Morgunblaðið - 19.07.1984, Page 48

Morgunblaðið - 19.07.1984, Page 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD INNSTRÆTI, SiMI ’ ' INNSTRÆTI, SlMI 11340 FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Grímstunguheiði: Lögreglurannsókn -á fjárupprekstri HJÁ sýslumannsembættinu á Blönduósi hefur farið fram lög- reglurannsókn á upprekstri fjár Þóris Magnússonar á Syðri- Brekku í Sveinsstaðahreppi, oddvita hreppsins, á Grímstungu- heiði í vor. Landgræðsla ríkisins óskaði eftir rannsókninni vegna þess að oddvitinn rak fé sitt á afréttinn nokkrum dögum áður en heiðin var hæf til upprekstrar að mati gróðurverndarnefndar sýslunnar. Áshreppur og Sveinsstaða- hreppur í Austur-Húnavatns- sýslu eiga upprekstur á heiðina og hefur verið ágreiningur á meðal hreppsnefndanna og bænda um hvort og hvernig staðið skuli að takmörkun beit- ar á heiðinni en landgræðslu- stjóri og margir bændur telja að hún sé ofbeitt og gróðureyð- ing eigi sér stað á henni. Land- græðslan hefur í framhaldi af þessu máli farið fram á það við sýslumann að skipuð verið ítölunefnd fyrir heiðina til að meta og skipta beit heiðarinnar á grundvelli endurskoðaðs beit- armats sem RALA mun fram- kvæma í sumar. Sjá „Oddvitinn rak fé sitt á fjall ..." Á bls. 26 í Morg- unblaðinu í dag. Verðkönnun á söluskálum á landsbyggðinni: Allt að 160% verð- munur á appelsíni MIKILL verðmunur er á söluvör- um söluskála og söluturna utan höfuðborgarinnar samkvæmt verð- könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert hjá 160 aðilum. Hæsta verð á helmingi vörutegundanna var meira en tvöfalt hærra en lægsta verð á sömu vörutegundum. Mikill munur reyndist á verði gosdrykkja eftir sölustöðum, jafnt innan lands- hluta sem þeirra á milli. Á Vestur- landi var mestur munur á verði gosdrykkja eftir sölustöðum. Til dæmis munaði 160% á verði appel- síns. Verðlagsstofnun reiknaði sam- an ímynduð innkaup fjölskyldu sem samanstóð af 10 vörutegund- um. Reyndust þessar vörur ódýr- astar í Söluskála ESSO á Höfn uðborgarsvæðinu. Sjá einnig verðkynningu og fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar á bls. 18 og 19 í Mbl. í dag. Framleiðsla SH og SÍS fyrstu fimm mánuði þessa árs og síðasta: 13,5 % aukning hjá SÍS 6,1 % samdráttur hjá SH Jötunn á Seltjarnarnesi Undirbúningur að sjöttu heita- vatnsholunni á Seltjarnarnesi er nú í fullum gangi. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri sagði í samtali við Mbl. að áætlað væri að hefja boranir um miðjan ágúst Borinn Jötunn verður notaður við framkvæmdirnar. „Við ráðumst í þetta verkefni þar sem við teljum þetta svæði mjög gjöfult, enda hafa tvær síð- ustu boranir lofað góðu. Reiknað er með að fá 35—40 sekúndulítra úr holunni þegar hún verður full- nýtt. Ég vona að við séum ekki að storka örlögunum því þetta er verk upp á 12—13 milljónir — sama fjárhæð og nemur ársveltu hitaveitu Seltjarnarness — svo að mikið er í húfi,“ sagði bæjar- stjóri að lokum. Borinn verður á dagvöktum og er gert ráð fyrir að verkið taki 90 bordaga eða um þrjá mánuði. Við hann vinna sex starfsmenn eða helmingur vanalegs mannafla. Frá árinu 1976 hafa sumar- verkefni Jötuns tengst Kröflu- virkjun meira eða minna. Að sögn Karls Ragnars forstöðu- manns Jarðborana ríkisins vann borinn að viðgerðum á holum á virkjunarsvæðinu í vor en nú er verið að tengja holur á Hvíthóla- klifi við virkjunina. Áformað er að gangsetja að nýju, aðra túrb- ínuna í ágúst en hvenær hin túrb- ínan kemst í gagnið er ekki vitað. Borinn Jötunn á Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Július þar sem þær kostuðu 377,70 kr. en dýrastar í Hreðavatnsskáia í Borgarfirði þar sem þær kostuðu 544 kr., eða 44% meira. Jafn- framt gerði Verðlagsstofnun verðkönnun i fjórum söluturnum á höfuðborgarsvæðinu og reynd- ist meðalverð varanna í þeim söluturnum sem kannaðir voru vera 8,8% hærra en á ódýrasta staðnum á landsbyggðinni. Einn- ig reyndist meðalverðið í fjórtán sölustöðum á landsbyggðinni lægra en í söluturnunum á höf- FRAMLEIÐSLA frystihúsanna hér á landi fyrstu fímm mánuði þessa árs nam alls 49.780 lestum en 50.014 lestum á sama tíma síðast- liðið ár. Framleiðsla frystihúsa Sambandsins jókst um 13,5% en framleiðsla frystihúsa SH minnk- aði um 6,1 % miðað við þunga, en heildarmagn dróst saman um 1,1 % Bæði þorskvinnsla og vinnsla ann- arra fískitegunda jókst hjá Sam- bandshúsunum miðað við þennan tíma bæði árin, en samdráttur var hjá húsum SH. Hlutdeild SH í framleiðslunni þetta tímabil 1 ár er 66,8% en var í fyrra 70,9%. Því er hlutdeild Sambandshúsanna nú 33,2% en var 29,1%. Þorskframleiðsla frystihúsa SH þetta tímabil í ár nam 10.004 lestum, en á síðasta ári 10.473. Framleiðsla annarra tegunda nam nú 23.263 lestum en i fyrra 24.980. Þorskframleiðsla Sam- bandshúsanna nú nam 6.689 lest- um, en í fyrra 6.070. Framleiðsla annarra tegunda nú nam 9.835 lestum en í fyrra 8.492. Heildar- framleiðsla þorsks fyrstu fimm mánuði þessa árs var 16.693 lest- ir en í fyrra 16.542. Framleiðsla annarra tegunda nú var 33.097 lestir en í fyrra 33.472. Hlutdeild þorsks í vinnslu SH er nú 30% en var í fyrra 29,5%. Hjá Samband- inu er hlutdeild þorsks í vinnsl- unni nú 40,5% en var í fyrra 41,7% miðað við áðurnefnd tíma- bil. Hlutfall þorsks í heildina var nú 33,5% en var í fyrra 33,1%. Samkvæmt þessu er áætlað meðalverð framleiðslu frystihúsa SH nú 93,90 sent á hvert pund, en hjá Sambandinu 103,03 sent á hvert pund. Áætlað meðalverð heildarframleiðslunnar nú er 96,92 sent á pund. í fyrra var meðalverð SH 96,88 sent, Sam- bandsins 103,94 og meðalverð heildarframleiðslunnar 98,94 sent á pund. Meðalverð hefur því breytzt miðað við þessi tímabil þannig að hjá SH hefur það lækkað um 3,1%, hjá Samband- inu um 0,9% og í heildina um 2,0%. ___ ____ (Morgunblaðið/Árni Sæberg) Eliza Heeren snýr aftur ÞÝSKA nutningaskipið Eliza Heeren, sem fálkaeggjaþjófurinn Baly fíúði með undan íslenskri réttvísi fyrir nokkrum vikum, kom til Reykjavíkur í gær á vegum Eim- skipafélagsins og liggur nú við bryggju í Sundahöfn. Blaðamaður og Ijósmyndari Mbl. brugðu sér um borð í skipið í gærkvöldi og hugðust ná tali af skipstjóranum, en án árangurs, og ekki fékkst staðfesting á því að hér væri um að ræða sama manninn og hélt um stjórnvölinn er skipið var hér síð- ast. Morgunblaðsmenn hittu þar hins vegar fjóra skipverja og var aðeins einn þeirra, Kemal Unal, í áhöfn skipsins þá. Kemai vildi sem minnst um Baly-málið tala, en full- yrti þó, að enginn af áhöfn skipsins hefði vitað um Baly fyrr en hann gaf sig fram, þremur dögum eftir að skipið lét úr höfn. Sjá nánar frásögn af réttar- höldunum yfír Baly í Þýzka- landi á miðopnu. Siglunes: Messad í fyrsta skipti síðan 1614 Siglurirdi, 18. júlí. NÆSTKOMANDI sunnudag, 22. júlí, verður helgistund á Siglunesi sem sóknarprestur Siglfírðinga, séra Vigfús Þór Árnason, sér um. Ekki er vitað með vissu hvenær almenn guðsþjónusta var síöast á Siglunesi en hafi hún verið árið 1614 þá er kirkjan var fíutt til Hvanneyrar þá eru rétt 370 ár síðan þar var síðast messað. Helgistundin verður í tengslum við safnaðarferð á Siglunes. Kirkjukórinn flytur sálmalög og lög eftir séra Bjarna Þorsteinsson en auk helgistundarinnar verða flutt erindi. Fyrsta kirkja Siglfirðinga var á Siglunesi en árið 1614 var aðal- kirkjan flutt frá Siglunesi til Hvanneyrar. Almennt var talið að flutningurinn hefði orðið vegna slyss sem varð á aðfangadag jóla árið áður þegar 50 manns fórust í snjóflóði á leið til kirkju á Siglu- nesi. Frá árinu 1614 var hálfkirkja á Siglunesi en hún var lögð niður 1765. Síðasta greftrun í Siglunes- kirkjugarði fór fram 1809. Þar með var lokið þætti Siglunes- kirkju í kirkjusögu Siglufjarðar- byggðar. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.