Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 19 Verðkönnun VerÖlagsstofnunar í söluturnum og söluskálum: Mesti verðmunur innan landshluta á Vesturlandi Söluskáli Esso á Höfn með ódýrustu „innkaupakörfuna“ í sjöunda tölublaði Verðkynningar Verðlagsstofnunar er birt verð- könnun sem gerð var í 160 söluskálum og söluturnum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Til samanburðar var einnig kannað verð í fjórum söluturnum á höfuðborgarsvæðinu. Verðskráning fór fram dagana 19. júní til 3. júlí sl. I fréttatilkynningu frá Verð- lagsstofnun segir um helstu niðurstöðumar. 1) Ef miðað er við könnunina í heild var hæsta verð á tíu vörutegundum af tuttugu meira en tvöfalt hærra en lægsta verð á sömu vörutegundum. 2) Mikill munur er á verði gosdrykkja eftir sölustöðum jafnt innan landshluta sem á milli. Áberandi er munurinn á Vesturlandi þar sem munurinn á hæsta og lægsta verði allra gosdrykkjanna sem kannaðir voru var meira en 100%. Mestur var þar munurinn á appelsíni, tæp 160%. Á Norðurlandi var hæsta gosdrykkjaverð í Hrúta- firði og kostaði t.d. innihald 25 cl. flösku af Pepsi Cola 21 kr. í Brú en ekki nema 7,50 kr. hjá Esso á Tryggvagötu á Akureyri. 3) Ekki varð að jafnaði mikill verðmunur á heitum pylsum, ís- pinna, frostpinna, Opal/Tópas eða innlendu rjómasúkkulaði. Mikill verðmunur var hins vegar að jafnaði á Kókómjólk, Svala, samlokum, kartöfluflögum og rafhlöðum. Einnig setti Verðlagsstofnun saman ímynduð innkaup fjöl- skyldu. Af þeim 160 söluturnum og skálum sem verð var kannað í seldu 89 þeirra þær 10 vöruteg- undir sem þessi innkaup sam- anstanda af. Helstu niðurstöður þar eru eftirfarandi, segir í frétt Verðlagsstofnunar: 1) Á ódýrasta og dýrasta staðnum innan landshluta var mestur munur á Vesturlandi. Lægst var verðið í Skaganesti á Akranesi, en hæst í Hreða- vatnsskála eða 36% hærra. Á Suðurlandi var Olís, Eyrar- bakka með lægsta verðið, en í Þjónustumiðstöðinni, Þingvöll- um kostuðu sömu vörur 30% meira. Á Norðurlandi var mun- urinn sá sami og á Suðurlandi og var ísbúðin Akureyri ódýr- ust, en Söluskáli KS Ketilási, Fljótum dýrastur. Á Austur- landi reyndist Söluskáli Esso á Höfn í Hornafirði ódýrastur og var Shell-stöðin Neskaupstað með 22% hærra verð. Minnstur var munurinn á Vestfjörðum eða 19% og var verðið þar lægst í Grillskála KVB á Patreksfirði, en hæst í Hafnarkaffi á Þing- eyri. 2) Ef miðað er við allt landið þá reyndist verðið á hinum ímynduðu innkaupum vera lægst í Söluskála Esso á Höfn, | en þar kostuðu vörurnar 377,70 kr. Hæst reyndist verðið vera í Hreðavatnsskála Borgarfirði, en þar kostuðu þessar sömu vörur 544 kr. eða 44% meira. 3) Athyglisvert er að meðal- verð hjá þeim fjórum söluturn- um á höfuðborgarsvæðinu sem kannaðir voru var 8,8% hærra en á ódýrasta staðnum, Sölu- skála Esso á Höfn. Jafnframt að fjórtán sölustaðir á landsbyggð- inni reyndust ódýrari en sem nemur þessu sama meðalverði. í fréttatilkynningu Verð- lagsstofnunar segir ennfremur, að talsverður munur sé oft á þjónustustigi einstakra sölu- staða. Sumir þeirra bjóða upp á afnot á borðum og stólum, oft í skemmtilegu umhverfi, auk hreinlætisaðstöðu. í nokkrum skálum er hins vegar eingöngu hreinlætisaðstaða og enn aðrir veita enga slíka þjónustu. I könnuninni er ekki lagt mat á slíkt, heldur er eingöngu um verðsamanburð að ræða, en í at- hugasemdum með töflum er get- ið um þjónustustig hvers staðar. Verðsamanburður milli sölustaða Hér að neðan er birt samanlagt verð á ettirtöldum vörutegundum: Coca cola 30 cl (2 flöskur), Egils appelsín. pilsner, pylsa með öllu (2 stk.), samloka (2 stk.), Opal/Tópas (2 pakkar), Siríus rjómasukkulaði, brjóstsykurspoki, Malta súkkulaðikex (2 stk.) og rafhlöður í utvarp - R 20 (2 stk.) Hlutfallslegur Hlutfallslegur samanburður samanburður. Samtals lægsta verft Samtals lægsta verð Suðurland verft 100 Norðurland verð 100 Olis, Eyrarbakka 396,00 104,9 ísbuðin, Kaupvangsstræti, Ak. 389,50 103,1 Arsel, Selfossi’’ 407,40 107,9 Ferðanesti, Akureyri 408,20 108,1 K.A. Tjaldmiftstöft Laugarvatni1' 414,00 109,6 Söluskáli K.S. Varmahlið” 410,00 108,5 Shell, Hveragerði 415,00 109,9 Söluskálinn Hvammstanga” 413,00 109,3 K.R. söluskali Hvolsvelli1’ 419,00 110,9 Glerárstöðin, Akureyri 419,70 111,1 Vikurskálinn, Vik1) - 421,90 111,7 Versl. Gunnars Skjóldal, Akureyri 420,50 111,3 Litla kaffistofan, Svinahrauni11 432,00 114,4 Dröfn, Dalvik 420,80 111,4 Björk, Hvolsvelli” 444,00 117,5 Esso, Tryggvabraut, Akureyri21 421,30 111,5 Þrastalundu^ v/Sog11 448,00 118,6 Abær, Sauðárkróki” 423,00 112,0 Arnberg. Selfossi” 448,20 118,7 Viðigerði, V-Hunav.sýslu” 428,00 113,3 Arnesti, Selfossi2* 451,00 119,4 Shellskálinn, Varmahlið” 428,00 113,3 Söluskalinn Geysi, Haukadal” 452,00 119,7 Bilaleiga Husavikur2’ 429,00 113,6 Valhöll, söluskali Þingvöllum2* 453,00 119,9 K.Þ. Naustagili, Husavik” 429,00 113,6 Fossnesti, Selfossi2' 466,00 123,4 Veganesti, Akureyri 429,20 113,6 Þjonustumiðstoðin Þingvollum” 516,00 136,6 Krókeyrarstöðin, Akureyri 429,30 113,7 Þingey, Husavik” 429,50 113,7 Bláfell, Sauðarkroki” 433,00 114,6 Sökuskalinn Ægisg. Ólafsfirði” 436,00 115,4 Söluskálinn Esso. Kópaskeri” 439,45 116,3 Vesturland Borgarsalan, Akureyri 443,00 117,3 Skaganesti, Akranesi 400,00 105,9 Hótel Reynihlið, Mývatnssveit” 443,80 117,5 Teigur, Akranesi 400,00 105,9 Hótel Reykjahlið, Mývatnssveit 449,80 119,1 Skutan, Akranesi” 410,50 108,7 Essoskalinn. Blönduósi” 453,00 119,9 Essöstöðin, Borgarnesi1' 414,00 109,6 Shellstöðin. Husavik” 454,50 120,3 Grillskalinn, Ólafsvik” 415,00 109,6 Essoskálinn, Hofsosi” 457,00 121,0 Bifreiðastöð Akraness2' 425,00 112,5 Staðarskáli, Hrutafirði” 474,00 125,5 Tehúsið, Stykkishólmi” 431,00 114,1 Söluskálinn Asbyrgi” 492,00 130,3 Shellstöðin, Borgarnesi11 433,00 114,6 Soluskali Esso, Raufarhöfn” 499,00 132.1 Asakaffi, Grundarfirði” 447,00 118,3 Brú, Hrútafirði” 505,00 133,7 Þyrill, Hvalfirði” 451,80 119,6 K.S. Ketilási, Fljótum” 507,50 134,4 Botnsskali. Hvalfirði” 458,00 121,3 Söluskáli Olis, Ólafsvik2* 465,00 123,1 Söluskali Kf. Hv. Buðardal1 483.50 128,0 Veitingastofan Vegamotum1’ 488,70 129,4 Austurland Ferstikla. Hvalfirði” 489.00 129,5 Söluskáli Esso, Höfn 377,70 100,0 Þjónustumiðstöðin Husafelli1' 500,00 132,4 Söluskali KASK, Fagurholsmyri” 393,00 104.0 Hreðavatnsskali. Borgarfirði” 544,00 144,0 Soluskali P.E., Eskifirði21 407,90 108,0 Söluskáli Esso Djupavogi” 410,70 108,7 Lollipop, Seyðisfirði 426,20 112,8 Söluskáli Shell, Vopnafirði” 432,00 114,4 .. Shellskalinn, Seyðisfirði” 434,00 114,9 Vesttiröir Soluskali KHB. Egilsstöðum” 434,55 115,0 Grillskali KVB. Patreksfirði” 397,90 105,3 Söluskali Shell, Egilsstöðum” 441,70 116,9 Hlaðbær. Suðavik 406,60 107,6 Fjarðarnesti, Faskruðsfirði” 447,00 118,3 Söluskálinn, Holmavik21 416.00 110,1 Soluskali Olis Neskaupstað21 447,40 118,4 Shellskalinn. Bolungarvik2' 418,00 110,7 Soluskali Aðalsteins. Reyðarfirði” 451,00 119.4 Gosi, Isafirði 425,00 112,5 Shellstöðin. Neskaupstað” 459,60 121,7 Bakariið, Patreksfirði 428,00 113,3 Bruarnesti, Isafirði 428,00 113,3 Hamraborg, Isafirði 431,20 114.7 Essonesti, Talknafirði” 437,00 115,7 Meðalverð 14 söluturnum Hafnarkaffi. Þingeyri 475,00 125,8 a hofuðborgarsvæðinu 410,79 108,8 ATHUGASEMDIR. 1 - Hremlætisaöstaða borö og stolar 2 Hreinlætisaðstaöa Þeir staöir sem ekki eru tilgremdir meö athugasemd bjoöa ekki þessa aöstoöu Þú færö cijaldeyrinn í utanlandsferðina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir (ægar heim kemur er tilvalið að opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma. Iðnaðarbankinn Aðalbanki og öll útibú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.