Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 17. júní- hátíðahöld í Portúgal Tvær íslenzkar blómarósir tiibúnar í skrúðgönguna. ,Öxar við ána.“ Skrúðgangan var fjölmenn með fánabera og „trommuleikunim" í fararbroddi. Morgunblaðið/Friða Proppé. Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur víðar en á Arnarhóli. Á Algarve-strönd Portúgals þar sem hátt á annað hundrað íslendingar eyddu sumarleyfi sínu 17. júní sl. á vegum Útsýnar, voru hátíðahöld með hefðbundnum hætti, skrúðganga, leikir o.fl. Líklega var eini munurinn á hátíðahöldum þar og á einhverjum smábæ hérlendis, að engir stórir dropar duttu úr lofti yfir hátíðargesti í Portúgal. Árdegis var lagt upp í skrúð- göngu. öll börn fengu fána og blöðru. Trommuleikarar voru í hópnum, en þar sem ekki tókst að útvega trommur, var notast við áhöld úr eldhúsum ibúða á Hótel Villa Magna. Fánaberi gerði víð- tæka leit að íslenzka fánanum á staðnum og fann hann i fána- geymslu Hótel Montchero. Reynd- ar var hann þar merktur norsku þjóðinni, sem leiðrétt var í þakk- lætisskyni fyrir lánið. Eftir vel heppnaða skrúðgöngu og söng var farið i leiki við sund- laugina á Villa Magna. Skorað var á „Tjallann“, þ.e. Bretana á hótel- inu í reiptog og sundkeppni. ísland vann reiptogið, bæði í flokkum fullorðinna og barna, en Bretinn fékk uppreisn æru í sundkeppni yngstu kynslóðarinnar. Síðan var brugðið á leik við sundlaugina og öllum sem í náðist hent út i laug- ina. Hótelstjórinn á Villa Magna fór ekki varhluta af þeim leik, en tók því með jafnaðargeði eins og öðru. Um kvöldið var síðan þjóðhátíð- -arveizia í Albufeira, þar sem verð- launahafar og þátttakendur i reiptogi og sundkeppni fengu verðlaunapeninga FRI-klúbbsins. Síðan var dansað fram á nóttu eins og vera ber. Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allartegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NOTK) ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGIÐ. í ÍQ . 0 H C) LLINGf Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, Fáskrúðsfjörður: Kanna grundvöll á rekstri þurrkvíar Að undanfornu hafa verið gerðar athuganir á því á Fáskrúðsfirði hvort ekki sé möguleiki á því að reisa þurrkví við botn fjarðarins. Að baki þessum athugunum stendur Guð- iaugur Einarsson, skipasmiður og eigandi Skipasmíðastöðvar Guð- laugs Einarssonar. Hefur hann látið gera rannsókn á jarðveginum þar sem hann fyrirhugar að láta reisa þurrkvína og hafa þær rannsóknir verið jákvæðar og gefið vonir um að þarna sé hægt að reisa slíkt mannvirki. „Það hefur verið áhugamál mitt lengi að láta athuga það hversu góðir möguleikar eru á því að láta reisa þurrkví þarna og nú eru at- huganir á þessu komnar í gang,“ sagði Guðlaugur Einarsson í sam- tali við Morgunblaðið. „Áhugi minn á þessu vaknaði þegar ég vann við skipasmíðar úti í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, en þar var mikið notast við þurrkvíar hjá skipasmíðastöðvum. Nú er að koma á daginn að það virðist liggja vel við að reisa þurrkví við botn fjarðarins. Þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar á jarðveginum þarna og á dýpinu fyrir utan benda til þess að þarna séu aðstæður ákjósanlegar fyrir fyrirtæki sem þetta." Guðlaugur sagði að fyrir hálfum mánuði hefði verið hafist handa við að rannsaka jarðveginn þarna og hefði þá komið í ljós að hann væri úr finum leirbornum sandi sem héldi mjög vel vatni. Þá hefði dýpið einnig verið kannað og væri siglingin þarna það góð að stór ! skip ættu auðveldlega að komast I þar inn. „Það ætti að liggja vel við að gera við stór skip og togara því allar aðstæður bjóða upp á það. i Hins vegar á eftir að koma í ljós i hvort fé fáist til að hrinda þessu í framkvæmd. Það er eftir að kanna I það betur. Það verður reynt að kanna áhuga ríkisins á aðild að þessu en það verður að segjast eins og er að reynsla okkar hér á Fáskrúðsfirði af ríkisvaldinu í svona málum er ekki mjög góð. Fyrir nokkrum árum var hafist handa við að reisa hér dráttar- braut en því verki lauk aldrei þó svo að búið hefði verið að ganga frá öllum samningum við Vita- og hafnamálastjórn. En vissulega verður áhugi rfkisins kannaður á þátttöku en ef fara þarf sömu leið- ir og fram að þessu, er ég hræddur um að það gefi manni ekki miklar vonir og þá verður að snúa sér annað.“ Aðspurður um hver kostnaður við að reisa þurrkvína væri sagði Guðlaugur að hann væri ekki mjög mikill. „Dráttarbraut fyrir 150—200 tonna skip kostar líklega um 8 til 10 milljónir króna en kostnaður við þurrkví að sömu stærð yrði sennilega ekki nema um 2'A til 3 milljónir. Auðvitað eru kostir og ókostir þurrkvíar- innar aðrir en dráttarbrautarinn- ar en í ljósi þess að í þurrkvínni yrði aðallega unnið að minni hátt- ar viðgerðum og málningarvinnu þá er hún hentugri." Guðlaugur sagði að ef haldið væri áfram af fullum krafti við að kanna alla möguleika á að reisa þurrkví í Fáskrúðsfirði og að ráð- ist yrði í framkvæmdir í beinu framhaldi þá mætti búast við að taka mætti hana i notkun um mitt næsta ár. Hann sagðist ekki kvfða verkefnaskorti fyrir svona fyrir- tæki og benti á að í Færeyjum væri þurrkví sem hefði haft alveg óþrjótandi verkefni. „Færey- ingarnir hafa tekið að sér verkefni fyrir sovésk skip, sem vérið hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.