Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 Fenner Reimar og reimskífur Ástengi Fenner Ástengi Leguhús Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10, sími 686499 Askriftarsiminn er 83033 Veiöimenn fLy f.s«'NO Hafr^rsW r.5flv*s BEITARMAL I HUNAÞINGI Grímstunguheiði: Oddvitinn rak áður en heiðin LANDGRÆÐSLA ríkisins hefur kært oddvita Sveinsstaðahrepps í Austur- Húnavatnssýslu fyrir að reka fé sitt of snemma á Grímstunguheiði í vor og jafnframt farið fram á ítölu fyrir heiðina. Ágreiningur hefur verið á milli hreppsnefnda Áshrepps og Sveinsstaðahrepps, en baendur í þessum hreppum eiga upprekstur á heiðina, um aðgerðir til að draga úr beit á heiðinni. Hreppsnefndirnar hafa yfirleitt farið eftir áliti gróðurverndarnefndar Aust- ur-Húnavatnssýslu um hvenær óhætt væri að reka fé á heiðina. Gróður- verndarnefndin lagði til að upprekstur hæfist 23. júní í vor en við það vildu sumir bændur í Sveinsstaðahreppi ekki sætta sig og rak oddvitinn fé sitt á heiðina nokkrum dögum fyrr og komu fleiri bændur á eftir. fé sitt á fja.ll var opnuð í vor Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að Landgræðslan hefði á undanförnum árum haldið fjöl- marga fundi með heimamönnum um beitarmál á heiðinni í samvinnu við landnýtingarráðunaut Búnaðar- félagsins. Lagt hefði verið að heimamönnum að stytta beitartím- ann og reka ekki á afréttinn fyrr en gróðurverndarnefnd sýslunnar teldi fært að hefja upprekstur. Sveinn sagði að bændur hefðu margsinnis verið varaðir við að ef þeir sjálfir framkvæmdu ekki þær gróður- verndunaraðgerðir sem lagðar væru til, þar á meðal að seinka upp- rekstri hrossa, yrði að koma til utanaðkomandi valdboðs. Um ástand heiðarinnar sagði hann að þar væri ekki gróður- eða jarðvegs- eyðing, eins og á Auðkúlu- og Ey- vindarstaðaheiðum sem einnig hafa verið í fréttum vegna beitarmála, en gróðurrýrnun vegna ofbeitar. Sagði hann að hreppsnefnd Ás- Kort af vesturhluta Norðurlands þar sem þær heiðar sem mest hafa verið í fréttum að undanförnu vegna deilna um upprekstur eru merktar inná. Kort Mbl./GÓI. ^aettu meö Wet-cel OQ jr » flö'da Um 60% veiöimanna samKvaemt aritinu Fie'd & liggur frammi siuninni- ára ytirburöa im hrepps hefði verið reiðubúin að fara út í nauðsynlegar aðgerðir en hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps hefði ekki verið fáanleg til þess. Þegar oddviti Sveinsstaðahrepps hefði síðan rekið fé sitt á fjall fyrr en gróðurverndarnefndin hefði lagt til hefði Landgræðslan óskað eftir lögreglurannsókn á málinu og jafn- framt farið fram á að skipuð yrði ítölunefnd til að skipta beitinni á heiðinni. Sagði hann að í sumar myndi RALA endurmeta beitarþol heiðarinnar og myndi itölunefndin byggja á þeim rannsóknum. Jón ísberg sýslumaður Húnvetn- inga sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að rannsókn málsins væri lokið, það hefði legið ljóst fyrir frá upphafi. Staðfest hefði verið að Þórir Magnússon oddviti á Syðri- Bakka hefði rekið fé sitt á heiðina nokkrum dögum áður en hún var opnuð og og brotið þannig gegn þvf samkomulagi sem hreppsnefndirn- ar hefðu gert með sér um að reka ekki á heiðina fyrir þann tíma sem gróðurverndarnefnd sýslunnar teldi óhætt. Sagðist sýslumaður hafa sent málið áfram til landbúnaðar- ráðuneytisins til umsagnar. „Það var ákveðið I vetur að láta fara fram gróðurrannsókn á heið- inni og stendur til að gera hana í sumar á vegum RALA. Slík rann- sókn hlýtur að vera undanfari gróð- urverndunaraðgerða og fer eftir niðurstöðum hennar til hverra að- gerða verður gripið," sagði Þórir Magnússon bóndi á Syðri-Bakka, oddviti Sveinsstaðahrepps, þegar álits hans á beitarmálum heiðar- innar og aðgerðum til gróðurvernd- ar var leitað. Efaðist hann um að heiðin væri jafn slæm og sumir vildu úr gera. Sagði hann að fleira kæmi þarna til en ofbeit. Vitað mál væri að mikill þrýstingur væri á bændur að draga úr landbúnaðar- framleiðslunni og væri hann ekki l nokkrum vafa um að slfkt hefði áhrif f þessu máli. Aðspurður um hvernig það kæmi við bændur ef dregið yrði meira úr beit á heiðinni en orðið er sagði Þórir að takmörk- un á beit á heiðunum kæmi ákaf- lega misjafnt við bændur, allt eftir því á hve stórum jörðum þeir byggju, og hvað landríkar jarðirnar væru. Væru því eðlilega mjög skipt- ar skoðanir um þessi mál út frá hagsmunum manna. Sumir bændur þyldu mjög illa harðar aðgerðir og ekki síst aðgerðir sem beitt væri fyrirvaralítið. Þar af leiðandi hefði hann sem oddviti reynt að fá að- gerðir sem virkuðu sem hægast og yllu ekki straumhvörfum í afkomu manna. Þórir sagði að sér stæði í sjálfu sér ekki neinn stuggur af ítölu sem Landgræðslan hefði farið fram á því ef það reyndist rétt að landið væri ofbeitt, þá væri eðlilegt að beita þeim takmörkunum sem dygðu til að koma henni f eðlilegt horf. Jón Bjartmar Bjarnason bóndi f Ási, oddviti Áshrepps, sagði að reynt hefði verið að láta ekki koma til þeirra utanaðkomandi að- gerða sem nú hefði orðið en það hefði ekki tekist að stilla beitinni f hóf með samkomulagi heimamanna og væru málin þvi komin í þann hnút sem nú væri. Sagði hann að skoðanir væru nokkuð skiptar f hreppunum um þetta mál, andstað- an væri þó heldur meiri í Sveins- staðahreppi enda væri heldur minna um beitarlönd þar. Sagði Jón Bjartmar að talsvert væri búið að gera f takmörkun beitar á heiðinni og til að nýta beitarlandið betur, en þrátt fyrir það stefndi enn i óefni. Sagði hann að hreppsnefnd Ás- hrepps hefði viljað að farið yrði að tillögum gróðurverndarnefndarinn- ar eins og undanfarin ár en ekki hefði náðst samstaða um það og þvi væru þessi mál nú komin úr hðnd- um heimamanna sem menn hefðu þó viljað forðast f lengstu lög. Þá sagði Jón Bjartmar að það flækti málið enn meir að fjarlægur hrepp- ur, Þverárhreppur á Vatnsnesi, hefði á sfnum tfma keypt hluta af heiðinni og ætti þar stóran hóp af hrossum. Enginn reiknar sig úr ofbeitinni — segir landgræðslustjóri um hrossabeit á Eyvindastaðarheiði „FULLYRÐING nokkurra heimamanna sem upprekstur eiga á Eyvindar- staðaheiði um að svigrúm sé til að reka allt að 180 hross á þessu ári er úr lausu lofti gripin. Þeir rangtúlka niðurstöður RALA um beitarþol á heiðinni. Það er samdóma álit okkar Landgræðslumanna, landnýtingarráðunautar Búnaðarfélags íslands og flestra þeirra sem fjallað hafa um málið að Eyvind- arstaöaheiði þoli ekki neina beit umfram það sauðfé sem þegar er búið að reka á heiðina. Á Eyvindarstaðaheiði er alvarleg gróður- og jarðvegseyðing, hún hefur verið ofsetin á undanförnum árum og það reiknar sig enginn út úr þeirri ofbeit," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í samtali við Morg- unblaðið er áiits hans á þeim ummælum oddvita Seyluhrepps sem birtust í Morgunblaðinu í gær, um að óhætt væri að reka allt að 180 hross á heiðina I sumar, var leitað. „En úr þessum túlkunarmálum verður nánar skorið fljótlega því einn upprekstraraðilinn, Bólstað- arhlíðarhreppur, hefur á almennum sveitarfundi krafist ftölu og ftölu- nefnd sem skipuð verður mun skera úr um túlkun þeirra gagna sem til- tæk eru og taka tillit til aðstæðna eins og kveðið er á um i fjallskila- lögum. Mál þetta snertir beinlfnis aðeins um 20 bændur sem rekið hafa hross á heiðina af þeim rúm- lega 100 bændum sem upprekstrar- rétt eiga. Menn hafa verið varaðir við þvf í mörg ár að hrossaupprekstur verði stöðvaður á þetta gróðureyð- ingarsvæði og ennfremur að upp- rekstur sauðfjár kynni að verða takmarkaður. Það er mat manna að unnt sé að fá beitilönd f byggð fyrir þau hross sem rekin hafa verið og hefur fjallskilastjórn unnið að þvf máli að undanförnu. Auk þess hefðu menn auðvitað þurft að vera búnir að fækka hjá sér hrossum. Ég tel að einmitt nú þegar mikið gras- ár og spretta er í byggð þá sé svig- rúm til að bregðast við því að taka hrossin af heiðinni. Það er ekki bara að hrossin skaði uppgræðsluna heldur er það líka staðreynd að gróðurlendið þarna er mjög illa farið og viðkvæmt eftir síðustu fjögur köldu ár. Þarna er heldur ekkert hrossabeitarland nema girt væru af mýrahólf f 500 til 600 metra hæð yfir sjávarmáli sem margir bændur og aðrir gróður- verndarmenn sætta sig illa við að girða af fyrir hross," sagði Sveinn Runólfsson einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.