Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984
Gunnar Jóhannsson útskýrir gang mila í sliturhúsinu Dímon i Hellu.
Að loknum fundi með sveitarstjórnamönnum i Hvolsvelli og forsvarsmönnum fyrirUekja þar.
Á iðnaðar-
slóð í Rang-
árþingi
Grein og myndir: ÁRNI JOHNSEN
Iðnaðarráðherra, Sverrir Her-
mannsson, heimsótti fyrir skömmu
23 iðnfyrirtseki í Rangirvallasýslu á
einum degi ásamt þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands-
kjördæmi, þeim Þorsteini Pálssyni,
Árna Johnsen og Eggert Haukdal og
einnig var Árni Þ. Árnason skrif-
stofustjóri iðnaðarráðuneytisins með
í förinni. Fyrirtækin sem voru heim-
sótt eru í Þykkvabæ, á Hellu og
Hvolsvelli, kartöfluverksmiðjan f
Þykkvabæ og tvö fyrirtæki i hvorum
síðarnefndu staðanna. Þá voru fund-
ir samdægurs i Hellu og Hvolsvelli
með forsvarsmönnum hreppanna og
fyrirtækjanna sem voru heimsótt.
Ræddi iðnaðarráðherra þar um
stöðu mála í iðnaði og svaraði fyrir-
spurnum fundarmanna.
I Þykkvabæ var fundað með
kartöflubændum í Kartöfluverk-
smiðjunni, en síðan var haldið á
Hellu þar sem Jón Þorgilsson
sveitarstjóri var fylgdarmaður um
staðinn. Heimsótt voru fyrirtækin
Mosfell, Saumastofan Þrígrip,
Glerverksmiðjan Samverk, Kóran
lampagerð, Trésmiðjan Rangá,
Skeifnasmiðjan, Sláturhúsið Dim-
on, Bifreiðaverkstæði Kaupfélags-
ins Þórs, Bifreiðaverkstæði Jó-
hanns Bjarnasonar, Kjötvinnslan
og Gíslabakarí.
í Mosfelli eru framleidd tjöld og
viðlegubúnaður, vinnuvettlingar
og sitthvað fleira, í Þrígrip vinnur
á annan tug kvenna við buxna-
saum, í Samverki er rúðufram-
leiðsla, í Kóran eru framleiddir
lampar af mörgum gerðum, Tré-
smiðjan Rangá framleiðir m.a.
timburhús, Skeifnasmiðjan fram-
leiðir skeifur, sláturhúsið Dímon
er mjög fullkomið kjúklingaslát-
urhús, í Kjötvinnslunni er að hefj-
ast fullvinnsla afurða og Gísla-
bakarí er um þessar mundir að
hefja framkvæmdir við stækkun á
bakaríinu.
prjóna- og saumastofunni Sunnu i Hvolsvelli. Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri er lengst til vinstri, þi Sverrii
Hermannsson iðnaðarráðherra og Þorsteinn Pilsson alþingismaður. Ljósmyndir: Árni Johnsen
Á Hvolsvelli fylgdi Stefán
Kjartansson verkstjóri þingmönn-
um í fyrirtækin, prjóna- og
saumastofuna Sunnu, Húsgagna-
iðjuna og Vélsmiðju Kaupfélags-
ins en starfsmenn í þessum þrem-
ur kaupfélagsfyrirtækjum eru um
80 talsins. Sunna framleiðir
margs konar fatnað, Húsgagnaiðj-
an framleiðir heimilishúsgögn og
sjúkrahúsgögn m.a., en vélsmiðjan
framleiðir m.a. baggatínur,
mykjudreifara og sorpbrennslu-
ofna. í Prjónaveri starfa um 20
manns og þar er priónaður ýmis-
konar fatnaður, As framleiðir
íbúðarhús, Blikksmiðjan Sörli
framleiðir m.a. rennur. Þá var
komið í sláturhúsið þar sem viða-
miklar byggingaframkvæmdir
eiga sér stað og í Suðurverk sem
rekur alhliða verktakastarfsemi, í
Trésmiðju Guðfinns Guðmanns-
sonar sem vinnur um þessar
mundir við sláturhúsið, heimsótt
var verkstæði Jóns og Tryggva og
Vélsmiðja Jónasar Hermannsson-
ar sem framleiðir m.a. stiga, hurð-
ir og fleira.
— i.j.
Aðalfundur Sparisjóðs Kópavogs:
Eigið fé nemur um 11 %
af heildarinnstæðum
— Eitt árangursríkasta ár í sögu sparisjóðsins, sagði Ólafur St. Sigurðsson
HÉR FER á eftir fréttatilkynning
sem Morgunblaðinu hefur borist frá
Sparisjóði Kópavogs.
Aðalfundur Sparisjóðs Kópa-
vogs var haldinn laugardaginn 7.
apríl 8Í. í Félagsheimili Kópavogs.
Formaður stjórnar, ólafur Stefán
Sigurðsson, héraðsdómari, flutti
skýrslu um starfsemina á liðnu ári
og Jósafat J. Líndal sparisjóðs-
stjóri lagði fram og skýrði reikn-
inga sjóðsins.
I upphafi máls síns rakti stjórn-
arformaður það sem hæst bar í
starfseminni árið 1983, en umsvif
sparisjóðsins jukust jafnt og þétt
og öli starfsemin efldist mjög
mikið. Verður að telja síðast liðið
ár eitt hið allra besta í 28 ára sögu
sparisjóðsins, en hann er greini-
lega í mikilli og stöðugri sókn.
Aukning innstæðna var 83,2%
og námu þær í árslok samtals 190
milljónum króna. Er það ívið
hærri hundraðshluti, en inn-
stæðuaukningin í heild í banka-
kerfinu. Útlán voru alls 146 millj-
ónir og höfðu meir en tvöfaldast.
Tekjuafgangur fyrir skatta, en
að frádregnum afskriftum kr.
1.126.531,00, nam kr. 6.167.000,00.
Eigið fé sparisjóðsins jókst um
rúmar 10 milljónir eða um 92,5%
og er nú 21 milljón króna, sem er
liðlega 11% af heildarinnstæðum.
Hinn 18. mars 1983 var opnað
útibú sparisjóðsins í eigin hús-
næði í verslunar- og þjónustu-
miðstöðinni að Engihjalla 8
(Kaupgarðshúsinu). Utibússtjóri
er Björn Magnússon.
Það er von forráðamanna spari-
sjóðsins, að með opnum útibús
austast í bænum, verði hann betur
fær um en áður að veita Kópa-
vogsbúum sí aukna þjónustu. Uti-
búið er i miðju, nýju og fjölmennu
Frá aðalfundi Sparisjóðs Kópavogs.
íbúðahverfi og örskammt frá er
eitt mesta athafnasvæði á Reykja-
víkursvæðinu með fjöldan allan af
iðnaðar-, verslunar- og þjónustu-
fyrirtækjum. í næsta nágrenni
eru og fjölmenn íbúðahverfi í
byggingu.
Sparisjóðurinn gerðist aðili að
Visa — íslandi og hófst útgáfa
Visa greiðslukorta í ágúst sl.
Gjaldeyrisviðskipti hafa verið tek-
in upp, en um er að ræða viðtöku
fjár á innlenda gjaldeyrisreikn-
inga ög sölu gjaldeyris til ferða-