Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 25 „Ég var alls ekki var um mig,“ sagði Baly og brosti. „Við fundum átta egg og földum þau í snyrti- tösku sem Gaby (eiginkonan, Gabriella) þóttist eiga og var út- búin til að halda hita á eggjunum. Við fylgdumst ekkert með því hvort við værum elt eða ekki. Maður verður að fara mjög vel með eggin svo að þau ungist út. Það er ekki svo auðvelt á Islandi, vegirnir eru alveg hroðalegir og eggin verða fyrir hræðilegu hnjaski. Yfirleitt koma ekki ungar nema úr helmingi eggjanna frá Is- landi. En svo náði lögreglan okkur og henti bara eggjunum. Hjá mér hefðu ungarnir þó lifað." Baly hefur verið í haldi síðan hann kom aftur til Kölnar frá ís- landi. Hann átti að mæta fyrir réttinum í Daun á meðan hann var þar og situr inni vegna stroku- hættu. Þau hjónin hafa því lítið hist siðan á íslandi, þar sem hún sat inni í fimm daga. Hún var kölluð sem vitni í réttarhöldunum í Daun. Hún var með úrklippur úr dagblöðum, póstkort og bréf til að sýna eiginmanninum. Þar á meðal var bréf frá gamalli vinkonu Bal- ys, sem er gift Hubner, öðrum þekktum fugla- og eggjaþjófi. Gamla vinkonan hótar öllu illu nema Baly komi aftur til sín. Gabriella sagði i réttinum að þarna væri fálkamafían að verki og Polacek-hjónin, sem segjast þekkja hana, væru engu skárri. Hún hefði aldrei séð þau, þau gætu lýst henni af myndum í blöð- um og þau hefðu kannski líka séð myndir sem einhver tók af henni fyrir skömmu þegar hún var grip- in og haldið úti á götu og jakkinn hennar rifinn. Þessa árás kærði hún til lögreglunnar og var með pappíra uppá það. Dómarinn sá ekki hvað þetta kom málinu við og fékk lítið uppúr Gabriellu. í réttarhléinu kom í Ijós að hún var ekki alltof áfjáð f aðra ferð til íslands. „Það var far- ið alveg ferlega með okkur. Þjóð- verji sagðist aldrei hafa séð svona meðferð á föngum fyrr, ekki einu sinni fyrir austan tjald.“ Hún sagðist ekki vita af hverju Baly þyrfti að vera f fangelsi. „Þeir ættu að láta hann lausan svo að hann geti unnið sér fyrir pening- um og borgað sektirnar." Baly sagði sjálfur að hann hefði flúið frá Islandi af því að hann gæti ekki borgað sektina sem hann átti yfir höfði sér og sá ekki fram á að honum yrði hjálpað um peninga. „Ég sótti um lán f banka,“ sagði hann og glotti við, „en mér var neitað um það. Það var ekkert annað fyrir mig að gera en litast um við höfnina og koma mér í burtu frá íslandi." Kasselburg-kastali, þar sem Peter Baly er grunaður um að hafa klifrað yfir vegg og girðingu til að krækja sér í konungsörn. réttinum í dag og náði tali af Baly í réttarhléi. Þá sagðist Baly aldrei hafa séð hann né heyrt fyrr og vildi ekki viðurkenna að hann hefði nefnt nafn hans á Islandi. Konungsörninn Ikarus. Dominik Kollinger, gæslumaður, sýnir hvernig konungsörninn Ikarus er festur við stólpa ... ■*** JJr- og hvar festingarólin var slitin eins og fuglinn hefði losað sig sjálfur. Sama handbragðið á öllum fuglaþjófnuðum í Þýskalandi í um 20 km fjarlægð frá Daun, þar sem réttarhöldin yfir Peter Baly, strokumanni, fara fram, stendur gam- all kastali uppi á hæð. Hann heitir Kasselburg og þar er nú einn stærsti arna- og úlfagarðurinn í Vestur- Þýskalandi. Dominik Kollinger sér um garðinn ásamt konu sinni og syni fyrir yfirvöld í Eifel. Garðurinn er opinn gestum og Kollinger fræðir fólk um lifnaðarhætti úlfa og hræfugla. Hann gefur úlfunum hrátt kjöt sem þeir rífa í sig fyrir framan gestina og sveiflar dauðu dýri á bandi svo að fálkar sýni flugfimi sína og græðgi. Hann sleppir örnum lausum og lætur þá snúa aftur til sín með því að kalla á þá og þykjast ætla eitthvað í burtu. Tugþúsundir manna heimsækja garð- inn á hverju ári og fá tækifæri til að sjá úlfana og hina sjaldgæfu og verð- mætu fugla. Einn verðmætasti fuglinn í garð- inum heitir Ikarus og er 17 vetra konungsörn, þeir lifa í ein 60 ár. Hann stendur bundinn bak við girð- ingu í kastalagarðinum þar sem gestir geta virt hann fyrir sér. Hinn 17. júní fyrir ári síðan þegar sonur Kollingers ætlaði að gefa honum morgunmat var fuglinn horfinn. Svo virtist sem hann hefði sjálfur slitið festingarólina og sloppið af sjálfsdáðum. Við nánari athugun kom þó í ljós að þarna hafði þjófur verið á ferð. Festingarólin hafði verið leyst og síðan hnýtt aftur við festingsstólpann á annan hátt en Kollinger-feðgarnir eru vanir að gera. Lögreglan var kölluð til og þjófnaðurinn kærður. Kollinger ákvað þó að kanna málið sjálfur og hringdi í gamlan kærasta dóttur- innar, sem er vel kunnur „fugla- áhugamönnum" i V-Þýskalandi. Jú, hann hefði heyrt að Hiebler nokkur i Bæjaralandi hafði rétt nýlega keypt konungsörn. Kollinger hafði samband við Hiebler og spurði hvort nýi fuglinn blikkaði öðru aug- anu sérkennilega og hvort að nokkrar fjaðrir í stélinu væru styttri en hinar. Svo reyndist vera, Hiebler sagðist vera miður sin að vera kominn með stolinn fugl í hræfuglabúrið sitt og skilaði Ikarus aftur heim í kastalagarðinn. „Ikarus er eini stolni hræfuglinn sem eigendur hafa fengið á lífi aft- ur í hendurnar," sagði Kollinger, þegar blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hann í Kasselburg í síð- ustu viku. „Það er vitað um 15 hræfuglaþjófnaði i V-Þýskalandi á undanförnum 6 árum en miklu fleiri fuglar hafa horfið, hvort sem þeim var stolið eða ekki. Fuglunum hefur verið stolið úr dýragörðum, hræfuglagörðum og úr svokölluðum einkaútungunarstöðum. Þetta er eini þjófnaðurinn héðan úr Kass- elburg. Það er ekki svo auðvelt að komast hingað inn, þarf að klifa hæð, klifra yfir 2ja metra háan kastalavegg og yfir girðingu. En þjófurinn hefur auðveldlega getað litast hér um og kynnt sér stað- hætti þegar garðurinn var opinn al- menningi. Texti og myndir Anna Bjarnadóttir Sonur Kollinger sem sá að Ikarus var horfinn. Það var sama handbragðið á þjófnaðinum hér og á öðrum stöð- um í V-Þýskalandi. Einn, tveir til þrír menn virðast vinna saman, hin svokallaða Fálkamafía, og hafa þetta að atvinnu. Þeir láta stela fyrir sig fuglum og versla síðan með þá. Einn þessara (Conny Ciesielsky) Bandari.sk yfirvöld hafa haft auga með ólöglegum fálkaviðskiptum í Norður-Ameríku í ein fimm ár. Fyrir þremur árum hófust þau síðan handa við að fletta ofan af margra milljóna dollara fulgaviðskiptahringjum í sam- vinnu við kanadísk yfirvöld. Yfir 300 leynifulltrúar komu sér í kynni við fálkaþjófa og smyglara, störfuðu með þeim og söfnuðu sönnunargögnum í 14 ríkjum Bandaríkjanna og 4 fylkj- um Kanada. Yfirvöld létu loks til skarar skríða í lok júnímánaðar og handtóku yfir 30 manns í Bandaríkj- unum og 15 í Kanada. Áttatíu manns í viðbót voru ákærðir um aðild að þjófnuðunum. Menn eru ákærðir fyrir að hafa brotið náttúruverndar- lög, fyrir smygl, samsæri, brot á póst- reglum og bera Ijúgvitni. Markus Ciesielsky, sonur Conny Ciesielskys, fuglaþjófs í Köln, er meðal fanganna og bróðir hans og faðir hafa verið ákærðir. Ciesielsky-fjölskyldan hefur látið greipar sópa um fálkahreiður á Islandi. Lögreglan gerði yfir 100 fálka af ýmsum tegundum upptæka þegar mennirnir voru handteknir. Fólks- bílar, flutningabílar og flugvélar voru einnig tekin í vörslu lögregl- unnar. Fluglarnir eru nú hjá dýra- lækni og þeirra er vel gætt. Vitað er að um 400 villtum fálkum var stolið í Bandarikjunum og Kanada á árunum 1981 til 1984. Talið er að aðeins helmingur þeirra hafi lifað meðferð þjófanna af. Fálkarnir voru seldir í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Saudi-Arabiu, var nefndur i réttarhöldunum yfir Baly og verður kallaður sem vitni. Það getur verið að allir þessir menn vinni saman (Baly, Polacek og Ciesielsky), kenni hver öðrum um, kannast sjálfir ekki við neitt og á endanum fæst engin lausn á málið.“ Polacek seldi Hiebler fuglinn Ik- arus fyrir 3000 þýsk mörk og segir að Baly hafi selt sér hann og fullyrt að fuglinn væri ekki stolinn. Baly neitar að hafa stolið fuglinum og yfirleitt að hafa séð Polacek undan- farin ár. „Þrjú þúsund mörk er mjög lágt verð fyrir konungsörn eins og Ikar- us,“ sagði Kolinger. „Þeir eru svo til alveg ófáanlegir af því að Wash- ington-samningurinn um vernd fágætra dýra bannar verslun með villt dýr. Hér áður fyrr kostuðu rússneskir konungsernir með skil- ríki 5000—6000 mörk. Það er aug- ljóst að menn vissu að Ikarus var illa fenginn fyrst að hann fór fyrir svona lágt verð. Eðlilegt verð fyrir konungserni er um 6000 mörk, föru- fálkar fara á um 5000 mörk og ís- lensku og grænlensku fálkarnir fara á um 10.000 mörk (rúmar 100.000 ísl. kr.). Upphæðirnar sem ar sem þeir eru notaðir við veiðar. Bandaríkjunum og V-Evrópu, að- allega V-Þýskalandi þó, eru fugl- arnir m.a. notaðir til varps í útung- unarstöðvum í einkaeign. Það er löglegt að eiga ránfugla i þessum löndum svo framarlega sem þeir eru ekki teknir traustataki úti í náttúrunni og þeir eru skráðir hjá yfirvöldum. Verslun með villta fugla er algjörlega bönnuð. Skráðir ránfuglar í Bandaríkjunum eru merktir með hring um annan fót- inn. Við rannsókn yfirvalda kom í ljós, að margir villtir fuglar voru komnir með þessa hringi. Þeir höfðu væntanlega fengið þá þegar skráðir fuglar drápust eða voru seldir. Fálkaþjófarnir notuðu svipaðar aðferðir við að smygla ránfuglum yfir landamæri Kanada og Banda- ríkjanna og eiturlyfjasmyglarar nota. Fuglarnir voru faldir í fólks- og fiutningabílum og þeim ekið yfir landamærin á strjálbýlum stöðum. Litlar einkaflugvélar flugu lágt með þá yfir landamærin og þegar um egg var að ræða földu þjófarnir þau oft innan klæða, i ferðatöskum með fölskum botnum og hvar sem var, þar sem tollverðir rákust ekki á þau. Miðstöð fálkahringsins var i Montana í Bandarikjunum. Þess má geta aö Markus Ciesi- elsky var gripinn á eigin flugvél i Bretlandi fyrir rúmu ári og nokkur egg fundust i farangri hans. Málið hefur ekki verið tekið til meðferðar enn. eru nefndar í blöðum eru miklu hærri en ég hef nokkurn tíma heyrt um, hæsta upphæðin sem ég þekki til persónulega er 50.000 mörk en það var fyrir stóran, hvítan fálka." Nokkrir stolnu v-þýsku hræfugl- anna, sem Kollinger nefndi, fundust seinna aðeins hjá fuglauppstoppara í Núrnberg. Það þarf að fela fugl- ana vel fyrir yfirvöldum og margir þola ekki meðferðina. Það skiptir þjófana þó ekki svo miklu máli þar sem þeir fá einnig gott verð fyrir fuglana dauða. Uglur eru til dæmis verðmætari dauðar en lifandi, upp- stoppaðar uglur þykja meira spenn- andi en sprelllifandi. Kollinger sagði að nú væri hægt að láta förufálka í haldi fjölga sér. Það hefði fyrst tekist fyrir átta ár- um og fálkapörin hans hefðu eign- ast unga. Listin er sú að láta kven- fálkann halda að karlfálkinn fiytji henni fæðu í búið og láta fuglana ekki komast upp á lagið með að makast með hanska húsbóndans. En menn greinir á um hvort þetta sé hægt og margir telja að ungar flestra förufálka í haldi komi úr eggjum sem hafa verið tekin traustataki úti í náttúrunni. Verðmæti ránfugla fer eftir teg- und, lit, kyni og ástandi fuglanna yfirleitt, samkvæmt upplýsingum innanríkisráðuneytis Bandarfkj- anna, en það skýrði frá handtöku fálkaþjófanna í sameiginlegri yfir- lýsingu með bandaríska dómsmála- ráðuneytinu. I Bandaríkjunum er verð algengustu fálkanna um 600 dollarar (18.000 ísl. kr.) og 2.000 dollarar fyrir förufálka, stór hvítur kvenkyns geirfálki getur kostað 10.000 dollara. Verð á fálkum í V-Evrópu og Saudi-Arabíu er mun hærra en í Bandaríkjunum og dýr- ustu fuglar þar geta kostað allt upp í 50.000 dollara (150.000 ísl. kr.). Fangarnir eiga allt að 5 ára fangelsi og/eða 20.000 dollara sekt yfir höfði sér fyrir fuglaþjófnað, 5 ára fangelsi og/eða 10.000 dollara sekt fyrir samsæri og svipað fyrir smygl, ljúgvitni og póstsvindi. William Clark, innanríkisráð- herra, sagði í yfirlýsingu að það yrði að endurskoða eftirlit með villtum dýrum í Bandaríkjunum til að bjarga lífi þeirra, en handtök- urnar nú væru fyrsta skrefið í átt til þess. William French-Smith, dómsmálaráðherra, sagði að mikil eftirspurn eftir villtum ránfuglum og upphæðirnar sem eru í boði fyrir þá hefðu leitt til myndunar glæpahringja. Hann sagði að það væri mjög mikilvægt að yfirvöld erlendra ríkja ynnu saman i aukn- um mæli til að koma upp um þessa hringi og koma í veg fyrir frekara glæpastarf af þessu tagi. Flett ofan af fálka- þjófum í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.