Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 Khomeini-stjórnin hafnar sáttagerð Vlanama Rnhrain IX iúlí AP Manama, Bahrain, 18. jútí. AP. Sáttanefnd sjö múhameðstrúar- ríkja kom saman í dag í Jidda í Saudi-Arabíu og gerði enn eina til- raunina til að finna leið til að mú- hameðstrúarríki geti sameiginlega ýtt á íran til að fallast á friðarvið- ræður við írak. Varla var ráðstefnan hafin í Jidda, þegar utanríkisráðuneytið í Teheran gaf út yfirlýsingu um, að stjórn Ayatollah Khomeinis hafnaði öllum sáttaumleitunum. írösk yfirvöld sögðu í Bagdad, að verið væri að endurskipu- leggja herstjórnina með tilliti til þess, að stríðið við íran héldi áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. íranska fréttastofan flutti yf- irlýsingu utanríkisráðuneytis- ins, þar sem það var gert að al- gjöru skilyrði fyrir endalokum styrjaldarinnar, að Saddam Hussein hyrfi frá völdum. „Saddam-stjórnin er upp- Veður Akureyri Ameterdam Aþena Barcelona Berlfn BrUssel Chicago DubUn Feneyjar Frankfurt Genf Helainki Honfl Konfl Jerúsalem Kaupmannahöfn Llssabon London Los Angeles Luxemborg Mallorca Miami Montreal Moakva New York Osló Parfs Peking Reykjavik Rio de Janeiro Róm Stokkhólmur Sydney Tókýó Vfnarborg Þórshðfn 1» skýjaó 18 skýjaó 3« heióskírt 26 heióskfrt 18 skýjaó 18 skýjsó 25 sól 18 skýjsó 24 skýjsó 17 skýjsó 21 bjsrt 17 rigning 31 sótskin 30 sófskin 22 skýjsó 24 sóiskín 22 skýjsó 23 skýjsó 17 skýjsó 26 heíóskírt 28 skýjaó 30 skýjað 22 skýjaó 27 bjart 28 skýjaó 22 sólakin 24 skýjaó 34 skýjsó 12 rigning 27 skýjaó 30 sólskin 20 rigning 18 sólskin 32 sólskin 19 rigning 12 þoks spretta óróa og óöryggis fyrir nágrannaríkin, og áformum eða aðgerðum, sem ekki miða að því að hann fari frá völdum, er með öllu hafnað af múhameðska lýð- veldinu," sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Einn af stjórnarmönnum bylt- ingarstjórnarinnar í írak, Taha Yassin, sagði í viðtali við hina opinberu fréttastofu í Bagdad, að það væru íranir sem alltaf stæðu í vegi fyrir sáttaumleitun- um múhameðstrúarríkja. í forsæti sáttanefndarinnar í Jidda var kjörinn Dawda Jerw- ara, forseti Gambíu. í nefndinni voru einnig Zia U1 Haq, forseti Pakistans, Mohamed Hussein Ershad frá Bangladesh, auk full- trúa frá Senegal, Malaysíu og Gíneu. Khomeini Framtíð Hong Kong: Bretar hafna hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu Hong Kong, 18. júlí. AP. BRESKA stjórnin hafnaði í dag til- lögu um, að væntanlegt samkomulag Bretlands og Kína um framtíð Hong Kong verði borið undir þjóðarat- kvæði í Hong Kong. Utanríkisráðherra Bretlands, Sir Geoffrey Howe, tilkynnti á sama tíma að sérstakt ráðuneyti yrði sett á fót undir ríkisstjóra Hong Kong, þar sem reynt yrði að sameina tillögur sem því berast um framtíðarstjórnskipulag Hong Kong, eftir að yfirráðaréttur Bretlands þar rennur út 1997. Howe sagði að verulegir ann- markar væru á þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta mál. T.d. væri hætta á að miklar deilur og illindi risu, sem gætu leitt til þess að niðurstöður þjóðaratkvæða- greiðslunnar yrðu marklausar. Enda væri talsverð andstaða gegn hugmyndinni meðal Hong Kong- búa, þar sem tiltölulega fáir þeirra eru á kjörskrá. Almennum kosningarétti var komið þar á árið 1982. Howe sagði ennfremur að al- menningi í Bretlandi og Hong Kong yrði gerð grein fyrir fyrir- huguðum samningi um hvernig yf- irtöku Kínverja á Hong Kong verður háttað. Einnig yrði Hong Kong-búum gefinn kostur á að ja álit sitt á honum. dag var birt svokölluð „græn skýrsla" í Hong Kong, þar sem stjórnvöld nýlendunnar leggja til lýðræðislegri stjórnarhætti. Þar er t.d. farið fram á að hægfara breytingar verði gerðar á löggjaf- ar- og framkvæmdavaldinu. Ganga þær m.a. annars út á að láta kjósa nokkra embættismenn nýlendunnar beint, en nú eru þeir allir skipaðir. Grunsamleg sovézk bifreið frá Sviss Genf, 18. jnlf. AP. NÍU tonna vörubifreið, sem Sovét- menn segja hlaðna „sendiráðs- Allt gengur að óskum um borð í Soyuz T-12 Moskvu, 18. júlí. AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass greindi frá því í dag, að ferð geimfarsins Soyuz T-12 gengi að óskum og það myndi fljótlega tengjast geimrann- sóknarstöðinni Salyut 7, sem verið hefur á sporbraut um jörðu. Þrír geimfarar hafa verið þar um borð í 160 daga, en með Soyuz er fyrsta konan sem fer í annað skiptið f geimferð. Tass greindi ekki nákvæmlega frá því hvenær geimfarið og geimstöðin tengjast, en gaf í skyn að undirbúningur væri I fullum gangi og kominn nokkuð á veg. Geimfararnir þrír munu aðstoða núverandi Salyut-menn og dvelja í stöðinni um óákveðinn tíma, en Sovétmenn leggja mikla áherslu á að fylgjast með því hversu lengi menn þola að vera í hálfgerðri prísund úti í geimnum. Lengst hafa sovéskir geimfarar dvalið úti I geimnum í 211 daga. Ekki er tal- ið útilokað að þeir hafi hug á því að setja nýtt met. pósti“, var ekið frá Sviss í morgun áleiðis til Sovétríkjanna án þess að vera affermd í Genf. Yfirvöld í Sviss vildu fá að tollskoða bifreiðina, en sovézkir sendifulltrúar kváðu hana undan- þegna slíku þar sem um sendi- ráðspóst væri að ræða og vísuðu til Vínarsamþykktarinnar. Yfirvöld drógu í efa að um eðli- lega sendingu gæti verið að ræða, þungi og stærð bifreiðarinnar úti- lokaði slíkt, og bönnuðu losun hennar. Reynt var að fá að skoða farminn, en Sovétmenn gáfu hvergi eftir og fengust ekki einu sinni til að afhenda farmskrá. Stóð bifreiðin á lóð sovézka sendiráðsins í vikutima og höfðu innsigli tollvarða ekki verið hreyfð er bifreiðin hélt úr landi í dag. Dollari hækkar Lundúnum, 18. júlí. AP. Bandarikjadollar náði meti gagn- vart franska frankanum er kauphall- ir lokuðu í dag og hækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum öðrum. Staða breska pundsins versnaði enn þar eð ekkert útlit var fyrir að verk- föllin miklu þar í landi væru að leys- asL Sérfræðingar sögðu, að hækkun dollarans nú stæði í tengslum við spádóma um að bankavextir i Bandaríkjunum yrðu hækkaðir á næstunni. Staða dollara gagnvart frankanum var Þessi: Einn dollari kostaði 8,7625 franka, en hámark áður var 8,7362 frankar. Sterl- ingspundið kostaði í kvöld 1,3125 dollara, en kostaði áður 1,3210 dollara. i| iiii ****•»• ■M Mikið í tilraun lagt Símamynd AP. Þessi mynd var tekin er verið var að gera tilraunir með umbúðir fyrir kjarnorkuúrgang. Tilraunin var gerð í Bretlandi, en úrgangi var komið fyrir í sérsmíðuðu hylki, sett um borð í hraðlest sem síðan var ekið á 160 kflómetra hraða á klukkustund á öfluga fyrirstöðu með þeim afleiðingum sem sjá má. Hylkið utan um úrganginn skadd- aðist ekkert þó lestin væri ónýt eftir. Það var rafveita Bretlands sem gekkst fyrir tilrauninni í því skyni að bæla niður ótta fólks við það að kjarnorkuúrgangur væri fluttur landveginn á milli staða. Jackson biður fyrirgefningar San Fransiscó, 18. júlí. AP. í ÁVARPI sínu á landsfundi demókrata á þriðjudag bað Jesse Jackson flokksfélaga sína afsök- unar ef hann hefði sært einhvern eða komið illa fyrir með aðgerð- um sínum eða orðum sem hann hefði viðhaft í kosningabaráttu sinni. I langri ræðu, sem hafði sterk áhrif á marga viðstadda, baðst Jackson fyrirgefningar á fyrri ásökunum um að „ónefndur leiðtogi gyðinga" hefði reynt að einangra hann frá öðrum flokksleiðtogum. Ummæli Jacksons um gyðinga höfðu valdið Mondale miklum áhyggjum um að honum tækist ekki að sameina demókrata fyrir kosningar, en afsökun Jacksons er talin hafa bætt nokkuð úr skák. Jackson bað viðstadda að styðja sig í forkosningunum til að marka flokknum nýja stefnu og þjóðinni allri. Hann bætti þó við að hann væri reiðubúinn til að styðja hvern þann sem landsfundurinn út- nefndi. Ítalía: 650 manns handteknir Napólf, 18. júlí. AP. LÖGREGLAN í ítölsku borginni Napólí hefur heldur betur látið til skarar skríða gegn Camorra- glæpasamtökunum og 640 manns hafa verið sóttir til saka á síðustu dögum, flestir fyrir milliliðastarfsemi í eitur- lyfjadreiflngu. Meðal hinna handteknu eru nokkrir fjöl- miðlamenn og skemmtikraftar kunnir um alla Ítalíu. 595 manns hafa þegar verið handteknir og sitja inni með- an rannsókn mála þeirra fer fram, enn er leitað 42 sem fara huldu höfði. Það er að- eins rúmt ár síðan svona var látið til skarar skríða gegn Camorra, en þá voru einnig hundruð manna handtekin. Miðstöð bófaflokksins er í Napólí, en klær hans ná hins vegar langt út fyrir borgar- mörkin. Lögreglan kýs hins vegar að vega að kjarnanum og telur sig hafa gert það með góðum árangri. Bandarísk skjöl gefin út í íran New York, 18. júlf. AP. SAUTJÁN hefti af leyniskjölum bandarísku stjórnarinnar, sem íranir tóku í sína vörslu þegar þeir yflrtóku scndiráð Banda- ríkjanna í Teheran 1979, hafa nú verið gefln út og birt opin- berlega. íslömsku hermennirnir komust yfir svo mikið efni, að þeir geta haldið áfram að gefa út leyniskjöl Bandaríkjanna í mörg ár, að þvi er New York Times skýrir frá. Times segir að skjölin nái yfir tímabil allt frá fimmta áratuginum til þess dags sem árásin á sendi- ráðið var gerð. Heftin eru gefin út undir nafninu „Skjöl úr njósna- hreiðrinu" og gefa þau í skyn að bandaríska stjórnin hafi ekki skráð á nákvæman hátt þá byltingarólgu sem var ríkj- andi I lran fyrir yfirtöku sendiráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.