Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 21 Hundaskítur á háu plani FIMM borgarstjórar í Kaupmannahöfn hafa skorið upp herör gegn hundaskít, að því er fram kemur í fréttafrásögn í Berlingske Tid- ende. „Við viljum að hundaskíturinn fari veg allrar veraldar,“ segir Ib Juul, borgarstjóri í Herlev. Borgarstjórarnir vilja auka löggæsluna, svo að mögulegt verði að hafa hendur í hári hundaeigenda til að sekta þá, sýni þeir það hirðuleysi að leyfa hundunum að svína út göt- ur eða torg. Dómsmálaráðuneytið fylgir málinu ekki nógu vel eftir að mati borgarstjóranna; segist ætla að bíða endurskoðunar lögreglusam- þykktanna. Borgarstjórarnir telja þetta fyrir- slátt og hafa sent fulltrúa sinn til viðræðna við ráðuneytið. Þeir vilja fá fram breytingu á lögreglusamþykktinni, þar sem nánar verði kveðið á um ábyrgð hundaeigenda að því er fyrrnefnt atriði varðar. „Ég tel, að ráðuneytið hljóti að geta viður- kennt þessa breytingu, fyrst það hefur verið gert í fimm af lögsagnarumdæmum borgar- innar,“ segir Ove E. Dalsgaard í viðtali við Berlingske, en í umdæmi hans eru yfir 6.000 hundar. „Við viljum, að hundaskíturinn fari veg allrar veraldar," segir Ib Juul, borgarstjóri Herlev í Kaupmannahöfn. Afganistan: Andspyrnumenn herða aðgerðir Nýju Delhí, 17. júlí. AP. AFGANSKIR andspyrnuliðar gerðu nýverið árásir á tvo sovéska herflug- velli nærri borginni Herat í vestur- hluta Afganistan. Eyöilögðu þeir tvær herþotur og löskuóu tvær til viðbótar, auk þess sem þeir drápu nokkra sov- éska hermenn. Kéðust andspyrnu- mennirnir, sem tilheyra Mujahed- een-hreyfingunni, einnig á búðir stjórnarhersins í borginni Kharga og ollu nokkru manntjóni þó ekki hafi tölur yfír látna fylgt fregnunum. Þetta eru fyrstu meiri háttar að- gerðir andspyrnumanna um nokk- urt skeið, eða síðan að Sovétmenn og afganskir stjórnarhermenn náðu fótfestu í Pansjer-dal. Sovétmenn brugðust við með því að varpa sprengjum á borgina Istalef og létu 18 óbreyttir borgarar lífið. Ýmsar skærur aðrar hafa and- spyrnumenn haft i frammi. Hafa þeir nótt hverja ráðist á búðir stjórnarhermanna skammt vestur af höfuðborginni Kabúl. Þá voru þrír afganskir herforingjar skotnir og særðir á heimilum sínum þar sem þeir dvöldust í heigarfríi. Minnkandi stuðn- ingur við Anker STAÐA Ankers Jörgensens fyrrum forsætisráðherra sem leiðtoga jafnaö- armanna er nú opinbert deiluefni í flokki hans. Þessar deilur hófust eftir ófarir Jafnaöarmannaflokksins í kosningun- um til Evrópuþingsins f júnímánuði. Inn í deilurnar hefur svo spunnist óánægja með slæmt gengi flokksins á undanförnum árum. Leiðtogahlutverk Ankers Jörg- ensens verður einnig til umræðu á flokksþinginu, sem haldið verður i september. Samband járniðnaðarmanna, sem hefur um 135.000 félagsmenn innan vébanda sinna, er ekki einn af ein- lægustu aðdáendum Jörgensens. I riti sambandsins, „Metal“, segir, að fyrst svo illa gekk í Evrópuþings- kosningunum, hafi flokkurinn átt að sjá til þess að skipt væri um forystu. I ritinu er leiðtoginn ennfremur gagnrýndur fyrir að hafa svikið hugsjónir jafnaðarstefnunnar og verkalýðsbaráttunnar. Það liggur ljóst fyrir, að kjósend- ur flokksins hlýddu ekki kalli við þessar kosningar. Það sést strax á atkvæðatölunum. Við þingkosn- ingarnar í janúar fékk Jafnaðar- mannaflokkurinn 1.062.602 atkvæði. Fimm mánuðum síðar fær flokkur- inn 387.098 atkvæði, þegar kosið er til Evrópuþingsins. Það hlýtur að teljast áfall, þegar tveir þriðju kjósenda flokksins sitja heima eða velja þann kost að ljá öðrum flokkum atkvæði sitt. Meðaltogari gæti sparað um 400.000 n.kr. á hverju ári Óaló, 16. júlí. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Mbl. EF HUGAÐ væri markvisst að orkusparnaði í rekstri norskra flski- skipa, yrði ávinningur útgerðarinnar umtalsverður, segir í niðurstöðum úr nýlegum rannsóknum Tæknirann- sóknastofnunar sjávarútvegsins. Hver meðaltogari ætti að geta sparað um 400.000 n.kr. á ári, og er þá miðað við, að unnt sé að lækka eldsneytiskostnað um 20%. „Fiskveiðiflotinn brennir nú eldsneyti fyrir um 600 milljónir n.kr. á ári hverju. Yrði lögð áhersla á sparnað á þessu sviði, næmi ávinningurinn því hundruðum milljóna á ári,“ segir Þorbjörn Dig- ernes, einn af rannsóknamönnum, í viðtali við dagblaðið Nationen. í haust ætlar stofnunin að efna til mikillar upplýsingaherferðar meðal sjómanna til þess að stuðla að lækkun eldsneytiskostnaðar. Samkvæmt upplýsingum Digernes eru það siglingarhraði og beiting skrúfunnar, sem meginmáli skipta í þessu efni. sem stendur undir nafni skoðið vöruvalið - gerið veiðsamanbuið Nokkur dœmi um verð: Juvel hveiti 2 kg. 25.20 Molasykur 1 kg. 28.95 Bragakaffi 1 kg. 99.45 Bragakaffi, Ameríka 1 kg. 91.80 Ananasmauk Vi dós 26.85 Kelloggs kornflakes 375 gr. 42.40 Maggi kartöflumús 29.95 Coop spaghetti 1 kg. 52.35 Edit eldhúsrúllur 2 stk. í pk. 36.00 VEX uppþvottalögur 2 Itr. 62.10 Milda þvottaduft 5 kg. 191.25 Fiskborðið. Á fimmtudögum og föstudögum bjóðum við sérunna fiskrétti. Ýsurúllur, ýsubitar orly, kryddleginn fiskur og fylltur fiskur. Auk þess ýsuhakk, skelfiskur og lax að ógleymdum nýjum BÚR-karfa. Síldarborðið vinsæla. Þar bjóðum við marineraða síld, kryddsíld og ótal tegundir síldarsalata t.d. með ban- anasíld, tómatsíld, karrysíld, sinnepssíld,reyk síld, hvítlaukssild, skyrsíld og kryddsíld. — Sannkallað síldarævintýrí. Ágriffið. Svínarifjasteik 197.25 pr. kg. Svínakótilettur 339.50 pr. kg. Svínaf iðrildi 378.90 pr. kg. Nautabógsteik 209.10 pr. kg. Nauta T-bein steik 385.00 pr. kg. Nautakótilettur 217.70 pr. kg. Nautaossobucco 157.60 pr. kg. — Auk þess marinerað lambakjöt í miklu úr- vali. Nýjung á grillið: Andakjöt. KaffihorniÖ. Þar bjóðum við ókeypis kaffiveitingar. Á vörukynningu. Fimmtudag kl. 4—7 Föstudag kl. 3—8 Goða pylsur T.V. Súkkulaðidrykkur Frón kex Sanitas tómatsósa Mömmu-marmelaði. /UIKLIG4RÐUR MARKAÐUR VÐ SUND 'IW $ • * Mft|UÁ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.