Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 31 FRÉTTIR ÚR BORGARSTJORN Davíð Oddsson um lóðirnar við Stigahlíð: „Sannvirði lóð- anna gengur í borgarsjóð“ Kinbýlishúsalórtirnar við Stigahlíð. Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag var samþykkt mótatkvæðalaust, að aug- lýsa eftir tilboðum í 21 einbýlishúsa- lóð við Stigahlíð. Um eignarlóðir verð- ur að ræða og gatnagerðargjöld inni- falin í verði þeirra, en lóðirnar seldar hæstbjóðanda. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag kom þetta mál til um- ræðu. Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, kvaðst hafa setið hjá við afgreiðslu málsins í borgarráði vegna þess að þar sem engar reglur giltu nú um lóðaúthlutanir í borginni væri þessi kostur betri en að menn sakir kunn- ingsskapar fengju þessar lóðir í sinn hlut. Hann vildi hins vegar vara við þessari stefnumörkun um að selja hæstbjóðanda lóðir við Stigahlíð þar sem að með þvi væri efnahagur látinn ráða því hverjir fengju lóð á þessu mjög eftirsótta svæði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi Kvennaframboðsins, kvaðst ósammála þessari ákvörðun þar sem Kvennaframboðið væri þeirrar skoðunar að hverfi eigi að vera skipulögð með þarfir ólíkra Skólaskrifstofa Rvíkur tekur til starfa 1. júní nk. Skólaskrifstofa Reykjavfkur tekur til starfa 1. júní nk. og verður fræðslu- skrifstofa Reykjavíkur sem borgar- stofnun lögð niður frá þeim tíma sam- kvæmt samþykkt borgarstjórnar á fimmtudag. Ákvörðun um breytingar á yfirstjórn fræðslumála i borginni var tekin í borgarstjórn fyrir réttu ári og var borgarstjóra þá falið að sjá um fram- kvæmd þeirra. Mun skólaskrifstofan annast þau verkefni, sem teljast verk- efni sveitarfélaga um stofn- og rekstr- armálefni grunnskóla skv. lögum og reglugerðum og er þá svipaðri verkaskiptingu um skipan fræðslu- mála milii borgar og ríkis komið á og er annars staðar á landinu milli ríkis og sveitarfélaga. Fram að þessu hefur fræðslu- stjórinn í Reykjavík, sem er starfs- maður ríkisins, annast bæði þau verkefni sem heyra undir borgina og menntamálaráðuneytið, en skóla- skrifstofan tekur nú við þeim verk- efnum er heyra undir borgina og fræðslustjórinn annast málefni sem heyra undir ráðuneytið, eins og embætti fræðslustjóra annars stað- ar á landinu. Samkvæmt bókun borgarstjóra, sem samþykkt var á fimmtudag með atkvæðum borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, verður skólaskrifstofan skipulögð sem tvær deildir, kennslumáladeild og fjármáladeild. Mun Ragnar Georgsson skólafulltrúi veita kennslumáladeildinni forstöðu og Björn Halldórsson lögfræðingur fjármáladeildinni. í tilefni þessarar breytingar hafa Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra og borgarstjóri undir- ritað samkomulag um að ráðuneytið taki við rekstri ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu skóla í Reykjavík, sem verður deild á fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, en þessi starfsemi hefur hingað til verið rek- in af borginni. Mun Reykjavíkur- borg jafnframt láta ráðuneytinu eftir afnot húsnæðis í Tjarnargötu 20 fyrir fræðsluskrifstofu Reykja- vikurumdæmis og ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla og greiða hluta kostnaðar við þá starfsemi. í fylgiskjali með samkomulaginu seg- Skipan fræöslu- mála eins og annars staðar á landinu ir m.a. að núverandi starfsmenn sál- fræðiþjónustu skóla geti haldið áfram starfi sem borgarstarfsmenn ef þeir óska þess. Ef þeir óska eftir að vera starfsmenn ríkisins (fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- umdæmis) skulu þeir sækja um ráðningu sérstaklega. Verða laun og starfskjör þau sömu og hjá þeim sem ráðnir eru af Reykjavíkurborg. Samkomulagið er efnislega á sömu lund um þátt sveitarfélagsins og þau drög að samkomulagi milli ríkis og borgar sem lágu fyrir um þetta mál fyrir réttu ári, en þáver- andi menntamálaráðherra neitaði að undirrita. Við afgreiðslu bókunarinnar um skólaskrifstofuna í borgarstjórn á fimmtudag komu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Kvennaframboðs- ins með frávísunartillögu á málið þar sem þeir töldu óverjandi af hálfu borgaryfirvalda að gera breyt- ingar á yfirstjórn fræðslumála á meðan fjölmörg framkvæmdaatriðj væru óljós að þeirra mati. í bókun þeirra á fundinum segir m.a. að þeir víti þá aðför að fræðslustjóranum í Reykjavík, Áslaugu Brynjólfsdótt- ur, sem staðið hefði sl. tvö ár síðan hún var sett í embætti. í bókun borgarstjóra sagði m.a. að með þess- um breytingum, sem nú hafa end- anlega verið samþykktar, væri ein- vörðungu verið að skipa málum í það horf, sem lög stæðu til í landinu og til samræmis við það sem annars staðar gerist. Um eðlilega skipan væri að ræða, sem væri í þágu borg- arinnar sem sveitarfélags og fræðslumálum f borginni til fram- dráttar. Breytingin væri persónu fræðslustjóra óviðkomandi og dylgj- ur í þá átt væru ósmekklegar. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslu- stjóri sagði aðspurð um álit hennar á þessari breytingu að ekki þýddi annað en að taka henni, en að henni hefði þótt eðlilegt að lagabreyting hefði átt sér stað áður, þar sem það fyrirkomulag, sem hingað til hefði verið haft á yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík, væri bundið í grunn- skólalögunum. Fyrir breytinguna hefði verksvið hennar verið mjög stórt, en þau verkefni sem fræðslu- stjórar hefðu samkvæmt lögum væru næg fyrir. Kvaðst hún aðeins vona að fræðsluskrifstofa Reykja- víkurumdæmis fengji nægan starfskraft til að sinna verkefnum sínum. Aðspurð um orð borgarfulltrúa flokkanna þriggja að verið væri að bola henni úr embætti sagði hún: „Nei, nei, ég tek það ekki þannig að verið sé að bola mér burt. Ég hef aldrei litið á þetta mál sem persónu- lega árás á mig, enda hefur sam- komulagið og samstarfið hér á fræðsluskrifstofunni alltaf verið gott.“ þjóðfélagshópa í huga. Á þessu svæði sem hér um ræðir væri fyrst og fremst gert ráð fyrir stórum ein- býlishúsum, sem einungis væri á færi efnamanna að byggja eða eign- ast. Þetta væri staðfesting á því að íbúasvæðið væri fyrir hina efna- meiri. 1 máli Kristjáns Benediktssonar, Framsóknarflokki, kom fram, en hann sat hjá við afgreiðslu málsins í borgarráði, að með þessari aðferð væri verið að leiða fjármagnið f öndvegi og veita þeim, sem til þess hafa fjárráð, forgang til eftirsótt- ustu lóðanna. Sigurður E. Guðmundsson, Al- þýðuflokki, sagði m.a. að með þess- ari ákvörðun væri verið að taka land úr sameiginlegri eigu borg- arbúa og afhenda það ríkustu ein- staklingum samfélagsins til ráð- stöfunar. í reynd væri þeim efnuð- ustu veittur einkaréttur til þátt- töku í því uppboði, sem fram á að fara og efnahagur einn látinn ráða því hverjum gefst kostur á lóðum. Kvaðst hann ekki vilja bera ábyrgð á þessari stefnumörkun. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði m.a. að nú væri það þannig í fyrsta skipti um langt skeið að sérhver maður sem eftir því óskar gæti fengið lóð á skipulögðu, undir- búnu byggingarsvæði f borginni. í því tilviki sem hér um ræðir væri hins vegar um lítinn reit að tefla, á að öðru leyti fullbyggðu svæði, sem víst er að kalla mun á umframeftirspurn. Þeim fáu af mörgum jafnréttháum, sem fengju lóðir þar með venjulegum skilmál- um, væri færður hundrað þúsund króna ávinningur umfram aðra. Hið alræmda brask, sem fylgt hefði í kjölfar „punktakerfisins" í lóða- skortinum segði sína sögu í þeim efnum. Þvf hefði verið ákveðið að lóðirnar verði seldar og sannvirði þeirra gangi í sameiginlegan sjóð borgarbúa, borgarsjóðinn. „Fulltrúar minnihlutans eru að reyna að gera þessa aðferð við út- hlutun þessara lóða tortryggilega. Því fer hins vegar fjarri að punkta- kerfið hafi tryggt jafnræði með lóð- aumsækjendum, þegar lóðaskort- urinn var almennur hér í borginni. Kvennaframboðið talar hér um ólíka þjóðfélagshópa og býr til stéttaskiptingu í borginni. í hverf- um borgarinnar býr alls staðar venjulegt fólk, ekki öðru vfsi en þeir borgarfulltrúar sem hér hafa talað. Borgarbúar hafa það ekki á tilfinn- ingunni að eitthvað sérstakt fólk búi í Breiðholtinu svo dæmi sé nefnt,“ sagði Davíð m.a. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dfsarfell 29/5 Disarfell 11/6 Dísarfell 25/6 Dísarfell 9/7 ROTTERDAM: Dísarfell 30/5 Dtsarfell 12/6 Dísarfell 26/6 Dísarfell 10/7 ANTWERPEN: Dísarfell 31/5 Dísarfell 13/6 Dísarfell 27/6 Dísarfell 11/7 HAMBORG: Dísarfell 1/6 Dísarfell 15/6 Dísarfell .29/6 Dísarfell 13/7 HELSINKI/TURKU: Hvassafell 23/5 Hvassafell 18/6 LARVIK: Jan 4/6 Jan 18/6 Jan 2/7 GAUTABORG: Jan 5/6 Jan 19/6 Jan 3/7 KAUPMANNAHÖFN: Jan 6/6 Jan 20/6 Jan 4/7 SVENDBORG: Jan 24/5 Jan 7/6 Jan 21/6 Jan 5/7 ÁRHUS: Jan 25/5 Jan 8/6 Jan 22/6 Jan 6/7 FALKENBERG: Skip 15/6 LENINGRAD Hvassafell 25/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ...... 26/5 Skaftafell ...... 28/6 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 27/5 Skaftafell ...... 30/6 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Vegna fjölda áskorana framlengjum við tilboóinu til laugardagsins 26. maf nk. 30% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum verslunarinnar OPIÐ: alla daga frá kl. 9—6 laugard. 26.5. frá kl. 10—3 e.h. ATH.: Tilboöiö veröur ekki endurtekiö K.M. Húsgögn Langholtsvegur 111 — Sfmar 37010 — 37144 — Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.