Morgunblaðið - 23.05.1984, Blaðsíða 48
Opiö alla daga frá
kl. 11.45-23.30.
AUSTURSTRÆTI 22.
INNSTRÆTI,
SÍMI 11633.
MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
LIÚ óskar mats á
störfum Hafrann-
sóknasto fnunar
Netalaxveiðin
í Hvítá fer vel af stað
HÆSTIRfciTUR hefur þyngt dóm
yfir I»órdi Jóhanni Eyþórssyni fyrir
ad hafa oróið Óskari Árna Blomst-
erberg að bana í íbúð við Kleppsveg
42 í Reykjavík aðfaranótt I. janúar
1983. Hæstiréttur dæmdi Þórð í 14
ára fangelsi, en hann var dæmdur í
13 ára fangelsi í undirrétti. Gæzlu-
varðhaldsvist hans frá 1. janúar 1983
kemur refsingu til frádráttar. Þórði
var gert að greiða allan áfrýjunar-
kostnað.
í dómi Hæstaréttar segir meðal
annars: „Skýrslur ákærða fyrir
Sakadómi og rannsóknarlögreglu
og gögn máls að öðru leyti veita
ekki ástæðu til að ætla, að Óskar
Árni Blomsterberg hafi átt upptök
að átökum í íbúðinni á Kleppsvegi
42 með þvi að gera sig líklegan til
atlögu við ákærða.
Ummæli ákærða í eldhúsinu á
Kleppsvegi 42 í áheyrn vitna um að
hann ætlaði að drepa Óskar Árna
Blomsterberg, taka hans á eld-
húshnífnum og sú sérstaka laun-
ung, sem ákærði hefur játað að
hafa viðhaft til að dylja handhöfn
sína á honum, er hann fór úr eld-
húsinu inn í stofuna til Óskars
Árna, veita eindregna vísbendingu
um, að þá hafi sú fyrirætlun búið
með ákærða að vega óskar Árna.“
YFIR 30 laxar veiddust fyrsta neta-
lagnadaginn í Hvítá í Borgarfirði
sem var í gær en það er með því
allra mesta sem menn muna.
Blm. Morgunblaðsins ræddi við
Ólaf Davíðsson á Hvítárvöllum
og Þorkel Fjeldsted í Ferjukoti í
gærkvöldi, þegar þeir voru nýlega
komnir úr fyrstu vitjun og létu
þeir vel af veiðinni. „Þetta er met
hjá mér fyrsta veiðidaginn,"
sagði Ólafur. „Menn hér muna
varla eftir svona góðri veiði
fyrsta daginn," sagði Þorkell. Bar
þeim saman um að þetta hefði
verið óvænt veiði því bæði væri
áin drullug og aðeins hefði verið
búið að leggja hluta netanna og
ekki nema hálfa leiö út.
Viðskiptaráðuneytið skrifar Seðlabankanum:
Staðgreiðsla
hið fyrsta á
afurðum bænda
Viðskiptaráðherra ritaði í gær
Seðlabanka íslands bréf og benti á
5 ára gamla þingsályktun, sem sam-
þykkt var á Alþingi og fjallar um að
settar skuli „reglur um rekstrar-
og afurðalán landbúnaðarins, sem
tryggi að bændur fái í hendur þá
fjármuni, sem þeim eru ætlaðir um
leið og lánin eru veitt“. Hér er um
að ræða þingsályktunartillögu, sem
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingis-
maður, bar fram og samþykkt var á
Alþingi hinn 22. maí 1979.
í bréfi viðskiptaráðherra segir
m.a.: „Framkvæmdavaldinu ber
að sjálfsögðu að fara að ákvörðun
hins háa Alþingis. Fyrir því er
Seðlabanki íslands beðinn um það
hið fyrsta að senda ráðuneytinu
tillögur um framkvæmd ályktun-
arinnar."
í grein, sem birt er á miðsíðu
Morgunblaðsins í dag eftir Eyjólf
Konráð Jónsson, flutningsmann
tillögunnar, segir hann m.a.: „Það
er vel til fundið, að viðskiptaráðu-
neytið sendi ríkisbönkunum í dag
bréf, þar sem þeim eru gefin
fyrirmæli að framfylgja vilja Al-
þingis. Þar með ætti smán inn-
skriftakerfisins að vera lokið
gagnvart bændastéttinni, að vísu
rúmri hálfri öld eftir að það var
bannað með lögum nr. 28 frá 1930
um greiðslu verkkaupa I gjald-
gengum peningum, að því er
snertir verkamenn og sjómenn.
Staðgreiðsla landbúnaðarafurða
er því í augsýn.“
Ólafur á Hvítárvöllum í vitjun með einn vænan.
Óskin hefur hlotiö já-
kvæöar undirtektir yfir-
manna stofnunarinnar
en ekkert svar frá
sjávarútvegsráðherra
STJORN Landssambands íslenzkra
útvegsmanna hefur fyrir nokkru far-
ið þess á leit við sjávarútvegsráð-
herra, að hann beitti sér fyrir því, að
viðurkenndur vísindamaður verði
fenginn til þess að meta störf Haf-
rannsóknastofnunar á gagnrýninn
hátt. Hann láti síðan í Ijós álit sitt á
rannsóknarstörfum og rannsóknar-
aðferðum við mat á stærð þorsk-
stofnsins og veiðiþoli hans. Svar við
málaleitan LÍÚ frá ráðherra hefur
ekki borizt enn, en hún var send
ráðherra 2. maí síðastliðinn.
í bréfi LÍÚ til ráðherra varðandi
mál þetta, segir að stjórn þess hafi
samþykkt þessa málaleitan eftir
að hafa leitað eftir viðbrögðum yf-
irmanna Hafrannsóknastofnunar
og hafi þau verið jákvæð. Þá er
lagt til, að fyrrnefndan vísinda-
mann mætti til dæmis fá frá Kan-
ada, þar sem augljós árangur hafi
náðst við uppbyggingu þorsk-
stofna. Kostnaður af þessu ætti
ekki að vera óyfirstíganlegur, þeg-
ar litið sé til þess, hve mikið þjóðin
eigi undir því, að vel takist til með
þessar rannsóknir og að á þessu
ári sé ráðstafað 93 milljónum
króna af Alþingi á fjárlögum til
Hafrannsóknastofnunarinnar.
í bréfi LÍÚ segir ennfremur, að
að undanförnu hafi ástand mikil-
vægasta fiskistofns okkar, þorsk-
stofnsins, verið mikið til umræðu.
í haust hafi komið út á vegum
Hafrannsóknastofnunar skýrsla
um ástand stofnsins, sem lýst hafi
mjög slæmu ástandi. Þetta hafi
gerzt eftir að stofnunin hafi mælt
með meiri veiði á árinu 1983 en
unnt hafi reynzt að ná. Árin þar á
undan hafi stofnunin mælt með
aukinni veiði ár eftir ár, þótt ár-
legur afli væri mun meiri en stofn-
unin hefði áður mælt með.
Aflabrögð séu nú með eindæm-
Sjúkraþjálfarar hjá lömuðum og fdtluðum:
Boða þriggja
daga verkfall
Sjúkraþjálfarar sem starfa hjá
Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra,
14 talsins, hafa boðað þriggja daga
verkfall þann 28., 29. og 30. þessa
raánaðar hafi samningar ekki náðst
fyrir þann tíma og hafa þeir nú ver-
ið boðaðir á nýjan leik til sáttasemj-
ara á fund kl. 4.30 á morgun.
Leiðsögumenn og viðsemjendur
þeirra sömdu í fyrrinótt, og er
samningur þeirra samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins inn-
an ramma ASÍ-VSÍ-samkomu-
lagsins, en auk þess fengu leið-
sögumenn einhverjar flokkatil-
færslur.
Þá funduðu aðiiar í virkjana-
deilunni hjá ríkissáttasemjara í
gær, en enn er langt í land með að
samkomulag náist I þeirri deilu,
samkvæmt því sem heimilda-
menn Morgunblaðsins segja.
Þinglausn-
ir í gær
FÖRSETI íslands sleit í gær 106.
löggjafarþingi þjóðarinnar. Þing-
menn voru athafnasamir á þessu
þingi, ef marka má lengd umræðna,
því þær voru helmingi meiri, miðað
við dálkalengd umræðuhluta Alþing-
istíðinda, en að meðaltali sl. tíu þing.
Þá hefur tala prentaðra þingskjala
aldrei verið hærri.
Á myndinni kveðjast þeir Ingvar
Gíslason, forseti neðri deildar, t.v.
og Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Á'
milli þeirra stendur Friðrik Soph-
usson, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins. Lengst til hægri, á bak
við Ólaf, er Friðrik Friðriksson,
framkvæmdastjóri þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Sjá fréttir á miðopnu og bls. 26.
Ljósm. Mbl. RAX.
um léleg og bendi því allt til þess,
að iýsing Hafrannsóknastofnunar
á ástandi þorskstofnsins eigi við
rök að styðjast. Þrátt fyrir þetta
virðist svo vera, að mikill hluti
þjóðarinnar, með alþingismenn í
fararbroddi, telji Hafrannsókna-
stofnunina ekki hafa þá vitneskju,
sem þurfi til að geta gefið þjóðinni
ráð um, hve mikið sé óhætt að
veiða.
Hæstiréttur
þyngir dóm
í morðmáli