Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 27 „Nauðsynlegt að fylgjast jafn- óðum með innflutningnum“ — segir landbúnaðarráðherra um tillögur innflutningsaðila á kartöflum „Þetta urðu mér vonbrigði. Þetta gerist þrátt fyrir að ég hafi óskað eftir beiðni þeirra um inn- ilutningsmagn,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra þegar leitað var álits hans á höfnun sex umsækjenda um inn- flutning kartafla á fyrirkomulagi því sem ráðherrann hefur lagt til að verði á innflutningnum. „í umræðum á Alþingi hafa allir verið sammála um að ekki mættu verða miklar birgðir af kartöflum til í land- inu þegar uppskera hefst hér innanlands í sumar, og ef ekki er gáð að geta birgðir orðið Ríkissaksóknari: þúsundir tonna. Nauðsynlegt er því að fylgjast jafnóðum með innflutningnum." Að- spurður um hvort loforð hans um sameiginlegt innflutn- ingsleyfi væri endanlegt eða hvort eitthvað annað kæmi til greina, sagði landbúnaðar- ráðherra: „Eg hef ekki tillögu um annað. Ég geri ráð fyrir að þeir ræði við okkur. Einn af þessum aðilum hefur fengið innflutningsleyfi fyrir send- ingu og þá kom hann með yfir- lýsingu um að hann féllist á tillögu okkar." — Munu innflutningsleyfi verða veitt fyrir innflutningi hvers aðila fyrir sig miðað við að þéir sæki um magn sem ráðuneytið telur ekki óeðli- legt? „Við skulum sjá til, ég reikna með að málin verði rædd þegar þar að kemur. Hugmyndin með sameiginlegu innflutningsleyfi var það að mönnum yrði ekki mismunað; ég vildi komast hjá því að gera upp á milli manna. Annars get ég sagt það að ég hef ekki í hyggju að skera niður nauð- synlegan innflutning á kart- öflum,“ sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra. „Skaftamálinu“ áfrýj- að til Hæstaréttar EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttardómi Sakadóms Reykjavíkur í máli Skafta Jónssonar, blaðamanns. Með ákæru útgefinni 15. febrúar síðastliðinn var af ákæruvaldsins hálfu höfðað opinbert mál fyrir Sakadómi Reykjavíkur gegn þremur lögreglumönnum fyrir að gæta ekki réttra aðferða þegar Skafti Jónsson var handtekinn í þjóðleikhúskjall- aranum og færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu aðfaranótt 27. nóvember 1983. Tveir lögreglumannanna voru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar. Lög- reglumennirnir voru þann 11. aprfl sýknaðir í Sakadómi Reykjavíkur af öllum ákæruatriðum. f frétt frá embætti ríkissak- sóknara segir meðal annars: „Endurrit dómsins barst embætti ríkissaksóknara með bréfi dag- settu 4. þessa mánaðar. Síðan hafa gögn málsins verið athuguð og hefur nú verið ákveðið af ákæruvaldsins hálfu að áfrýja héraðsdómnum til Hæstaréttar. í áfrýjunarstefnu eru gerðar þær kröfur að ákærðu verði sak- felldir samkvæmt ákæru og dæmdir til að sæta refsingu og greiða fébætur og allan kostnað sakarinnar." Tóg í vanskilum TVÆR rúllur af tógi fundust í gær á þvottaplani Esso við Reykjavíkurveg. Önnur er hvít, hin blá. Lögreglan í Hafnarfirði hefur tógið undir höndum og getur sá, er tapaði því, snúið sér til lög- reglunnar og sótt tógið. INNLENT Vegkanturinn gaf sig og við það hvolfdi vörubifreiðinni. Hún er mikið skemmd. Vegkanturinn gaf sig FULLHLAÐIN vörubifreið valt á Krísuvíkurvegi upp úr hádeginu í gær. Vegarkantur gaf sig og skipti engum togum að vörubíllinn valt á toppinn. Ökumaður slasaðist lítil- lega. Ökumaður vörubílsins ók út í vegarbrún, því hann mætti veg- hefli á veginum og gaf þá vegar- kanturinn sig. Vörubíllinn, sem er nýlegur af Hino-gerð, skemmdist mikið. Hann var fullhlaðinn upp- fyllingarefni. Forsætisráðherra á EFTA-fundi Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra fór í morgun áleiðis til Svíþóðar, þar sem hann mun sitja fund forsætisráðherra Fríverslun- arbandalags Evrópu, segir í frétt frá forsætisráðuneytinu. Á fundinum verður rætt um samstarf í viðskipta- og efna- hagsmálum innan bandalagsins, við Efnahagsbandalag Evrópu og á alþjóðavettvangi. Forsætisráðherra mun gera grein fyrir þróun efnahagsmála á Islandi og viðhorfum Islendinga m.a. til opinberra styrkja ýmissa landa á sviði sjávarútvegs og iðn- aðar. Á heimleið mun forsætisráð- herra sitja fund með forstöðu- mönnum íslenskra fyrirtækja í Bretlandi ásamt sendiherra ís- lands í London. Flugleiðir fljúga 101 sinni í viku frá Reykjavík til áfangastaða um allt land! 14 sinnum v^u 4 svnnum vft.u 7 í Hús'cuirv 15 sinnnrn v^u wiötðuf 2 sinnu'ú VotðíÍöJ.ðuLT 3 sVdUUL í vvku \ patteksíí0?, 5 sinnu vl^u ÞíngyL— Sumaráætlunin er gengin í gildi FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.