Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1984 Tilkynning til eigenda Ford og Suzuki bfla Bílaverkstæði okkar verður lokað vegna sumar- leyfa frá 23. júlí til 7. ágúst. Neyöarþjónusta verður veitt á þessu tímabili. Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17, s. 685100 Verið velkomin ópavogsbúaT athugið! Vid bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem: Permanent, klíppingu, lagningu, hárþvott, litun, lástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö frá kl. 9—18 á virkum dögum. Lokað á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Alltaf á fóstudögum Þar er allt leikmynd — Viðar Eggertsson ræöir viö Messí- önu Tómasdóttur leikmyndateiknara um ferð hennar til Finnlands og Nor- egs með „Bláu stúlkuna". OXSMÁ universalis — Rætt viö forsvarsmenn Listfram- leiðslufyrirtækisins OXSMÁ Menning heimshorna á milli — Sagt frá ýmsum menningarviö- buröum í Evrópu og víðar í myndum og máli. Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina AF ERLENDUM VETTVANGI eftir VICTORIU GRAHAM Ólgan í Punjab er aðalvandi Gandhis Jarnail Singh Bhindranwale - trúa þvi í blindni að Bhindran- wale hafi verið helgur maður. Hann hætti í skóla 12 ára að aldri, þar sem hann náði ekki prófi, en hóf þá að lesa Guru Granth Sahib, hina helgu bók síkha, og las hana allt að 50 sinnum á dag þar til hann kunni hana utanbókar. Faðir Bhindranwale segir að hann hafi komist í hann krapp- ann fyrr. Eitt sinn hafi hann verið umkringdur af um 30.000 lögreglumönnum í Bombay, en enginn hafi þorað að leggja á hann hendur vegna helgi hans. Atburðirnir í Gullna musterinu í Armitsar hafi bara verið smá- vægilegir miðað við fyrri reynslu. Faðir Bhindranwale sá hann síðast fyrir um tveimur mánuðum er hann var við messu í Gullna musterinu. Þeir töluð- ust ekkert við. Faðirinn sat að- eins meðal safnaðarins og hlust- aði á son sinn messa. Fólk trúir á Bhindranwale eins og guð og segja að hann muni snúa aftur til að bjarga SÁTTATILRAUNIR í fylki síkha, Punjab á Indlandi, hafa gefist illa hingað til og ekki lítur út fyrir að mál þeirra leysist í bráð. Her frú Indíru Gandhi, forsætisráðherra, er enn á svæðinu til að halda uppi lögum og reglu . Þótt herinn hafi ráðist inn í Gullna musterið fyrir meira en mánuði og flæmt út hryðjuverkamenn síkha, leysti það þó ekki vandamál trúarflokksins, heldur bætti sennilega gráu ofan á svart. Mikilvægi Gullna musterisins fyrir síkha jafngildir helgi Vatíkansins fyrir kristna menn og varð því árásin ekki til að milda bræði síkha. Enn eru smáskærur í Punjab, þrátt fyrir nærveru hersins, en allar heimsóknir til fylkisins eru bannaðar og þar gilda her- lög. Ritskoðun er gildandi og stjórn Gandhis hefur hert lög sem leyfa gæsluvarðhald i allt að tvö ár án réttarhalda. Einnig hefur stjórnin áskilið sér rétt til að lýsa yfir hættusvæðum hryðjuverkamanna og sett upp sérstaka dómstóla í því skyni. Um helgina var svo fjöldi síkha handtekinn og her settur umhverfis Gullna musterið til að vernda það fyrir ásókn síkha sem vilja herinn burt. Stjórnin lýsti því yfir áður en lög um hættusvæði hryðjuverkamanna gengu í gildi, að hernum væri heimilt að skjóta hryðjuverka- menn á færi, ráðast inn í og eyðileggja felustaði þeirra og framkvæma húsleit án heimilda. Indira Gandhi, sem er nú orð- in 66 ára gömul, stóð þó af sér styrinn sem stóð um árás stjórn- arhersins á Gullna musterið og svo virðist sem vinsældir hennar hafi aukist meðal hindúa, sér- staklega í norðurhluta Indlands. Gandhi hefur verið gagnrýnd fyrir að láta ástandið í Punjab afskiptalaust til að byrja með, en hins vegar hefur hún hlotið lof fyrir ákveðni og hugrekki er hún sendi herinn þangað inn. Punjab verður þó án efa helsta vandamálið á lista Gandhis og ef óeirðir brjótast þar út aftur, þykir líklegt að hún tapi nokkru af fylgi sínu fyrir kosningarnar í árslok. Árásir á Gullna musterið hafa valdið mikilli gremju meðal þeirra 13 milljóna sikha sem búa á Indlandi. Hindúi, búsettur í Punjab, segir angist sikha vera algera, eftir að musterið var svívirt á þennan hátt og segir samein- ingarmátt síkha vera að fjara út. Síkhar segja sjálfir að and- spyma við herinn hafi ekkert minnkað og segjast munu safna liði og ganga til Gullna muster- isins til að frelsa það. Yfirvöld svara því til að síkhunum verði ekki einu sinni leyft að safnast saman. Síkhaleiðtoginn og prestur, Jarnail Singh Bhindranwale, sem féll í árás hersins á muster- ið, er nú orðinn píslarvottur i augum síkha víðs vegar um land- ið. Margir trúa þvi ekki að hann hafi fallið i árásinni, og segjast sumir hafa séð hann nýlega. Meðal þeirra sem trúa þvi að Bhindranwale sé enn á lifi er faðir hans og ættingjar í bænum Rodei, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Fjölskyldan þvertekur fyrir að Bhindranwale sé látinn og faðir hans spyr. „Ef sonur minn er látinn, því lætur lögreglan loka borginni til að leita að honum?“ Faðir hans og þúsundir síkha þeim úr klóm hersins. Síkhar í Armitsar kvarta undan ágengni hersins og segjast hvergi vera óhultir. Eitt einkenni síkha er túrban sem þeir bera á höfðinu og segja þeir að hver sem beri það höfuðfat nú í dag, sé dreginn til yfirheyrslu, án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Orðróm- urinn um að Bhindranwale sé enn á lífi komst á kreik út af leynd þeirri sem hvíldi yfir að- gerðum hersins og einungis óljósar skýrslur um dauða hans hafa verið gerðar opinberar. Trúlegasta skýringin frá hern- um er sú að hann hafi orðið fyrir sprengikúlu i kjallara, þar sem hann leyndist. Blóð streymdi niður andlit hans þegar hann hljóp út úr musterinu, beint í flasið á hermönnum sem skutu hann til bana og lést hann sam- stundis. Hermaður einn, sem talinn er ættingi Bhindranwale, bar kennsl á líkið, en engum úr fjölskyldu hans var boðið að vera við útför hans. Indverjar virðast gjarnir á að rugla saman staðreyndum og sögusögnum og ekki bætir úr skák að upplýsingar eru af skornum skammti og þær eru jafnvel ritskoðaðar. Sumir trúa því jafnvel ennþá að Subhas Chandra Bose, þekktur stjórn- málamaður úr röðum þjóðar- flokksins og samverkamaður Japana, sem lést í flugslysi í seinni heimsstyrjöldinni, sé enn á lífi. Annað vandamál sem fylgir í kjölfar óeirðanna í Armitsar eru viðgerðir á Gullna musterinu. Herinn hefur fyllt upp í skotgöt og endurbyggt hluta musteris- ins. Yfirmenn hofsins vilja að herinn hætti öllum afskiptum af musterinu og láti síkha um endurbygginguna. Stjórnin seg- ist tilbúin til að ganga að þeim kröfum, en ekki er búist við að herinn yfirgefi musterið um sinn. Síkhar ætla að gera við must- erið, fjarlægja uppfyllingar hersins og láta heilagt hásæti f musterinu, sem eyðilagðist í árásunum, standa í minningu þeirra sem létu lífið í átökum við herinn, en það gerist ekki fyrr en herinn hefur yfirgefið musteri síkha í Punjab og lætur þá í friði. Victoria Graham er fréttamaður hji AP. Einaig er stuðst við grein úr Obærrer. Lögregla handtekur síkha í átökum sem urðu í nóvember sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.