Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 ___________________________________áiZ£_ }\J\% fóvum í VerkfaLl I Si'&Uítu v/ikuj OO) för fluttu hingab ve''kfo.LLsbr]ótc«.." ... að hringja til hans þegar þú ert í stuði. TM Rea U S Pat 0tf —all rights reserved «1984 Los Angeles Times Syndicate Það er óþarfi aó pakka því inn. Ég stla að nota það strax! Reyndar er ekki sanngjarnt af mér að fara mjög hörðum orðum um bardagann í dag í hnefaleika- hringnum af ýmsum ástæðum! HÖGNI HREKKVÍSI Búvörugæði í Eyjafirði með því besta á landinu Tómas I. Olrich skrifar: „í Velvakanda þann 14. júlí síð- astliðinn skrifar nafnnúmer stutta hugvekju um landbúnað. Þar er sérstaklega getið um mjólkurframleiðslu Eyfirðinga og það sagt berum orðum, að „Eyja- fjörður sé eitt mesta vandamál landbúnaðarins og þar með þjóð- arinnar". 14. júlí hefur verið notaður til þess að skjóta í rúst stærri virki en Mjólkursamlag KEA, og réðu þar þó konungar ekki minni en Valur Arnþórsson. Samt hygg ég að Bastilla þeirra kaupfélags- manna muni standast þessa at- lögu betur en fangelsi Loðvíks 16. og Valur halda höfðinu án þess að undirritaður blandi sér í málið. Hér er þó óneitanlega svo djúpt tekið í árinni að ég fæ ekki orða bundist. fslenskur landbúnaður sér þjóð- inni fyrir þeim kjöt- og mjólkur- vörum sem hún þarfnast. Innflutt- ar landbúnaðarvörur þarf að greiða með gjaldeyri, sem við eig- um ekki. Með þessa staðreynd í huga skulum við fjalla um land- búnaðinn. Það er rétt að of mikið er fram- leitt af mjólk í landinu. Það er einnig rétt, að mikið af mjólk Ey- firðinga (um 70%) fer til vinnslu osta og smjörs, en um þriðjungur þeirrar framleiðslu er fluttur út fyrir lítið verð. Allt er þetta rétt og satt, svo langt sem það nær. Það nær hins vegar ekki ýkja langt. Þegar nafnnúmerið fullyrðir að ekki sé til markaður fyrir eyfirsk- ar landbúnaðarafurðir, þá er ekki lengur hægt að samsinna honum. Á það hefur ekki reynt. Það er enginn landbúnaðarmarkaður til á íslandi, því síður markaðsverð. Á búvöru er jafnaðarverð, hver sem tilkostnaður er við framleiðslu hennar. Hinn svokallaði markaður er bútaður niður í sölusvæði, sem framleiðendum er úthlutað. Þann- ig framleiðir Mjólkurbú Flóa- manna fyrir besta markaðssvæð- ið. Verðlagning gerir mjólkur- framleiðslu ábatasama, en osta- og smjörgerð lítt fýsilegan kost. Fyrir gróðann af mjólkursölu á Reykjavíkursvæðinu reisir Mjólk- ursamsalan nú þarflausa mjólk- urstöð í stað þess að flytja mjólk- ina í neytendapakkningum frá framleiðendunum. í hlut Eyfirð- inga kemur að vinna smjör og osta, flytja út við lítinn orðstír og sitja undir því að nafnnúmer kalli þá mesta vandamál íslands. Gengju búvörur kaupum og söl- um sem markaðsvara, þá væri það fleira en nálægð við besta markað- inn, sem skæri úr um hæfni bænda til að framleiða seljanlega vöru. Þá yrði það einkum þrennt, sem skipti sköpum: Gæði vörunn- ar, tilkostnaður við framleiðslu og framleiðni. í Eyjafirði eru búvöru- gæði með því besta á landinu, til- kostnaður einna lægstur og fram- leiðni mest. Þar er fóðurgildi heyja við hámark og uppskera svo árviss að jafnvel í verstu harð- indaárum nyrðra (1979 t.d.) heyja eyfirskir bændur fyrir aðra lands- hluta. Eyjafjörður og Suður-Þingeyj- arsýsla eru sennilega bestu land- búnaðarhéruð á íslandi, og gætu bændur þar framleitt helming af þeim mjólkurvörum, sem þjóðin þarfnast. En þeir fá ekki að spreyta sig. Landbúnaður á Is- landi er nefnilega rekinn eftir byggðasjónarmiðum en ekki arð- semi. sjónarmiðum, því það geri ég ekki. En ef þeim sjónarmiðum yrði fórnað og markaðslögmál giltu innanlands um kaup og sölu bú- vara, þá þyrftu aðrir að hafa áhyggjur af því en eyfirskir bænd- ur og Mjólkursamlag KEA. Áhyggjurnar kæmu í hlut þeirra, sem hagnast á sölusvæðakerfinu. Og Bastilla sölusvæðakerfisins er ekki fyrir norðan. Undirstöðuþekking í hernaði byggist á því að miða á andstæð- inginn en ekki samherjann. Eins er mikilvægt að miða fyrst og skjóta svo. Hvort tveggja gæti reynst nafnnúmeri gagnleg fræði.“ Nú mega lesendur ekki skilja orð mín svo, að ég hafni byggða- Þessir hringdu . . . Hefði getað valdið slysi Atli R. hringdi og hafði eftirfar- andi sögu að segja: Hættulegur framúrakstur átti sér stað í Lækjargötu síðdegis þann 16. júlí sl. á gangbraut við Skólabrú. Bifreið á hægri akrein, á undan mér, nam staðar til að hleypa konum og fleira fólki yfir í átt að Menntaskólanum, þegar bifreið með U-númeri ók framúr á vinstri akrein, þ.e.a.s. þeirri nær Menntaskólanum í Reykja- vík. Ég vil að sá sem ók U-bílnum geri sér grein fyrir því, að orðið hafa nokkur dauðaslys á þennan hátt. Sjálfur þori ég varla að hleypa fólki yfir, án þess að nema staðar helst nokkrum bíl- lengdum frá gangbrautinni og ef tími vinnst til að rétta vinstri hönd út um glugga til að vara við. Nákvæmari veðurfregnir hjá sjónvarpinu Ragnheiður hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Mig langaði til að leggja fram eina spurningu fyrir veðurfræð- ingana hjá sjónvarpinu. Er það mikil aukavinna fyrir ykkur að gefa upp lágmarks- og há- markshitastig um landið dag hvern í stað þess að gefa aðeins upp hitastigið klukkan sex? Að vísu veit ég ekki hvernig þessu er háttað um heim allan, en hitt veit ég að það tíðkast mjög víða í Evrópulöndum, að veðurfræðingar sjónvarps gefa upp lágmarks- og hámarkshita- stig. Mikið hefur verið rætt um þetta mál, en mér virðist eins og veðurfræðingarnir okkar veigri sér ætíð við að svara fyrir sig. Vona ég nú að veðurfregnir sjónvarps breytist til batnaðar. 'ÍElÓrfi, 't'.l'lPCÍ 1BV ttnoíZ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.