Morgunblaðið - 29.06.1984, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984
„Ekki bara eitt
tímaritið í viðbót“
— segir Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Mannlífs
í DAG kemur út nýtt tímarit
sem ber nafnið Mannlíf. Er hér
um að ræða tímarit sem fjallar
um mannlífið á fjölbreyttan hátt
og á vera eins konar „spegill
samtíðarinnar“ eins og fram
kemur í bréfi ritstjóra í fyrsta
tölublaðinu. Útgefandi tímarits-
ins er Kjölnir hf. og er ætlunin
að það komi út annan hvern
mánuð.
Ritstjóri er Herdís Þor-
geirsdóttir sem er nýlega
komin frá námi erlendis.
„Það var ekki hægt að velja
víðtækara nafn á blaðið,"
sagði Herdís og brosti, þegar
blaðamaður kom að máli við
hana, „enda á hér allt að vera
komið í einu og sama tímarit-
inu. Hér á landi hefur mér
alltaf fundist skorta alhliða
tímarit sem spannar vítt svið
eins og þessu er ætlað að gera,
hér er allt fullt af sérritum.
Mannlíf á að vera allt í senn,
áhugavert, fræðandi og
skemmtilegt. Það fjallar jafnt
um efnahagsmál, tísku,
stjórnmál og listir."
í fyrsta tölublaðinu eru
tvær greinar af erlendum
stjórnmálavettvangi, annars
vegar er grein eftir Herdísi
Þorgeirsdóttur og fjallar um
hægri öflin í Bandaríkjunum
og Reagan, hins vegar skrifar
Þórður Ægir Óskarsson um
friðarhreyfingu á krossgötum.
„Það má segja að erlendar
fréttaskýringar séu nýnæmi í
íslenskum tímaritum, og út-
tektir á stjórnmálum al-
mennt,“ segir Herdís, en hún
er menntuð í stjórnmálafræð-
um og alþjóða samskiptum.
„Blaðið á þó alls ekki að fjalla
meira um stjórnmál en annað.
Blaðamennska hefur breyst
Herdís Þorgeiredóttir með fyrsta
tölublað Mannlífs.
Morjfunblaðið/Emilía.
mjög mikið síðustu árin, eða
til dæmis síðan ég var á Mogg-
anum fyrir nokkrum árum.
Samkeppnin hefur aukist,
blöðum og tímaritum hefur
fjölgað, þótt magn - sé ekki
sama og gæði. Ég held að það
sé orðinn til grundvöllur fyrir
tímarit sem mætir auknum
kröfum fólks um innlend og
erlend mál.“
Á forsíðunni er mynd af
Valgerði Bjarnadóttur, ekkju
Vilmundar Gylfasonar og við-
tal er við hana í blaðinu þar
sem hún ræðir um reynslu
sína og lífsviðhorf. „Viðtölin í
blaðinu eiga að vera ítarleg og
sérstök," segir Herdís, þegar
talið berst að viðtölum. „Þau
eiga ekki að vera í stíl við þau
sófasetta- og kaffibollaviðtöl
eins og aðallega tíðkast
hérna,“ bætir hún við og kím-
ir. „Þetta á að vera blandað
blað og opið.“
Af öðru efni blaðsins má
nefna greinar um bækur og
kvikmyndir, lífsstíl, svip-
myndir af forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, að
loknu hennar fyrsta kjörtíma-
bili, og Ásgeiri Sigurvinssyni
knattspyrnuhetju. Ungir leik-
arar úr Svörtu og sykurlausu
sjá um tískuþátt. Greinarhöf-
undar eru úr hópi sérfræð-
inga, rithöfunda og blaða-
manna. Jónas Haralz ræðir
viðreisnarárin, Oddur Bene-
diktsson prófessor skrifar um
tölvuhugbúnað, Eiríkur
Guðnason um efnahagsmál og
Steinunn Sigurðardóttir um
ungu kynslóðina og svona
mætti áfram telja.
„Útlit blaðs skiptir mjög
miklu máli,“ segir Herdís.
„Það var okkur því mikill
fengur að fá til liðs við okkur
Jón Óskar myndlistarmann
sem útlitsteiknara blaðsins."
Og hún heldur áfram: „Þetta
blað á að vera kraftmikið og
lifandi, það á að hafa eitthvað
að segja fólki. Því kjarni máls-
ins er sá að allt sem maður
skrifar er maður að skrifa
fyrir aðra. Ég vil að fólk geti
vitað þegar það fær eintak af
Mannlífi í hendurnar, að þetta
er nýtt og öðruvísi, en ekki
bara eitt tímaritið í viðbót.“
Myndvefnaðar-
sýning í Aðaldal
HíuTÍk, 12. júnl.
Myndvefnaðarnámskeið var hald-
ið að Ydölum í Aðaldal sl. haust og
kenndi þar Hólmfríður Bjartmars-
dóttir, myndvefnaðarkennari frá
SandL
Að námskeiðinu loknu ákváðu
konurnar sem á því voru að hittast
einu sinni f viku sl. vetur og vinna
áfram að vefnaðinum og í vor áttu
þær svo margar myndir, að þær
ákváðu að halda sýningu, sem var
nú um hvítasunnuna.
Þarna sýndu 11 konur 36 verk,
sem vöktu undrun þeirra sem sáu
hve miklum árangri þær höfðu
náð í þessari listgrein og hyggja
konurnar á áframhaldandi starf,
sem er vel og full ástæða til að
hvetja þær svo að gera.
Piéttarttarf
Húsavík:
Ljón norðursins
með málverkasýningu
HöMTÍk 27. júaí.
LEÓ Anton Árnason, öðru nafni
Ljón norðursins, opnar málverka-
sýningu í Safnahúsinu á Húsavík
miðvikudag. Leó er fæddur 27. júní
1912 að Víkum í Austur-Húnavatns-
sýslu; hann er því 72 ára í dag.
Ljón nerðursins er byggingar-
meistari að mennt, Jafnframt hef-
ur hann lagt stund á fjölbreyttan
atvinnurekstur, en hann hefur þó
einkum helgað krafta sína
skáldskap og myndlist. Málverka-
sýningin í Safnahúsinu verður
opin fimmtudags- og föstudags-
kvöld frá kl. 20 til 22. Auk mynd-
listarinnar gefst gestum sýningar-
innar kostur á að hlýða á ljóða-
lestur skáldsins og tónlist.
FréttariUri
Nýtt kanínu-
bú í Njarðvík
Kanínurækt og kanínubúskapur er atvinnugrein sem á undanrórnum arum
hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Nýlega var sett á stofn í
Ytri-Njarðvík kanínubú sem er í eigu Járn- og pípulagningaverktaka Kefla-
víkur, og hefur búið hlotið nafnið „Kanínumiðstöðin Njarðvík". Fyrstu
kanínur kanínubúsins komu til landsins fyrir u.þ.b. hálfum mánuði frá
Vestur-Þýskalandi og verða þær eing
Stefán ólafsson, rekstrarstjóri
kanínumiðstöðvarinnar, sagði að
hugmyndin að stofnun kanínubús-
ins hefði komið fram fyrir rúmu
ári og þá hefði verið ráðist í það að
reisa sérstaklega hannaða bygg-
ingu, með kanínurekstur í huga,
við iðnaðarhúsnæði sem fyrirtæk-
ið átti. „Síðan má segja," sagði
Stefán, „að rekstur búsins hafi
hafist þegar fyrstu 126 kanínurn-
ar komu hingað til okkar 14. júní.
Kanínurnar eru af svonefndu
angora-kyni og til að byrja með
höfum við hugsað okkur að rækta
þær aðallega til að nýta af þeim
hárin en seinna kemur til greina
að nýta einnig af þeim feldinn og
jafnvel kjötið en það á enn eftir að
koma í ljós hvort íslendingar eru
reiðubúnir til að láta eitthvað
fleira ofan í sig en kindakjöt. Þá
munum við e.t.v. selja skítinn, en
hann er ákaflega hentugur til
áburðar, og einnig gæti farið svo
að við seldum dýr á fæti til ann-
arra búa.
igu notaðar til undaneldis.
Til að byrja með eru þetta ein-
ungis 126 dýr sem við höfum og
ætlum að nota til undaneldis en
við reiknuðum með að eftir svona
eitt og hálft til tvö ár verði fjöldi
kanínanna orðinn u.þ.b. 2.500 og
er stærð búsins miðuð við að geta
haft þann fjölda hér.“
Stefán sagði að hérlendis væri
ágætur markaður fyrir hárin af
angora-kanínunum því hægt væri
að blanda þeim saman við ull og
væri oft gert í því skyni að mýkja
ullina. Sagði hann að hárin af
kanínunum væru t.d. mikið notuð í
peysur, nærföt og margskonar
annan fatnað í Þýskalandi.
„Af hverri kanínu fást um 250
grömm við hverja klippingu en
þær eru klippar á þriggja mánaða
fresti. Karldýrin gefa reyndar
eitthvað minna af sér en kvendýr-
in en með því að gelda þau er hægt
að fá jafnmikið magn af hári og af
kvendýrinu. Þegar reksturinn
verður kominn í fullan gang reikn-
um við með að fá þrjú tonn af hári
Kanínurnar eru einungis 126 eins og stendur en eiga eftir að margfaldast verulega. Stefán ólafsson, rekstrarstjóri
Kanínumiðstöðvarinnar, heldur á einu dýrinu sam eflaust á eftir að eignast fjölda afkomenda.
á ári. En til þess að fá sem mest
verð fyrir hárin verður að gæta
þess að klippa þær á réttum tíma.
Við fengum dýrin frá Schweitz-
erhof-búinu í Suður-Þýskalandi en
þar hefur Eric Zimmermann,
prófessor í gen- og litningafræði,
alið upp mjög góðan stofn ang-
ora-kanína. Miðað við þá mögu-
leika sem þessi dýr gefa þá virðist
mér sem það sé alveg ljóst að kan-
ínubúskapur eigi framtið fyrir sér
þó svo margt sé óljóst hérlendis
varðandi búskap af þessu tagi og
óvarlegt að fullyrða nokkuð um
hvernig tekst að skapa markað
fyrir þessa vöru. Eins og stendur
eru Kínverjar með 90% af al-
heimsmarkaðinum og þeir eru
ekki einu sinni með jafn góða ull
eða hár eins og þessar kanínur
geta gefið af sér þannig að
kannski er möguleiki að reyna að
afla markaða erlendis, en auðvitað
verður fyrst reynt að afla markað-
ar hérlendis," sagði Stefán.
Stefán sagði að lokum að núna á
meðan kaninurnar væru ekki
farnar að fjölga sér, og því ekki
farið að klippa þær, væru starfs-
menn Kanínumiðstöðvarinnar í
Njarðvík einungis tveir en líklega
þyrfti að bæta við þremur til fjór-
um mönnum til viðbótar þegar
dýrunum færi að fjölga.