStefán Már Stefánsson í réttarfari. A TVEIMUR TIMUM FILMUÞJONUSTA M€Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.