Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 45 Laugargestir engin Laugargestur skrifar: Kæri Velvakandi! Páll Þór Pálsson 12 ára skrifar í Velvakanda 15. júlí um atvik í Vesturbæjarlauginni. Frásögnin er gefin fyrirsögnin „Ruddi í Vest- urbæjarlauginni" og álíka við- kunnanlegur texti er undir mynd af laugargestum. Páll segir: Potturinn „var yfir- fullur af fólki. Ég sat og lét nuddið dynja á bakið í rólegheitunum." Þá kom eldri maður, sem „ ... til- kynnti mér, að ég hefði ekkert að gera þarna í nuddinu..." „Ekki nóg með að hann heimtaði mitt sæti..." 12 ára barn situr í rólegheitun- um við nuddstútinn og lætur nuddið dynja á baki sér. Potturinn er yfirfullur af fólki og a.m.k. einn maður bíður eftir að komast að nuddinu. En barnið á bara sætið við nuddstútinn. Það á enginn sætið við nudd- stútinn. Mönnum ber að nudda sem fljótast þá vöðva, sem þurfa nudd, en víkja síðan frá til að aðr- ir komist að. Það ætti enginn að sitja í rólegheitunum og láta „nuddið“ dynja á baki sér. Hvorki börn né fullorðnir og hvort sem aðrir bíða eða ekki. Mænan og nýrun þola illa langvarandi titring frá nuddstútnum og þess vegna er hættulegt að „sitja í rólegheitum og láta nuddið dynja á bakinu". Ekki er hægt að ætlast til þess að 12 ára barn viti þetta. Tilgangurinn með nuddi er að þrýsta úrgangsvökvum líkamans úr vöðvunum inn í blóðrásina í átt að hjartanu. Þess vegna á þrýst- ingsstaðurinn að hreyfast í átt að hjartanu en ekki að vera í kyrr- stöðu. Það er ekkert athugavert við að leiðbeina þeim, sem haga sér eins og óvitar. Ef börn eiga i hlut er það beinlínis skylda þeirra, sem betur vita. Slíkt telst frekar sem föðurleg umhyggja en óþarfa af- skiptasemi. Páll kvartar líka undan því, hvernig þetta var gert. Potturinn var „yfirfullur af fólki". Maðurinn „reif í mig og þeytti mér út í mitt vatnið". Eru þetta ekki ýkjur eða beinlínis ósannindi? Laugargestir eru ekki illmenni, og ég fullyrði, að það mundi enginn komast upp með slíkt í ásýnd annarra, eins og gefið er í skyn. Að þessu leyti er verið að ófrægja laugargesti sem heild. Leiðinleg skrif og nóg um það. Nuddstúturinn í Vesturbæjar- lauginni er frábær, þegar þrýst- ingur er nógur. Harðsperrur og vöðvabólga hverfa eins og dögg fyrir sólu, ef hann er notaður rétt. Kyrrsetumenn geta þarna „ýtt í gang“ óvirkum og stirnuðum vöðv- um fljótt og fyrirhafnarlítið. Börn hafa aftur á móti ekkert i stútinn að gera, einfaldlega vegna þess að þau þjást ekki af stirðleika. Um nuddstútinn hefur verið sagt, að það ætti að minnka kraft- inn í honum, svo að fólk og einkum börn geti ekki farið sér að voða í honum. Þeir hinir sömu ættu þá líka að minnka vatnið í lauginni til þess að enginn geti drukknað þar, og banna bíla til að fækka umferðarslysum. Ymsir litir. Stærðir 35—44. SENDUM í PÓSTKRÖFU Af Biblíusögum Dr. Benjamín HJ. Eirfksson skrifar: Ég er þakklátur séra Kolbeini Þorleifssyni fyrir að benda mér á það, að tveir menn hafi borið nafnið Jóhannes Hyrkanus í fornri sögu Gyðinga. Séra Kol- beinn skrifar um Jóhannes Hyrk- anus, sem hann gefur þrjá titla, þar á meðal titilinn konungur, en ég um bróðurson hans, sem varð fyrir því óláni, að af honum voru skorin eyrun. John Bright kallar hinn fyrri priest-king (A History of Israel, bls. 446). Roland de Vaux segir að hann hafi ekki tekið sér konungsnafn (Ancient Israel, bls. 402). Lýðurinn ákvað aðeins, að Jóhannes skyldi fá titilinn ethn- archos, sem þýtt er þjóðhöfðingi í íslenzku útgáfunni. (1. M 14;47.) Lýðurinn hefir þvi ekki litið á hann sem Messías. Og samkvæmt þessum texta Biblíunnar hefir hann ekki verið konungur. Sá þessara manna, sem fyrstur tók sér konungstitil var Aristobulus I. Ég tek þessa uppákomu með nafn æðstaprestsins sem eina af „endurtekningunum í lífi mínu“. Ég nota þetta tækifæri til þess að gera smávegis athugasemd við það sem séra Kolbeinn segir um unglingana i eldsofninum. I 3. kapítula Dalíelsbókar er nokkuð ítarleg frásögn af unglingunum þremur, sem Nebúkadnesar kon- ungur lét varpa í eldsofninn, og sem síðan var kyntur „sjöfalt" meira en áður. Þótt aðeins þremur væri varpað í ofninn, þá sá kon- ungurinn þar inni fjóra menn. Og „ásýnd hins fjórða því líkust sem hann sé sonur guðanna“ (3;25). Úr frásögninni, eins og hún er þarna i Daníelsbók, hefir verið felld bæn Asaria og lofsöngurinn. Þetta hvorttveggja er i Apokrýfu-bókun- um, og þetta er áreiðanlega það efni sem séra Kolbeini finnst vanta i Biblíuna. Öll frásögnin er að sjálfsögðu helgisögn. Sumir myndu áreiðan- lega vilja kalla hana hreina þjóð- sögu. Menn ganga ekki lifandi út úr eldsofni, svona að öðru jöfnu. Ég túlka þessa helgisögn sem merkilega fortáknun eða spá um örlög Gyðingaþjóðarinnar. í seinni heimsstyrjöldinni var hún vissulega í „eldsofninum", en kom þaðan samt lifandi. The Holo- caust. Og einhvers staðar hlýtur „fjórði maðurinn" þá að vera. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dplkunum. VtRNDAR VIÐINN OGGOÐA SKAPIÐ Pinotex Örugg viöarvörn í mörg ár. S3P SlGGA V/öGA 2 itLVZQAH HÚK ER DflLTIP \ \ // 'dNÖÓGUPPF! ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.