Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 5 Carrington lávarður kemur til íslands í dag HINGAÐ til lands kemur f dag, Pet- er Alexander Rupert Carrington, betur þekktur þó sem Carrington lá- varöur. Hann er þrautreyndur breskur stjórnmálamaöur og hefur nýlega tekið við embætti fram- kvsmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins úr höndum Hollendingsins Joseph Luns. Carrington mun ræöa við ráðherra og forseta, skoða sig um á Þingvöllum og í Keflavík áður en hann heldur til Lundúna síðdegis á laugardaginn. Carrington fæddist 6. júní árið 1919 og hefur víða komið við á löngum stjórnmálaferli sínum. Eiginkona hans er lafði Iona McClean, sem fylgir manni sínum hingað. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina, en í henni barðist hann öll árin, snéri Carrington sér að póli- tík og var kjörinn á þing. Fyrst sat hann í neðri deildinni, síðan í lá- varðadeildinni. Hann hefur gegnt ýmsum virðingarstöðum, m.a. landbúnaðar-, orku- og varnar- málaráðherraembættunum og verið formaður íhaldsflokksins árin 1972 til 1974 uns hann tók við embætti utanríkisráðherra í ríkis- stjórn Margaret Thatcher árið 1979. Samstarfið við Thatcher var ná- ið og Carrington þótti standa sig með miklum sóma. Þó urðu deilu- mál sem vörðuðu stríð Breta og Argentínumanna um Falklands- eyjar þess valdandi að Carrington kaus að segja af sér embætti utan- ríkisráðherra til þess að Bretar gætu einhuga beitt sér að yfirvof- andi styrjöld. Eftir að Carrington hafði stigið upp úr sæti utanrík- isráðherrans, hefur hann gjarnan kvartað yfir því að hafa lítið að gera, enda hefur hann getið sér orð fyrir að vera hinn mesti vinnuþjarkur. Þó sóttist hann ekki sérstaklega eftir þvi að verða út- nefndur framkvæmdastjóri NATO. Á hinn bóginn beitti Fjórir piltar í varðhald: Stálu 60—70 þús. kr. úr Kaupfélaginu í Garðabæ SAKADÓMUR Reykjavíkur kvað í gær upp gæsluvarðhaldsúrskurö yfir fjórum piltum á aldrinum 17—19 ára að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Gerði RLR kröfu um að fjór- menningarnir yrðu úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald f kjtílfar rannsókna á fjölmörgum innbrotum að undanförnu. Fjórmenningarnir hafa m.a. viðurkennt að hafa brotist tvíveg- is inn í Kaupfélagið í Garðabæ, á miðvikudag og föstudag í síðustu viku. 1 fyrra sinnið höfðu þeir 8—10 þúsund krónur upp úr krafs- inu, auk þess sem þeir tóku 60 vindlingalengjur. í síðari ferðinni höfðu þeir peningaskáp verslunar- innar á brott með sér. Rufu þeir á hann gat með logsuðutækjum og stálu 50—60.000 krónum úr hon- um. Þá tóku þeir úr kassanum víxla að upphæð um 600.000 krón- ur. Ennfremur stálu þeir 50 vindl- ingalengjum. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar hafa piltarnir einnig viður- kennt að hafa brotist inn i hús við Laufásveg og í Félagsheimilið í Sandgerði. Ekki er hægt að áætla hversu miklu var stolið í þeim inn- brotum. Fjórmenningarnir hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. «; ■: Margaret Thatcher sér mjög fyrir því, enda hefur hún ásamt fleirum mikið álit á Carrington, sem þykir bæði snjall stjórnmála- og samn- ingamaður fyrir utan það, að hann þykir hinn alþýðlegasti í viðmóti og á auðvelt með að umgangast fólk. Carrington er sem fyrr segir að- alframkvæmdastjóri NATO, sem er öflugasta varnarbandalag ver- aldar. Starfið veitir honum ekki mikil völd, en mikla virðingu, því það var yfirstjórn bandalagsins sem kaus hann til embættisins, en yfirstjórnina skipa ráðherrar allra aðildarlanda NATO. Sem að- alframkvæmdastjóri er hann for- maður yfirstjórnarinnar og einnig formaður ýmissa undirnefnda. Ákvarðanir tekur hann ekki ein- hliða, en tillögur hans og hug- myndir eru í heiðri hafðar og get- ur hann þannig haft mikil áhrif á gang mála. Carrington er væntanlegur hingað til lands síðdegis í dag og í kvöld mun hann sitja boð Geirs Carrington lávarður Hallgrímssonar utanríkisráðherra og eiginkonu hans. I fyrramálið ræðir Carrington við staðgengil Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra, Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsmálaráðherra og því næst við Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. Hádegisverð snæðir hann síðan á Bessastöðum í boði Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Síðdegis mun Carrington sitja fréttamannafund á Hótel Sögu, en um kvöldið situr hann veislu ásamt konu sinni í ráð- herrabústaðnum í boði utan- ríkisráðherrahjónanna. Á laug- ardagsmorgun fer Carrington til Þingvalla að skoða sig um, en þar snæðir hann hádegisverð í boði Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra, en síðan liggur leið- in til Keflavíkurflugvallar. Þar mun lávarðurinn skoða mannvirki NATO og þiggja veitingar í boði aðmírálshjónanna. Síðdegis stíga Carrington-hjónin síðan upp í þotu sem flýgur með þau til Lund- úna. AFMÆLISTILBOD Nú er ár liðið frá því að FIAT Unol var kynntur hér á landi. Á þessum tíma hefur Uno! selst meira en nokkur annar einstakur bíll á markaðnum. í tilefni þessa hefur verið ákveðið að bjóða Uno! á sérstöku afmælisverði: Uno!BASIC kr.218.000.* á aötuna! 218.000,- á götuna! Æf Sgfn Bíll ársins 1984 Unol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.