Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 7 Húsnæði óskast fyrir dansstúaíó Ég undirrituð óska eftir að kaupa eða leigja húsnœði undir dansstúdíóið. Hús- næðið þarf að vera u.þ. b. 350 ferm og má vera á 2 hæðum. Allar nánari upplýsingar í síma 78470 kl. 16—18 daglega. Sóley Jóhannsdóttir. NYTT SFYRIR* Heildsala - Smasala 1984 Flymo Flymo L47 svifnökkvinn: Hljóðlátasta sláttuvélin á markaðnum Nýi Flymo L47 bensínnökkvinn m/tvígengisvélina er bylting. Hann er: • Hljóðeinangraður. • Hraðvirkur. • Fisléttur. • Viðhaldsfríasta atvinnusláttu- vélin fyrir stærri grasfleti, 200 m2 - 1000 m2. • Auðvelt að leggja saman og hengja upp á vegg eftir notkun. • Með stjórnbúnað í handfanginu. • Ótrúlega ódýr. Verð kr. 15.200 Norsku arinofnarnir nú aftur fáanlegir. Margar nýjar gerðir. (Ósóttar pantanir óskast sóttar). GElSIPr Ótti í Al- þýðuflokknum „Er ríkLsstjórnin komin að leiðarlokum? Verða kosningar í haust eða vet- ur? Eða mun stjórnin lafa til næsta vors?“ Þannig spyr Alþýðublaðið f fýrra- dag og það leynir sér ekki, að ótti er að grípa um sig f Alþýðuflokknum um það, að hugsaniega gætu kosn- ingar orðið fyrr en þeir hafa átt von á hingað til. Astæðan fyrir því, að hugs- unin um kosningar hvflir svo þungt á Alþýðuflokkn- um er einfoid. Líklega hef- ur staða Alþýðuflokksins ekki verið jafn slæm og hún er nú í nærfellt 30 ár eða frá árinu 1956, þegar Alþýðuflokkurinn treysti sér ekki til að bjóða fram einn og óstuddur. f kosn- ingum, sem fram höfðu farið 1953, mátti engu muna að Alþýðuflokkurínn dytti út af þingi og þess vegna myndaði Alþýðu- flokkurinn svonefnt Hræðshibandalag með Framsóknarflokknum f þingkosningunum 1956. Þessir tveir flokkar buðu þá fram sameiginlega í öll- um kjördæmum og varð það til þess að Alþýðu- flokkurinn fékk menn kjörna á þing. í staðinn tók flokkurinn þátt f vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar fram f desember 1958. Nú er Alþýðuflokkurinn í svipaðrí stöðu og 1953—1956. Allt er á huldu um framtið flokksins. Nú- verandi formaður Alþýðu- flokksins, Kjartan Jó- hannsson, settist í for- mannssætið með aðferð- um, sem menn hafa ekki talið til góðra siða, jafnvel ekki í stjórnmálabarátt- unni hér. Enda hefur veg- ferð bans í því embætti orðið eins og til var stofn- að. Alþýðuflokkurinn má því ekki til þess hugsa, að þau ótíðindi gerðust að hér yrðu kosningar. Hins vegar eru menn önnum kafnir við það í AJ- þýðuflokknum að íhuga og ræða, hvernig losna megi við Kjartan Jóhannsson úr formannsstól. Yfirleitt hafa alþýðuflokksmenn veríð miskunnarlausir við for- menn sfna. Stefán Jóhann Stefánsson var felldur. HRÆÐSLUASTAND í Staksteinum í dag er fjallað um hræðsluástandiö í Al- þýðuflokknum og meðferð alþýöuflokksmanna á formönn- um sínum fyrr og síðar. Spurt er hverja af nokkrum aðferð- um, sem alþýöuflokksmenn hafa tileinkaö sér, þegar losna skal viö formann, þeir muni nota gagnvart Kjartani Jó- hannssyni. Þá er einnig vitnað í leiöara NT frá í gær, sem fjallaöi um tilraunir forustumanna Alþýðubandalagsins til aö fjölga í sínum herbúðum. En þær tilraunir hafa aðeins boriö þann árangur, að fámennur öfgahópur hefur tekiö sér bólfestu í flokknum. Hannibal Valdimarsson var felldur. Emil Jónsson hætti með reisn. Gylfi Þ. Gíslason átti ekki annarra kosta völ en hætta. Bene- dikt Gröndal var flæmdur úr formannsstól. Hvaða að- ferð skyldu þeir nota við Kjartan? í pólitískum berjamó Á undanförnum árum hefúr heldur hallað undan fæti Alþýðubandalagsins. Eins og oft viH verða þegar svo er ástatt, grípa menn til örþrifaráða. I leiðara NT eru tilraunir forustumanna Alþýðubandalagsins til að ná aftur fótfestu gerðar að umtalsefni. NT segir meðal annaræ „f stað þess að þjóna sósíalismanum, sem hefur gengið undir sinn dóm I Póllandi og Sovétríkjun- um, hafa þeir Einar Karl Haraldsson og Svavar Gestsson verið sendir á eins konar berjamó til að finna nýjar stefnur og hugmyndir svo að Þjóðvilj- inn geti þó flaggað með einhverju raeðan nauðsyn- legt þykir að fela sósíal- ismann eins og óhreinu börnin hennar Evu. Einar Karl Haraldsson gerði grein fyrir þessari nýstárlegu berjaleit í næstsíðasta laugardags- blaði Þjóðviljans og fórust m jl orð á þéssa leið: „Þjóðviljinn á sér þann metnað að vera vettvangur fyrir þjóðfélagsgagnrýni, nýjar hugmyndir og nýjar stefnur jafnt í stjórnmál- um, félagsmálum, menn- ingarmáhim og efnahags- málum. Hann vill gera sitt til þess að veita pólitískum og menningarlegum straumum erlendis frá inn í íslenzkt þjóðlíf og vinstri umræðu." Hér kveður vissulega við nokkuð annan tón en hjá þeim Einari Olgeirssyni og Magnúsi Kjartanssyni. Þeir þurftu ekki að eyða tímanum í það aö fara á eins konar pólitískan berjamó að leita að nýjum hugmyndum og nýjum stefnum vegna þess að stefna þeirra værí oröin úr- elt og hafði gefizt illa. Þeir voru vissir í sinni sök. En þaö er ekki aðeins Einar Karl einn, sem hefur veríð sendur á hinn póli- | tíska berjamó. Höfúð- I mennirnir sulfir, Svavar Gestsson og Olafur Ragnar Grímsson, létu á nýlegu þingi Alþýðubandalagsins breyta lögum þess á þá leið, að smáhópar og klikur með sérskoðanir geta starf- að innan þess. Þetta var gert til aö reyna að fjölga í bandalaginu, sem sýnilega hefúr dregizt saman sið- ustu árin. llingað til hefúr þessi opnun á Alþýðubandalag- inu borið þann eina árang- ur, að Fylkingin hefur leit- að sér þar bólfestu til að geta rekið sósíalískan áróður innan þess. Að vonum þykir Svavarí Gestssyni þetta lítill ávinn- ingur, og því auglýsir hann nýlega í Helgarpóstinum, að forustumenn Alþýðu- bandalagsins séu reiðu- búnir til samstarfs um nýj- ar hugmyndir og nýja stefnu og séu fúsir til að „kosta miklu til, jafnvel einhverju af flokknum sjálfum". Enn hafa engir hlýtt þessu kalli nema hinn sósí- alíski bópur Péturs Tyrf- ingssonar. Það eru öll ber- in, sem Einar Karl og Svavar hafa fundið til þessa." TSílamatkadiitinn ,'u*1 *§■tettiffötu 12-18 Honda Accord 1982 Ljósbrúnn, ekinn 24 þús. Sjálfskiptur, powerstýri, útvarp, segulband, sóllúga. Rafmagn í öllu. Verö 390 þús. Volvo 244 DL 1982 Blár, ekinn 21 þós., sjállsk. Powerstýri, sn|ó- og sumardekk. Verð 410 þús. Mazda 323 GL 1980 Brúnn, ekinn 40 þús. SjáHskiptur. Vsrö 170 þút. Volvo 343 3 dyra 1978 Rauóur, ekinn 46 þús. Sjálf., útvarp, segul- band, snjó- og sumardekk. Verö 140 þús. Range Rover1976 Grsenn, ekinn 124 þús. Powerstýri, útvarp. Bíll í toppstandi. Verö 420 þús. Fiat 127 special 1982 Datsun 280C 1981 Grár. diesel, ekinn 158 þús. Sjálfs., power- stýri, útvarp. segulband. Upphækkaður, ný- yfirlarinn mótor. Verö 350 þús. Mazda 929 1979 Blár. útvarp. Verö 180 þús. Ath.: í dag fást nýlegir bílar á greiðslukjörum sem aldrei hafa þekkst áður. Sýningarsvasðið er sneisafullt af nýlegum bifreið- um. Saab 99 GL11981 4ra dyra, blásans. Ekinn 37 þús Verö 310 þús. Citroén GSA Pallas 1982 Grænsans., ekinn 14 þús. Verö 270 þús. VW Golf diesel 1981. Silfurgrár, ekinn 75 þús. Ný sumardekk, sendibíll. Verö 185 þús. Volvo 245 GL 1980 Blár, ekinn 70 þús. Sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segulband, sœti aftur í fyrlr tvo og fl. Verö 360 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.